Þjóðviljinn - 23.12.1984, Blaðsíða 11
Hlutverk
blökkumanna
að standa í
skugga hvítra
Trúin hjölpar til aðtóra heilbrigðí
samfélagi við hvíta manninn
Hún er þeldökk, stælt og katt-
liðug. Komin frá Lundúnum til
að taka þátt í kvikmynd
Ágústs, Gullsandi. Hún á að
leika framandi fatafellu sem
fengin er til landsins að
skemmta (karl?)fólki. Glenda
Sonia Nordé, fædd í Dóminik-
anska lýðveldinu, af indónes-
ísku bergi brotin, en flutti bú-
ferlum til Lundúna þegar hún
varníu áragömul. Erdansari
að atvinnu og við gefum henni
orðið:
- Frá því ég man fyrst eftir mér
hef ég verið dansandi. Takirðu
frá mér dansinn er ég mállaus. Ég
kann ekki að nota orð til að tjá
mig, aðeins dans. Og í honum
finn ég von og gleði. En mömmu
minni þykir það vera mikil synd
því hún telur dansinn vera af hinu
illa sprottinn. Sérstaklega í hvítra
manna samfélagi þar sem boð-
skapur eða viss tjáning er kannski
ekki alltof augljós. Þegar hún sér
mig í sjónvarpinu segir hún mig
vera á bandi djöfulsins! Það er
verulega skrítið að þegar manni
gengur loksins ágætlega á því
sviði sem maður starfar við þá
stendur fjölskyldan ekki að baki
manns lengur. Svertingjar fá
harða mótstöðu frá hvítum, en
þeir fá miklu erfiðari mótstöðu
frá eigin fjölskyldum.
- Minnihlutakenningin, um að
minnihlutahópar taki æ þegar til
lengdar lœtur að vinna á móti
sjálfum sér?
- Einmitt, og á einhvern hátt
skylt bitru stolti. Ég held það ör-
uggt að það sé tilgangur með því
að fæðast svartur, það er verið að
prófa okkur einhverra hluta
vegna og þessi próf sem lögð eru
fyrir svart fólk gera líf þess hér á
jörðu mjög erfitt. Við verðum að
halda í þá trú að að endingu muni
verða mikið uppgjör í manna-
heimum gjörvöllum. Þá munu
allir menn dæmdir fyrir gildi sitt,
svartir sem hvítir, gulir sem rauð-
ir.
- Heldur þúað svartir menn séu
trúaðri en hvítir?
- Já, það held ég, upp til hópa.
Trúin veitir svörtum hugsvölun
og hvíld frá harðneskjulegum
raunveruleika, þar sem reglur og
lög hvíta mannsins ráða ríkjum.
Ekki svo að skil ja að vonleysis
gæti ekki í mörgum blökkumann-
inum. T.d. eru svertingjar í
Lundúnaborg án atvinnu og iðju-
lausir, þeim er ekki ætlað að
vinna sem ábyrgir þegnar. Að-
eins þeir fáu útvöldu fá eitthvað
almennilegt að starfa, s.s. eins og
við póstþjónustu, skrifstofustörf
og banka. Margir þeir iðjulausu
eru á sakaskrá, og það eru til
margar sögur af tíðni glæpa og
misferli svartra manna. Það hef-
ur verið reynt að láta líta svo út að
Eftir spjallið, fylgdi undirrituð Glendu niðrí bæ, hana langaöi að kaupa íslenska minjagripi handa fjölskyldu sinni. Þegar
við röltum um Hafnarstraetið, staðnæmist hún skyndilega og horfir á mig all kindarleg á svipinn. „Veistu hvað déja-vu
merkir?", spurði hún svo, og ég nikkaði. Þá brosti hún og sagði, „hér hef ég verið áður“.
það sé grynnra í það illa hj á lituðu
fólki. En sannleikurinn er sá að
ófáir blökkumenn hafa orðið
fórnarlömb í rassíum Iögreglunn-
ar að ósekju, líkt og um skipulagt
samsæri væri að ræða að hálfu
stjórnvalda. Það eru til mýmörg
dæmi þess að alsaklausir svert-
ingjar á göngu um stræti hafa ver-
ið gripnir, ásakaðir um einhverja
glæpi, nauðganir, innbrot og lík-
amsárásir, eru bókaðir á saka-
skrá og síðan sleppt lausum aftur.
Þannig fást tölur um tíðni óþrifa-
verka framinna af blökku-
mönnum.
- Hvað með réttlœtisbaráttu
ykkar?
- Það eru víða til í Englandi lítil
svört samfélög sem reyna eftir
mætti að berjast fyrir mannsæm-
andi lífsskilyrðum og eðlilegum
réttindum sínum, en það er sama
hvað blökkumenn reyna að
leggja til málanna, allt er það
kæft niður og rangsnúið sem
frekja og yfirgangur. Ég held að
það sé leynt og ljóst verið að út-
rýma okkur, og það mun takast
nema við berjumst á móti af full-
um krafti.
