Þjóðviljinn - 23.12.1984, Blaðsíða 4
kenningunn
Séra
Bernharður Guðmundsson
á beinið f tilefni af
hátíð Ijóss og friðar
í Betlehem er barn ossfætt:
jólin eru vísttrúarhátíð líka, og
Þjóðkirkjan gerir sitt besta til
að það gleymist ekki. Við
bjóðum fréttafulltrúa kirkjunn-
ar velkominn á Þjóðviljabeinið
og hefjum samræður: Eru jól-
in í rauninni nokkuð kristin? í
frumkristni voru ekki haldin
jól, og fæðingartími Krists var
ekki ákveðinn fyrren fjórum til
sex öldum eftir hans burð.
Hvers virði erujólinkristnum
mönnum og kristinni kirkju,
Bernharður?
- Upprisan er forsenda krist-
indómsins. Ef Kristur hefði ekki
risið upp væri engin kirkja. Þess-
vegna eru páskarnir meginhátíð
kristinna manna t.d. í Afríku. í
ljósi upprisunnar verður síðan
fæðingarhátíð Krists mikilvæg.
Jólahátíðin fær sérstakan hljóm-
grunn á norðurslóðum og tákn
hennar, Ijós í myrkri, fær endur-
óm í náttúrunni í kring, við hækk-
andi sól. Þú spyrð hvers virði jól-
in séu. Mér eru þau mjög mikils
virði sem kristnum manni. Aðrir
verða auðvitað að svara fyrir sig.
Samkvæmt nýlegri könnun
telja ákaflega margir íslendingar
sig trúaða. Þeir hinir sömu tala
um guð sinn sem alheimsanda af
einhverju tæi og ekki hinn per-
sónulega guð testamentanna og
lúterskrar kirkju. Viðbrögð
kirkjumanna?
- Þessi spurning var okkur
vandamál í nefndinni sem vann
að könnuninni hérlendis. Það
mátti ekki víkja mikið frá erlenda
textanum til þess að samanburð-
ur við aðrar þjóðir væri sæmilega
gildur. Orðalag fyrsta kostsins í
svarinu, - persónulegur Guð - er
ekki mjög tamt Islendingum.
Mér skilst á spyrlum að ýmsir
svarendur hafi skilið það sem
hinn gamla gráhærða. Þeir játa
hinsvegar margir fyrsta boðorðið
sem fjallar um persónulegan
Guð: Eg er Drottinn Guð þinn...
til Hagstofunnar geturðu sagt þig
úr Þjóðkirkjunni, verið utan
trúfélaga eða stofnað þitt eigið og
það er tiltölulega einfalt.
Spurningin um aðskilnað ríkis
og kirkju er allmikið til umræðu á
norðurlöndunum öllum. íslenska
kirkjan hefur ítrekað leitað eftir
meira sjálfstæði í ytri málum sín-
um, sérílagi fjármálum og skipan
starfsmanna. f Svíþjóð var að-
skilnaður kominn á lokastig, en
ekki varð af, m.a. vegna þess að
ríkið treysti sér ekki til þess að
gera upp fjármálin. Eignir kirkj-
unnar sem ríkið ávaxtaði fyrir sig,
reyndust svo miklar. Ætli staðan
yrði ekki eitthvað svipuð hér á
Islandi.
Væri að þínu mati æskilegt að
skilja að ríki og kirkju?
- Ég veit ekki hvort kleift yrði
af landfræðilegum ástæðum að
tryggja öllum íslendingum
kirkjulega þjónustu ef til aðskiln-
aðar kæmi. Menn sætu ekki við
sama borð í dreifbýlinu.
Að samtímaviðburðum, orgel-
söfnun Hallgrímskirkjumanna.
Eitt: fer söfnunin fram í samræmi
við fyrirmæli kristninnar um
ölmusugjafir? Tvö: hvað finnst
þér um þessa söfnun á sama tíma
og önnur kirkjustofnun safnar
brauði handa hungruðum í Eþí-
ópíu?
- Þeir sem gefa í orgelsöfnun
gefa vafalaust líka til hungraðra í
heiminum. Það útilokar ekki
hvort annað. Viðtökur þjóðar-
innar við söfnun Hjálparstofnun-
arinnar hafa verið mjög góðar og
margar gjafir stórmannlegar,
ekki síst frá fátæku öldruðu fólki.
