Þjóðviljinn - 25.11.1984, Side 16

Þjóðviljinn - 25.11.1984, Side 16
LEIÐARAOPNA / LIFTÆKN nýr vaxtarbroddur? Fyrsta verkið Ensím úr fiski og hveraverum Fara roðflettivélarnar á Þjóðminjasafnið? f október kom út bæklingur frá sam- starfshópi um líftækni þarsem höfundar gera áætlun um innlent átak: ensímvinnslu úr íslenskum hráefnum. Ensímin sem á að beita sér að eru þau sem kljúfa eggjahvítu- efni og á að fá þau annarsvegar úr fiski, hinsvegar úr örverum í hverum. í samstarfsverkefninu er gert ráð fyrir þremur meginþáttum verksins: vinnu á rannsóknarstofum við að einangra ensímin og athuga eiginleika þeirra, frumvinnslu og ýmsum tilraunum, íhugunum um heppilega hagnýtingu og könnun á hugsanlegum markaði. í áætluninni er gert ráð fyrir að verkefnið taki þrjú ár og að kostnaðurinn verði alls 65 og hálf milljón, þaraf 16.4 milljónir á fyrsta ári. Þegar hefur verið sótt um fjárveitingu frá ríki, en á síðari stigum, þegar framleiðsla er í sjónmáli, er gert ráð fyrir að aðrir en ríki hjálpi til: fyrirtækin sem áhuga hafa. En getum við? Ensímiðnaður er varla nema tvítugur og matvælaþjóðir fremstar í flokki, danir eigá helming af heimsfram- leiðslu, hollendingar fimmtung. Við erum vel menntuð þjóð og framarlega í matvæ- laframleiðslu, - gott, en ennþá betra segja höfundar verkefnis að íslendingar eiga innhlaup framar öðrum í framleiðslu en- síma sem þurfa að þola mikinn kulda, og ensíma sem þurfa að þola mikinn hita. Ens- ím úr kaldsjávarfiskum og úr hveraörverum eiga að koma sér vel. En jafnvel þótt ekkert yrði flutt út gera verkefnismenn ráð fyrir miklum íslenskum notum. Þannig sjá þeir fyrir sér í fiskiðnað- inum einum líftæknilega ensímavinnslu á ýmsum þeim stöðum í ferlinu þarsem við burðumst nú með miklar og dýrar vélar eða látum auðævin fara til ónýtis. í bækiingnum eru meðal nota af framtíð- arensímum íslenskum nefnd: gufun og þurrkun á soðkjarna í fiskimjölsverksmiðj- um, að hreinsa eggjahvítuefni úr rækjuskel til að vinna úr skelinni kítín á hreinlegri hátt en nú er hægt, rotvörn hráefnisins, að losa hreistur af fiski (til dæmis sfld), roðfletting, að losa skelfisk úr skelinni, að fjarlægja himnur ýmsar af lifur, hrognasekkjum, smokkfiski (sem hingað til hefur verið illt við að eiga) og svo fram nánast alla vegu. Fjórar íslenskar rannsóknarstofnanir koma við sögu, Raunvísindastofnun Há- skólans, Líffræðistofnun Háskólans, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Iðn- tæknistofnun íslands. Auk þess á að starfa með norðurlandamönnum og ýmsum öðr- um. Þeir sem unnu að fyrstu íslensku líftækni- áætluninni eru lífefnafræðingarnir Ólafur S. Andrésson, Jón Bragi Jónsson, Jakob K. Kristjánsson og Sveinn Jónsson, Grímur Þ. Valdimarsson gerlafræðingur og Hörður Jónsson efnaverkfræðingur. Flókið mól Líftœkni -m en engir gadrar Bjór og ostar eru dæmigerðar afurðir sem hafa orðið til fyrir til- verknað líftækni. Líftækni er nefnilega enginn hvítagaldur, sem hefur orðið til á síðustu árum fyrir tilverknað vísindamanna nútímans, heldur hefur hún verið til um langan aldur. Allur gerjun- ariðnaðurinn sem hefur fylgt mannkyninu um langa hríð (öl, vín) er ekkert annað en Iíftækni, þó sjálft orðið sé mun yngra. f dag má skilgreina líftækni sem iðnað, þar sem notaðar eru lífverur eða hlutar úr þeim. í rauninni er líftækni samtenging úr mörgum vísindagreinum. Innan hennar nýtist þekking sem hefur aflast í efnaverkfræði, erfðafræði, örverufræði, lífefna- fræði og jafnvel tölvufræðum,,. Svið sem einkum verða fyrir áhrifum að líftækni eru til dæmis framleiðsla á fóðurvörum, ma- tvælum, eldsneyti, mengunar- varnir (bakteríur éta upp olíu- leifar), landbúnaður og fram- Ieiðsla ýmissa lífefna sem koma að góðum notum í læknisfræði. Auk hins hefðbundna gerjun- ariðnaðar sem fyrr var nefndur þá eru þær vonir sem tengjast líf- tækninni einkum bundnar tveimur meginuppgötvunum í líf- fræði: 1. Með því að nota ensím - sem eru sérstakir efnahvatar- þá opn- ast möguleikar til að stjórna fjöl- mörgum efnaskiptum og hagnýta þar með ýmsa efnaferla í fram- leiðslu. 