Þjóðviljinn - 19.12.1984, Side 4
LEIÐARI
Þverbrotin
Börn - hvaöa fjársjóöir eru þeim fremri? Hvaö
vekur dýpri tilfinningar en þau? Er þaö fordæm-
anleg kröfuharka aö mælast til aö til farsældar
þeirra sé kostaö fé öörum hlutum fremur?
Oddvitar núverandi ríkisstjórnar hafa því miö-
ursvarað þessu játandi meö verkum sínum. Hjá
þeim viröast börn og velferö yngstu kynslóð-
anna sannast sagna ekki ýkja hátt skrifuð. Þaö
sama gildir raunar um svo margt annað, sem þó
þótti einna dýrmætast í mannlegu félagi áöur en
markaðslögmálin og gróöaþörfin voru gerð að
þeim gullkálfi sem allt þarf aö dansa í kringum.
Þetta viöhorf stjórnvalda til barna og heimil-
anna hefur komiö einkar skýrt fram í fjárlagaum-
ræöunni sem stendur yfir á Alþingi þessa dag-
ana: allar tillögur stjórnarandstööunnar um
hækkun á fjárframlögum til byggingar dagvist-
arheimila hafa veriö rokfelldar af stjórnarliðinu!
Þessi afstaöa þeirra sem fara meö völd opin-
berar raunar tvískinnung í merkara lagi. Ráöa-
menn, meö félaga forsætisráöherra Steingrím
Hermannsson í brjósti fylkingar, hafa marglýst
yfir að auövitaö sé rétt aö gera ráð fyrir aö nú
þurfi tvo til aö vinna fyrir heimili. En sé þaö rétt -
loforð um
sem enginn raunar efast um lengur- hvaö á þá
að gera viö börnin? Hvar á aö geyma þau meö-
an pabbi og mamma eru úti aö vinna? Eiga þau
kannske aö ganga sjálfala á götunum og syngja
um dýrö ríkisstjórnarinnar eins og fuglar himins-
ins um dýrð Drottins?
í hnotskurn er málið einfaldlega þetta: ríkis-
stjórn sem hefur komiö á þvílíkri vinnuþrælkun
að báöum foreldrum er nauðugur einn kostur aö
vinna langan starfsdag utan heimilis, ber
auðvitað siöferöileg skylda til aö stuðla aö því
aö börn þessara sömu foreldra eigi kost á ör-
uggu skjóli meðan pabbi og mamma eru í vinnu.
Um langt skeiö hefur átak í byggingu dagvist-
arheimila því veriö á dagskrá félagshyggjuafla í
landinu. Sú barátta hefur þó mætt á konum.
Áriö 1979 unnu þær áfangasigur: Eftir aö hafa
safnaö tíu þúsund undirskriftum til stuðnings
átaki í dagvistarmálum gerði verkalýöshreyfing-
in þaö aö kröfu sinn í októbersamningunum
1980 aö ríkisstjórnin gerði áætlun um aö
fullnægja þörf fyrir byggingu dagvistarheimila á
næstu tíu árum. Að þessu gekk stjórnin.
Til að uppfylla lágmarksskilyröi þessarar
dagvistun
áætlunar heföi nú þurft aö veita á fjárlögum
nákvæmlega 75.8 miljónum króna. Alþýðu-
bandalagið geröi tillögu um aö einmitt þessari
upphæö yröi veitt til byggingar dagvistarheimila
á næsta fjárlagaári. Kvennalistinn gerði tillögu
um áþekka upphæð, eða 70 miljónir. Báöar
voru felldar af stjórnarliöum: sú fjárhæö sem nú
er inni á fjárlögum nær ekki einu sinni helmingi
þessara upphæöa!
Ríkisstjórnin ætlar sé því að þverbrjóta
þau loforð sem verkalýðshreyfingunni voru
gefin 1980.
Þetta ástand er auðvitað meö öllu óviöun-
andi. Verkalýðshreyfingin og stjórnmálaflokkar
sem setja hagsmuni mannfólksins ofar hags-
munum auðmagnsins þurfa aö taka höndum
saman um aö hrinda niöurskuröi stjórnvalda í
byggingu dagvistarheimila.
Dagvistun og mál sem þeirri þarfaþjónustu
tengjast eru eitt af brýnustu verkefnum líöandi
stundar. Sameiginlegt átak á því sviöi gæti verið
ein af þungamiðjunum í auknu samstarfi félags-
hyggjuafla á íslandi.
KLIPPT 0GSK0RIÐ
Vinnuþrælkuð, drykkfelld lukkuþjóð etur handunnið svissneskt konfekt.
Lokuð þjóð
í Morgunblaðinu um helgina
voru skemmtileg viðtöl við ungt
fól sem dvelur hér á landi sem
skiptinemar og hefur verið hér í
nokkra mánuði. Glöggt er gests
augað, segir máltækið, og það er
merkilegt hversu samdóma unga
fólkið er um það hvernig mann-
lífið er hér á landi.
Andrey Lipe frá Norður-
Kaliforníu segir íslendinga vera
lokaða en elskulega undir niðri.
„Við búum í miklu heitara landi,
heima er fólkið opnara og út-
hverfara, hér finnst mér fólk
miklu lokaðra og meira eitt en
heima, það er miklu meira ein-
mana hér. Við búum við efna-
hagslega fátœkt, en ykkar vanda-
mál eru miklu frekar sálfrœði-
leg“, segir German Iozno frá Col-
umbíu, sem vinnur í fiski á Patró.
