Þjóðviljinn - 19.12.1984, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 19.12.1984, Qupperneq 11
VIÐHORF Það Árið 1984 er brátt á enda. Það ár mun lengi í minnum haft hjá alþýðu þessa lands. Ríkisstjórn íslands eyddi nefnilega i/12 ársins, öllum októbermánuði, í harðvít- uga styrjöld við fólkið í landinu. Slíkur atburður hefur ekki fyrr gerst og þætti ærnum tíðindum sæta meðal siðaðra þjóða. Og hvað hafði öll alþýða þessa lands til saka unnið? Það eitt að vilja njóta arðsins af vinnu sinni til sómasamlegs framfæris, ekkert far fram yfir. Það var glæpurinn. raun og veru hóf þessi endemis- stjórn þessa styrjöld strax við valdatöku, sagði fólkinu stríð á hendur, rauf þess kjarasamn- inga, setti kaupgjald fast, svipti 1 fólk samningsrétti, hellti yfir fólkið holskeflu dýrtíðar, stork- aði því með því að létta gjöldum af auðmönnum og auðfyrirtækj- um og hlaða undir hina auðugu svo þeir mættu auðgast enn meir. Fólkið beið og hafðist lítt að. Beið í meira en ár, þá var bikar- inn fullur, styrjaldarátök hófust. Þau átök skulu ekki nánar rakin hér, utan það að vegna skipulags- galla sótti alþýða fram í tveimur fylkingum, annars vegar þeir er tilheyra til BSRB, hinsvegar þeir er félagsbundnir eru í ASÍ. Svo hörmulega tókst til að á meðan önnur fylkingin barðist þá hafðist hin ekkert að, utan það að full- trúar hennar sátu dag eftir dag og viku eftir viku á meiningarlitlum rabbfundum sötrandi molasopa með Magnúsi Gunnarssyni. Endirinn varð svo af þessum sökum vopnahléssamningar í mánaðarlokin sem ekki gáfu fólkinu hálfan sigur. Fólkið tók vopnahléssamningana hátíðlega og lagði niður vopn. Ríkisstjórn- in afvopnaðist aldrei, henni var hefnd efst í huga. er til skammar að sítja undir þessu lengur... eftir Starra í Garði Innan fárra daga tók hún að hefna sín á fólkinu, 16% gengis- felling, 50% verðbólga á næstu vikum. Styrjöldin hélt áfram af þeirra hálfu, nú skyldi kné fylgja kviði. Ríkisbúgarðinum fylgir einskonar kúgildi sem hverjir nýir húsbændur taka við af þeim sem fyrir sátu, ráðsmaðurinn ævi- ráðinn, sem falið hefur verið af húsbændum fullt einræðisvald í peninga- og efnahagsmálum. Þegar lítilmennskan er alveg að drepa ráðherrana, þegar árásir á fólkið hefjast með gengisfellingu eða vaxtahækkun, þá berja þeir sér á brjóst og segja: Það var ekki ég sem gerði þetta, það var hann Jóhannes. Gengisfelling hefur ætíð verið fóðruð með því, að verið sé að bjarga sjávarútveginum. Ég skal taka dæmi um bjargráð síðustu gengislækkunar við sjávarútveg. Það er gerður út togari sem Kol- beinsey heitir. Útgerð hans er að kafna í dollaraskuldum sem sí- fellt hækka eftir því sem dollarinn verður voldugri, þessar skuldir voru að leiða togarann undir upp- boðshamarinn áður en þessi gengislækkun kom til. En hvað svo, með þessu eina pennastriki gengisfellingarinnar hækkuðu skuldir skipsins um 26 miljónir að mig minnir. Hefndarráðstöfun Nei, það vita nú allir að þessi gengisfelling er einfaldlega hefndarráðstöfun ríkisstjórnar- innar á hendur fólkinu. Hvað tekur nú við? Svo hart sem nú þegar