Þjóðviljinn - 25.11.1984, Síða 3

Þjóðviljinn - 25.11.1984, Síða 3
Dýrasta jólabókin Dýrasta jólabókin sem kemur út á þessu ári er án efa ensk- íslenska orðabókin sem Örn og Örlygur gefur út. Vinna við bókina hefur tekið mörg ár og fjöldi manns komið nálægt verkinu. Prentaraverkfallið í haust setti alvarlegt strik í reikninginn og um tíma var tal- ið að útgáfan væri að fara á hausinn. Fjárhagur útgáfunn- ar er vissulega verulega slæmur þótt tekist hafi að koma orðabókinni á prent, því fyrir skömmu barst fjárveit- inganefnd Alþingis beiðni frá útgáfunni um styrk uppá 3-5 miljónirtil að bjarga málunum. Það sem vakti þó eina mesta athygli nefndarmanna er upp- lýst var að vegna útgáfu orða- bókarinnar hafi verið tekið nokkurra miljón króna erlent lán. ■ Snúður á Guðmundi G. Blaðamenn á NT fengu óvænta en lítt spennandi heimsókn á ritstjórnarskrif- stofurnar í vikunni. Þar var mættur álprinsinn Guðmund- ur G. Þórarinsson sem fann sig knúinn til að messa dug- lega yfir blaðamönnum fyrir skrif blaðsins um afrek sín í álmálinu. NT hefur lítið gert í því að hampa hinum ömur- lega álsamningi heldur tekið þá stefnu að þegja sem fast- ast yfir ósköpunum. Sama var að segja um fundinn með ál- prinsinum, blaðamenn þögðu sem fastast en höfðu lúmskt gaman af afrekasögu Guð- mundar sem tilkynnti er hann hélt snúðugur af fundinum að honum yrði aftur mæta, tækju blaðamenn ekki sönsum. ■ I Að fæðast inn í flokka Mönnum verður tíðrætt um pólitískar erfðir í hinum ýmsu flokkum. Jón Baldvin Hanni- balsson, nýkjörinn formaður Alþýðuflokksins, lét þess get- ið í ræðu að hann væri fæddur í Alþýðuhúsinu á ísafirði og sagði það ekki vera tilviljun að hann væri nú í Alþýðuflokkn- um. Hitterlíklega ekki tilviljun heldur að Geir Hallgrímsson utanríkisráðherraog fyrn/. for- maður Sjálfstæðisflokksins er fæddur [ gamla Sjálfstæðis- húsinu við Austurvöll þar sem nú er matstofa Landsímans. Fortíðin í Alþýðuflokknum Og enn um Jón Baldvin. Hann sagði í samtali við útvarpið um ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3 síðustu helgi að fortíð Alþýðu- bandalagsins væri svo óbermileg að ekki væri líklegt að það gæti sameinað vinstra fólk undir sinni forystu. Hann hefur líklega ekki hugleitt það þegar hann lét þessi orð falla að fortíð Alþýðubandalagsins liggur öll í Alþýðuflokknum. Kommúnistaflokkurinn var stofnaður árið 1930 sem vinstri klofningsflokkur úr Al- þýðuflokknum og árið 1938 var Sósíalistaflokkurinn stofn- aður með sameiningu vinstri arms Alþýðuflokksins og fé- laga úr Kommúnistaflokknum sem þá var lagður niður. Svo var það árið 1956 að enn gekk vinstri armurinn (þá að vísu orðinn dálítið afvatnaður) úr Alþýðuflokknum og stofnaði Kosningabandalag með Sósí- alistaflokknum sem fékk nafn- ið Alþýðubandalag. Síðan hefur vantað vinstri arminn á Alþýðuflokknum - eða svo til. Graðgönguhljóð Þórbergur Þórðarson rithöf- undur var einn af frum- kvöðlum í íslenskri orðfræði og samdi meðal annars leiðarvísi um orðasöfnun, og var einn aðstoðarmanna Sig- fúsar Blöndals við Blöndals- orðabók. Orðasafn hans er nú í vörslu Orðabókar Há- skólans. Þar kennir margra grasa, meðal annars eru þar skýringar við orðið grað- ganga. Þæreru svohljóðandi: „Graðganga, leikur prent- ara fólginn í því, að einhver einn prentaranna er tekinn, þannig, að maður fer aftan að honum, tekur fram um mjaðmirnar og utan um pung- inn og því næst tekur annar þann mann yfir um mittið og svo fleiri koll af kolli, uns stroll- an er orðin löng, þá fer hún á hreyfingu og pungurinn er kreistur á þeim sem fremstur stendur, unz hann gefur af sér vein, graðgönguhljóð" ■ Nokkur vátryggingarfélög hafa undanfáriö kvatt sér hljóös varðandi bílatryggingar og boö- aö prósentulækkanirá brúttóiögjöldum. Af bví tilefni vilja Almennar Tn/ggingar hf. benda viðskiptavinum sínum og almenningi á eftirfarandi: Hár prósentuafsláttur af háu brúttóiðgjaldi segir einungis hálfa sögu. Raunar er ólíklegt aö slík reikningsdæmi gefi hagstæðasta útkomu fyrir neytendur. Aörar leiðir eru ekki síðri, - t.d. breytt skráning iðgjalda - ööruvísi iögjöld. Þaö sem mestu máli skiptir fyrir neytendur er aö sjálfsögöu aö greiða sem minnst fyrir þjónustuna á hverjum tíma og fá sem besta þjónustuístaðinn. Stefnan er því Ijós, Almennar Tryggingar munu sem nútíma þjónustufyrirtæki ávallt hafa hagsmuni viöskiptavina sinna í fyrirrúmi og bjóöa kjör sem allir geta fellt sig við. ÆiriilSiTiieT? TRYGGINGAR

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.