Þjóðviljinn - 23.12.1984, Blaðsíða 9
Heimilisrekstur
Engar jólagjafir í ór
Þrátt fyrir sœmilegar tekiur (með gífurlegu vinnuálagi) ná endar ekki saman
hjá sex manna fjölskyldu
Meðfylgjandi efnahagsyfirlit
er fyrir tímabilið 1.1. 1984 til
1.12., sama ár. Eiginmaðurinn
vélvirki, meistararéttindi frá
1978, fastur starfsmaður fyrir-
tækis á landsbyggðinni, í 6 ár.
Yfirvinna hans er að mestum
hluta unnin í fjarvistum frá heim-
ili, viku í senn á 6 vikna fresti.
Ekur 2x15 km. daglega v. vinnu.
Eiginkonan heimavinnandi hús-
móðir í hlutastörfum eftir því sem
barnagæsla og atvinnuframboð
leyfa. Vegna skólagöngu barna
ófært að vinna utan heimilis á
skólatíma. Börn 4, fædd 1969, -
1974, - 1978, - 1979. Barn í 9.
bekk í hérðasskóla, þar sem ekki
er annarra kosta vöí.
í september 1983 stóð heimilis-
rekstur þessarar fjölskyldu á
„núlli“, þ.e. engar skuldir aðrar
en húsn.m.stj.lán, og lífeyrissj.-
lán v. húsbyggingar. Framtal þess
árs hljóðaði upp á:
A ■■
UTGJ0LD
Matur, hreinl.vörur, pappírsvörur o.þh.,
tóbak, sokkar, nærfatnaður o.þ.u.l.,
skv. heimilisbókhaldisamtals: 210.512,-
Rafmagn, hiti 66.809,-
Álagðir skattar 81.291.-
Frádr.barnab. 22.500,-
Skattartilgreiðslu 58.791,-
Fasteignagjöld 4.437,-
Sóknargjöld 1.874,-
Lífeyrissj. (eiginm.) 9.161,-
Stéttarf.gj. (eiginm.) 2.937,-
Tryggingar, íbúðarhúsnæði 1.422.-
Tryggingar, bifreið, 3.636.-
Bifr.skattur 275,-
Afnotagjald útv. sjónv. 3.056,-
Pósturogsími 21.436,-
Tannlæknar, þ.m.t. tannréttingar 36.858,-
Lyf, lækniskostn, 5.849,-
Fæðiskostn. barna ískóla 25.200.-
Önnurskólagjöld 3.540,-
Bækur barns í 9.bekk grunnskóla 2.079,-
Viðhald íb.húsn. (einangrun í ris) 28.667,-
Viðhald bifr., varahlutir 3.313.-
Bensín.olíur 63.040.-
Vextirog afb. aflánum 83.823.-
Samtals: 636.355,-
Gjöld samtals: 636.355.-
Tekjur samtals. 567.835,-
Mismunur: h-68.520.-
Brúttótekjureiginmanns:
360.572.-
eiginkonu 45.224.-
Bak við þær lá mun minni vinna,
t.d. aðeins einföld atvinna eigin-
manns.
í efnahagsyfirlitinu er ekki get-
ið atriða svo sem mánaðarlegs
akstur til Akureyrar v.
tannréttinga, ferða eiginmanns
til rannsókna á Landsspítalann,
o.fl. í þeim dúr. Geta má að
símtal við lækni er langlínu-
samtal, svo er og um flest símtöl
önnur við opinbera þjónustuað-
ila. Varðandi orkukostnað má
geta að fjölskyldan hefur raf-
magnskyndingu og býr á orku-
veitusvæði RARIK.
Um heimilisútgjöld er það
annað að segja, að fatakaup eru
ekki tíunduð. Þau voru: Einar
gallabuxur á mann, ódýrasta teg-
und, tvennar skólaúlpur, á 6 og
10 ára, útsala, einar „dýrari“ bux-
ur, kvenmanns, ein fullorðins-
peysa og fimm stykki bómullarp-
eysur. Að auki eitt par af íþrótt-
askóm á hvert barn og stígvél á
það elsta.
