Þjóðviljinn - 16.11.1984, Síða 4
LEIÐARI
Hagfræðingar hafna gengisfellingu
Síðustu daga hafa fjölmiðlar flutt fréttir um
gengisfellingaráform ríkisstjórnarinnar. DV
birti í gær á forsíðu viðtal við forystumann úr
stjórnarliðinu sem fullyrðirað 12-14% gengis-
felling verði ákveðin næstu daga. Síðan muni
koma í kjölfarið strax á næsta ári 5-8% gengis-
felling til viðbótar. Það er því greinilega til um-
ræðu í ríkisstjórninni að fella gengið á næst-
unni um yfir 20%. Fer þá þessi stjórn Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknarflokksins að
verða með mestu gengisfellingarstjórnum
enda hóf hún feril sinn á slíku verki.
í Þjóðviljanum á miðvikudaginn voru birt við-
töl við tvo hagfræðinga, Má Guðmundsson hjá
Seðlabanka Islands og Birgi Björn Sigurjónsr
son sem nú starfar hjá Bandalagi háskóla-
manna en hefur sl. ár kennt við Stokkhólmshá-
skóla. Báðir þessir hagfræðingar vara ein-
dregið við gengisfellingu. Hún sé ekki leiðin út
úr efnahagsvandanum á íslandi. Þar séu aðrir
kostir betri.
Röksemdir Más Guðmundssonar eru svo-
hljóðandi:
„Það eru vissulega til aðrar leiðir en gengis-
felling. Spurningin um hvaða leið er valin er
hins vegar ekki tæknileg eða efnahagsleg,
heldur pólitísk. Spurningin er um hvaða ríkis-
stjórn er við völd og hverjum hún þjónar.
Verkalýðsstjórn mundi við núverandi aðstæð-
ur fara aðrar leiðir en að fella gengið. Slík
stjórn mundi minnka ráðstöfunartekjur há-
tekjuhópa með sköttum eða skyldusparnaði á
hæstu tekjur. Hún mundi leggja aukna skatta á
þær greinar sem bera sig vel, til dæmis endur-
nýja þá fyrirtækjaskatta sem núverandi ríkis-
stjórn hefur lagt niður. Og slík stjórn mundi ná
tökum á fjárfestingunni í landinu, draga úr
óþarfafjárfestingum og erlendum lántökum
sem þeim fylgja.
Þessar þrennskonar aðgerðir valda minni
eða óbreyttri eftirspurn innanlands, á heildina
litið, og koma þannig í veg fyrir að viðskipta-
hallinn aukist - á sama tíma og kaupmáttur
almenns launafólks eykst. Slíkar aðgerðir
mundu tryggja að kjarasamningar fælu í sér
raunverulega tekjutilfærslu milli þjóðfélags-
hópa.“
Már Guðmundsson bendir einnig á ýmsar
aðrar aðgerðir, svo sem lækkun olíukostnaðar
og farmgjalda, endurskipulagningu á sjávarút-
veginum og á starfsemi margvíslegra milliliða-
fyrirtækja.
í viðtali við Þjóðviljann sagði Birgir Björn
Sigurjónsson hagfræðingur að nauðsynlegt
væri að leysa vanda sjávarútvegsins með öðr-
um tækjum en gengisfellingu. Hann benti á að
í umræðum hér á landi væri oft blandað sam-
an tvennum vanda. Annars vegar vanda sem
skapaðist vegna sveiflna í sjávarafla og á fisk-
mörkuðum. Hins vegar almennri kostnaðar-
aukningu innanlands. Síðan sagði Birgir
Björn:
„Ég held að nú sé gæfulegra að taka á
vanda sjávarútvegsins með beinum fjármála-
aðgerum ríkisins og stærri verðjöfnunarsjóði
sem gæti raunverulega jafnað sveiflurnar.
Menn verða að skilgreina það til hvers þeir
vilja nota gengisfellingartækið. Það er óheppi-
legt að nota gengisfellingu til að jafna sveiflur í
sjávarútvegi... Besta skýringin fæst með því
að líta á söguna. Þetta hefur aldrei dugað, þótt
gengið hafi verið fellt bæði þegar illa er ástatt í
sjávarútvegi og þegar vel er ástatt í sjávarút-
vegi.“
Þessi viðvörunarorð hagfræðinganna
tveggja ættu að vera ráðherrunum tilefni til
alvarlegrar umhugsunar um að hafna nú
gengisfellingarleiðinni og taka upp nýjar að-
ferðir.