Orgelsöfnunin fer hægt af stað en
heldur áfram næsta ár eftir að
Eþíópíusöfnun lýkur. Hún stefn-
ir að því að slíkt orgel verði í kir-
kjunni að flytja megi sum mestu
verk tónbókmenntanna.
Og listarnir yfir gefendur í
blöðunum, eru þeir í samræmi
við kenninguna?
- Ætli þeir í Hallgrímskirkju
hafi ekki fengið hugmyndina frá
Alþýðubandalaginu. Þar skor-
uðu menn hver á annan fyrir
allmörgum árum, að leggja fram
fé til flokkstarfsins og nöfn áskor-
enda og þeirra sem borga skyldu
voru tryggilega tíunduð í Þjóð-
viljanum. Þetta er reyndar al-
þekkt söfnunarform. í orgelsöfn-
uninni er aðeins birt hverjir gáfu
en ekki hversu mikið þeir gáfu.
Alþýðubandalagið er Alþýðu-
bandalagið og kirkjan er kir-
kjan?
- Það er þó satt. Áttu sem sé
við að Alþýðubandalagið geri
aðrar siðrænar kröfur til sjálfs sín
en kirkjunnar?
Mattheusarguðspjallið er mér
vitanlega ekki stefnuskrá flokks-
ins. En gáum þá að því sem teng-
ir: Kirkjumenn hafa undanfarið
sýnt nokkurn áhuga á friðarmál-
um. Manni sýnist hinsvegar utan-
frá að áhugi kirkjunnar í þeim
efnum sé mestmegnis almennt
snakk, og að kirkjan forðist eins
og heitan eldinn að taka afstöðu
þegar til stykkisins kemur. Ég
nefni ratsjárstöðvamálið á síð-
asta kirkjuþingi.
-Friðaráhugi kirkjunnarmark-
ast ekki við undanfarin ár, ein-
faldlega vegna þess að boðskapur
hennar frá fyrsta fari er friðar-
boðskapur, sem stefnir að friði
innra með manni, friði manna á
meðal og friði manns við um-
hverfi sitt. - Minn frið gef ég
yður, sagði Kristur.
Kirkjan hér hefur hinsvegar
tekið nokkuð þétt í árina gegn
kjarnorkuvá undanfarin ár, sam-
stíga kirkjum annarra landa. Hún
hefur tekið grundvallarafstöðu til
friðarmála og vígbúnaðar einsog
kemur fram í ályktun Kirkju-
þings ’83. Þar er líka lögð áhersla
á að efnahagslegt réttlæti sé for-
senda friðar í heimi.
Þú nefnir ratsjármálin. Á
Kirkjuþingi í haust komu fram
um það tvö nefndarálit og var í
báðum vísað til fyrrgreindrar ál-
yktunar. Tillögumaður tók svo
sjálfur málið af dagskrá.
Grundvallarstefna kirkjunnar í
friðarmálum er klár og byggir á
biblíulegum forsendum. Ut frá
henni hljóta menn svo að taka
afstöðu í einstökum málum.
Að lokum aftur að hátíð Ijóss
og friðar. Hvernig fellur kirkj-
unnar mönnum að fæðingarhátíð
frelsarans er orðin að helstu ver-
tíð jarðlegrar efnishyggju: kaup-
mannahátíð?
- Kirkjan leggur mikla áherslu
á það á jólaföstu að umbúðirnar
kæfi ekki innihaldið, því að þá
svíkja menn sig og sína um sjálfa
jólahátíðina.
Ég heyrði viðtal við litla stúlku
í barnatíma útvarpsins nú í vik-
unni. Hún var spurð hvort fjöl-
skyldan færi til kirkju um jólin.
Hún svaraði: Nei það er enginn
tími til þess. Svo lýsti hún jólun-
um heima hjá sér, átinu og böggl-
unum. Þarna var verið að bregð-
ast börnunum sem okkur er trúað
fyrir.
Við höfum öll þörf fyrir jólin.
-m
Kirkjan
heldur engar
útsölur
d
Þá má benda á það að oft kemur
það fyrir í guðsþjónustunni að
Guð sé andi og það skýrir ef til vill
að einhverju hversvegna svo
margir sögðust trúa á al-
heimsandann. En þetta er alvar-
leg viðvörun. Það fer ekki fram
mikil fræðileg umræða um trúmál
hérlendis og margir hafa ekki
skilgreint fyrir sjálfum sér hver
trú þeirra er. Þegar spurt er á
þennan knappa hátt er erfitt að
svara afdráttarlaust.
