Þjóðviljinn - 23.12.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.12.1984, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTILL okkar eigin sjálfsréttlætingu, ekki síst hinni pólitísku. Menn hafa fundið til nokkurrar samstöðu með tiiteknum hröktum manni og kúguðum fyrst og fremst vegna þess, að þeir töldu að hann ætti sama óvin og þeir töldu sig glíma við - við allt aðrar aðstæður reyndar. En það er engu líkara en að meira að segja slík samúð, sem gerir upp á milli þeirra sem verst eru settir eftir okkar duttlungum - að hún sé líka á undanhaldi. Hugurinn siœvist Það er margt sem slævir samúðina og samstöðukennd- ina. Eigið ráðleysi ræður miklu. Fjölmiðar eru skæðir, kannski ekki endilega vegna þess hvað þeir segja, heldur hvernig og í hvaða magni. Fréttamyndir á skjánum, sem um stund koma af stað nokkru örlæti til hungursjóða - þær hafa fyrr en varir orðið að einhverju, sem myndar vegg á milli þeirra sem eru nær og þeirra sem fjær eru. Þarna, langt í burtu, í öðrum heimi. Ofgnótt brotakenndra upp- lýsinga skapar þá hugmynd, að úti í heimi séu alltaf vand- ræði sem eru óviðráðanleg og verði það. Hvorki hægt að skilja þau né heldur veita hjálp sem gagn væri að. Það er nú svo. O jamm og jæja. Við skulum halda áfram að tutla hrosshárið okkar, það er að segja: snúa vídeósnældunni. Og um leið og menn ganga fram hjá annarra vanda munu þeir eiga auðvelt með að blása út sinn eigin, hver og einn sannfræður um það að hann hafi nóg með sig og sína og valdi ekki stærri byrði. Sem er, segja menn, kannski ekki nema eðlilegt. Hvað er aðlilegt? Því miður er svo ótrúlega margt í breytni manna sem hægt er að kalla eðlilegt ef menn vilja. Ef menn meina að viss breytni sé útbreidd. Sameign meirihlutans. Ef menn meina það að tiltekin athöfn eða athafnaleysi sé vel út- skýranleg. Og þar með allt að því réttlætanleg. Sem betur fer hafa aldrei allir verið samstíga með þeirri skynsemi sem helgast af meirihluta, hvort sem hann er þögull eða símalandi. Það hefur alltaf verið mikil þörf fyrir þá „óeðlilegu“, fyrirþá óraunsæju, þá afbrigðilegu. Þá sem ekki draga sig inn í skel. Þá sem láta sig aðra varða. Það veit víst enginn hvernig slíkt fólk verður til, þótt nefna megi aðstæður sem hjálpa til þess, og aðrar sem vinna gegn þvt'. Trúarlegt uppeldi getur vissulega hjálpað, en það er ekki einhlítt eins og menn vita, og getur snúist upp í skæða tegund af sjálfbirgingi. Og í óvæntum stað hafa menn einatt fyrr og síðar getað fundið trúlausa göfug- mennsku manna sem stundum voru kallaðir „kristnar sálir að eðlisfari“. Sem gæti bent til þess að samhygðin, þessi sem kannski fer ekki með stórar yfirlýsingar en ER, að hún sé ekki síður en sérhyggjan frjálshyggjumannanna og meirihlutans sprottin af veigamikilli þörf sem blundar í mannfólkinu. Þörf sem því miður þarf oftast að grafa djúpt eftir en það er samt unnt að koma niður á hana. Með augun opin En ekki er maður fyrr búinn að koma sér upp jákvæðri staðhæfingu á borð við þessa sem að ofan fór, en minnt er á að alltaf verður að sýna varnfærni og hafa á fyrirvara. Samstaða sögðum við, en hvernig samstaða? Sá sem telur sig elska mannkynið í heild, hann á það á hættu að breytast í mannhatara, segir Dostoéfskí og skrifar meðal annars um þetta í Glæp og refsingu. Afstrakt samstaða sem ekki tekur eftir einstaklingnum í næsta nágrenni, hún mun ekki lengi endast, hún mun duga skammt. Og svo getum við fikrað okkur áfram yfir smærri til stærri hringja út frá sjálfinu: sá sem ekki er sæmilega virkur partur af sinni þjóð, hann er líka heldur lélegur þegn heimsins. Jaroslav Seifert, tékk- neskt skáld, hefur verið í fréttum, því hann hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels og valdhafarnir í landi hans eru með hundshaus því hann er þeim óþægur eins og skáld eiga helst að vera. Seifert yrkir svo á einum