Þjóðviljinn - 25.11.1984, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 25.11.1984, Qupperneq 17
LEÐARAOPNA Steingrímur Sigfússon alþingismaður og jarðfrœðingur Rannsóknarstofnun á Akureyri Steingrímur: rannsóknir og þjónusta á einni hendi Ég tel aö meðan þetta er að fara af stað sé enginn annartil að veita fé til líftækni en hið opinbera. Og að mínu viti er eðlilegast að frumrannsóknir og forvinna séu á einni hendi, verði stjórnað af einni rannsóknarstofnun. Ýmis rök, byggðarökog rannsóknarleg, hníga að því að miðstöð þess- arar nýju greinar verði á landsbyggðinni Ég hef á þingi lagt fram frum- varp um að rannsóknarstofnun fyrir Iífefnaiðnað verði reist á Akureyri. Hún yrði svipuð öðr- um rannsóknarstofnunum fyrir atvinnuvegi, sinnti frumrann- sóknum og veitti ýmsa þjónustu. Fyrst í stað rynni fé til stofnunar- innar úr opinberum sjóðum, síð- ar mundi vaxandi lífefnaiðnaður standa undir auknum hluta kostnaðarins. Það eru allir sammála um að hér þarf til að byrja með talsverð- ar rannsóknir, menn hoppa ekk- ert inní þetta í dag og byrja að framleiða á morgun. Við erum að fara af stað á nýju sviði, og hljót- um að leggja áherslu á þá þætti þar sem aðstaða okkar er sterk- ust, við höfum hráefni úr sjávar- útvegi og landbúnaði, og frá sér- stæðri náttúru, til dæmis hvera- örverumar. Ég er alls ekki að lýsa vantrausti á þá sem styðja til- löguna um samstarfsverkefnið í ensímvinnslu meðan það er í at- hugun að koma þessu á eina hönd. Ég tel að þegar ný iðngrein er í sjónmáli, og það grein sem menn telja að eigi eftir að hafa víðtæk áhrif, - þá sé tækifærið að láta byggðasjónarmiðin njóta sín og hefja starfið frá upphafi á lands- byggðinni. Það er miklu auðveld- ara en að flytja til stofnanir og fýrirtæki sem þegar eru gróin í heimabyggð sinni. Menn mega ekki gefast upp átakalaust í þeim efnum. Og raunar hefur það ýmsa ótvíræða kosti að starfi í líf- tækni sé stjórnað frá landsbyggð- inni, til dæmis frá Akureyri eins og ég hef lagt til. Akureyri er sjávarútvegsstaður og landbún- aðarmiðstöð, og þar er rík iðnað- arhefð, og mikil umsvif í matvæl- aiðnaði sem um margt er skyldur líftækninni. Að auki er Akureyri af þægilegri stærð, og gætu skapast náin tengsl milli stoftíun- arinnar, atvinnulífsins og menntastofnana. Rannsóknastofnun fyrir lífefn- aiðnað á Akureyri þarf ekki að vera dýr. Það er ekki mikill kostnaður í steinsteypu, aðallega laun, skrifstofukostnaður og tækjakaup. —m Jón Agnar Eggertsson formaður Verkalýðsfélags Borgarness bœta lífskjörin Jón Agnar: upplýsingar til fólksins Ætti að Það er mjög mikilvægt að kynna almenningi vel þá kosti sem líftæknin býður, segir Jón Agnarsem siturfyrirverka- lýðshreyfinguna í kynningar- nefnd um líftækni. -Ekki síst vegna þess að þetta er iðnað- ur sem mun hafa mikil áhrif í atvinnugreinum hér á landi í framtíðinni, í fiskiðnaði og í landbúnaði. Ég tel að verka- lýðshreyfingin hljóti aðsýna þessum málum mikinn áhuga og taka þátt í að kynna þessa nýju atvinnugrein vel. Það má gera ráð fyrir að starfs- fólk við þessa grein verði nokkuð vel menntað og að í greininni verði betri laun en í mörgum öðr- um. Þetta ætti að bæta lífskjör almennings ef líftækni verður öfl- ug atvinnugrein. Líftæknin gæti átt eftir að hafa veruleg áhrif á vinnuaðferðir og starfsskilyrði í öðrum greinum, til dæmis í fiskvinnslu, og það gerir góða kynningu enn mikilvægari. Við hljótum að leggj a áherslu á að koma af stað nýjum atvinnu- greinum eins og þessari, þar sem litlar líkur eru á aukningu í hinum hefðbundnu atvinnuvegum. Við höfum hér í Borgamesi rætt þetta, - og ég flutti um þetta til- lögu í hreppsnefndinni, að at- huga möguleika á lífefnaiðnaði hér heima í tengslum við land- búnaðinn í kring. Það er mikil- vægt að hafa slíkt í huga í bæjum sem byggja á landbúnaði og fisk- vinnslu þegar samdráttur verður í þeim greinum. Við verðum að kanna alla möguleika til að nota betur það hráefni sem til fellur. Ég legg mikla áherslu á að kynna almenningi þetta vand- lega. Líftæknin er að sumu leyti svipuð og tölvan; breytingarnar gætu reynst miklar, og þær mega ekki koma flatt uppá almenning. Verkalýðshreyfingin á að skipta sér af þessu, hún á að fylgj- ast með öllum nýjungum í at- vinnulífinu og dreifa upplýsing- um um þær til fólksins í stað þess að þær séu í höndum fárra. Og ríkisvaldið verður að sýna þessu skilning, fjárskortur