KLIPPT 0G SKORIÐ
Blekkingar
Alexander Stefánsson félags-
málaráðherra er maður mikilla
reiknikúnsta. Ekki var hann fyrr
sestur í ráðherrastólinn en hann
tók að reikna það út, að sú ríkis-
stjórn sem hann situr í hafi stór-
aukið framlög til félagsmála; til
fatlaðra og húsnæðismála svo
dæmi séu nefnd. NT, sem er nýtt
blað og á enga forsögu, hefur ver-
ið að éta þetta upp eftir ráðherr-
anum, sennilega afþví blaðið veit
ekki betur. (Aldrei hefði Þórar-
inn látið hafa sig útí svona endi-
leysu.)
í Þjóðviljanum í gær tekur
Helgi Seljan Alexander þing-
bróður sinn heldur betur á beinið
og kveður fullyrðingar ráðherr-
ans um fjárveitingar til málefna
fatlaðra „ósvífnar blekkingar".
Par er og rifjað upp að formaður
Þroskahjálpar hafi sagt frá því að
framlög til framkvæmdasjóðs
fatlaðra hefðu verið skorin niður
um 48% frá lögbundnum fram-
lögum! Formaðurinn Heitir Egg-
ert Jóhannsson og gott ef hann er
ekki góður og gegn Framsóknar-
maður. Pannig sameinast hinir
vönduðustu menn um að hnekkja
hæpnum yrðingum félagsmála-
ráðhérrans.
Arðurinn
En hvar hefur þessi lærði
reikningsmaður úr kaupfélaginu í
Ólafsvík lært á tölur? Illar tungur
herma að reiknikúnst Alexand-
ers núna sé svosem ekkert mál, -
það hafi verið meiri snilld hjá
honum um árið, þegar hann var
kaupfélagsstjóri í Ólafsvíkinni -
og kaupfélagið fór á hausinn.
Sama ár - gjaldþrotaárið - var
kaupfélagsstjórinn höfðinglegri
en nokkru sinni og greiddi út arð!
Aldrei hefði Ólafsvíkur-Kalla
dottið í hug að gera annað eins -
og lék þó greifa í útlöndum, eins-
og segir í bók Jónasar Árnasonar •
og Jóns kadetts sem var að koma
út að nýju. Jamm, syndin er lævís
og lipur.
Samanburðar-
fræðin
í samanburðarfræði Alexand-
ers ær ein meginforsenda í öllum
málum sú, að bera saman 1982
„síðasta stjórnarár . Svavars
Gestssonar" við árin 1983 og
1984. Staðreynd málsins er hins
vegar sú, að ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsen ríkti fram á mitt ár
1983 - og það sem skiptir meiru,
að 1983 er síðasta fjárlagaár
þeirrar ríkisstjórnar. Þess vegna
væri rökréttar að bera saman það
ár við fjárlagaárin 1984 og 1985
þegar áhrifa Alberts Guðmunds-
sonar og bróður hans í andanum,
Alexanders Stefánssonar, fer
verulega að gæta.
Áður hefur verið getið um
blekkingarnar í málefnum fatl-
aðra. Ekki er nú málflutningur-
inn burðugri þegar kemur að
húsnæðisgeiranum. Þannig ber
Alexander saman í einni bendu
frá 1981 til 1984, bæði Byggða-
sjóðs ríkisins og Byggingasjóð
verkamanna. Að sjálfsögðu
nefnir hann einungis krónutölu
en ekki verðlagsbreytingar.
Þannig nefnir hann ekki að bygg-
ingavísitalan var 1982 (október)
1331 en í ár 2490. Og að sjálf-
sögðu ekki að kaupmáttur hafi
rýrnað svo að, nú tekur það ein-
stakling tveimur árum lengur að
vinna fýrir meðalíbúð en það
gerði í tíð síðustu stjórnar.