2. Nýjar erfðafræðilegar að- ferðir gera kleift að flytja á milli fjarskyldra tegunda erfðaefni. Þetta gerir mönnum kleift til dæmis að flytja gen úr mönnum yfir í bakteríur. Þannig hefur nú tekist að flytja gen sem í mönnum stýra framleiðslu á vaxtarhorm- ónum og insúlíni yfir í bakteríur, og láta þær framleiða þessi efni, sem síðan eru notuð í læknis- fræðilegum tilgangi á mannfólkið. Talið er að líftækni muni leiða til nýs iðnaðar, sem ekki mun þurfa mikla orku, og verða starf- ræktur í litlum einingum. Þetta er með öðrum orðum tilvalið fyrir ísland. Á alþjóðavettvangi er jafn- framt talið að líftækni muni þegar fram líða stundir hafa jafn mikið, ef ekki meira, efnahagslegt gildi og hin svokallaða örtölvubylting. -ÓS Líftœkni - nýir möguleikar Líftækni er ein þeirra nýju atvinnugreina sem íslendingar hafa rennt hýru auga til á síðustu árum, í kjölfar kreppu í hefðbundnum atvinnu- greinum. Þessi nýja grein hefur þann kost, að hana má í flestum tilvikum starfrækja í litlum einingum við lágt hitastig og byggja einkum á ódýrum hráefn- um, sem gnótt er af hérlendis. Einsog bent er á hér í blaðinu er líftækni ekki neinn nýr galdur sem aðeins hin erlendu stór- veldi geta magnað. Og raunar er nýyrðið í eðli sínu svo saklaust að það ætti að geta náð yfir hinn gamalkunna gerjunariðnað sem hefur fylgt mannkyninu um langt skeið og lagt því til osta, vín og bjór! En auðvitað er ekki verið að tala um osta og bjórgerð. Samstarfsverkefni sem í síðasta mán- uði var kynnt af fjórum vísindastofnunum sam- eiginlega gerir ráð fyrir að hér verði í framtíðinni unnin ákveðin ensím úrfiskum og ennfremur úr örverum, sem byggja hveri. Þessi ensím má flytja út og þau má nota innanlands; með þeim mætti fletta himnu af lifur á einfaldan hátt og gera hana þannig að útflutningsvöru, og jafn- framt hreinsa af fiski hreistur og roð á fyrirhafn- arminni máta en nú er. Þá má enn nefna eitt dæmi: tækist að nota ensím til að breyta vinnslu á soðkjörnum í mjölverksmiðju mætti spara tíu miljónir árlega í olíukostnaði. Sérfræðingar benda á, að líftæknin tengist undirstöðuatvinnuvegum okkar á náttúrlegan hátt með því að nýta sér hráefni úr sjávarafla og búskap, og sérstæð náttúra íslands gefur kost á samkepnnisaðstöðu á lífefnamarkaði erlendis. Hér í Þjóðviljanum benda þeir Steingrímur Sigfússon og Jón Agnar Eggertsson á, að líf- tækniiðnaður sé vel til þess fallinn að styrkja byggðir landsins og á því er síst vanþörf nú, þegar ríkisstjórnarstefnan heldur kverkataki um lífæðir utan Reykjavíkursvæðisins. En það er margs að gæta, svo sá mjói vísir að líftækni sem er til í landinu visni ekki í upphafi. „Fjársvelti Háskólans hefur komið niður á fram- vindu í líftækni", segir Ólafur Andrésson, líf- fræðingur. Þannig hefurniðurskurður Ragnhild- ar Helgadóttur og Alberts Guðmundssonar á fjárframlögum til Háskólans þegar haft neikvæð áhrif á þessa nýju tækni. Það er sjálfsagt að sú þekking og búnaður sem er fyrir hendi í Háskóla Islands verði efld eftir þörfum til að koma greininni á legg. Jafnframt ber verkalýðshreyfingunni að fylgj- ast með uppvexti líftækniiðnaðar af áhuga og með velvilja. Líftækni á eftir að hafa gífurleg áhrif á vinnuaðferðir og starfshætti í greinum á borð við fiskiðnað. Þá er Ijóst að verkafólk sem mun starfa í líftækniiðnaði framtíðarinnar verður betur menntað en gengur og gerist í dag, það verður mun sérhæfðara og ætti því að vera betur launað. Með þessu þarf að fylgjast. Einmitt vegna þess að vinnuafl í líftækni mun að öllum líkindum verða sérhæfðara en nú, þá þarf skólakerfið einnig að undirbúa sig fyrir líf- tæknibylgjuna, þannig að þegar nægileg þekk- ing á líftækniferlum hefur verið sköpuð í rannsóknarstofnunum, þá hefði skortur á sér- menntuðu starfsfólki ekki framvinduna. En umfram allt, ríkisvaldið verður að hafa framsýni til að veita nægilegu fjármagni í undir- búningsrannsóknir. Ella munum við missa af sporvagni líftækninnar, þegar hann fer hjá.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.