Þjóðviljinn - 19.12.1984, Side 15

Þjóðviljinn - 19.12.1984, Side 15
ÍÞRÓTTIR Handbolti Þróttur gerði 10 gegn tveimur Sneri leiknum við Stjörnuna sér íhag og vann 29-27 Páll Ólafsson var Þrótturum drjúgur gegn Stjörnunni í gærkvöldi. Körfubolti Jóiagjöf Reynis Fyrstir að sigra ÍBK „Þetta var sætur sigur, sannkölluð jólagjöf!“ sagði við- mælandi okkar í Sandgerði eftir að Reynismenn höfðu orðið fyrst- ir til að leggja Keflvíkinga að velli í 1. deildinni 82-76 í Sandgerði í gærkvöldi. Reynir var yfir allan tímann, 42-31 í hléi, og þó Keflvíkingar söxuðu á forskotið undir lokin var sigri heimamanna ekki hættu- lega ógnað. Sturla Örlygsson skoraði 29 stig fyrir Reyni, Jón Sveinsson 18 og Gunnar Óskars- son 17. Guðjón Skúlason átti frá- bæran leik með ÍBK - skoraði sjö sinnum utan við þriggja stiga lín- una og gerði alls 41 stig. Jón Kr. Gíslason kom næstur með 13 stig. -VS Þróttarar komu mjög á óvart í gærkvöldi með því að sigra Stjörnuna í 1. deild handboltans. Leikurinn sem fram fór í Laugar- dalshöll var allan tímann mjög köflóttur og skiptust á skin og skúrir hjá félögunum. I lokin munaði 2 mörkum á liðunum, 29- 27 eftir að Stjarnan hafði haft 12- 11 yfir í hálfleik. Með þessum fyrsta sigri sínum í mótinu lyfti Þróttur sér af botninum, Stjarn- an er sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar en hefur leikið fleiri leiki en flest önnur lið. Eftir að liðin höfðu skipt með sér sex fyrstu mörkum leiksins náðu Garðbæingarnir góðum kafla og náðu að komast yfir, 7-3. Þróttur saxaði á forskotiðog náði að komast yfir 11-10 en tvö mörk Stjörnunnar á lokamín- útum hálfleiksins tryggðu þeim for- ystu í hálfleik 12-11. Stjarnan komst fljótlega í síðari hálfleik í 14-12 en þá datt botninn úr leik liðsins og Þróttarar gengu á lagið og skoruðu tíu mörk gegn aðeins tveimur mörkum Stjörnunnar og eftir það var aldrei nein spurning um úr- slit, minnst munaði þremur mörkum á liðunum ef undanskildar eru loka- tölurnar. Páll Ólafsson, Sverrir Sverrisson og Konráð Jónsson áttu allir stórleik WBA í 5. sæti WBA komst í gærkvöldi upp í fimmta sæti í 1. deild ensku knatt- spyrnunnar með því að sigra Luton 2-1 á útivelli. WBA hefur þá 31 stig en Luton situr áfram í neðsta sæti með 'jS stig. í þriðju deild gerðu 2 toppliðin, Millwall og Hull jafntefli 2-2. með Þrótti og sáu um að gera tuttugu af mörkum liðsins. Helsti veikleiki liðsins felst í því hve köflóttur leikur liðsins er, eins virðist skorta nokkuð á samæfingu milli leikmanna og sókn- arleikurinn vill af þeim sökum verða of hægur. Þetta eru þó hlutir sem hægt er að laga og verði bót á má búast við Þrótti ofarlega við lok kepp- nistímabilsins. Stjarnan spilaði oft á tíðum mjög sannfærandi sóknarleik auk þess sem vörnin var sterk, svörtu kaflarnir voru þó fleiri og útkoman varð óvænt tap. Eyjólfur Bragason, Guðmundur Þórðarson voru þeirra bestir en einn- ig gerðu þeir Hermundur Sigmunds- son og Guðmundur Óskarsson góða