Þjóðviljinn - 10.11.1984, Side 20
Lárus Ýmir
með nýja mynd
Úr Svíríki berast þær fregnir
að Lárus Ýmir Óskarsson sé í
þann mund að fara af stað
með nýja kvikmynd, sem mun
eiga að heita Þrír dagar í okt-
óber. Sami hópur og gerði
meö Lárusi myndina Andra
dansen, sem hlaut frábæra
dóma hér og þar, mun gera
myndina með Lárusi. Auk
þess mun Svíinn Bo Johnson,
þekktur úr kvikmyndaveröld
Svía, standa myndinni ná-
lægt. Ekki er fullfrágengið
hver fjármagnar en Sænska
kvikmyndastofnunin mun
vera að íhuga að leggja fé í
myndina. ■
Grammófónn
Alberts
íslenska Óperan hefur átt við
nokkurn fjárhagsvanda að
stríða og mun hafa borið um
tveggja miljóna króna skulda-
bagga á herðum sér. Sendi-
menn voru því gerðir úr höfuð-
stöðvum hennar til vinar „litla
mannsins" til að biðja um ein-
hverja úrlausn sinna mála. Al-
bert Guðmundsson hlustaði
með hluttekningarsvip á ifor)-
svarsmerin Óperunnar flytja
raunatöl jr sínar. Að því loknu
tilkynnti hann þeimfullur'hlut-
tekninpar, að hann væri
auðviíað allur af vilja gerður til
að hjálpa Óperunni. Það væru
bara engir peningar til. „Er
ekki hægt að spara eitthvað",
sagði svo ráðherrann að lok-
um. „Þið eruð með ansi stóra
hljómsveit til að spila undir óp-
erusönginn. Mætti ekki bara
nota grammófón í staðinn?"
Máttur
fyrirsagnanna
Frétt Þjóðviljans, um að einn
pakki af hverjum fjórum af
frystri síld færi í farmgjöld
skipafélaganna hér, vakti svo
sannarlega verðskuldaða at-
hygli. ( yfirfyrirsögn stóð hjá
okkur- Síldarútflutningur- en
í aðalfyrirsögn að Va færi í
farmgjöld. í fréttinni sjálfri var
aftur á móti skýrt frá því mjög
greinilegá að þarna væri um
frysta síld að ræða. Forsætis-
ráðherra Steingrímur Her-
mannsson átti fund með
Gunnari Flóvenz fram-
kvæmdastjóra Síldarút-
vegsnefndar, sem einungis
annast saltsíld, daginn eftir.
Fundurinn var um annað mál,
en samt byrjaði forsætisráð-
herra á að spyrja Gunnar
hvernig á þessum ósköpum
stæði hjá Síldarútvegsnefnd.
Gunnar benti honum á að
lesa fréttina, þar væri talað
um frysta síld. Það er að vísu
löngu vitað að þorri blaðales-
enda les aðeins fyrirsagnir,
undirfyrirsagnir og mynda-
texta. En forsætisráðherra...
Undiralda á
Sjómannaþingi
Sumir vilja eflaust halda því
fram að það sæmi að undir-
alda sé á Sjómannaþingi.
Enda var það svo á þingi
Sjómannasambandsins nú
að æði mikil undiralda var þar,
þó ekki bæri svo mikið á því
fyrir ókunnuga sem hlýddu á
þinghald. Það fór þó ekki fram
hjá neinum að fulltrúar
Reykvíkinga og Vestmanna-
eyinga eltu grátt silfur saman í
ýmsu og oft smámálum. Þá
I var það og vitað að íhalds-
menn á þinginu hugðust
koma Óskari Vigfússyni f rá og
gera Guðmund Hallvarðsson
að formanni sambandsins.
Þegar á hólminn var komið
munu þeir hafa guggnað á
málinu, voru ekki vissir um
sigur. Það var að sjálfsögðu
Pétur Sigurðsson, sem stóð á
bak við þetta allt saman, því
hann hefur aldrei getað
gleymt því að sambandið var
af íhaldinu tekið á sínum tíma.
Mál og Menning
gefur út kiljur
Úr bókaheiminum flýgur sú
frétt að meðalverð á venju-
legum bókum verði milli 800
og 900 krónur á komandi jóla-
vertíð. Þess vegna gleður það
hug og hjarta bókaorma að
heyra að Mál og Menning
hyggst sporna gegn þessari
óheillaþróun með því að hefja
útgáfu á pappírskiljum sem
ekki eiga að kosta meira en
300 til 400 krónur. Á meðal
þeirra kilja sem forlagið gefur
út þetta árið verður skáldsaga
eftir Árna okkar Bergmann
sem heitir Með kveðju frá Du-
blin. Snorra-Edda verður þar,
Ógnarmálaráðuneytið eftir
Graham Greene í þýðingu
annars Þjóðviljamanns,
Magnúsar heitins Kjartans-
sonar og Bróðir minn Ijóns-
hjarta eftir Astrid Lindgren. ■
Heimur
versnandi fer
Sú var tíð að ekki var annar
bær virðulegri á (slandi en Ak-
ureyri og þykir aðkomu-
mönnum einatt sem bæjarbú-
ar vilji gjarna vita af þessum
virðuleika í þátíð og nútíð. Því
hrökkva menn við þegar
virðulegt bæjarmálgagn stað-
arins, Dagur, hefur svo mjög
ánetjast æsilegri fjölmiðla-
tísku, að það leyfir sér að birta
aðra eins fyrirsögn og þessa
hér:
„Akureyrarbær á lóðaríi
í Miðbænum!“
Raunverulegt tilefni þessara
válegu tíðinda er reyndar ekki
annað en það að Ákureyrar-
bær hefur átt viðræður við
landríkan lyfsala um hugsan-
leg kaup á nokkrum lóðum.
Svo bregðast krosstré... ■
ÞESSI AUGLÝSING VARÐAR ÖRYGGI ÞITT OG ÞINNA!
Láttu ekki slysa-
og líftiyggingu
vanta
inn í myndina
Framtíðaröryggi
FIÖLSKYLDUNNAR ER í HÚFT
- Þekkir þú þessa fjölskyldu?
Bömin ganga í skóla og
foreldramir vinna úti. Allur þeirra
tími undanfarin ár hefur farið í að búa
í haginn, kaupa íbúð, bíl o.s.frv.
Fjárskuldbindingamar em miklar.
Ef annað foreldrið fellur frá eða
slasast geta slysa- og líftryggingar að
sjálfsögðu aldrei bætt tilfinninga-
skaðann, en þær em til þess að tryggja
fjárhagslega stöðu fjölskyldunnar á
erfiðleikatímum.
Hafðu samband -við hjálpum þér að
meta tryggingaþörfina.
I--------------!-------------------
Já, takk, ég vildi gjaman fá senda bæklinga um slysa- og líf-
I tryggingar Samvinnutrygginga og Andvöku.
| Nafn:________________________________
| Heimili:____________________ ■_______
SAMVINNU
TRYGGINGAR
&ANDVAKA
Ármúla 3, 108 Reykjavík Sími: (91)81411
Þín félög-í blíðu og stríðu
AUK HF. Auglýsingastofa Kristínar 62.129