Þjóðviljinn - 01.12.1984, Qupperneq 16
MENNING
KVIKMYNDIR
Stúdentaleikhusið
„Skrýtin blanda
...sagði Brigid
í gærkvöldi frumsýndi Stúd-
entaleikhúsið nýja dagskrá
sem nefnist „Skrýtin blanda"
...sagði Brigid. Erþettadag-
skrá unnin úr nýjum íslensk-
um skáldsögu- og Ijóðabók-
um. Flestar þeirra koma út
núnafyrir jólin en aðrareru
væntanlegar. Þær bækur
sem unnið hefur verið úr eru:
Ekkert slor eftir Rúnar Helga
Vignisson og Ydd eftir Þórarin
Eldjám en Forlagið gefur þær út.
Þel eftir Álfrúnu
Gunnlaugsdóttur, Með kveðju
fráDublin, eftir Áma Bergmann
ogMaðurr og haf eftir Véstein
Lúðvíksson, Mál og menning gef-
ur út. Smásagnasafn eftir Fríðu
Á. Sigurðardóttur sem Skuggsjá
gefur út og heitir Við gluggann.
Saga eftir Ólaf Gunnarsson, Ið-
unn gefur út. Auk óútkominna
handrita eftir Gyrði Elíasson,
Sveinbjörn I. Baldvinsson, Lilju
K. Möller, Sigfús Bjartmarsson
og Stefán Snævarr.
Leikstjóri er Guðmundur Ól-
afsson en samantektinni stjóm-
uðu Páll Valsson og Helgi Gríms-
son.
Sýningar verða í Félagsstofnun
Stúdenta 1., 2., 6., 7., 8. og 9.
desember og hefjast klukkan
21.00. Tekið er á móti miðapönt-
unum í síma 17017 allan sólar-
hringinn.
Listmunauppboð
Meistarar
á
boðstólum
eftir Braga Ásgeirsson, Brynjólf
Þórðarson, Hring, Kjartan Guð-
jónsson, Jóhannes Geir, Magnús
Jónsson dósent, Svein Þórarins-
son, Sverrir Haraldsson, Tryggva
Ólafsson o.fl.
Auk fyrrgreindrar olíumyndar
eftir Kjarval verða tvær aðrar ol-
íumyndir og tvær vatnslitamynd-
ir. Meðal annarra listmuna má
nefna leikrönnu eftir Guðmund
frá Miðdal, veggteppi eftir Sigríði
Eggen og stóran kertastjaka,
renndan af Benjamín rennismið
fyrr á öldinni.
Verkin verða sýnd á Hótel
Borg, Gyllta sal, í dag, laugar-
daginn 1. desember milli klukkan
14.00-18.00 en uppboðið sjálft
fer fram á Hótel Borg sunnudag-
inn 2. desember og hefst klukkan
15.30.
Olíumálverk eftir Jóhann
Briem, stórt abstraktverk
eftir Þorvald Skúlason, sérstæð
landslagsmynd eftir Jóhannes
Kjarval, tvær myndir eftir Nínu
Tryggvadóttur, vatnslitamyndir
eftir Ásgrím Jónsson, Barböru
Árnason og Snorra Arinbjarnar
eru meðal þeirra verka sem verða
ó fyrsta listmunauppboðinu sem
Gallerí Borg heldur nk. sunnu-
dag, 2. desember, klukkan 15.30
að Hótel Borg.
Auk framangreindra verka
verða á uppboðinu m.a. verk
eftir Baldvin Björnsson frá 1911-
1913, Benedikt Gröndal, ísleif
Konráðsson og Nínu Sæmunds-
son, en verk þessara listamanna
eru afar sjaldan á uppboðum nú-
orðið.
Þá eru og á uppboðinu verk
Úr kvikmyndinni „Anna Pavolva“.
Sovésk kvikmyndavika
í Regnboganum
f dag, laugardag 1. des-
ember, hefst í Regnboganum
sovésk kvikmyndavika.
Fyrsta myndin sem sýnd
verður er Anna Pavlova, sem
einsog nafnið bendirtil fjallar
um ævi ballerínunnar
heimsfrægu. Leikstjóri er Emil
Lotianu frá Moldavíu, en hann
hefur áður gert margar frægar
myndir um Sígauna og a.m.k.
eina sem byggð er á sögu eftir
Tsékhof, Veiðiferðina, sem
sýnd var í íslenska sjónvarp-
inu fyrir nokkrum árum.
Alls verða sex kvikmyndir
sýndar á þessari sovésku viku.
Allar eru þær nýjar af nálinni,
framleiddar á árunum 1983 og
1984.
