Þjóðviljinn - 01.12.1984, Blaðsíða 7
Frábœr sýning
í Listasafni
íslands
eftir Sabine Weiss. Tekin í
1956.
.
Ungfrú Anita, eftir Robert Doisneau.
Tekin á dansstaðnum „Rauða kúl-
an", rue de Lappe í París, 1951.
Málari Eiffel-tumsins, eftir Marc Riboud. Tekin í París, 1953,
1 t i ■—tHL Æ&g&gr
. W 28 •' ' ' '
Wtvi&ÍLs&s&SBBt&'
Myndhöggvarinn Giacometti, eftir
Henri Cartier-Bresson, 1961.
Leiktjöld leikhúss í Osaka (Japan),
eftir Marc Riboud, 1982.
Gangurinn, eftir Claude Batho. Tekin
1970.
Olette í austanverðum Pýreneafjöllum,
í listasafni íslands stendur nú
yfir sýning á verkum 10 franskra
ljósmyndara. Þetta er farandsýn-
ing frá Nútímalistasafninu í París
og hingað er hún komin fyrir
milligöngu franska sendiráðsins.
Pessir tíu ljósmyndarar eru allir
vel þekktir fulltrúar franskrar
ljósmyndalistar og meðal þeirra
eru heimsþekkt nöfn; menn sem
hafa lagt mikið af mörkum til að
efla almennan skilning á gildi list-
rænnar ljósmyndunar.
Ljósmyndin á sér langa hefð í
Frakklandi, enda var það þar sem
hún leit fyrst dagsins ljós á önd-
verðri 19. öld. Daguerre, Niépce
og síðar Nadar lögðu grunninn að
franskri ljósmyndun á öldinni
sem leið. En það var ekki fyrr en í
byrjun þessarar aldar að þessum
áhrifamikla miðli var lyft í list-
rænarhæðir.
Einn þeirra sem það gerði var
Henri Cartier-Bresson (1908),
aldursforseti sýnenda og fremst-
ur meðal jafningja í þessum tíu
manna hópi. Þessi ævintýralegi
heimildaljósmyndari og fyrrum
andspyrnuhreyfingarmaður er
ekki eingöngu einn af feðrum nú-
tíma fréttaljósmyndunar, heldur
liggja eftir hann frábærar heim-
ildakvikmyndir s.s. úr spænsku
borgarastyrjöldinni (Sigur lífsins,
1937) og heimstyrjöldinni
(Endurkoman, 1945).
Fast á hæla Cartier-Bresson,
koma mannlífslýsendur á borð
við Robert Doisneau (1912),
Marc Riboud (1923), Édouard
Boubat (1923) og Jean-Philippe
Charbonnier(1921). Allireru
þeir listrænir fréttaljósmyndarar
sem starfað hafa í hinum ýmsu
heimshornum, auk heimalands-
ins. Viðfangsefni þeirra eru
mannlífið í sinni margbreytileg-
ustu mynd, eins og reyndar kem-
ur í ljós þegar þessi magnaða sýn-
inger skoðuð.
I hópnum eru tvær konur, þær
Claude Batho (1933-81) og Sa-
bine Weiss (1924) og lýsa myndir
þeirra innileik, um leið og dregin
er upp hvöss og raunsæ frásögn af
daglegu lífi íFrakklandi. Gilles
Ehrmann (1928) beinir sjónum
sínum hins vegar að hinu óvenju-
lega og furðulega í alþýðlegu um-
hverfi, svo myndir hans virðast í
fljótu bragði óraunverulegar þótt
háraunsæjarséu.
Þeir Jean Dieuzaide (1921) og
Jean-Loup Sieff (1935) færa okk-
ur svo frá fréttaljósmyndinni inn
á svið listrænna og yfirvegaðra
vinnubragða stúdíó-
listamannsins, þar sem hlutirnir
eru rannsakaðir án tillits til
augnabliksins.
Það er ógerlegt að lýsa sýningu
þessara 10 frönsku ljósmyndara í
stuttu máli. Til þess er hver og
einn þeirra of yfirgripsmikill og
margslunginn. Samanlagteru á
Listasafninu 105 verk eftir þessa
fulltrúa. Meðal þeirra eru ijós-
myndir sem eru heimsþekktar,
enda eiga listamennirnir verk í
öllum helstu söfnum heims.
Hvort heldur menn eru ljós-
myndarar eða leikmenn í því fagi,
þá er vert fyrir þá að gera sér ferð
í Listasafn íslands til að berja
þessar myndir augum. Enginn
verður svikinn af þeirri reynslu.
HBR
UMSJÓN: GUÐJÓN FRIÐRIKSSON
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7