Þjóðviljinn - 25.11.1984, Page 2

Þjóðviljinn - 25.11.1984, Page 2
\iku skammtur af heimilisböli - Mig hefur alltaf langaö til að veröa trésmiöur, sagði konan mín við mig í fyrrakvöld þar sem hún stóð yfir pottunum í eldhúsinu, orðin full sein með matinn, klukkan orðin fjórar mínútur yfir sjö. - Hvur djöfullinn er nú á seyði, hugsaði ég. Var auðvitað talsvert pirraður á því að hún skyldi ekki vera með matinn á réttum tíma, og svo líka hitt að ég veit eftir þrjátíu ára sambúð, að vangaveltur um ann- að hlutaskipti í lífinu, en það sem hún var borin til, kunna aldrei góðri lukku að stýra. Svo hugsaði ég sem svo: - Nú er rétt eitt andskotans upphlaupið í aðsigi. Trésmiður, ekki nema það þó. Hvað ætli komi næst: Kafari, fjallkóngur, loftpressumaður, borpallsstjóri, borpallsstjóri á risabornum Dofra, hah! hah! hah! Ætli það sé ekki það sem hún vill. Verða einn af bormönnum íslands. Hah! Hah! En þó ég hugsi bæði mikið og stíft svona í eldhús- inu þegar ég er að bíða eftir matnum, þá læt ég hana aldrei sjá það. Ég set bara upp fjarrænt augnaráð og óræðan svip, svona eins og er á manni þegar maður er að hugsa um landsins gagn og nauðsynjar. En það er bara verst, að hún hefur í rúma tvo áratugi ekki tekið mark á þessum svip, lætur bara eins og ég sé ekki með neinn svip og heldur áfram að þusa: - Mig hefur eiginlega alveg frá því ég man eftir mér langað til að verða trésmiður. Og ég hugsa sem svo: - Þessi kona er að reyna að gera mér lífið óbæri- legt. Þetta er liður í kerfisbundinni andlegri grimmd. Hún er að reyna að hleypa mér upp. Ég þekki sko mitt heimafólk hah! hah! Hún skal samt ekki koma mér úr jafnvægi. Ég er alveg fullkomlega ballansér- aður. Já og það þó klukkan sé orðin sjö mínútur gengin í átta og ekki farið að færa þetta andskotans tros í pottinum upp á fatið. Nú sýnist mér hún vera að gera sig líklega til að veiða kartöflurnar upp. Jú hún gerir það, setur þær á fat og skellir þeim á borðið með skrælingnum á og allt saman. Og ég hugsa sem svo: Mikið lifandis ósköpar skelfing er hún nú gjörólík henni mömmu. Já eða ömmu. Hún hefur látið mig skræla kartöflurnar sjálfan í ein sjö eða átta ár, eða réttara sagt frá því einkasonurinn fór að heiman. Hann var ekki látinn skræla sjálfur. Nei ekki aldeilis. Það var alltaf stjanað við hann, kartöflurnarskrældar, beininhreinsuðúrfiskinumog ég látinn sitja á hakanum. Já bókstaflega látinn sitja á hakanum. í þessi sjö ár, sem hún hefur látið mig skræla sjálfan hefur mér lærst það, að hitinn á kartöflunum er slíkur þegar nýbúið er að færa þær upp, að það þýðir þriðju gráðu bruna að snerta þær með berum höndum. Þess vegna hef ég tamið mér að stinga í þær gafflinum og reyna að húðfletta þær, án þess að snerta þær. Þetta mistekst eiginlega alltaf. Það sem venjulega skeður, er það, að kartaflan fer í tvo parta, annar helmingurinn fer á góifið og hinn helmingurinn lendir í vatnskönnunni eða einhvers staðar á borð- inu. Og þá er það að ég ákveð í mikilli geðshræringu að éta kartöflurnar með hýðinu svona einsog í mót- mælaskyni. Og nú hugsaði ég sem svo: - Ef manneskjan getur ekki haft matinn á réttum