- En svartfólk ískemmtibrans-
anum, á það líka í vök að verjast?
- Vissulega, það er t.d. afar
sjaldan sem þú sérð blökkumann
í aðalhlutverki í einhverri dans-
eða leiksýningunni. Hlutverk
blökkumanna skal vera í skugga
þeirra hvítu, og gildir einu um
hæfileika hvers og eins. Hinsveg-
ar er öllu skárra að vera kyn-
blendingur í sjóbis því þá er út-
litið oft eins og falleg útgáfa af
hvíta manninum. Maður er ekki
eins syndsamlegur þá!
- Þú ert í hlutverki fatafellu í
Gullsandi. Hefur þú áður komið
fram í kvikmynd?
- Nei ekki í alvöru kvikmynd,
en ég hef eitthvað verið að dansa
inná poppmyndbönd með hljóm-
sveitum eins og t.d. Kid Creole
and the Coconuts. Ég veit fremur
lítið um mitt hlutverk í myndinni
annað en að ég kem fram í einu
dansatriði, en mér skilst þó að
nærvera blakkrar fatafellu í sveit
eigi eftir að hafa ýmsar afleiðing-
ar.
I.mar.
Við getum sagt að hér ríkl
stéttaskipting útlendinga
ífyrsta klassa er fólk fró Skandinavíu, en ó botninum situr fólk œttað fró Afríku
Abdelilah Dhour(Abdou)
heitir ungur maöur sem dval-
ist hefur hér á landi í hátt á
þriðja ár, en fæðingarstaður
hans er í Casablanca, Mar-
okkó. Abdou er margt til lista
lagt, hefur stundað mynd-
listarnám á heimaslóðum og í
tvö ár í Montpellier Frakklandi
og er nú í Myndlista- og Hand-
íðaskóla íslands. Þá gefur
hannveðurbörðum Islending-
um nasaþefinn af uppruna-
legum trumbutakti þeirra Afr-
íkumanna sem tendrar bál og
bræðir, og ennfremur hefur
hann kennt forvitnum landan-
um afríska danslist.
Þjóðviljinn þefaði Abdou
uppi og fékk hann til að leysa
örlítið frá skjóðunni um
reynslu sína af verunni hérog
fólkinu í landinu.
- Fólkið hér er ansi lokað og
það er erfitt fyrir útlendinga að
komast strax inní þetta þjóðfélag
hér. Sumir eru alltaf á varðbergi
og það er ekki sama hvaða út-
lendingur maður er. Við getum
sagt að það ríki hér stéttaskipting
útlendinga. í fyrsta klassa er fólk
frá Skandinavíu, þá koma Eng-
lendingar, Frakkar og aðrir
Evrópubúar yfir höfuð. Og ég
held að einhversstaðar á botni
pýramítans komi fólk ættað frá
Afríku, sem sé svertingjar.
- Ertu þá að segja, að íslend-
ingar séu haldnir kynþáttafor-
dómum?
- Já, en eru hræddir við að
viðurkenna það. Þeir eru ekki
sannir gagnvart útlendingum sem
setjast hér að en til þess að fela
það setja þeir margir upp ein-
hverja grímu málaða kurteislegu
brosi. Þeir eru sumir ekki alveg
einlægir við mann. Rasismi í út-
löndum er mun opnari en hér á
landi, og það er þó skömminni
skárra að fá það beint í andlitið á
sér, að maður sé náskildari górill-
unni heldur en hvíti maðurinn og
óæðri, en það baktjaldamakk og
Það er erfitt að vera útlendingur hérna. islendingar eru í rauninni alltaf að segja að Island sé eingöngu fyrir Islendinga.
óhreinlyndi sem ég hef orðið var
við hér.
- Hafa þá margir svikið þig á
einn eða annan hátt?
- Svolítið margir, já. Og þá
sérsaklega í sambandi við vinnu.
Litarhátturinn skemmir þar fyrir.
Ég er þó engan veginn að al-
hæfa í þessa átt, mjög margir hér
hafa reynst mér geysilega vel og
ekki horft eingöngu á húðlit
minn. Það er til með eindæmum
gott fólk hér, og það er þá yfirleitt
fólk sem ferðast hefur víða og
víkkað sjóndeildarhringinn. Og
almennt eru margir kostir við
þetta land, en mín reynsla er samt
sú, einu sinni útlendingur alltaf
útlendingur, þó svo útlendingur-
inn dveldi hér í þúsund ár. Fólkið
er í raun alltaf að segja: ísland er
eingöngu fyrir íslendinga.
- Heldur þú að Ágúst sé að ýja
að einhverju slíku í Gullsandi?
Þ.e. að sýna fram á kynþáttafor-
dóma í mörlandanum?
- Já, ég held að Ágúst sýni á
þráðfínan hátt eitthvað sem er
staðreynd hér á landi og það eru
fordómarnir.
.... Það hefur verið mikið upplif-
esli að fá að vera með í Gullsandi,
sérstök reynsla og geysilega gam-
an.
l.mar.
Sunnudagur 23. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11