Þjóðviljinn - 01.12.1984, Side 8

Þjóðviljinn - 01.12.1984, Side 8
BÓKMENNTIR Fall íkarusar Árni Bergmann: Með kveðju frá Dublin. Skáldsaga. Mál og Menning 1984. Snemma í bókinni stendur Björn Hermannsson ásamt vini sínum Einari Páli frammi fyrir mynd á safni í Amsterdam., Myndin sýnir fall fkarusar og er eftir Breughel. Á henni er frið- sælt landslag, bóndi að gaufa, einhver liggur dauður undir runna, skip er á sjó og „úti við sjóndeildarhringinn sér í fætur flugkappans“. Vinirnir tveir eru gefnir fyrir vitsmunalega sam- ræðulist og taka umsvifalaust að túlka myndina hvor fyrir öðrum - og lesandanum. Björn byrjar: Enginn lítur upp frá sínu hvunndagsamstri, enginn tekur eftirþví að íkarus reyndi að vinna mikið afrek, stórtíðindin, fyrsta flugslys sögunnar, er ekki annað en smágusa langt úti í sjó og yfir öllu brosirsólin blítt og samvisku- laust þótt hún hafi brœtt af kapp- anum vœngina. (47). Einar Páll er framsóknarlegur allaballi og sagnfræðingur og trúr sinni marxísku söguskoðun bend- ir hann á hve nauðaómerkilegir afreksmenn sögunnar séu og tel- ur að bóndinn skipti meira máli: „íkarus steypist í sjóinn en korn- ið verður skorið á hverju hausti meðan heimurinn stendur“, segir hann. Þetta er ekki bara upprifið tal í íslenskum túristum andspænis heimsmenningunni. Sagan af ást- um og örlögum Björns Her- mannssonar er rétt að skríða af stað en þegar allt er afstaðið minnir hún á nútímalega útfærslu á íkarussögninni. Björn Her- mannsson reynir að vinna mikið afrek, drýgja stóra dáð í þágu manna, en Iíkt og hjá Breughel lætur það sig enginn varða. Máls- taðurinn er engu bættari, dáð hans verður ekkert nema klaufa- legt slys, hlálegt bæði og sorglegt. Hvernig saga? Með kveðju frá Dublin er margt í senn. Þetta er pólitísk ást- arsaga og í henni er ofbeldi og spenna og kynlíf. Hún er full af tilvitnunum í aðrar bækur og í henni má finna hugleiðingar um allt milli himins og jarðar. Hún er heimsósómi, en ástarfar er þarna >mikið og gott; sagan er í senn bit- lur og elskuleg. I henní er greint frá mörgu sem er til þess fallið að glæða skilning á örvilnan terroris- mans og jafnvel látin uppi viss hrifning á einbeittum vilja sem hefur valið sér braut - engu að síður er þeirri leið hafnað. Bókin lofsyngur Lífið og Ástina, en aldrei með beinum hætti því í sög- unni er engin persóna sem tekur sig út úr og talar beint til lesand- ans sem málpípa höfundar. Þegar talið berst til dæmis að kær- leiksboðskap postulans hjá þeim Birni og Einari Páli virðist vel- þóknun söguhöfundar jafnt deilt niður á þann sem vitnar í Pál og hinn sem snýr hundskur út úr öllu saman: virðist, þótt auðvitað sé ekki svo. í bókinni er mikið velt vöngum yfir hlutskipti smáþjóða á tímum menningarimperíal- isma, en smáþjóðin sem byggir ísland virðist ekki sérlega gæfu- leg og er ekki einskær þolandr. Flókin mál fá þannig að vera flók- in í þessari bók. Poppað alþjóðaskrímsli Björn Hermannsson er „grannur og höfuðstór rauðhaus“ með hárlubba sem konur fýsir að renna fingrum um. Hann er stríðsmannssonur úr sjávarplássi, faðir hans ódæl öreigahetja sem GUÐMUNDUR A. THORSSON las kommúnistabækur í fangels- inu eftir að hafa hent einhverju auðvaldsfífli í sjóinn. Afi hans talaði ekki við móður sína eftir að hún rak stúlkuna sem hann elsk- aði burt í eilífðina: það er þannig all einsýnt staðfestufólk sem stendur að Birni. Hann er ófyrir- leitinn í skóla gagnvart þeim sem eru sterkir en haukur í horni hin- um. Bellinn rauðhaus í æsku, gjörvilegur og gæfusnauður síðar - þetta minnir á Gretti Ásmund- arson, nema Björn er ensku- kennari og enn ekki kominn út í Drangey þegar sögunni lýkur. Þegar sagan hefst liggur Björn