tíma, þá er til lítils að vera að halda þessa heimilisó- mynd. Það er svosem ekkert auðveldara fyrir mig en að éta úti. Já bara úti. Og nú sagði hún: - Ég gæti eiginlega alveg hugsað mér að fara að læra trésmíði. Ég er ekki skapbrestamaður, sem betur fer og nú kom það sér vel, því ég var satt að segja að missa stjórn á mér útaf því að fiskurinn skyldi ekki vera kominn á borðið. En ég gæti þess alltaf vandlega að láta hana ekki sjá, þegar ég er í svona geðshrær- ingu, svo ég svaraði hægt og stillilega: - Þat var ok. Þá fór hún að syngja síðustu vísu Hallbjarnar úr Skagastrandar Kántrí myndinni: Eftir gresjunni kemur maður ríðandi hesti á Arísóna er staður sem hann hefur mætur á. Og í miðju erindinu skellti hún fatinu á borðið og sagði gerðu svo vel elskan mín, get ég fengið bílinn í kvöld? - Ertu að fara út?, spurði ég. - Ég er að fara í júdó, svaraði hún. - En varstu ekki í júdó í gær? - Nei ég var á fjölskyldunámskeiði í gær. Og ég hugsaði með mér: - Það er einhver annar í spilinu, en upphátt sagði ég: - Hvað ertu eiginlega að gera í þessu júdói og þessu fjölskyldunámskeiði? - Júdóið, svaraði hún, er japönsk sjálfsvarnar- iíþrótt, sem gæti komið sér vel til að verjast líkams- meiðingum, en í fjölskyldunámskeiðinu lærir maður, hvernig á að bregðast við andlegri grimmd. Svo snaraðist hún fram að dyrunum með bíllykl- ana í hendinni, en sneri sér við í gættinni og sagði: - Annars get ég sagt þér alveg eins og er, að það eina sem mig langar til þessa dagana, er að læra trésmíði. Þegar hún var farin hugsaði ég með mér: - Hún er nú alveg ágæt, þrátt fyrir allt. Flosi Heldur hann nokkuð áfram? Kjartan Jóhannsson hefur lýst því yfir opinberlega að hann „haldi áfram að vinna að framgangi jafnaðarstefnunn- ar innan Alþýðuflokksins" þrátt fyrir úrslit formannskjörs síöustu helgí. Hvað þetta þýö- ir er ekki Ijóst, en fróðir menn innan Alþýðuflokks telja að Kjartan ætli að hætta þing- mennsku að loknu þessu kjörtímabili. Það eina sem gæti breytt framtíðarhugleið- ingum Kjartans er ráðherra- stóll í nýrri ríkisstjórn án kosn- inga. Hætti Kjartan má búast við fjörugum og blóðheitum slag meðal krata á Reykjanesi. Gunnlaugur Stefánsson séra er ekki talinn njóta fyrra fylgis í fiokknum eftir að hann gerðist baráttumaður gegn fóstur- eyðingum. Hinsvegar vilja margir kratar fá bróður hans, Finn Torfa, á þing í stað Kjart- ans, og mun Finnur hafa held- ur vaxið í áliti við trausta fundarstjórn á flokksþinginu. Þriðji bróðirinn, Guðmundur Árni ritstjóri Alþýðublaðsins, er einnig talinn hafa hug á þingsæti, og ætlar hann að halda blaði sínu á floti að minnsta kosti frammað næstu kosningum. Svo má eiga von á hljóði úr Kópavogshorni, en kratafor- ysta í kjördæminu er óðum að færast þangað frá Hafnarfirði. Ásgeir Jóhannsson Kópavog- skrati og forstjóri Innkaupa- stofnunar gengur með þing- mann í maganum... ■ Ríkisvíxlar eru ein hagkvæmasta skammtímaávöxtun sem völ er á. Meðaltals ársávöxtun í undangengnum útboðum hefur verið sem hér segir: Júlíútboð 25,6% ágústútboð 25,8% septemberútboð 27,8% októberútboð 27.7% RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.