hluti. Mörk Þróttar: Páll 9/1 v, Konráð 6, Sverrir 5, Lárus Lárusson og Sigurjón Gylfason 3, Haukur Hafsteinsson, Birgir Sigurðsson og Gísli Óskarsson 1. N Mörk Stjörnunnar: Eyjólfur 6, Guð- mundur Ó 5, Guðmundur Þórðarson 4/2v, Hermundur, Hannes Leifsson, Eggert Is- dal, Magnús Teitsson, Gunnlaugur Jóns- son og Sigurjón Guðmundsson 2. -Frosti FH-Valur íkvöld Það verður toppleikur í 1. deild karla í handknattleik í Hafnarfirði í kvöld. FH-ingar fá í heimsókn eina liðið sem virðist líklegt til að ógna þeim um þessar mundir, Valsmenn, og hefst viðureignin kl. 20. A sama tíma hefst leikur KR og Þórs Ve. í Laugardalshöllinni og á eftir honum, kl. 21.15, leika þar Víkingur og Breiða- blik, Þetta eru síðustu leikirn- ir í deildinni á þessu ári. Blak World Soccer Ásgeir þrettándi besti í heimi! Þróttur og IS efst Ásgeir Sigurvinsson hafnaði nýlega í 13. sæti í kjöri knatt- spyrnutímaritsins útbreidda, World Soccer, á besta knatt- spyrnumanni heimsins 1984. Þetta er mikili heiður fyrir Ásgeir og góð viðurkenning á afrekum hans með vestur-þýska félaginu Stuttgart - en sl. vetur varð Stutt- gart vestur-þýskur meistari og Asgeir var kjörinn besti knatts- pyrnumaður Vestur-Þýskalands af leikmönnum Bundesligunnar. Knattspyrna Hólmbert með Þetta er í fyrsta skipti sem íslend- ingur kemst á blað í þessu árlega kjöri - en það var Frakkinn Mic- hel Platini sem var kjörinn besti knattspyrnumaður í heimi og Walesbúinn Ian Rush varð núm- er tvö. - VS Þróttarar standa best að vígi í 1. dcild karla í blaki þegar leikjum þessa árs er lokið. Þeir léku þó ekki um helgina en keppinautar þeirra um meistaratitilinn unnu sína leiki. ÍS sigraði Fram 3:0 og HK vann Víking 3:1. Staðan í deildinni er þannig: Þróttur.................7 6 1 20:9 12 HK......................8 6 2 20:14 12 Is......................7 5 2 18:9 10 Víkingur................7 16 8:19 2 Fram....................7 0 7 6:21 0 Hörkukeppni er framundan um meistaratitilinn í kvennaflokki. ÍS náði að vinna Breiðablik 3:2 í Kópa- vogi á laugardaginn og var þetta Pétur Guðmundsson skoraði 61 stig í þremur fyrstu leikjunum með Sunderland Maestros' ensku 1. deildinni. Sunderland tapaði þeim öllum en í öllum kom Pétur mikið við sögu. í þeim fyrsta, gegn Crystal Pal- ace, tapaði Sunderland 90-91. Pétur skoraði 17 stig og var annar stigahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að hann hyrfi af leikvelli í byrjun seinni hálfleiks með 5 vill- ur. í öðrum leiknum tapaði Sund- erland 84-88 fyrir Leicester og þar var Pétur einnig annar stiga- hæstur með 19 stig. í þeim þriðja tapaði svo Sunderland 88-74 fyrir Warrington Vikings og þá var Pétur stigahæstur með 25 stig. Að þessum leikjum loknum voru So- lent, Bracknell og Leicester tap- laus á toppi 1. deildarinnar en Sunderland á botninum ásamt Telford og Bolton, án stiga. Þá hafði Sunderland verið slegið útúr bikarkeppninni af 2. deildarliðinu Tyneside, tapaði 67-64, en sigraði sama lið 97-60 í riðlakeppni ensk-skoska bikars- ins, og var þar efst í sínum riðli. -VS „Sunderland Maestros hefur náð sér í raunverulegan „Is- mann“ og Pétur Guðmundsson, sem er 2,18 m á hæð, hefði vel getað verið höggvinn beint útúr jökulvegg með ísöxi!