má ekki hamla framgangi í þessari grein. -m Guðmundur Einarsson líffrœðingur og alþingismaður Sterkan sjóð til uppbyggingar Guðmundur: ríkissstjórnin talar um uppbyggingu, en sker niður til Há- skólans Hér er um margslungna grein að ræða sem kemur inn á margar ólíkartræðigreinar, lífefnafræði, lífeðlisfræði, erfðafræði, örverufræði og ýmsar tækn ig reinar varðandi útbúnað. Mitt mat er að menn verði að taka tillit til þessa við uppbyggingu greinarinnar, styðja þá viðleitni sem þegar er fyrir hendi á ýmsum stöð- um og hvetjatil samráðs þarí milli frekar en að setja upp einhverja ákveðna stofnun tii að stýra þessu. Menn fái að vinna í sínu umhverfi með því sem þegar er fyrir hendi til að nýta þá aðstöðu, sagði Guð- mundurum uppbyggingu líf- efnaiðnaðar hérlendis Ég held aö það þurfi alls ekki frekari stjómun á þessu svið en þá sem menn em þegar búnir að taka upp sín í milli. Hins vegar vantar sterka sjóði til að standa á bak við þessa uppbyggingu þar sem úthlutun fjár sé byggð á fag- legri umfjöllun. Fjárveitinga- nefnd alþingis á ekki að sjá um endanlega úthlutun eins og mál standa nú, heldur styrki ákveðna vísindasjóði í þessum efnum. Ég held að þessi nýiðnaður þurfi ekki að rótfestast hér á höf- uðborgarsvæðinu þótt engin bein opinber stjóm sé á þessum málum. Þetta er mjög vítt svið og verkefnin em sjálf mörg hver á færi stofnana sem þegar eru úti á landi, svo sem varðandi efna-, matvæla- og fiskiðnað. Ég held að framundan sé öflug uppbygging í þessum málum á næstu ámm. Stóriðjan er stefna gærdagsins á vesturlöndum en vaxtarbroddurinn er á sviði margbreytilegs þekkingariðnað- ar. Það er því uggvænlegt til þess að hugsa að ríkisstjómin sem sí- fellt talar um uppbyggingu í at- vinnulífinu er á sama tíma að skera niður öll framlög til Há- skólans. En menn verða að átta sig á að þessi nýiðnaður er ekki upphaf og endir allra framfara í atvinnu- lífinu eins og íslendingar hafa gjarnan hugsað þegar nýjar atvinnugreinar skjóta upp kollin- um. Möguleikarnir eru vissulega gífurlegir og það er augljóst að hér verður um að ræða veiga- mikinn þátt í fjölbreyttara atvinnulífi. En til að svo megi verða þurfum við að komast af stað með fyrstu verkefnin og sýna ákveðna viöleitni til að láta þekk- inguna endumýja sig. -*g Ólafur: tíu milijön króna olíusparnað- ar? Ólafur S. Andrésson lífefnafrœðingur Fjársvelti Háskólans háir okkur Það eru engin vandræði með að fá menntað fólk á þessu sviði, sagði Ólafur S. Andrésson, einn þeirrasem standa að fyrstu samstarfs- verkefninu í íslenskri líftækni. Það er þegar talsvert af mönnum að vinna við þetta og við eigum kost á að fá margt gott og vel menntað fólk í við- bót, - ef einhverjar horfur eru á að líftækni verði raunveru- lega byggð hér upp. Veik- leikinn er ekki fólk með menntun heldur að fá fjár- magn til að byggja upp rannsóknarstarf. Það skiptir til dæmis miklu að Háskólinn fái að starfa eðlilega. Það er langt frá því nú vegna fjár- sveltis. Rannsóknir á líftækni á þeim forsendum sem við höfum dregið upp í áætlun um samstarfs- verkefnið væm lítill vandi ef rannsóknarstofnanir háskólans fengju að starfa eðlilega. Fjár- svelti Háskólans hefur komið niður á framvindu í líftækni hér- lendis. - Við höfum talið líftækni svo brýnt verkefni að við reynum að fara aðrar leiðir en að fá venju- legar beinar fjárfestingar gegnum Háskólann. Meginatvinnuvegir hér em matvæla- og fóðuriðnað- ur. Ef við ætlum að halda okkar hlut í alþjóðlegri samkeppni verðum við að fylgjast með nýj- ungum sem henta okkar vinnslu og vera virkir sjálfir hér heima. Við verðum að hafa getu til að takast á við vandann og til þess þarf rannsóknir, bæði grunn- rannsóknir og hagnýtar. - Það augljósasta er að við verðum að geta hagnýtt okkur líf- tækni í fiskiðnaðinum, - það get- ur skipt mjög miklu máli. Lítið dæmi: ef hægt er að nýta hitaþol- in ensím til að breyta vinnslu á soðkjörnum í fiskimjölsverks- miðjum gæti það þýtt olíusparn- að uppá tíu milljónir á ári. En þetta vitum við ekki fyrren við fáum tækifæri til að rannsaka málið vendilega. - í samstarfsverkefninu gemm við ráð fyrir að framleiða bæði til innanlandsþarfa og til að flytja út. Það er gert ráð fyrir að þetta verkefni kosti allt um 65 milljónir, en ef vel gengur skilar það fé sér margfalt til baka. -m Sunnudagur 25. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.