Þjóðviljinn - 13.12.1984, Side 2

Þjóðviljinn - 13.12.1984, Side 2
FRETTIR Pólarlax Vill geyma seiði í Kleifarvatni Bœjarstjórn með málið til athugunar og stangveiðifélagið sem hefur umráð yfir vatninu. Fiskeldisfyrirtækið Pólarlax í Straumsvík hefur sent bæjar- stjórn Hafnarfjarðar erindi um að fá að geyma laxaseiði í flotkví- um í Kleifarvatni og fóðra þar þangað til þau hafa náð göngust- ærð. „Þetta er allt á frumstigi og fyrst og fremst hugsað sem til- raun til að byrja með ef leyfið fæst“, sagði Hannes Helgason starfsmaður Pólarlax í samtali við Þjóðviljann í gær. Stangveiðifé- lag Hafnarfjarðar hefur umráð- arétt fyrir Kleifarvatn samkvæmt samningi við bæinn og er erindi Pólarlax nú til umsagnar hjá fé- laginu. Hannes sagði að Pólarlax hefði verið í góðu samstarfí við fisk- eldisstöð í Færeyjum sem gerir töluvert af því að geyma seiði í vötnum til að spara sér kostnað og auka afrakstursgetu án mikilla dýrra framkvæmda. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá þessum aðila í Færeyjum og einnig er þetta mikið stundað víðar í nágranna- löndunum. Okkur langar að prófa þetta og sjá hvað verður úr en ég á ekki trú á að það yrði á þessum vetri sem sett yrðu niður flotkvíar í vatnið ef leyfi fæst“, sagði Hannes. f Hafnarfirði hafa gárungarnir sagt að það væri ekki nema sjálf- sagt að leyfa fyrirtækinu að setja seiðin í vatnið og hjálpa þannig til við að fóðra hin umtöluðu Kleifarvatnsskrýmsli. _lg Tannskemmdir skólabarna Forvamarstarfi illa sinnt Sífelltfleiri bœjarfélög taka upp flúorskolun í barnaskólum. Tekist hefur að ná tannskemmdum verulega niður íReykjavík og víðar. Ástandið víða mjögslæmt Tannskemmdir í börnum hér- lendis eru margfalt meiri en þekkist í næstu nágrannalöndum og Bandaríkjunum. Er jafnvel álitið að íslensk börn eigi heims- met í tannskemmdum eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum í gær. Þar kom m.a. fram að helm- ingur allra tanna í 12 ára börnum í Hafnarfirði eru ýmist skemmd- ar, viðgerðar eða útdregnar, en ástandið er enn verra á Akranesi B/v Maí, togari Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar heldur að öllum líkindum til veiða í kvöld og mun selja afla sinn erlendis um jólin. Einnig er talið líklegt að b/v Júní verði sendur á miðin í vik- unni og látinn sigla með aflann. Frystihús Bæjarútgerðarinnar hefur nú verið lokað í hálfan þriðja mánuð og litlar líkur að því nýlegar athuganir sýna að þar eru að meðaltali 13.2 tennur skemmdar af hverjum 24 í 12 ára börnum. Magnús R. Gíslason yfir- tannlæknir tannheilsudeildar heilbrigðisráðuneytisins sagði í samtali í gær að ástandið væri hvergi nógu gott í þessum efnum hérlendis. Nýlegar kannanir sýndu að tannskemmdir hér væru BÚH það taki til starfa aftur fyrr en eftir áramótin. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans stefnir meirihluti útgerð- arráðs á að vinnsla verði hafin að nýju þegar eftir áramótin, en meirihluti Sjálfstæðismanna og Óháðra borgara í bæjarstjórn er á annarri skoðun og sýnir lítinn áhuga á því að koma frystihúsinu langt umfram það sem þekktist í nágrannalöndum og það væri vegna þess að forvarnarstarfi væri ekki nógu vel sinnt. Sem dæmi má nefna að á Norður- löndum eru að meðaltali 4 skemmdar tennur í hverju 12 ára barni og í Bandaríkjunum aðeins 2.7 en þar drekkur annar hver íbúi flúorblandað drykkjarvatn. Á Norðurlöndum er hins vegar unnið mjög gott forvarnarstarf í af stað aftur. Sjálfstæðismenn í bænum