Meiraðsegja Heimdellingarnir
í Sjálfstæðisflokknum sjá ástæðu
til að benda á mistök Alexanders
og kosningasvik á halelúja-
samkomum sínum. í Mogganum
í gær er minnt á það í ályktun frá
Heimdalli að báðir stjórnarflokk-
arnir hafi sett stefnuna á 80%
lánshlutfall frá Byggingasjóði
ríkisins. Það hlutfall sé nú 29.1 %.
Þar fyrir utan hefur lítið fjármagn
verið til hjá Byggingasjóðunum,
og ekki borgað út fyrr en eftir dúk
og disk - og þá með erlendum
lánum.
Ástæðan
Sfargir spyrja sig hvers vegna
Alexander Stefánsson sé með
þessi læti núna, - það hafi ekkert
heyrst í manninum (amk. miðað
við árið sem hann lenti á þingi) í
ráðherrastólnum fyrri. Flestir
leita skýringanna í Framsóknar-
flokknum og í kjördæmi ráðherr-
ans. Flestir telja að Alexander
hafi ekki borið sitt barr eftir að
hafa með bolabrögðum troðið sér
í fyrsta sæti á framboðslista. Þá
hafi örlað á baklandi hjá honum
(menn í Ólafsvík mundu eftir
arðinum!) og kappinn var sköru-
legur á málfundum heima í hér-
aði. En hann hefur ekki mátt vera
að því að sinna kjördæminu svo
mjög uppá síðkastið. Og bændur
í Borgarfirði kunnu aldrei al-
mennilega að meta þennan fram-
gjarna mann úr Ólafsvíkurkaup-
félaginu.
Davíð á Arnbjarnarlæk Aðal-
steinsson er líka orðinn dálítið
þreyttur á rausinu í Alexander og
er til þess líklegur að notfæra sér
mistök, afglöp og óvinsældir ráð-
herrans til að skjóta honum
niðurfyrir sig á framboðslista
Framsóknar í Vesturlandskjör-
dæmi næst.
Steingrímur
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra og Framsóknar-
flokkurinn allur gerir sér grein
fyrir því að flokkurinn er orðinn
afskaplega óvinsæll vegna
frammistöðunnar í félagsmálum.
Og þegar Þorsteinn reyndi að
troða sér inní stjórnina með Al-
þýðuflokknum á dögunum, setti
Steingrímur það skilyrði að
Framsóknarflokkurinn fengi líka
að fórna einu ráðuneyti fyrir
krata. Þetta hefur Steingrímur
eiginlega staðfest í viðtali við DV
á dögunum. Allir vissu að for-
maðurinn átti þá við að Fram-
sókn slyppi við húsnæðismálin
(og Alexander) sem búið er að
klúðra. Steingrímur ætlaði að
koma sínum flokki undan
ábyrgðinni af ófremdarástandinu
í húsnæðismálum, - og fá krata til
að axla ábyrgðina. Þannig ætlaði
hann að fórna Alexander. En það
er vart fyrir Alexander að treysta
því að Steingrímur taki hann í
náðina bara fyrir að fara með
bægslagangi að Svavari Gestssyni
og sannleikanum. Hæpnar full-
yrðingar verða aldrei annað en
hæpnar.
-óg
DJÚÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýöshreyfingar
Utgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans.
Rft«t}órar: Ámi Bergmann, össur Skarphóðinsson. —
Ritstjómarfulttrúl: Oskar Guðmundsson.
Fréttaat|óri: Valþór Hlöðversson.
Biaðamann: Álfheiður Ingadóttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Guðjón Fóðriksson,
Jóna Pólsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Möröur Ámason,
Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Viðir Sigurösson (íþróttir).
yóamyndir: Atli Arason, Einar Karisson.
Utllt ofl hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrfta- og prófaricalaatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvœmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Haröarson.
Auglýsingaatjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgraiðsla: Bóra Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Simavarala: Ásdís Kristinsdóttir, Sigrfður Kristjánsdóttir.
Húsmœður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnflörð.
Innhsimtumann: Brynjólfur VilhjóJmsson, Ólafur Bjömsson.
Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð I lausasölu: 22 kr.
Sunnudagsverð: 25 kr.
Áskriftarverð ó mónuði: 275 kr.
' 4 SÍÐA - ÞJÖÐVIUINN Föstudagur 16. nóvember 1984