Þjóðviljinn - 19.12.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.12.1984, Blaðsíða 6
BÓKMENNTIR 81333 Er ekki tilvalið að gerast áskrifandi? E vomi/m • Blikkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ Onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboö SÍMI 46711 ÓDÝRARI barnaföt bleyjur leikföng VARA- Viftureimar, platínur, kveikjuhamar og þéttir, bremsuvökvi, varahjólbarði, tjakkur og nokkur verkfæri. Sjúkrakassi og slökkvitæki hafa hjálpað mörgum á neyðarstundum. hIumferoar Vráð Litli jólo- pakkinn STAFA- SPILIÐ Þroskandi Spennandi ódýrt L^IjÖiG Sími 91-73411 i 3 °ö, \ is^ MINMM. MOJÍifM K /SI.EN/kH\U \f.f«S |t| SIGFl S SIGURUJARTAKSON Mitmingarkorlin eru tilsölu á eflirtöldurn stöðum: Bókabúð Máls og menningar Skrifstofu A Iþýdubandalagsins Skrifstofu Pjóðviljans Munið söfnunarátak i Sigfúsarsjóð vegna flokksmiðslödvar Alþýðubandalagsins ÍÍL;±hJ<HÍ| ^■sinijrKTW**.. ^■aaae*. Göran Tunström: Jólaóratórían. Þórarínn Eldjárn þýddi. Mál og menning, 1984, 358 bls. Jólaóratórían kom út í fyrra á frummálinu og fékk Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs á þessu ári. Nú er þessi saga komin út í íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárn, og er það enn einn vott- ur þeirrar ánægjulegu grósku sem hlaupið hefur í útgáfu á þýddum skáldsögum hérlendis undanfarin tvö ár. Bókin er reyndar gefin út með styrk frá Norræna þýðingar- sjóðnum, svo þetta er ekki eigin þýðingarsjóði okkar hér að þakka. En hvernig sem því er háttað, þá er ljóst að Jólaóratorí- an er meðal þeirra erlendu bóka sem skáldskaparunnendur fagna af heilum hug í ár. Göran Tunström Göran Tunström fæddist árið 1937. Tunström hefur ekki síst unnið sér frægð í heimalandi sínu fyrir ljóðagerð, og gafst kostur á að hlýða á hann lesa úr ljóðum sínum í Norræna húsinu í byrjun þessa mánaðar. Ljóð hans flytja sérkennilegt andrúmsloft, sem bera vott um mikinn skilning á sálinni, ef mér leyfist að orða það svo flatneskjulega. Þetta kom vel fram í ástarljóði sem skáldið las upp þarna um daginn. Baksvið Tunströms er Verma- land í Mið-Svíþjóð vestanverðri, en þar mun frásagnarhefð vera sterk. Þaðan var Gustav Fröding og þaðan var Selma Lagerlöf. Tunström tengist þessari hefð á meðvitaðan hátt. Vera má að hann hafi haft Kristuslegender eftir Selmu Lagerlöf í huga þegar hann skrifaði sjálfur æskusögu Krists árið 1978 (Ökenbrevet), en þessi skáldkona og þjóðhetja Vermlendinga snertir atburða- rásina og kemur fyrir í eigin per- sónu í Jólaóratoríunni. Lesand- inn finnur að höfundurinn hefur samúð með Selmu, og sumt í bók- inni minnir greinilega á ævintýra- heim Gösta Berlings saga, t.d. frásögnin af því þegar Selma og tveir strákar stela. Brjálæðingn- um af Vitfirringahælinu, fleng- ríðandi í hestvagni gegnum bæinn Sunne. Ég kann því miður engin skil á fyrri bókum Görans Tunström. Meðal þeirra má þó nefna De he- liga geograferna 1973 og Gud- döttrarna 1975, sem báðar gerast í uppdiktuðu vermlensku héraði á tíma síðari heimsstyrjaldarinn- ar. Þarna munu koma fram hug- myndir um einhvers konar dul- hyggjulega lífskennd, líkt og finna má í skáldsögunni, sem nú hefur verið íslenskuð. Þá má geta þess að Prastungen frá 1976 mun vera sjálfsævisöguleg skáldsaga. Fortíðin í núinu Jólaóratórían segir frá eitthvað á þriðja tug persóna, enda er sag- an mikil vöxtum. Sögusviðið er aðallega bærinn Sunne í Verma- landi, rúmlega fimmtíu kílómetra fyrir norðan Væni (það er að ég held nyrst í Frykdalen, sbr. Löv- dalen í Gösta Berlingi). Hún ger- ist aðallega á árunum 1930-50 eða nálægt því. Sagan er römmuð inn af upphafskafla og lokakafla, sem fjalla um Viktor Nordens- son, sem er „ég“ sögunnar. En meginmálið fjallar um fortíð fjöl- skyldu hans föðurmegin. Fyrri hluti sögunnar fjallar aðllega um Sólveigu og Aron Nordensson og það hvernig Aron missir þessa heittelskuðu konu sína, kemst í bréfasamband við nýsjálenska konu en rekur smátt og smátt að algeru skipbroti. í seinni hiutan- um er sagt frá afdrifum Sidners sonar þeirra, og er það raunar aðalefni sögunnar. Sidner kemst ungur að aldri í tæri við konu að 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. desember 1984 nafni Fanný og á með henni Vikt- or, sögumanninn. En Fanný vill ekki hafa meira saman við Sidner að sælda og lendir hann þá í geð- rænum vandræðum uns hann fer til Nýja-Sjálands í slóð föður síns. Áður en lýkur kemur hann þó aftur til Svíþjóðar að finna son sinn, en þá aðeins í stutta heim- sókn. I sögulokin lýkst það upp fyrir lesandanum að bókin er í raun- inni þroskasaga