Hermannsson á spítala og líður eins og J. Alfred Prufrock eða einhverri þvílíkri miðaldra blók úr kvæðum T.S. Eliot. Þessi af- komandi stríðsmanna og þver- hausa hefur gefist upp á lognmollunni í Alþýðubandalag- inu - Ungó, Tékkó, ræðan á 20. flokksþinginu og það allt saman hefur hrundið honum frá Hreyfingunni og hann hefur enga trú á hagvexti og framförum og samfélagsfræði í skólum með sínu einkennilega tungutaki. Eftir spítalavistina fer hann á æsku- stöðvarnar, til að finna sjálfan sig væntanlega. Niðurstaðan úr því ferðalagi: Hvað svo sem allir belgja sig með ættrækni og sérstöðu og æskuslóðum verður Eyrin ekki annað en undanrenna frá Akur- eyri, sem fyrir sitt leyti heimtar að verða önnur Reykjavík, sem er svo hrákinn úr einhverju popp- uðu alþjóðaskrímsli sem allt gleypir en engu skilar aftur. (22). Mismœli ruglaðrar aldar? Heimilislíf Björns er ömurlegt og veröld hans er „full af mark- lausum orðum, rykföllnum bók- um og dauðum hugsjónum.“ (28). Hausinn á honum er fullur af hálmi sem er menntun hans, en samt streitist hann á móti þessum bölmóði Eliots sem leitar á hann á spítalanum og sá kafli endar á útúrsnúningi á The hollow men: „Heimurinn endar ekki með snökti heldur með miklum gný.“ (9>- I Baskalandi kynnist Björn þeirri írsku Deirdre og ástin „truflar öll rétt og virðuleg áform.“ Ástin vekur óargadýrið sem blundar með bangsa, hún er vindkviða sem feykir burt ryki og hálmviskum úr kollinum á hon- um, orkan er leyst úr læðingi, en hvert beinist hún? Óþarfi að blaðra of mikið um það. Þetta er nú einu sinni spennusaga, en á hitt má benda að öll er hin æsilega atburðarás rækilega undirbyggð með kapp- ræðum og hugleiðingum sem rjúfa miskunnarlaust hina eigin- legu fléttu. Björn lendir í selskap sem er annað tveggja „fingur frelsisgyðjunnar“ eða „mismæli ruglaðrar aldar“ (78). Og ís- lendingurinn á að sjálfsögðu auðvelt með að finna samhljóm við baráttu ánnarra smáþjóða - en þó ekki alveg. Saga okkar er öðruvísi, hún „rann fram í lygnu orðaskaici við meinleysisfólk eins MYNDLIST og Dani.“ (88). Og eftir það tók við „glíman við ofurefli hægfara aðlögunar, mildrar og hljóðlátrar útþurrkunar alls sem gaf lífi þjóð- arinnar keim og lögun og lit“ (78). Og þessi barátta hefur verið okkur Islendingum margfalt erf- iðari en írum eða Böskum því okkar óvinur er ekki fasistafól sem pyntar okkur í fangelsum heldur góður gæi sem bjargar okkur þegar við álpumst upp á fjöll. Að skipta máli Það einkennir fléttuna í sög- unni að Bjöm Hermannsson sem er að reyna að „skipta máli“, hann hefur hreint enga yfirsýn yfir framgang mála. Hann hefur ekki hugmynd um hvað er að ger- ast, þó hann standi í þeirri trú að hann hafi alla þræði á hendi sér. Hann heldur að hann sé að drýgja mikla dáð - sú serryhann drýgir er út í loftið. Hins vegar gerir hann góðverk nánast óvart og mun aldrei vita af því - gagnvart sam- kennaranum Önnu Dóru. „Mað- urinn er óþolandi, það er ekki. búið að ákveða hver hann er, hann veit ekki sjálfur hver hann verður á næsta augnabliki,“ (10), segir í byrjun bókarinnar. Og í lok hennar: „Maðurinn er óend- anlega heimskur,, það er engu líkt. Hann er bráðum eitthvað annað en hann var, hann á sér alltaf nýja von, nýja blekkingu" (189). Maðurinn sem tegund, maður- inn sem einstaklingur, Islending- urinn, smáþjóðin - guð, ástin, lífið og dauðinn: öll veita þessi stikkorð lykla að hugmynda- heimi bókarinnar og skyldi því enginn kvarta yfir skorti á áræði hjá höfundi eða inntaksleysi. Að- dragandi fléttunnar er all langur sem þýðir að staðið er á traustum stoðum þegar reyfarinn geysist af stað. Ég er þó ekki frá því að þessi undirbúningur átaka hefði mátt vera samþjappaðri