Þjóðviljinn - 28.11.1984, Síða 5

Þjóðviljinn - 28.11.1984, Síða 5
Stóryrðin falla dauð en lógvœr hljómur vinnur ó Viðtal við Þorstein frá Hamri um útkomu Ijóðasafns hans. Tortímingarbeygur hrjáir þetta skeið sem við lifum. En samt hillir allstaðar undir holl öfl, sem fylla mann vonum annaðveifið. Segir Þorsteinn skáld frá Hamri í viðtali um skáldskap hans, sem tekið er í tilefni þess, að Ljóðasafn hans kemur nú út í röð ljóðasafna sem Iðunn hefur verið að gefa út. Þar eru allar ljóðabækur hans, átta talsins, en sú fyrsta, í svörtum kufli kom út 1958. Og segir Þorsteinn fyrst orða að hann sé mjög ánægður að fá að vera með í þeirra vönduðu útgáfu. - Ég var um tvítugt þegar fyrsta bókin kom út segir hann en í henni eru ljóð allt frá því ég var átján ára eða svo, sum ort í hest- asnatti og heyskap í sveitinni. Ég byrjaði mjög ungur að setja sam- an vísur og gaspur við skólasyst- kini og félaga. Togstreita - Hvemig leist þér á það skáld- skaparástand sem þú komst inn í? - Ég var dálítið sundraður. í þessari fyrstu bók minni er ótrú- lega mikið um gamla formfestu þrátt fyrir nýjungagirni og til- raunastarfsemi sem er þar líka. Þau em byrjuð að togast á, hefð- in sem ég ólst upp við og allskon- ar nýjungar, sem ég varð vitni að af lestri og kynningum við félaga og jafnaldra. Þegar ég lít til baka finnst mér, að ég hafi í næstu bók minni verið enn meira á milli vita en í þeirri fyrstu, enn sundraðri hugmynda- lega og formlega. Ég felldi dáh'tið niður úr fyrstu bókinni í Ljóða- safninu, en mér kom ekki til hug- ar að hrófla við næstu bók - ég vil að hún beri skýrt vitni um þetta sundraða ástand. Þessi togstreita var mér þörf á þessum tíma. Ég var alinn upp við sterka hefð í kveðskap, en fann hinsvegar að það þurfti að brjóta eitthvað upp og ég var hrif- inn af þeim sem voru að gera garðinn frægan og höfðu brotið ísinn: þeir voru kallaðir atóm- skáld. Þetta tvennt hefur togast á um mig síðan - í síðustu ljóða- bókum mínum er ég reyndar með hefðbundnara móti. En ég er aldrei fyllilega bundinn af öðmm hvorum þættinum. - Nú mega menn víða greina aðra togstreitu í ljóðm þínum: milli hins „skorinorða ljóðs“ sem Hannes Sigfússon boðaði í frægu viðtali og svo „segðu það ein- gum“ - viðleitni til að halda hnýsnu fólki í hæfilegri fjarlægð. Baráttuljóð - Ég er yfirleitt talinn fremur innhverfur í mínum skáldskap, þó er sjálfsagt að finna hjá mér opinská ljóð eða jafnvel stóryrði. Einkum á fyrri áram. En allt er þetta puð í þá átt að koma hinni innri merkingu sem best til skila. - Á tímum baráttuljóða yrkir þú um Víetnamstríðið en lýsir baráttunni gegn því, að hún sé „á þá leið að menn segja sem fæst“. - í því ljóði er ég líkast til að hneykslast á tómlæti manna gagnvart slíkum voðaverkum og mannlegri niðurlægingu... - Og í Jórvík er talað um að blóðöx bindi enda „á marklítið drykkjuraus vort“ - Það er vafalaust í þessum kvæðum töluvert af efasemdum um mátt orðsins gagnvart ótíð- indum. Eftir því sem árin líða hefi ég orðið tortryggnari á mátt her- skárra baráttuljóða. Sakir þess hve erfitt það er að koma slíkum hugrenningum í listrænum bún- ing við hæfi. En finnist hann ekki, þá falla þau dauð. Ef við erum einkum og aðal- lega og koma einhverri skoðun á framfæri með sem berastum og beinustum orðum, þá á það ef til vill betur heima í blaðagreinum. Yfir þessu hljóta menn að velta vöngum þegar á þeim brennur einhver samtíðarvandi og þeir eru um leið að fást við bók- menntir. Og það kemur oft á dag- inn í skáldskap að fyrirferðar- mikil orð og yfirlýsingar falla dauð en lágvær hljómur vinnur á. Móttöku- skilyrðin - Hvað veit ljóðskáld um við- tökur sem verk hans fá? - Það er erfitt að gera sér grein fyrir þeim. Ég veit næsta fátt um lesendur mína og hvað þeir era að hugsa - þótt ég viti náttúrlega um opinberar mótttökur. Svo hefi ég fengið góð bréf stundum sem mér hefur þótt vænt um að fá, hvort sem þau vora mér til lofs eða lasts. - Nú er mikið kvartað um rým- andi áhuga fólks á því sem er skrifað á íslensku. - Nokkuð kann að vera til í því. En vonandi er það ástand tíma- bundið. Það dugir ekki að gefa bölsýninni lausan tauminn, því hún dregur alla hluti niður, gengi bókmennta jafnt sem annað. Við vitum líka, að það verður alltaf til fólk sem nánast fælist bækur. Að vísu er ég svolítið smeykur við Þorsteinn