eru því skiptir í afstöðu sinni til fyrir- tækisins. Bæjarfulltrúarnir vilja helst „selja“ BÚH til einstaklinga enn fulltrúar flokksins í útgerðarráði og fjölmargir aðrir áhrifamenn í flokknum vilja halda rekstrinum ó- breyttum, enda fyrirtækið vel rekið í alla staði. - lg. skólum og börn m.a. látin skola tennurnar reglulega með flúor. Erfiðlega hefur gengið að koma slíku forvarnarstarfi á hér- lendis, en þar sem það er viðhaft hefur tekist að draga verulega úr tannskemmdum. í Reykjavík eru tannskemmdir t.d. komnar niður í 6.8 að meðaltali að áliti skóla- tannlækna. Flúorskolun er ný- hafin í skólum í Garðabæ, hún er viðhöfð á Seltjarnarnesi og verð- ur bráðlega tekin upp í Kópa- vogi, en á öllum þessum stöðum er um verulegar tannskemmdir að ræða í börnum. „Þetta hefur kostað nokkra baráttu við sveitarfélögin því margir halda að þeir séu að spara fjárhæðir þegar börn mæta ekki reglulega í tannskoðun. Þetta er mesti misskilningur því þegar þau loks mæta eru skemmdirnar orðnar meiri og viðgerðir miklu kostnaðarsamari en ella. Við erum að framkvæma hér ýmsar tannviðgerðir á börnum sem þekkjast varla lengur í nágranna- löndum eins og rótfyllingar", sagði Magnús. Hann sagði einnig að efniskostnaðurinn við flúor- skoðun 'æri sáralítill, 50 krónur á hvert skóiabarn á ári. -Ig- Togaramir sigla enn Sjálfstœðismenn klofnir í afstöðunni til sölu fyrirtcekisins Ætli helstu fórnarlömb gos- styrjaldarinnar verði ekki megrunarfríkin. Útvarp Blöndal liggur á í dag verður fundur í menntamálanefnd neðri deildar alþingis, þar sem gert er ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn muni vilja láta sverfa til stáls við Fram- sóknarflokkinn og stjórnarand- stöðunna um útvarpslagafrum- varpið. Formaður nefndarinnar Halldór Blöndal og Sjálfstæðis- flokkurinn allur hafa lagt mikla áherslu á að frumvarpið verði til umfjöllunar alþingis fyrir jóla- leyfi þingmanna, en nefndar- menn segja miklu vinnu eftir í nefndinni. óg Karfaveiðar Landiá 6 daga fresti Bæjarútgerð Reykjavíkur hef- ur ákveðið að togarinn Otto N. Þorláksson landi karfa í Reykja- vík á 6 daga fresti alveg burtséð frá því hvernig aflast. Er þetta gert til að fá sem best hráefni í neytendapakkningar, bæði fyrir innanlandsmarkað og Banda- ríkjamarkað. Aftur á móti eru sjómenn ekki jafn hrifnir af þessu nýja fyrir- komulagi, vegna þess að laun þeirra skerðast mjög, þar sem ljóst er að aflinn verður miklu minni með þessu fyrirkomulagi. -S.dór Vegagerð Hringvegur í Blafjöll Ný leið frá Suðurnesjum á Suðurlandsveg Bláfjallavegur frá Suðurnesj- um hefur verið opnaður. Er þá hægt að aka frá Krísuvíkur- veginum á gamla Bláfjallaveginn neðan við Eldborgina. „Þar með er búið að opna nýja leið milli Suðurnesja og Suður- landsvegar", sagði Elín Pálma- dóttir formaður Bláfjallanefndar við Þjóðviljann. „Reyndar er ekki alveg búið að ganga frá veg- inum eins og fyrirhugað er að hann verði. Eftir er að ganga frá 3 km hringvegi upp að skíðaskálan- um og niður að gatnamótunum, en nú þarf að aka fyrir Eldborg- ina og síðan upp að skálanum. Einnig er eftir að hækka endann á Bláfjallaveginum gegnum Óbrynnishóla við Krísuvíkur- veg“. Sagði Elín hættu á að veg- urinn teppist þarna þegar snjó- þyngsli verða. Með tilkomu nýja vegarins mun leiðin í Bláfjöll styttast veru- lega fyrir Suðurnesjabúa og Hafnfirðinga. Kópavogsbúar fara álíka vegalengd hvora leiðina sem þeir velja. -jP 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.