Vassa heitir nýjast mynd
leikstjórans Glebs Panfilovs, sem
er af mörgum talinn ein áhuga-
verðasti sovéski kvikmyndastjór-
inn í dag. Myndin er byggð á
leikriti eftir Gorkí, Vassa Zhelez-
nova, og segir frá konu af borg-
arastétt (myndin gerist rétt fyrir
byltingu) sem á í basli með mann
sinn, drykkjumann og spilagosa.
Aðalhlutverkið er leikið af Innu
Tsjúríkovu, sem er frábær leik-
kona, eiginkona Panfilovs og hef-
ur áður leikið í myndum hans
mjög eftirminnileg hlutverk.
Inna Tsjúríkova leikur einnig
eitt af hlutverkunum í myndinni
Stríðssaga, sem Pjotr Todorovskí
stjómar. Sú mynd gerist í seinna
stríðinu og síðar, á sjötta ára-
tugnum. Todorovskí samdi einn-
ig handritið og tónlistina. Natalía
Andreitsjénko og Nikolaj Búrla-
jev leika unga elskendur, og
myndin er framleidd í Úkraníu.
Stríðssaga hefur vakið mikla at-
hygli og þykir óvenjuleg og eink-
um er leikurunum hrósað.
Lotianu, Panfilov og Todorov-
skí eru allir á miðjum aldri, rétt
um fimmtugt, en Júlí Raizman,
leikstjóri myndarinnar Óska-
stundin, er áttræður öldungur og
hóf feril sinn sem kvikmynda-
stjóri á tímum þöglu myndanna.
Hann hefur gert margar ágætar
myndir á þessum langa ferli.
A.m.k. ein mynda hans hefur
verið sýnd á kvikmyndahátíð hér,
Einkalíf, sen sýnd var í fyrra ef ég
man rétt. Raizman hefur fengið
orð fyrir að takast á við vandamál
samtímans í myndum sínum og
enn fæst hann við eitt slíkt: í
Óskastundinni segir fró konu sem
er Qórhagslega sjólfstæð og ó
marga kunningja en engan til að
elska og er þar af leiðandi ein-
mana. Vera Alentova og Anatolí
Papnov leika aðalhluverkin.
Eldar Rjazanov er í hópi þekkt-
ari leikstjóra Sovétríkjanna og
þótti ógætur gamanmyndahöf-
undur hér í eina tíð. En nú fóum
við að sjó mynd sem hann hefur
gert eftir sígildu rússnesku
leikriti, Án heimanmundar eftir
Ostrovskí, og er myndin kölluð
Grimmilegur mansöngur. Einsog
Vassa gerist þessi mynd á Volgu-
bökkum meðal kaupmanna, en
nokkru fyrr í tímanum, eða á 19.
öld. Ung leikkona, L. Gúsjeva,
leikur aðalhlutverkið.
Sjötta og siðasta myndin er
Snúið heim úr geimnum, sem
framleidd er í Úkraínu, nánar til-
tekið í Kiev. Leikstjóri er Alex-
ander Súrín. Myndin gerist að
miklu leyti í geimstöð og persón-
urnar eru geimfarar. Samt er hér
ekki á ferðinni „stjömustríðs-
mynd“ á ameríska vísu, heldur
raunsæ mynd á sovésku vísu um
fólk sem vinnur sín störf við að-
stæður sem okkur þykja enn
furðulegar en em það kannski
ekki þegar betur er að gáð.
Þessar sex myndir eru að vísu
lítill partur af ársframleiðslu
sovéskra kvikmyndavera, sem
eru 39 talsins og framleiða 150
langar, leiknar myndir á ári fyrir
utan stuttar myndir, sjónvarps-
myndir, heimildarmyndir o.s.frv.
En þær ættu að gefa nokkuð góða
hugmynd um það sem er að ger-
ast austur þar um þessar mundir í
kvikmyndabransanum. Og þær
ættu að vera kærkomin til-
breyting frá því einhæfa, svotil al-
bandaríska kvikmyndavali sem
okkur býðst í kvikmyndahúsum
Reykjavíkur á þessum síðustu og
verstu frelsistímum.
Sem fyrr segir hefst sovéska
kvikmyndavikan í Regnboganum
í dag og stendur út næstu viku.
Sýningar verða auglýstar jafnóð-
um í dagblöðunum.
Kodak
FRAMKÖLLUN
HANS PETERSEN HF
Umboösmenn um land allt
* Kort með umslagi. Minnsta pöntun er 10 stk. eftir sömu mynd.
....OG ÞAÐ FYRIR AÐEINS 17 KR.
Nú geturóu komið vinum og vandamönnum
skemmtilega á óvart meö jólakorti sem skartar
þinni eigin Ijósmynd og sparaö um leiö dágóða
upphæö.
Taktu mynd sem fyrst eöa veldu eina góöa úr
safninu og viö sjáum um aö gera úr henni kort
sem stendur upp úr jólakortaflóöinu í ár.
Allt sem viö þurfum er filman þln.
wmamm