stað: Égfór um þennan heim með augun opin með augum opin fór ég um land mitt mikið er það fagurt, en það vitið þið vel. Pað varð mér meira virði en allar ástir. Armar þess hafa umlukt mig mína œvidaga og þegar ég var hungraður varð ég á hverjum degi mettur af orðum úr mörgum söngvum þess. Birta og endurskin Seifert yrkir líka um framlag hvers og eins til þessa heims og þau orð tengjast ef vill eilífðarspurningum samstöðu og einsemdar: hvað má ég vesalingur minn: Verið þið sæl, miljónir kvœða í heiminum ég hefi aðeins bœtt fáeinum Ijóðum við. Þau voru ekki viturlegri en söngvar engisprettunnar. Ég veit það. Sýnið mér þolinmœði ég fer senn að hætta. Þau urðu ekki betri en fótspor í mánaryki og þegar það kom samt fyrir að af þeim lýsti þá var birta þeirra aðeins endurskin. Hógværðin stýrir tungu hins aldraða tékkneska skálds og líklega eins gott að sem flestir fari að hans fordæmi. En það sem hann segir er ekki einkamál hans. Hver og einn á þess kost að yrkja sín „kvæði“ í orði og verki og það skiptir aðra menn mestu að af þeim stafi nokkurri birtu öðru hvoru. Hitt skiptir svo minna máli hvort sú birta er „endur- skin“ frá voldugri ljósgjafa eins og í líkingu Seiferts, skáldsins sem endar eitt ágætt kvæði sitt á orðunum: Hér gæti söngurinn hafist. Og þó - nei, ekki enn. ÁB Bróðum koma Enn standa jól fyrir dyrum og eins og svo oft áður finnst mörgum að ekki sé allt með felldu. Og þeir eru sem fyrr dasaðir og gramir eins og Böðvar Guðlaugsson sem sendi okkur kvæði á dögunum. Þar eru þessar vísur: Að fám dögum liðnum fögnum við enn á ný fæðingu barns sem í retfum var lagt í jötu og góðir menn hafa gert í tilefni af því gjörvallt hverfið að samfelldri verslunargötu... Þar brosa við fólki út í grámóskulegan geim gjafirnar Ijúfu: reykelsi, gull og myrra og muni ég rétt hefur markaðsverðið á þeim meira en tvöfaldast síðan um jól í fyrra. Og það hefur komið fyrir að skáld væru beinlínis grimmir þegar þeir hugsa um þetta og annað eins. með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann segir Steinn Steinarr í kvæði um heimskuleg kappátsjól sem hann nefndi svo. Munurinn mikli Á þeirri fæðingarhátíð sem í hönd fer eru menn hvað eftir annað, beint og óbeint, minntir á það, til hve gríðar- 8 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. desember 1984 lega misjafns hlutskiptis mannabörn eru fædd. Og sjálfsagt ekki nema rétt og gott að menn hugsi til þess djúps sem staðfest er á milli þeirra sem fæddir eru til sinna fjörutíu fermetra, tækniundra og matvælafjalla og þeirra sem berj- ast við hungurdauða um Afríku þvera og reyndar miklu víðar. Rétt á meðan oddvitar stórveldanna skemmta sér við að spila póker um það, hvort þeir eigi að leggja í fírnadýrt kapphlaup um að vígvæða geiminn, rétt eins og ekki væri nóg komið af eldflaugum skæðum og skyldu dóti á jörðu niðri. En hvað ætla menn svo að gera við tilhugsunina um þennan mun? Varla neitt að ráði, því miður. Kannski verður hún ekki nema efni í stuttan dapurleika sem sjálfsá- nægja vissrar tegundar ryður síðan í burtu: ég hefi nú sloppið tiltölulega vel. Ætli það skásta, sem áminningin um geigvænlegar andstæður í heiminum getur leitt til, sé ekki tímabundinn fúsleiki eilítið órólegrar samvisku til að sýna neyðarhjálp til hungursvæða nokkurt örlæti? Engin ástæða reyndar til að gera lítið úr slíkum við- brögðum. Samstaðan En þótt á stundum gangi allvel að efna í neyðarhjálp, þá læðist um mann illur grunur um að samstaðan sé heldur á undanhaldi ef nokkuð er. Hvort sem væri samstaðan með þeim sem þjást vegna þurrka eða stríðs eða þeim sem mannréttindi eru brotin á í ótrúlega mörgum löndum. Ekki það að þessi samstaða eða samúð hafi nokkru sinni verið upp á of marga físka. Oftar en ekki var hún tengd Hér gœti söng- urinn hafist ÁRNI BERGMANN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.