Þjóðviljinn - 25.11.1984, Síða 4

Þjóðviljinn - 25.11.1984, Síða 4
Björn Þórhallsson varaforseti ASÍ tekinn ó beinið Alþýöusambandsþing, hiö 35. í röðinni, hefst á mánu- daginn. Þar munu mörg mái verða á dagskrá en aö öllum líkindum munu nýgerðirkjar- asamningar verða ræddir, skerðing ríkisvaldsins á þeim með gengisfellingunni fyrr í vikunni auk þess sem kjara- rán síðustu missera mun ef- laust verða á dagskrá. Björn Þórhallsson er varaforseti AS( en jafnframt miðstjórnarmað- ur í öðrum ríkisstjórnarflokkn- um, Sjálfstæðisflokknum. Við tókum Björn á beinið. Finnst þér að þú berir ábyrgð á kjaraskerðingarstefnu stjórn- valda síðustu mánuðina og finnst þér vera þín í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins samrýmast stöðu þinni sem varaforseti ASÍ? „Ég er alls ekki fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í stjórn Alþýðu- sambands íslands. Ég er þar sem. einlægur verkalýðssinni og for- maður Landsambands verslunar- manna. Auðvitað á ég minn þátt í því að móta stefnu Sjálfstæðis- flokksins en ég dreg enga dul á þá skoðun mína að forysta flokksins hefur gengið allt of langt í kjara- skerðingunni og að ég firri mig allri ábyrgð á þeim verkum. Ég hef eftir mætti reynt að beita mín- um áhrifum innan flokksins til að koma í veg fyrir þessa gífurlegu skerðingu á kjörum launafólks og tel það styrk fyrir mig sem vara- forseta ASÍ að geta barist innan frá í Sjálfstæðisflokknum." Áttu von á því að þú eða aðrir Sjálfstæðismenn í áhrifastöðum innan Alþýðusambandsins verði látnir gjalda tengsla ykkar við flokkinn þegar kemur að kosn- ingu í trúnaðarstöður á ASÍ- þinginu? „Nei, ég á ekki von á því. Ég hef ekki heyrt um neinar tilraunir til að gera alvarlegar breytingar á ASÍ forystunni og alls ekki um neinn samblástur gegn mér eða mínum skoðanabræðrum. En auðvitað er maður við öllu bú- inn.“ Ert þú því hlynntur að fjölgað verði í miðstjórn ASÍ? „Já, ég er því hlynntur sérstak- lega ef það má verða til að auka hlut kvenna þar. Hins vegar vil ég að svo stöddu ekki binda niður töluna sem slíka, mér finnst t.d. ekkert sjálfgefið að eigi að fjölga um 4 miðstjórnarmenn. Ýmislegt annað kemur til greina.“ Nú er forysta Alþýðusam- bandsins og stærri verkalýðsfé- laganna stundum sökuð um að vera úr tengslum við hinn al- menna félagsmann. Ert þú sam- mála þessu? •>Ég er þessu alls ekki sam- mála. Hins vegar er það ljóst að við forystumennirnir gerum aldrei nóg af því að tala við hina almennu félaga en hjá okkur eins og annars staðar koma fram vissir gallar fulltrúalýðræðisins." Nú varst þú að skrifa undir samninga sem gera ráð fyrir rúm- lega 14.000 króna lágmarkslaun- um. Hefur þér einhvern tíma dottið i hug að hægt sé að iifa af slíkum launum? „Nei, það hefur mér aldrei komið til hugar. Aftur á móti vit- um við að oftast nær eru tvær fyrirvinnur fyrir hverju heimili og þær geta í sameiningu látið end- ana ná saman auk þess sem lág- tekjufólk verður að leggja á sig mikla vinnu til að ná því marki.“ Deilið þið forystumenn laun- þegasamtakanna kjörum með þessu fólki? „Nei, það gerum við alls ekki. Við verðum að beygja okkur undir þau lögmál markaðarins að greiða sérhæfðum starfsmönnum í okkar þjónustu þau laun sem gilda fyrir sambærilega krafta í þjóðfélaginu. Það væri skolla- leikur og óhreinskilni af mér ef ég héidi því fram að við deilum kjörum með okkar lægst launaða fólki.