sverfur að mörgu alþýðu- heimili í dag. Þá verður ekki ann- að séð en slíkt er aðeins smjör- þefurinn af því sem í vændum er, styrjöldin er enn í fullum gangi af hálfu ríkisvaldsins. Ætlar alþýða þessa lands árið 1984 eða ’85 að líða þennan andskota? Meðan Danir höfðu ekki enn drepið alla dáð úr þessari þjó fyrr á öldum veitti þjóðin þjónum konungsvalds Dana sem hugðust fara með ofríki á hendur lands- mönnum verðugar móttökur. Einn slíkur var settur í poka, bundið fyrir og einni af stórám landsins falin geymsla pokans ásamt innihaldi. Þó skammt sé austur að Brúará og nóg til af pokum í landinu þarf ríkisstjórn- in ekki að óttast slíka meðferð, það yrði talin næg refsing þeim til handa að þeir fengju sér aðra vinnu en unnin er úr ráðherra- stólum. Það gæti nefnilega orðið dálítið erfitt þá að fá vinnu sem nokkur vildi trúa þeim fyrir. Það líður að jólum. Þau verða æði döpur á mörgu alþýðuheimil- inu að þessu sinni. Það er þungur kross að bera fullvinnandi fólki að geta ekki séð sér og sínum fjár- hagslega farborða með vinnu sinni. Ráðherrar og þeirra tildát- ar halda hinsvegar tvöfalda hátíð um jólin. Annarsvegar vegna fæðingar Krists endur fyrir löngu, því án efa eru þeir í hópi þeirra „sem gera sér mat úr að nudda sér utaní Krist“, eins og Jón Helga- son kvað og svo einnig sem vekur þeim enn meiri fögnuð, þ.e. að njóta um jólin sætleika hefndar- innar sem þeir hafa nú komið fram á hendur fólkinu. Ætlar þetta velmenntaða og duglega fólk að láta 10 ráðherra og þeirra tindáta troða afkomu sína og lífshamingju undir fót- um?Ætlar það að láta samninga sem ríkisstjórnin hefur þegar rofið, eða aðra lagakróka, verða sér fjötur um fót til að hrinda þessum ófögnuði af höndum sér með hverjum þeim ráðum sem duga? Starri í Garði Þorgrímsson er bóndi í Mývatnssveit Gengisfelling hefur verið fóðruð með því að verið sé a&fflk Æf- að bjarga sjávarútveginum. Ég skal taka dœmi um bjargráð síðustu gengislœkkunar. Það er gerður út togari sem Kolbeinsey heitir. Útgerð hans er að kafna í dollaraskuldum. Við gengisfellinguna hækkuðu skuldir hans um 26 miljónir kr. FRA LESENDUM Að hengja bakara fyrir smið Nokkur orð til Margrétar Pálu Ólafsdóttur Einu sinni heyrði ég það ráð gefið, til að losna við innibyrgða reiði, að ganga út, helst í roki, og öskra upp í vindinn. Grein M.P.Ó. í Þjóðviljanum þann 11. des. s.l. minnir mig reyndar helst á vindhögg. Hún gagnrýnir ASÍ og verkalýðsfor- ystuna á mjög ósanngjarnan hátt. Eða hverjir fóru af stað með kröfu um kaupmáttartryggingu? Ekki BSRB, þar var áherslan lögð á háar prósentur, sem hægt væri að kippa til baka með stjórnvaldsaðgerðum strax að loknum samningum. Menntamálaráðherra er ný- kominn frá Noregi með hugann fullan af áhuga fyrir norsku gervi- hnattasjónvarpi. Það kom ekki fram kostnaðarhliðin á þessu fyr- irtæki, þ.e. móttökustöðin hérna heima, en trúlega skiptir hún miljónum. Spurningin er bara þessi: Get- um við ekki beðið með sjónvarp- ið og borgað vextina af erlendu skuldunum, sem ótætis Þjóðvilj- inn segir okkur að séu orðnar sjö þúsund miljónir, eða sjö miljarð- ar, eða 150 þúsund krónur á fimm manna fjölskyldu? Við gefum börnum okkar sparibauk og það tekur þau oft langan tíma að fylla baukinn, en þau eru stolt og ánægð þegar þau tæma hann í Það mætti gjarnan upplýsa M.P.