“ Þannig segir breska körfu- boltatímaritið Basketball frá hin- um nýja leikmanni Sunderland, íslendingnum Pétri Guðmunds- syni sem óþarft er að kynna frek- ar. Pétur gekk til liðs við Sunder- land í haust og í blaðinu eru tí- undaðir fyrstu þrír leikir liðsins í fyrsta tap Blikastúlknanna. Víkingur sigraði Þrótt 3:2. Staðan er þessi: (S.......................8 7 Breiðablik...............6 5 Víkingur.................7 3 Þróttur..................7 2 KA.......................6 0 23:5 14 17:7 10 10:17 6 10:15 4 2:18 0 HSK hefur forystu í 2. deild, hefur unnið alla fjóra leiki sína. Hin liðin hafa leikið tvo leiki hvert - KA, Þróttur Neskaupstað og Þróttur-b eru með 2 stig hvert en Breiðablik og HK- b ekkert. - VS Hólmbert Friðjónsson var um helgina ráðinn þjálfari hjá 1. deildarliði ÍBK í knattspyrnu. Hólmbert er Keflvíkingur og hef- ur áður þjálfað á heimaslóðum, ÍBK varð t.d. íslandsmeistari undir hans stjórn árið 1969. Hólmbert hefur sl. tvö ár þjálfað lið KR-inga en þar áður stjórnaði hann Frömurum. Með þessu hafa öll tíu lið 1. deildar gengið frá sínum þjálfaramálum fyrir næsta keppnistímabil. Körfuknattleikssamband íslands fékk í fyrradag afhentan veglegan styrk frá Hildu hf., að upphæð 230 þúsund krónur, og I gjafabréfinu segir að KKl sé frjálst að nota hann til hvers þess málefnis sem stjórn sambandsins telji að geti orðið íslenskum körfuknattleik til framdráttar. Stjórn KKl hefur ákveðið að verja honum til eflingar dómaramálum en hingað til lands er væntanlegur Bretinn Rob lliffe og mun hann dvelja hér I þrjá mánuði við dómgæslu og námskeiðahald. Á mynd -EÓ- hér að ofan tekur Eiríkur Ingólfsson formaður KKÍ við gjafabréfinu úr hendi Hönnu Holton, stjórnarformanni Hildu hf. Miðvikudagur 19. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15 Handbolti Fyrsta stig Skallagríms Skallagrímur hlaut sitt fyrsta stig í 3. deildarkeppninni í vetur þegar Sel- fyssingar komu í heimsókn í Borgarn- es á föstudagskvöldið. Tvísýnum og spennandi leik lauk með jafntefli, 20:20, og jöfnuðu Seifyssingar hálfri mínútu fyrir leikslok. Úrslit um helgina í 3. deild og stað- an í riðiunum tveimur: A-riðill: Ögri-Njarðvík.. 14:24 Afturelding 4 4 0 0 109:68 8 lA 5 4 0 1 143:94 8 ReynirS 5 3 0 2 164:104 6 Njarðvík 5 2 0 3 136:126 4 Sindri 2 0 0 2 25:87 0 Ögri 5 0 0 5 55:153 0 B-riðill: Týr-(H 28: 14 Skallagrímur-Selfoss 20:: 20 Týr 6 6 0 0 120:93 12 IR 5 4 0 1 112:95 8 IBK 5 2 0 3 115:109 4 (H 6 2 0 4 112:138 4 Selfoss 5 1 1 3 101:102 3 Skallagrímur... 5 0 1 4 98:121 1 Týr og IH léku einnig í bikarkeppni HSI og þar sigraði Týr 33:14. Eyjalið- ið mætir Njarðvík eða HK í 16-liða úrslitum. - VS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.