og markviss- ari því fléttan sjálf er mjög snagg- aralega af hendi leyst. Mér þykir Bjöm vaða full mikið uppi í sam- tölum við Einar Pál og aðrar kennarablækur því samtölin skortir þá spennu sem skilur skáldskap frá fróðleik. Hið sama gildir þegar Björn er í uppfræðslu í útlöndum - hann maldar eitthvað í móinn meðan viðræð- endur hans buna út úr sér fróð- leik og glæsilegum rökum. Best finnst mér Árna takast upp í innri togstreitu persóna - hvort heldur það er Deirdre eða Bjöm. Síðasti fundur þeirra er vel skrifaður og hinn fáránlegi kveðskapur Sím- onar hárréttur. Forboðatæknin virðist mér dálítið yfirgengileg, einkum þó krákan á blaðsíðu 102, en draumarnir em bæði óræðari og óhugnanlegri. Ugluútgáfa Máls og menningar byrjar ágætlega. Einhver nennir kannski að þusa yfir tveimur prófarkarvillum og hringli með eitt orð og tvö, en ekki ég. -gat Skapað í tómið Eggert Pétursson í Nýlistasafninu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg íframmiísýningarsölumReykja- heldur Eggert Pétursson einka- víkurborgar, en hins vegar hefur sýningu. Eggert hefur lítt haft sig hann sýnt úti á landi og tekið þátt í kynningarsýningum á íslenskri list erlendis. T.a.m. var hann einn af fulltrúum íslands á sýn- ingu í Fodor-safninu í Amster- dam og nýlega sýndi hann ásamt fleirum verk sín í Basel í Sviss. Ekki minnist ég einkasýningar frá hans hendi, siðan Gallerí Suðurgata 7 var og hét. Síðan þá er mikið vatn rannið til sjávar og verk Eggerts hafa breyst, þótt enn megi kenna vissan granntón sem ávallt er til staðar. Eggert er mjög íhugull lista- maður og verk hans eru yfirlætis- laus. Þau eru ekki aðgengileg og krefjast því gaumgæfilegrar at- hugunar. Eggert fæst ekki ein- göngu við að mála einstök verk, heldur skipuleggur hann salar- kynnin þannig að allt verður að samhangandi heild sjálfstæðra eininga. Sýning Eggerts er þann- ig hvort tveggja í senn, sýning einstakra verka og uppsetning (installatioin), sem gefur til kynna viss áframhaldandi tengsl verka og vinnubragða. Einkenni verka Eggerts eru einfaldleiki sem oft vegur salt milli einhæfni og margræðni. Flest málverkanna eru einlita (monokrom) og þykkt máluð. Oft er það stefna pensilskriftar- innar sem ræður því að mynd eða tákn birtist á fletinum. I öðrum myndum er um tvo liti að ræða, en sjaldnast eru þeir fleiri. Eins er með táknin, þau hvfla á miðj- um fleti í flestum tilfellum og raska því sjaldnast kyrrð verk- anna. Þar sem Eggert fæst ekki við nein háspekileg vandamál í verk- um sínum, en slíkt mætti ætla við fyrstu sýn, verður að telja hann til þeirra listamanna sem byggja á langri hefð abstraksjónar og fást fyrst og fremst við tæmingu mal- •erískra möguleika. Allt frá því að rússneski listamaðurinn Kasimir Malevitsj kannaði naumræna (minimalíska) þætti málverksins, með því að mála einlit verk undir lok annars áratugarins, hafa komið (ram listamenn sem tefla á tæpasta vað í þessum efnum. Má segja að þessir listamenn, s.s. fra- nski listamaðurinn Yves Klein og bandaríski málarinn Ad Reinhardt, hafi tæmt möguleika hins skynræna málverks á önd- verðum 6. áratugnum samkvæmt þeim forsendum sem þeir gáfu sér. Hvort Eggert er að ganga sömu leið og þeir er erfitt að dæma. Hið gagnstæða gæti verið reyndin og raunar er það öllu líklegra. Sam- kvæmt því, boða verk Eggerts endurfæðingu málverksins eftir andlátið á 6. áratugnum. Hitt er greinilegt, að verk hans verða ekki meðtekin án hliðsjónar af hinu naumræna og jaðarkennda málverki, sem þegar hafði litið dagsins ljós þegar rússneska bylt- ingin hófst. HBR 8 SlÐA - ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 1. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.