Þjóðviljinn - 28.11.1984, Side 11

Þjóðviljinn - 28.11.1984, Side 11
Ósvífin ríkisstjóm Ásmundur Stefánsson: Enginn flokkur sem sett Itefur mann í ráðherrastól vikist undan kjaraskerðingu Isetningarræðu sinni og síðar í skýrslu sinni gagnrýndi Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, verkalýsflokkana tvo, Alþýðu- flokkinn og Alþýðubandalagið nokkuð. Þannig sagði í ræðunni: „Þessi ríkisstjórn er ósvífnari en aðrar og ekki sú fyrsta sem lögbýður kjaraskerðingu og svar- ar kjarasamningum með gengis- fellingu. Það alvarlega er að um langa hríð hefur stjórnvöldum VR liðist að ganga þannig tii verka og enginn flokkur, sem sett hefur mann í ráðherrastól, hefur vikist undan slíkum verkum“. Síðar sagði í skýrslu forseta sem hann flutti á mánudaginn eftir hádegi: „Verkalýðshreyf- ingin í dag getur ekki hallað sér að einum stjórnmálaflokki eða tveimur og sótt afstöðu sína til þjóðmála þannig. Verkalýðs- hreyfingin getur ekki tekið upp Engin athugasemd gerð við kjörbréf símtól og sótt línuna í atvinnu- og félagsmálum til annarra. Hreyf- ingin verður sjálf að móta sína afstöðu og samræma þau sjón- armið sem innan hennar eru“. Ásmundur var jafnframt grimmur í máli sínu um núver- andi stjórn og sagði meðal annars í ræðu sinni: „Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur gengið fram af meiri ósvifni en dæmi eru um hin síðari ár í samskiptum við verkalýðs- hreyfinguna. Hún hóf sinn feril með lagaboði um stórfellda kjaraskerðingu og banni við samningum og gekk þannig þvert á eina grundvallarforsendu okkar lýðræðiskerfis. Hún gerir nú samninga um háar prósentu- hækkanir og leggur jafnframt drög að því að eyða þeim nær strax í verðbólgubáli gengisfell- ingar og almennra verðhækkana. Þetta er illt, ekki bara vegna þess að ríkisstjórnin sé vond heldur og enn frekar vegna þess að lög- bundnar kjaraskerðingar eru ekki uppáfynding þessarar ríkis- stjórnar." _ös Haldið í tjóðrið Ráðherrar og þingmenn Sjálfstœðisflokksins hitta fulltrúa flokksins á ASÍ þingi. Gömul kempa þakkar fyrir gengisfellinguna. Gáfum ekki upp aukafélaga segja talsmenn VR Eins og skýrt var frá í Þjóð- máli við Þjóðviljann í gær og viljanum í gær, héldu fulltrúar sögðu Þetta vera alrangt. Ef VR verlsunarmannafélaganna ut- hefði gefið UPP aukafélaga sína, an af landi því fram, að Versl- Þá væru fulltrúar á þinginu á milli unarmannafélag Reykjavíkur 20 °g 30 fieiri en Þeir eru nu- fieir hefði gefið upp aukafélaga bentu líka á að ekkert verslunar- sína á skrá til ASI, til þess að fá mannafélag utan af landi hefði fleiri fulltrúa á ASÍ þingið sem Sert athugasemd við kjörbréf VR nú stendur yfir. fulltrúa á þinginu. „Fulltrúar frá VR komu að -S.dór Einsog Þjóðviljinn greindi frá hittu ýmsir mektarmenn úr Sjálfstæðisflokknum þá full- trúa af þingi ASÍ sem fylgja flokknum að máli. Fundurinn átti sér stað á Hótel Loftleiðum í fyrradag og auk verkalýðs- frömuða úr hópi Sjálfstæðis- manna voru þar staddir ráð- herrarnir Matthías Bjarnason og Geir Hallgrímsson, líka „ekki“-ráðherrann Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðís- flokksins, Ólafur G. Einarsson formaður þingfiokksins og auk þess Árni Johnsen úr Eyjum. Sjaldgæft er að jafn háttsettir menn úr stjórnmálaflokkunum reyni að hafa áhrif á störf sinna fulltrúa á þingi ASÍ. Þannig hefur til dæmis enginn úr hópi forystu- manna Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins utan verka- lýðshreyfingarinnar hitt sína full- trúa. Þegar leið á fundinn kvaddi sér hljóðs gömul baráttukempa úr fulltrúahópi VR, og kvaðst vilja þakka ráðherrum flokksins „sendinguna" frá í síðustu viku. Með því átti hann við gengisfell- inguna sem stjórnin framkvæmdi í síðustu viku og lét hinn gamli Sjálfstæðismaður forystumenn flokksins fá ómyrk orð í eyra af þessu tilefni. -ÖS Helgi Guðmundsson: kvöldskólar útum land á vegum MFA, fyrir þá sem ekki komast burt á Félagsmálaskólann. Verður lýðháskóli alþýðunnar til? Helgi Guðmundsson: Viljum byggjafrœðslu- og ráðstefnusetur í Ölfusborgumfyrir Fé- lagsmálaskólann. Lýðháskóladeild ogkvöld- skólar líka á dagskrá. Baráttuhugur. Efling Félagsmálaskólans er eitt af höfuðmálunum fyrir næsta kjörtímabil. Skólinn nýt- ur mikils álits og til dæmis voru hvorki meira né minna en 600 manns í honum á síðasta kjörtímabili. Og það er virki- lega ánægjulegt að sjá að hér í hópi fulltrúanna á þingi ASÍ eru margir úr skólanum. Þetta sagði Helgi Guðmunds- son trésmiður, en hann er for- maður MFA og hefur sinnt skól- anum mjög mikið. Þjóðviljinn hafði tal af honum í gær eftir að Helgi hafði framsögu fyrir álykt- unum um starf og eflingu MFA á næstu árum. „Með eflingu Félagsmála- skólans er til dæmis átt við að hafinn verði undirbúningur að byggingu fræðslu- og ráðstefnu- seturs í Ölfusborgum. Jafnframt erum við þess mjög fýsandi að námið í skólanum verði metið til jafns við annað nám í landinu. Þá á ég við að samfélagið greiði kostnaðinn af skólanum einsog öðru námi og skólahaldi“. „Draumurinn er líka að koma á fót sérstakri lýðháskóladeild sem yrði þá hugsuð fyrst og fremst fyrir ungt fólk, en líka fyrir alla aðra sem hefðu áhuga. Þá höfum við í hyggju að koma á fót kvöldskólum útum land og hafa á þeim svipað námsefni og nú er í Félagsmálaskólanum, en það yrði hins vegar sniðið fyrir þá sem ekki eiga kost, sökum fjölskyldu eða fjárhags, að fara í burt að heiman í tvær eða þrjár vikur“. Helgi sagði líka að það væri mikill hugur í þeim MFA mönnum að fjölga þeim náms- kostum sem MFA byði upp á. Vilji væri fyrir að koma upp tölv- ukúrsum, jafnvel frístundaskóla þar sem menn gætu komið sér niður í ýmissi skapandi iðju, til dæmis leiklist. „Það er óhætt að segja að MFA nýtur mikillar virðingar og áhuga félagsmanna í verkalýðshreyfing- unni“ sagði Helgi að lokum. -ÖS Mi&vikudagur 28. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.