Annar fatnaður saumaður og
prjónaður heima, ellegar gefinn
af öðrum, einkum skófatnaður.
Hlunnindi teljast væntanlega að
fjölskyldan fær 5 ærskrokka gegn
aðstoð við slátrun. Annað kjöt
tæpast á borðum.
Að lokum úttekt (lítillega) á
lúxus fjölskyldunnar: Hjón
reykja bæði, u.þ.b. karton á viku
samtals. Áfengi: 1 flaska, böll; 3
(ekki allir) bíó: eiginm. 4 sinnum,
börn 2svar - þrisvar, eiginkona 1
sinni. Leikhússferðir: á vegum
skólans einu sinni 2 börn, hjón 0.
Ferðalög: 0. Sumarleyfi: 0. Tóm-
stundaiðkanir í lágmarki, þar
sem á árinu er búið að selja allt
sem seljanlegt er af dóti þar að
lútandi. Jólagjafir í ár aflagðar,
við dræmar undirtektir sumra
fjölskyldumeðlima. En ef guð
lofar tórir þessi fjölsylda jólin af,
og verði þá Alberts dýrðin.
EIGNIR
íbúðarhús, 142 m2 auk riss, (geymsla) ekki fullklárað, byggt 1976-1978. Fasteignamat Bifr.Ladasport, '78, kaupv. 569.000.- 50.000.-
Samtals: 619.000.-
SKULDIR:
Húsn.m.stj.lán frá 1977, núgildi: (’83) Lífeyrissj.lán húsb. frá 77, Bygg.lán, samt.: 122.082,- Neyslulán í lífeyrissjóði, tekið um síðustu áramót: bankalán ífebr. '84 bankaláníjúní’84 bankalánísept. '84 119.082,- 3.000.- 70.000,- 30.000,- 55.000.- 50.000.-
Skuldirsamtals 327.082,-
ATH: frá lánum ekki dregnar þegar greiddar afb., Nýrri lán eru vaxtaaukalán til 1 og 1 1/2 árs.
TEKJUR
Eiginmaður: Föstlaunfyrir40 dagv.st. áviku Föst yf irvinna, 8. st. á viku Önnuryfirvinna Orlof Bifreiðastyrkur F. dyravörslu um helgar (aukavinna) F. landvörslu (unnið í sumarleyfi) 229.056,- 23.930.- 112.434.- 14.582,- 24.773,- 10.000.- 27.985,-
Samtals: 442.762,-
Eiginkona: Afgr.störf, vaktavinna, 8 st. vaktir, unnin önnur hver frívakt Frá afl.þj. landb., ræstingar Höfundarlaun, ýmsirgreiðendur Endurgreiðsla barnabóta 65.873.- 7.700,- 29.000,- 22.500,-
Samtals: 125.073,-
Tekjur beggja frá 1.-1. til 1.-12. 84, samtals: 567.835.-
Húsgógn
Kœrkomin nýjung ó ís-
lenskum húsgagnamarkaði
Það er enginn vafi á því að hér
á landi eru að verða stökk-
breytingar í íslenskum hús-
gagnaiðnaði enda hafa ís-
lenskir hönnuðir og fram-
leiðendur getið sér gott orð á
erlendum mörkuðum nú ásíð-
ustu árum.
Þannig fórust orð Jóni Arnarri
forstöðumanni íslensks húsbún-
aðar hf., sem er nýtt sýningarfyr-
irtæki íslenskrar húsgagnafram-
leiðslu. Þetta fyrirtæki er sérstætt
að því leyti að eigendur þess eru
10 húsbúnaðarfyrirtæki sem ætla
með þessu móti að gera átak í
markaðsmálum og á boðstólum
er eingöngu innlendur húsbúnað-
ur sem stenst strangar kröfur um
hönnun og framleiðslu.
