Þjóðviljinn - 23.12.1984, Blaðsíða 2
FLOSI
af verkaskiptingu
Á mínu heimili hafa mál þróast þannig í gegnum
árin aö heimilisfólkiö skiptir meö sér verkefnum og
enginn gengur aö því gruflandi hver á að gera hvaö á
heimilinu. Hér á árum áöur uröu stundum svolitlar
væringar í sambúðinni, en þaö var eiginlega áður en
búið var aö negla það í eitt skipti fyrir öll, hvaö væri í
verkahring hvers, eða réttara sagt „hvors“, því viö
heiöurshjónin höfum aðeins verið tvö í heimili - ef
gestir eru ekki taldir með - um árabil.
Ég held aö ég geti ekki talist gamaldags, eöa
afturhaldssamur í afstööu minni til verkaskiptingar-
innar á heimilinu, nei öllu fremur er ég bara talsvert
frjálslyndur í þeim efnum og það kann konan mín vel
aö meta. Þaö er til dæmis orðinn nærri fastur liður aö
ég fari út í öskutunnu meö rusliö fyrir hana og oft fer
ég út í búö fyrir hana, já þaö hefur jafnvel komið fyrir
aö ég hafi strokiö af gólfunum fyrir hana, þó þaö sé
nú frekar sjaldan.
Grundvallarreglan er sú að húsmóðurstörfin falli í
hennar hlut, en ég annist það sem aö karlinum snýr.
Þetta hefur nú einu sinni þótt góö og gild regla í
tvöhundruöogfimmtíuþúsund ár, eöasíöan „matern-
al“ samfélagiö leið undir lok.
Konan mín vinnur úti allan daginn, sem náttúrlega
veldur því aö hún ve.rður aö slá slöku við skyldustörf-
in heima frá átta á morgnana til sex á kvöldin, en
notar þá kvöldin þeim mun betur, býr til matinn,
gengur frá, saumar gardínur, stufar af, straujar skyrt-
urnar mínar, pakkar inn jólagjöfum og svona klárar
það sem hún þarf aö gera á meðan ég horfi á sjón-
varpið. Oft kemur það sér vel aö hún er ekki kvöld-
svæf eins og ég. Eftir að ég er lagstur til hvílu á
kvöldin, er hún ósjaldan eitthvaö aö sýsla í eldhús-
inu, þurrkherberginu eða strauherberginu og stund-
um setur hún jafnvel saumavélina í gang eftir mið-
nætti, þó ég sé magbúinn aö biðja hana um að hafa
ekki hátt, þegar ég er farinn aö sofa.
En þaö er nú einu sinni svo, aö sumum finnst gott
að vaka frameftir og öðrum ekki.
Næturgöltrið á henni er hérna á heimilinu kallaö
„droll“ og getur staðiö framundir morgun nótt eftir
nótt, sérstaklega þegar hátíð fer í hönd eins og núna;
Ég er aö eölisfari „morgunmaður", en hún er það,
vægast sagt ekki. Og svo aö ég fari nú í stórum
dráttum yfir það sem að mér snýr varðandi heimilis-
störfin, þá er það nú fyrst og fremst aö vekja hana,
koma henni framúr og í vinnuna á morgnana. Hún er
nefnilega, öfugt viö mig „morgunsvæf" og þá sér-
staklega ef hún hefur veriö aö drolla lengi frameftir.
Síðan tek ég til við minn hluta af húsverkunum.
Hringi í smið, pípulagningamann, rafvirkja og málara
til aö gera klárt á heimilinu fyrir jólin, læt laga
klóakrör, sem hefur sprungiö einhversstaöar á
leiðinni útí götu, læt setja snjódekk á bílinn og fram-
lengi víxla. Þegar stundarhlé verður svo á anna-
sömum starfsdegi fer ég útí bílskúr og smyr reiðtygin
meö olíufeiti. Hnakkarnir og beislin eru eitt af því sem
þarf að vera í góðu lagi á hverju heimili, enda segir
málshátturinn: „Segðu mér í hvernig standi reiötygin
hans eru og þá skal ég segja þér hver maðurinn er“.
Þegar ég kem því við, fer ég, rétt fyrirtólf í fisk- eöa
kjötbúö og í bakarí fyrir hana, sæki hana svo í vinn-
una um hádegið. Hún hefur klukkutíma í mat, sem
passar til að búa til matinn handa mér, og vera komin
aftur á skrifstofuna klukkan eitt, en þangað keyri ég
hana þegar hún er búin að ganga frá eftir matinn og
ég er búinn aö fá mér kaffisopa og vindil.
Rétt fyrir klukkan fimm sæki ég hana svo aftur í
vinnuna, ef mér gefst ráörúm til, fer jafnvel stundum í
búðir fyrir hana í leiðinni, en haska mér svo heim
með hana til að hún geti fariö að sinna sínum hluta
heimilisstarfanna.
Allt gengur þetta, semsagt, einsog í sögu.
Nú kann einhver aö spyrja sem svo: „Til hvers er
maðurinn að setja svona sjálfsagða hluti áþrykk"
og þá er því til að svara að á síðari árum hef ég orðið
var við talsverða misklíð í mörgum hjónaböndum og
sambúðum (ef hægt er að nota orðið í fleirtölu) útaf
verkaskiptingu á heimilum. Mér er sagt að félagsvís-
indi samtímans hafi jafnvel komist að þeirri niður-
stöðu að skilnaðir, upplausn og óhamingja í nútíma
sambúð eigi oft rætur að rekja til misklíðar útaf
matargerð og uppþvotti.
Þess vegna segi ég nú bara: Hvers vegna ekki að
koma í veg fyrir allan þennan ófarnað með því að
konan taki að sér þann hluta af húsverkunum sem
konunni ber, og karlinn sjái um' restina. Þetta er
gamla lagið. Hefur raunar gefist alveg undur vel.