Viktors. Á fyrstu síðunum sér maður að hann er þekktur hljómsveitarstjórnandi á ferð í Sunne til að færa upp Jóla- óratóríu Bachs. Þá er það vænt- anlega að öll forsaga hans sjálfs fer að rifjast upp fyrir honum, eins og lesandinn er vitni að við lestur sögunnar. Á síðustu síðum bókarinnar er Viktor hins vegar að sprengja utan af sér uppeldið sem Fanný hefur veitt honum. Hún hefur reynt að gera úr hon- um listmálara og á ýmsan hátt reynt að láta hann lifa samkvæmt draumórum sjálfrar sín. En endurfundir Viktors og Sidners gefa honum styrk til að snúa baki við þessum erfiðu væntingum móðurinnar eða semsé að full- orðnast. Bókin lýsir innra ferða- lagi hans til fortíðar aftur til þess tíma sem mótaði persónuleika hans. Arons saga og Sidners er sá brunnur sem Viktor eys af og hef- ur ausið af alveg síðan hann sigr- aðist á hinu hálfa uppeldi sínu hjá Fanný. Það Dulda og Listin Ýmsar af persónunum vantar jarðsamband í sálrænum skiln- ingi. Aron missir fótanna þegar ástin hans deyr. Lýsingin á dauða og lyndiseinkunn Sólveigar er há- dramatísk og eitt það sterkasta í sögunni. Aron talar við hana látna og fær þá grillu að penna- vinurinn Tessa á Nýja-Sjálandi sé Sólveig afturgengin. Um Sidner gegnir líku máli, - hann er dulur og utan við sig, en bugast þó ekki með öllu. Sidner er svo heppinn að eignast vininn Splendid, sem dregur hann að nokkru til jarðar. Sidner er ágætur píanóleikari, og reyndar er allt fullt af tónlist í þesari bók. Lýsingarnar á dul- hyggju Arons og Sidners, sem á köflum breytist í geðveiki, eru mjög athyglisverðar. „Þaðereins og einhver himna milli mín og lífsins" segir Sidner (bls. 232). Þegar þeir eru kvaldir á sálinni lýsa þeir oft reynslu sinni með þeim orðum að þeir sjái allt svo „Skýrt“. Stflbragðið að hafa upp- hafsstafi orða stóra kemur ein- mitt iðulega fyrir í því samhengi, og má kannski spyrja hvort það sé ekki ofnotað. Dulhyggjan og ydduð skynjun: það að sjá allt svo Skýrt, er frá sjónarmiði Viktors áreiðanlega nátengt þeirri list sem hann stundar sjálfur. Eða kannski tengt list rithöfundarins. Firringarkennd sögupersónanna birtist oft á þann hátt að þær fara að taka á orðunum eins og hlutir væru. Náungi að nafni Stephen Eliot flytur jarðbundinn blæ inn í fjarhyglisheim Nordenssona: hann vill taka á veruleikanum beint, hugsar hagnýtt þótt prest- ur sé; og hann fordæmir allar „handanvatnapíkur“, sem hann nefnir svo. Stíll sögunnar er fjölbreyttur. í textann er ofið bréfum, mjög miklu af samtölum og dagbókar- broti („Um Atlot“). Sumir kafl- arnir eru eiginlega eins og prósa- ljóð, sem fellur vel að skapgerð t.d. Sidners. Eitt skemmtilegt bragð Tunströms eru höggnar setningar á borð við þessa: „- Já reyndar. Hvernig veistu að hún.“ Þýðing Þórarins Jólaóratórían er margslungið verk, og í ritdómi er ekki hægt að grípa á nema nokkrum hliðum þess.Persónurnar lenda í marg- víslegum ævintýrum (til að mynda á Nýja-Sjálandi),og vís- anir í Dante og Ódyseifskviðu eru felldar á mjög smekklegan hátt inn í textann. En semsé: ekki verður orðlengt um það. Þórarinn Eldjárn hefur unnið mikið og gott starf við þýðingu á þessari sögu. Með því og með smásagnasafninu Ofsögum sagt (1981) hefur hann tekið af tví- mæli um vald sitt á lausu máli, svo margir eru líklega farnir að hlakka til að sjá hvort hann ætlar sér ekki nokkurn hlut á sviði skáldsagnagerðar. í öllum bókum má finna hnökra af eihverju tagi; sumt má kalla villur, annað matsatriði. í þessari er fátt af slíku. Frágangur bókarinnar er allur til fyrirmynd- ar: prófarkir í besta lagi og hönnun sömuleiðis. Nú er Jólaóratórían í kilju- formi og tiltölulega ódýr í sam- ræmi við það. En ef til vill má ganga enn lengra í að lækka verð bóka með þessum hætti. Prent er í vaxandi mæli keypt erlendis (sem þýðir að innlendur prentkostnaður getur ekki hækk- að mikið frá því sem nú er orðið), en setning að nokkru unnin á heimilistölvur. Með því að hafa ódýrari pappír og líma frekar en sauma kiljur má kannski stíga skrefið í átt til kiljuútgáfu til fulls. En ekki er fullreynt enn hvort ís- lenskur markaður er nægilega stór til að bera slíka útgerð. Dá og dans íkvöld Hljómsveitin Dá heldur í kvöld tónleika í Safari. Frumflutt verð- ur verkið „Allt sem andardrátt hefir!“ sem hljómsveitin hefur unnið í samvinnu við danshópinn „Dæmdir dansdraumar". í Dái eru, Jóhanna Steinunn Hjálmtýsdóttir, söngur, Eyjólfur Jóhannsson, gítar, Hlynur Hö- skuldsson, bassi, Helgi Péturs- son, hljómborð og Kristmundur Jónasson, trommur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.