Fyrirtækið var stofnað sl. vor
og að sögn Jóns Arnarrs hafa við-
tökur almennings verið mjög
góðar. Þetta væri í fyrsta skipti
sem hér á landi væri gerð tilraun
til að flokka íslensk húsgögn eftir
gæðum en slík aðstoð við
neytendur væri algeng erlendis.
Sérstök vöruvalsnefnd velur hús-
búnaðinn í sýningarsalinn, sem er
að Langholtsvegi 111 í Reykjavík
og verður rík áhersla lögð á að
munir uppfylli ströng skilyrði um
góða hönnun og vandað hand-
bragð. „Tilgangurinn með þessu
er annars vegar sá að aðstoða
kaupendur við að greina á milli
vandaðrar framleiðslu og lélegrar
sem nóg er af í íslenskum verslun-
um eins og annars staðar en hins
vegar ætti fyrirtækið að hvetja ís-
lenska hönnuði og framleiðendur
til dáða“, sagði Jón Arnarr.
„Á íslenskum húsgagnamark-
aði höfum við allmörg dæmi um
þá góðu þróun sem hefur átt sér
stað varðandi íslenska húsbúnað-
arframleiðslu. Trésmiðjan Víðir
fékk til liðs við sig finnskan
hönnuð, Ahti Taskinen, og
Jón Arnarr forstöðumaður islensks
húsbúnaðar hf: ætlum okkur að örva
íslenska húsbúnaðarframleiðslu og
aðstoða fólk við að greina kjarnann
frá hisminu. Ljósm. E.ÓI.
árangurinn varð Salix línan sem
hefur selst mjög vel á erlendum
mörkuðum, m.a. í Bandaríkjun-
um. Axis í Kópavogi er einnig
gott dæmi um fyrirtæki sem náði
góðu samstarfi við einn okkar
besta húsgagnahönnuð, Pétur
Lúthersson og frá því fyrirtæki
hafa komið og eru að koma hús-
gögn sem vakið hafa alþjóða at-
hygli, m.a. á Bella Center hús-
gagnasýningunni í Kaupmanna-
höfn. Mörg fleriri dæmi um ís-
lenska framleiðslu mætti nefna
eins og t.d. Stacco stólinn,
Dato-svefnherbergishúsgögnin,
Tabella skrifstofuhúsgögnin, Ero
stólana. Þá eru norsku Ekones
leðurhúsgögnin og stóll fyrir fatl-
aða eftir Fleming Hvitd dæmi um
íslenska framleiðslu eftir erlendri
hönnun.
„Það er enginn vafi á því að
aukinn innflutningur húsgagna
með EIH'A aðildinni ýtti undir
innlenda hönnun og framleiðslu.
Við höfum hins vegar áttað okk-
ur á því að ekki þýðir að keppa
við fjöldaframleiðsluna og hafa
því framsæknustu íslensku fyrir-
tækin lagt áherslu á gæðahúsgögn
sem þola allan samanburð",
sagði Jón Arnarr ennfremur.
Að íslenkum húsbúnaði standa
eftirtalin fyrirtæki: Álafoss,
Axis, Epal, Gamla Kompaníið,
Húsgagnaiðja Kaupfélags Rang-
æinga, Iðnaðardeild Sambands-
ins, Málmsteypa Ámunda Sig-
urðssonar, Stálhúsgagnagerð
Steinars, Topphúsgögn og
Trésmiðjan Víðir. Meðal þess
sem þessi fyrirtæki framleiða er
áklæði, gluggatjöld, lampar, hús-
gögn fyrir skóla, skrifstofur,
sjúkrahús o.fl.
Fyrirtækið er til húsa að Lang-
holtsvegi 111 í Reykjavík. Hægt
er að kaupa húsbúnað þar á fram-
leiðsluverði með góðum
greiðsluskilmálum.
-v.
Sunnudagur 23. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9