“ Starfsfólk á skrifstofu ASÍ og þar með launaðir forystumenn, greiða í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, en hann er mun hagstæðari en lífeyrissjóður ASI. Finnst þér þetta réttlátt? „Ég veit raunar ekki nógu mikið um þetta mál, en ég hygg að það sé rétt hjá þér að á skrif- stofum okkar greiða menn í líf- eyrissjóð BSRB. Langt er um lið- ið frá því þetta var ákveðið og fyrir mína tíð í forystu Alþýðu- sambandsins. Ég greiði hins veg- ar í lífeyrissjóð verslunarmanna og hef lengi gert.“ Aftur að Sjálfstæðisflokknum. Nú hafa frjálshyggjumenn ráðið talsvert um stefnu flokksins um skeið. Ertu ánægður með þá þró- un? „Síður en svo. Fiokkurinn er sprottinn úr jarðvegi frjálsiyndis og frá þeirri stefnu hefur hann verulega hvikað á síðustu árum. Ég hef reynt að beita áhrifum mínum til þess að kippt verði í stýrið og flokkurinn sveigður af hægri stefnunni, sem hefur ráðið.“ Tilheyrir Þorsteinn Pálsson hinurn dæmigerða hópi frjáls- hyggjumanna i flokknum? „Nei, ég tel Þorstein Pálsson ekki klassískan frjálshyggjumann en hins vegar hefur sú kredda haft talsverð áhrif á flokksfor- manninn. Því er ekki að neita.“ Nú á Sjálfstæðisflokkurinn þátt í því að gengið var fellt um daginn og Ví af ávinningum ný- gerðra kjarasamninga er að engu orðinn. Ætlar ASÍ að gera eitthvað í málinu? „Alþýðusambandið er bundið af samningum allt fram til 1. sept- ember á næsta ári. Ég á því ekki von á neinum aðgerðum, svo sem uppsögn samninga eða þess hátt- ar. Hins vegar reikna ég með að menn taki upp þráðinn í apríl næsta vor og hefji viðræður til að leiðrétta kaupmáttinn. Ég á von á því að þá verði lögð áhersla á þau atriði sem Verkamannasam- bandið reyndi að halda sig við nú, þ.e. að tryggja kaupmáttinn í raun. Þessar aðgerðir ríkisvalds- ins, sem menn raunar vissu fyrir að myndu dynja yfir, sýna svo ekki verður um villst að verka- lýðshreyfingin hefði frekar átt að leggja áherslu á tryggingu kaupmáttar en miklar prósentu- hækkanir á pappírnum.“ Nú hefur verið spáð 20-30% verðbólgu á næsta ári og engin ákvæði um verðtryggingu í samn- ingum, enda bannað með lögum. Hvenær verður búið að taka alla launahækkunina til baka? „Það er hörmulegt til þess að vita en ég hygg að strax í apríl á næsta ári standi launamenn jafnt að vígi og þeir gerðu fyrir samn- inga og raunar miklar líkur til þess að þeir standi þá uppi með lakari kaupmátt en þeir höfðu.“ Nú eru breytingar á skipulagi ASI búnar að vera í áratugi á döf- inni og verða ræddar á fyrirhug- uðu þingi. Koma smákóngarnir í einstökum félögum í veg fyrir breytingar? „Nei, sú er ekki ástæðan að mínu viti. Ástæðurnar eru auðvitað margar en fyrst og fremst veldur þessari tregðu sú staðreynd að innan verkalýðs- hreyfingarinnar eru menn alls ekkert vissir um að breyting væri til bóta. Það er t.d. ekkert í nú- verandi skipuiagi sem kemur í veg fyrir að vinnustaðir verði grunneiningar við samningagerð- ina. Starfsmenn hjá ÍSAL eru t.d. í ýmsum verkalýðsfélögum og landsamböndum innan ASÍ en koma sameiginlega fram við gerð kjarasamninga við fyrirtækið. Þetta er hægt að gera víðar. Ég vil alls ekki gera breytingu á skipu- lagi ASÍ breytingarinnar vegna heldur er ég þess hvetjandi að menn leiti leiða til að vinna innan þess ramma sem núverandi skipan mála setur okkur. Það er ágætlega víður rammi.“ Skipulagi ASÍ verður því ekki breytt á 35. þinginu? „Nei, ég held að því verði ekki breytt á þessu þingi en málin verða rædd.“ -v 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.