Ó. um það að á sama tíma og BSRB var að skrifa undir samninga án nokkurrar trygging- ar, var samninganefnd ASÍ á fundi með VSÍ, langt komin með að ná virkum endurskoðunará- kvæðum í sína samninga. Þá ber- ast þau skilaboð á fundinn að BSRB sé búið að semja um prós- entuhækkanir án tryggingar. Reyndar án þess að muna eftir lágmarkslaunataxta líka. Eftir það snúa VSÍ menn við blaðinu, línan var gefin, engin trygginará- kvæði lengur til umræðu. bankanum og fara með spari- sjóðsbókina sína heim. Ættum við fullorðna fólkið ekki að taka þau okkur til fyrir- myndar í því að spara? Norð- menn verða jafn góðir vinir okk- ar þótt við tökum ekki þessu til- boði þeirra, og skilja að við höf- um ekki efni á þesu með sjö milj- arða króna erlenda vaxta- greiðslu. Ég ítreka það að við verðum að venja okkur af því að velta alltaf erlendu skuldasúpunni á undan okkur, snapandi eftir nýjum lán- um fyrir vaxtagreiðslum. Því segi ég; Hingað og ekki lengra. Arnór Þorkelsson ASÍ stóð frammi fyrir því að nokkuð mörg félög höfðu ekki sagt samningum sínum lausum og gat þess vegna ekki boðað til að- gerða, því innbyrðis samstöðu vantaði. Það mætti ráða af orðum M.P.Ó. að verkalýðsfélögin geti ráðið alfarið gangi mála í samn- ingum en svo er ekki. Það semur enginn ef hann hefur engan hin- um megin við borðið að semja við. Mitt félag, ásamt nokkrum öðrum verslunarmannafélögum af landsbyggðinni, sendum sam- eiginlegar kröfur til VSÍ í byrjun Steini Þorvaldsson. september, en þaðan fengust engin svör. Og enginn fundur fyrr en í lok okt. En þá var okkur í umfjöllun sinni um ensku knattspymuna um síðustu helgi fjallar hinn ágæti íþróttafréttarit- ari Þjóðviljans prýðilega um stór- sigur Everton gegn Nottingham Forest. Þar kallar hann leikmenn Everton liðsins efratúnunga. Ég held að ef við gerum „ton“ að túni sé rétt að hafa fyrir satt að „ever“ þýði alltaf, og Everton er þá það tún eða engi sem stendur til eilífðarnóns, - það er að segja hið sama og Ódáinsvellir eða Iða- boðið að samningaborði, til að fjalla um næstum fullgerðan kjarasamning. Að lokum vona ég að Margrét Pála snúi vonbrigðum sínum og reiði til sinna eigin samtaka (BSRB) en láti vera óverð- skuldað skítkast í garð forystu ASÍ. vellir í grískri goðafræði (á frönsku Champs d’Élysées). Ér því rétt að kalla besta lið breta til dæmis iðvellinga. Einnig kæmi til greina að slá saman ódáinshug- myndinni í nafni liðsins og beinni þýðingu á heimavelli félagsins: kalla liðsmenn Everton einfald- lega guðssynina og völlinn, Gpodison Park, Goðsonavang. Ahugamaður um orðsifjar sem horfíst í augu við staðreyndir og heldur með Everton. Ráð til spamaðar Steini Þorvaldsson verslunarmaður, Selfossi. íslensk verkalýðshreyfing óskast Efratún eða Iðavellir Miðvikudagur 19. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.