Könnunin gefur aðeins vís-
bendingar, en reyndar má draga
af henni vissar ályktanir og ein
þeirra er að kirkjan þarf að bæta
fræðslu sína og huga að kenningu
sinni.
í sömu könnun segjast aðeins
ellefu prósent trúa á Krist. Hefur
þúsund ára starf kristinnar kirkj u
verið unnið fyrir gýg á íslandi?
- í spurningunni voru gefnir
sex kostir og átti að merkja við
þann sem helst kom heim við af-j
stöðu svarandans. Ellefu prósent
völdu setninguna „Jesús Kristur
er Guð og frelsari mannanna".
Stórt hlutfall töldu hann „hina
sönnu fyrirmynd" eða „göfugasta
mann sem uppi hefur verið“. Hér
virðist vera einföld Kristsjátning,
sem byggir á jákvæðri afstöðu.
En ef við teljum að þessi könn-
un kveði upp dóm yfir þúsund ára
starfi kirkjunnar hérlendis, þá
berum við meiri virðingu fyrir
könnuninni en henni ber. Kirkj-
an hlýtur hinsvegar að taka
niðurstöðurnar til alvarlegrar
skoðunar og vinna ítarlega úr
upplýsingum. Annars er könnun-
in hálfkarað verk.
Nú má fá einhverskonar mynd
af trúarheimi íslendinga í þessari
könnun, og sú mynd er ekki nema
að litlu leyti í samræmi við kenn-
ingar Þjóðkirkjunnar. Þú talar
um að herða róðurinn, en væri
ekki nær fyrir stofnunina sem
/y'óð-kirkju að hætta að vinna
gegn trúarheimi þjóðarinnar og
reyna heldur að laga sig að hon-
um?
- Kristin kenning er ákaflega
afdráttarlaus. Hún er hinsvegar
boðuð inn í menningarlegt um-
hverfi hvers tíma. Það er hlutverk
predikunarinnar að flytja kenn-
ingu Krists við þær aðstæður
þannig að hún komist til skila og
verði virk.
Kirkjan getur ekki gefið neinn
afslátt á kenningu sinni, þar eru
engar útsölur. Henni er falið
hlutverk sitt af Kristi, og getur
ekki útvatnað kenningu hans og
miðað við tímabundnar og tísku-
kenndar sveiflur. Við þurfum að
standa á traustum grunni í þessari
flóknu og umhleypingasömu ver-
öld. Sá grunnur er að mínu viti
kærleikur Guðs til manna og
sköpunarvilji hans. Jafnframt
þarf kirkjan að þekkja gjörla
lífsaðstæður á hverjum tíma og
vera þar til þjónustu í orði og
verki.
Guðsorð frá Þjóðkirkju er
áberandi í dagskrá ríkisfjölmiðla,
kenningar hennar eru skylduefni
í skólum, ýmsar mannlegar at-
hafnir eru erfiðar eða nær ókleif-
ar án afskipta kirkjunnar, og
hún lifir sem stofnun á ríkisfé. Er
trúfrelsi á íslandi?
- Þetta er óttalega uppáþrengj-
andi eða hvað?
Það er nú bara svo að 98%
þjóðarinnar eru skráð í kristin
trúfélög, svo að ekki er að furða
að kristið orð heyrist í fjölmiðlum
eða skólum. Skólinn hefur
reyndar tekið að sér hluta af
skírnarfræðslu kirkjunnar, enda
er hér þjóðkirkja og í grunn-
skólalögum segir að starfshættir
skólans skuii meðal annars mót-
ast af kristilegu siðgæði.
En er hér trúfrelsi nema ríki og
kirkja verði aðskilin?
- Hefur nokkur beiðni komið
fram opinberlega um aðskilnað
ríkis og kirkju? Væri ekki meiri
hætta á sundrungu innan þjóðar-
innar ef hér sprytti fram fjöldi
trúflokka? Reyndar er hér trú-
frelsi. Á íslandi, ólíkt mörgum
öðrum löndum, er þér nefnilega
kleift að iðka og j áta trú þína hver
sem hún er. Með einu Iitlu blaði
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. desember 1984