Og gleðileg jól.
Meðal leikara eru þekktar
sögur af atburðum, og uppá-
komum sem tengjast sýning-
um á leikriti Shakespeares,
Makbeð. Ýmsar voru rifjaðar
upp í tengslum við hingað-
komu London Shakespeare
Group fyrir nokkrum dögum.
Þá frægustu vantaði hins veg-
ar.
Hún gerðist á síðustu öld, í
leikhúsi í Englandi þar sem
verið var að sýna Makbeð.
Miklar þrumur þurfti að fram-
leiða á'einum stað í leikritinu
og nútíma tækni í þrumugerð
ekki til staðar í þann tíma,
heldur voru þrumurnar þá
framleiddar með þeim hætti,
að renna úr málmi var ofan við
sviðið og mikill hnullungur
látinn falla eftir henni. Við það
urðu til mikil þrumuhljóð og
góð. Þegarsýningarhófust að
afstöðnum vel heppnuðum
æfingum tókst hins vegarekki
betur til en svo, að hnullun-
gurinn skrapp úr rennunni,
braut gat á þakið ofan við
sviðið og féll niður og lenti í
höfði Makbeðs sem dó þegar í
stað.
Ekkert jafn tilþrifamikið
gerðist við sýningarnar hér,
nema hvað rafmagninu sló út
á sýningunni á Akureyri.
Áhorfendur tóku þó ekkert
eftir því, heldur héldu að hin
tímabundna myrkvan væri út-
lent leikbragð og þögðu því
sem steinar... ■
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. desember 1984
Makbeð óg
þrumurnar
Metsöluhöfundar
hjóðviljans
Árni Bergmann ritstjóri vor
gerir það gott þessa dagana.
Skáldsagan hans Með
kveðju frá Dublin er einna
mest selda frumsamda skáld-
sagan nú um stundir, sam-
kvæmt könnun Kaupþings.
Hins vegar er Árni ekki eini
metsöluhöfundurinn okkar á
Þjóðviljanum, því Víðir Sig-
urðsson, íþróttafréttamaður,
okkar er í fimmtánda sæti á
listanum yfir frumsamdar ís-
lenskar bækur með bók sína
íslensk knattspyrna. ■
Glæsilegt
samstarfstilboð
Eins og alkunna er kunna
stjórnmálamenn með ýmsum
hætti að gefa til kynna hvort
þeir séu reiðubúnir til stjórn-
arsamstarfs við aðra flokka
eða ekki. Grein um slík mál
birtist á dögunum í því ágæta
blaði „14. september" í Fær-
eyjum, en það er málgagn
Þjóöveldisflokksins. Hinn
náni skyldleiki færeysku og ís-
lensku gerir þann mun sem er
á tungunum einatt furðu
spaugilegan, eins og fram
kemur í fyrirsögn greinarinnar
sem einn illkvittinn lesandi 14.
september kallaði „glæsilegt
samstarfstilboð". En fyrir-
sögnin var svo á færeysku:
„Tjóðveldisflokkurin er til
reiðar". ■
Fiskifréttir
seldar
Frjálst framtak hefur keypt
sjávarútvegsblaðið „Fiski-
fréttir" sem vikublað. Þaði
mun hafa verið Eiríkur Tóm-
asson fyrrverandi aðstoðar-
maður ráðherra, sem fjár-
magnaði þessa útgáfu áður.
Frjálst framtík mun hafa keypt
blaðið með „manni og mús“
þ.e. að Þorleifur Ólafsson;
sem verið hefur ritstjóri þess
frá byrjun verður áfram rit-
stjóri og auglýsingastjóri sem.
fyrr Inga Birna Dungal. ■
Sjallaklof
Nokkrir þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins hafa verið að kljúfa
sig frá stjórninni í einstökum
málum á Alþingi undanfarna
daga. Yfirleitt hefur þingflokk-
ur Sjálfstæðisflokksins verið
svo vel handjárnaður að slíkt
sem þetta telst til tíðinda. Þeir
sem gerst þekkja til í Sjálf-
stæðisflokknum segja hann
svo illa klofinn í stóra og litla
hagsmunahópa að klofning-
urinn Gunnar/Geir hér á ár-
unum áður hafi verið hreinm
barnaleikur hjá því sem nú er.
Til mikils
að vinna
Verslunin Víðir opnaði í vik-
unni einn stærsta stórmarkað
í landinu og er sá í Mjóddinni í
Reykjavík. Eigendur verslun-
arinnar töldu greinilega feng í
því að krækja í jólainnkaupin
því síðustu 4 mánuði hefur
heilt gengi trésmiða unnið
dag og nótt við að koma hús-
næðinu í stand. Hefur heyrst
að smiðirnir hafi unnið í 12
tíma og hvílst í 12 tíma - þann-
ig kolli af kolli um 4urra mán-
aða skeið. Og tímakaupið
sem samið var um er okkur
sagt að hafi verið 480 krón-
ur... ■
Flosi eða
Jón Baldvin?
Fyrrverandi þingmaður Al-
þýðuflokksins á Vestfjörðum
var að því spurður á dögunum
hvernig honum litist á aðsókn-
ina sem Jón Baldvin formaður
hefur fengiö á fundina sína.
„Ja, bjuggust menn við öðru?
Hvernig halda menn að
fundarsóknin yrði ef Alþýðu-
bandalagið skipti um formann
og kysi til dæmis Flosa Ólafs-
son formanns flokksins?" ■
Spennandi
nunnu-
sakamálaleikrit
Lokaæfingar standa nú yfir á
spennandi leikriti sem Leikfé-
lag Reykjavíkur frumsýnir 5.