Vinnu-
þrælkun
íslendingar vinna mjög mikið,
að áliti hollensku stúlkunnar Beu
Mayer, sem er í síld á Eskifirði, -
„jafnvel 10 tíma á sólarhring eða
meira. Ég held að fólk sé ánœgt
með þetta afþvíþað þekkir ekkert
annað".
Steita
og
drykkjumennska
Samfara vinnuþrælkun kemur
svo ov r!n?kkíain Hcn fvó
• Hollandv ,thcr vcrður hrtst aft
í klára úr flösku scm hefur verið
j_____________ '_________
opnuð. Ég held þetta geti stafað af
því að fólk er að vinna svo lengi
frameftir á kvöldin alla vikuna og
œtlarsvo að skemmta sér rœkilega
um helgar til að vega upp á móti
allri vinnunni".
Andrey Lipe hin bandaríska:
„Pað er eitthvert stress í loftinu og
mér finnst ég líka vera hálfstress-
uð hérna".
German Tozano frá Columbíu:
„Islendingar drekka hinsvegar
svo mikið magn í einu, eru
gjarnan búnir að safna upp svo
miklu stressi alla vikuna, sem
brýst síðan út um helgar og þá er
eins og það sé verið að sleppa
villtum hestum úr rétt“.
German Iozono segir líka að
þó að íslendingar séu lokaðir þá
geti þeir opnast töluvert með því
„að drekka eina vodkaflösku eða
álíka magn af víni, en strax þegar
runnið rr nf /jhnjr infrí
Inkaðir og 'íð'ur og I *' k fi
ekki nœsta dag".
Ohamingjusamir
einstaklings-
hyggjumenn
Það er ekki nema von að blaða-
maðurinn spyrji hvort gesturinn
hafi ekki heyrt um niðurstöður
skoðanakönnunnarinnar frægu
sem lýsti íslendingum sem ham-
ingjusömustu þjóð í heimi. Col-
umbíumaður hefur svar á reiðum
höndum: „Ég held að íslendingar
séu þannig að þeir segist vera
hamingjusamir þó þeir séu það
ekki. Mér finnst líka hugtakið
hamingja vera annað hér en hjá
okkur. Mér telstþað mikið íýmiss
konar neyslu, það er eins og ís-
lendingar vilji helst sleppa við að
gera allt, láta vélarsjá um alltfyrir
sig".
meiri einstaklingshyggjumenn “
en hann á að venjast heima fyrir
og segir að hér sé „miklu minni
samvinna millifólks og hver verði
að bjarga sjálfum sér“. Við höf-
um margt að læra.
Sterkari
konur
Julio Mercado frá Mexíkó
segir að konur hér á landi séu
„miklu sterkari og ákveðnari“ en
hann eigi að venjast í heima-
landinu. „Pað er jafnvel tekið
meira mark á orðum konu en
karlmanns".
Klippari hefur gert skoðana-
könnun hjá sjálfum sér og telur
mun meir að marka hvað þessu
unga fólki finnst um íslenska þjóð
hciJur en hvað íslensku þjóðinní
ílílíiSi um SJtiilí* SctlltKV ct'ííli
Gallup-könnuninni.
Konan í
konfektinu
Svosem til að sanna tilfinningu
Mecados frá Mexíkó um „sterku
konuna“ er viðtal í DV í gær við
konuna með konfektið, konuna
sem á sérverslun fyrir svissneskt
konfekt og hyggst ætla að koma
upp fimm svona svissneskum
súkkulaðistöðum í framtíðinni.
Konan í konfektinu hefur ekki
lítið undir: „Ég átti fyrir tvö
önnur fyrirtœki, Kórund, sem er
útgáfufyrirtœki og Eignabank-
ann, sem er fjárfestingafyrirtæki.
Ég stofna öll mín fyrirtæki til að
grœða á þeim. Mitt eina mottó í
lífinu er að verða rík”.
Barlómurinn í öðrum bísness-
mönnum fer í taugarnar á kon-
unni og „mér dettur ekki í hug að
fela mig á bak við einhverjar hug-
sjónir svo ég viðurkenni hve vel
mér gengur".
Ekki
fella fleiri
ríkisstjórnir
Freygerður í konfektinu, Kór-
und, og Eignamarkaðinum sagði
við DV, „að þó að gengisfellingin
vœri sér að kenna gœtu alþingis-
menn huggað sig við að hún ætl-
aði að fara að framleiða konfektið
góða hérlendis og líklega myndi
framleiðslan hefjast í lok sept-
ember á nœst ári þannig að hún
myndi ekki hafa það á samvisk-
unni að fella fleiri ríkisstjórnir".
Um leið og klippari óskar
Freygerði til hamingju með að
flytja framleiðsluna innf landið,
efla íslenskah iðnað, þfi er henni
þakkaður stuðnjngunnn í stjórn-
arandstöðunni. - óg
DIÖDVimNN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
I og verkalýðshreyfingar
Útgefcndi: Útgáfufélag Þjódviljans.
RfUtJórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson.
Rftstjómarfulftrúi: Oskar Guðmundsson.
Fréttmatjórf: Valþór Hiöðversson.
Blaðamenn: Áifhoiður Ingadóttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Guöjón Friðnksson,
Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geiisson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason,
ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir).
yóamyndlr: Átfi Arason, Einar Karissön.
Útttt oq hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson
Handrftfr- og prófaHuit««tur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar
Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofuatjórl: Jóhannes Harðarson.
Auglýsingsetjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir.
Afgreiðalustjóri: Baldur Jónassori.
AfgreSðala: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Símavarala: Asdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir
Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólof Hunfjörð.
fnnhalmtumonn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Biörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Slðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð i lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Áskriftarverö ó ménuðí: 300 kr.
4 SÍÐA - PJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. desember 1984