frá Hamri: heföin og nýjungagirnin hafa lengi togast á um mig. videofárið og þegar það kemur ofan á langan vinnutíma fólks og setur yfir sjónvarpi, þá veit ég satt að segja ekki hvenær allstór hluti fólks hefur svigrúm til að lesa bók. - Hvað sýnist þér um skáld- skaparástandið nú um stundir? - Það er mikið ort og skrifað, en dálítið erfitt að vega það og meta - m.a. vegna þess, hve mikið kemur út. Ungt fólk yrkir mikið og sú breyting er nú orðin á, að nú koma menn nánast öllu einhvemveginn á framfæri. Ég er ekki að lasta það í sjálfu sér. En fyrir mér er það dálítið áberandi, hvað margt í þessari ljóðagerð ungra skálda er hvað öðru líkt, dáltítið eins og úr sömu vélinni. Þetta er ekkert undur svo sem, það kemur svo ótalmargt út í bókarformi nú, sem áður var tal- ið nægja að birta í skólablöðum. Altént ber þetta allt vott um á- huga. En kannski má rekja þessa birtingagleði sem ég var að tala um til villukenninga sem era á kreiki um að í rauninni sé ekkert öðra betra, eða a.m.k. dóna- skapur að hafa slíkt á orði. Þrátt fyrir allt - Þegar sagt er að sterkur rauður þráður í kvæðum þínum sé einskonar bölsýn bjartsýni, af- staða sem lýsa mætti með orðun- um „þrátt fyrir allt“ - hverju svar- ar þú til? - Þetta kann að vera rétt. Það er oft haft á orði. Ég held að þetta sé beinlínis rökrétt afstaða þegar maður horfir á veröldina í kring- um sig. Við lifum í töluverðum dauðabeyg, tortímingarbeygur hrjáir þetta skeið sem við lifum. En þar á ofan býr mannlífið yfir miklu góðu og alls staðar hillir undir einhver holl öfl, sem fylla mann vonum annað veifið. Það að það jafnvel blasi við manni að menn beinlínis klifi á óhugnaðin- um, má ekki ganga svo langt, að menn missi sjónar á þeim eigind- um, sem hefja menn yfir dýrin, á þeirri fegurð sem mannlífið býr yfir. BÓKMENNTAGAGNRÝNI Eintal þungaðrar konu Oriana Fallaci. Bréf til barns sem aldrei fæddist... Halldór Þursteinsson íslenskaði. AB 1984. Oriana Fallaci er stórfræg blaðakona ítölsk sem hefur velgt ýmsum pótintáum undir uggum með miskunnarlausum og af- hjúpandi spurningum: Haile Sel- assie, Henry Kissinger og mörg- um öðrum, sem einu sinnu voru og hétu. Hún hefur skrifað ágæta bók um konur í ýmsum sérstæð- um samfélögum og aðra um vin sinn, grísku andófshetjuna Pan- agúlis. En sú bók sem AB gaf út nýlega snýr fyrst og fremst að henni sjálfri. Og þá um leið að nokkram grundvallarspurning- um um líf og tilgang og ábyrgð. Oriana Fallaci er þunguð, eftir Oriana Fallaci nokkuð hugarstríð ákveður hún að ganga með fóstrið en það er eitthvað að, læknir heimtar að hún liggi á sjúkrahúsi og hætti öllu vafstri til að barnið megi lifa, en það gerir hún ekki, hún leggur í erfiða ferð. Fóstrið deyr. Bókin er orðsending til þessa „kerfis ó- notaðra möguleika" sem fóstur er á fræðimáli, síðan kveðja til manneskju sem aldrei var hrifsuð út úr neindinni, kveðja blönduð sjálfsásökun og sjálfsréttlætingu. Hér er svo sannarlega komið að þeim reynsluheimi kvenna, sem karlar era dæmdir til að standa utan við. En stílgáfa, skaphiti og einlægni Oriönu Fall- aci færir þennan heim mjög ná- lægt okkur, lætur hann hríslast um taugakerfið. Höfundur færist mikið í fang, við þeim spuming- um sem hún glímir við fást seint endanleg svör. En hún gerir les- andanum einstaklega skiljanlega og nákomna bæði þá hugarraun og þá vongleði sem þungun fylg- ir, lýsir þessum sterku sveiflum milli þess, að bamið er undrið mesta og kraftaverk sem beðið er eftir með óþreyju, til þess, að það er frelsisskerðing og kúgari móð- ur sinnar - og því er vitanlega ekki gleymt heldur, að heimurinn sem bíður fyrir utan móðurkvið er svosem enginn sælureitur: „Það gildir einu við hvaða stjórnunarkerfi þú býrð, þú getur aldrei komist hjá þeirri stað- reynd, að það era alltaf þeir sterkustu, þeir yfirgangsömustu, þeir ódrenglyndustu sem sigra“ (bls. 55). Allt þetta dregur Oriana Fall- aci saman mjög eftirminnilega í „réttarhöldum" yfir sjálfri sér undir lok sögunnar - þar sem hún skiptir öllu því sem hefur angrað hana á milli lækna og atvinnu- veitanda og foreldra sinna. Þýðing Halldórs Þorsteins- sonar er kannski full „bókleg" á köflum, en vönduð vel og læsileg. -ÁB UMSJÓN: GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Mlftvlkudagur 28. nóvember 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.