Þjóðviljinn - 23.12.1984, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 23.12.1984, Blaðsíða 20
Morgunfundir Geirs Framkoma Geirs Hallgríms- sonar utanríkisráðherra í kjarnorkusprengjumálum á Keflavíkurflugvelli hefur vakið furðu alþjóðar. Hann kemur fram eins og lítill auðtrúa drengur, þegar Bandaríkja- menn „svara" spurningum hans. Allt sem þeir segja er satt að mati utanríkisráð- herra. ( þessu sambandi rifj- ast það upp að þegar Geir var forsætisráðherra og Þorska- stríðið við Breta stóð yfir, þá átti hann bágt. NATO-þjóð barði á annarri NATO-þjóð og hvað var þá til ráða? Jú, hann leitaði á náðir bandaríska sendiherrans og hvern ein- asta vinnudag hóf Geir þá með því að sitja morgunfund með bandaríska sendiherran- um við Laufásveg. Þar fékk hann línuna hvernig bestværi að haga sér í málinu. ■ Sprengjur í leyni Fyrir skömmu upplýsti fræði- maðurinn William Arkin að bandarísk forsetaheimild væri til fyrir því að á stríðstímum yrðu fluttar hingað kjarnork- usprengjur. Á móti því mælti auðvitað Geir blessaður Hall- grímsson, einsog hans var von og vísa. Um þetta var þá ort í orðstað Geirs útí skafli í Síðumúla: Trúin rík og rétt hjá mér. Reagan aldrei hengjum: þó í laumi landi hér litlum sæturn sprengjum. ■ Det er svært Barátta kynjanna tekur á sig ýmsar myndir, hér á Þjóðvilj- anum sem annarsstaðar. Ný- verið hengdu kvenkynsverur upp þessa dönsku speki á rit- stjórnarskrifstofunum: Det er svœrt at vœre kvinde... Man skal tœnke som en mand, opfpre sig som en dame, se ud som en ung pige, og arbejde som en hest... Skömmu síðar hékk annað Ijóð við hlið hins: Det er svœrt at vœre mand... Man skal tœnke som en kvinde, opfpre sig som en kavaler, se ud som en olding - udrustet som en hest! Prófarkalesarinn okkar, Elías Mar, er grunaður um höfundskap hins síðara Ijóðs- ins. ■ Jólagjafavandi leystur Eins og menn vita er það mik- ill vandi, ekki síst fyrir lítt búða- vanan karlpening að hitta á réttu jólagjöfina handa kon- unni sinni elskulegri. Því ekki geta menn verið þvílíkir aumingjar að þeir spyrji blátt áfram hvað hún helst vilji. Við fréttum reyndar í merku blaði á dögunum af konu sem alltaf fékk einmitt þá jólagjöf sem henni kom best. Vinkona hennar spurði hana að því hverju þetta sætti. - Þetta er mjög einfalt, sagði konan farsæla. Ein- hvern tíma í nóvember byrja ég að tala upp úr svefni. ■ Uppsagnir á Orkustofnun Einsog menn rekur minni í var Hagvangur látinn gera úttekt á Orkustofnun. í Ijós kom, að þrátt fyrir að stofnunin fengi tiltölulega góða einkunn, þá var niðurstaða Hagvangs eigi að síður að fækka þyrfti um ein 40 stöðugildi á stofnun- inni. Þegar þetta var borið undir Guðmund Pálmason, yfir- mann jarðhitadeildarinnar, var svar hans stutt og laggott: „Til að sinna þeim verkefn- um sem bíða, þurfum við að ráða sex starfsmenn í viðbót!" Úttekt á NT Fjárhagserfiðleikarnir á NT eru nú komnir á nýtt stig. Þannig óskaði Einar Birnir, einn af stjórnarmönnum Nú- tímans hf., eftir því að Rekstr- artækni sf. yrði fengin til að gera úttekt á rekstri blaðsins. í skýrslunni, sem út úr könnun- inni kom, kenndi margra fróð- legra grasa, þar var meðal annars haldið fram að skýrsl- ugerðarmenn Rekstrartækni hefðu rætt við um 70 prósent starfsmanna. Liðið á NT held- ur því hins vegar fram aö það sé af og frá að það hafi verið haft samband við svo marga. Því er jafnframt haldið fram, að sambandsleysi sé á milli ýmissa yfirmanna og undir- manna á blaðinu. Þetta er ekki undarlegt þegar þess er gætt, að könnunin fór fram í byrjun desember, þegar ást- andið var þannig á blaðinu, að starfsfólk vissi ekki hvort það myndi fá útborgað fyrir þenn- an mánuð fyrr en á næsta ári. Undir slíkum kringumstæðum er mönnum kannski ekki neitt sérlegahlýtttilstjórnanna... ■ Langtímalán til íbúðakaupa Allt að 10 ára lánstími og 200% lánshlutfall RÍKULEGUR AFRAKSTUR: íbúðalánareikningur með Kaskó ávöxtun. Með fyrirhyggjusemi getur þú nú loksins tryggt þér langtíma bankalán til íbúðarkaupa. Þú stofnar sérstakan innlánsreikning í Verzlunarbankanum, ÍBÚÐALÁNAREIKN- ING, sem tengist rétti til lántöku. Vaxtakjörin eru þau sömu og á KASKO- reikningnum góðkunna. Þannig er tryggt að spamaðurinn ber alltaf raunvexti. TÍMAMÓT í BANKAÞJÓNU STU: Allt að 10 ára lánstími og 200% lánshlutfall. Lánshlutfallið verður því hærra og endur- greiðslutíminn lengist því lengur sem sparað er. Við lánveitingu er tekið mið af spamaði með vöxtum eða verðbótum, ef þær reynast hærri. EFTIR 2 ÁRA SPARNAÐ 150% LÁN, ENDURGREIÐSLUTÍMI 3 ÁR. EFTIR 3 ÁRA SPARNAÐ 165% LÁN, ENDURGREIÐSLUTÍMI 5 ÁR. EFTIR 4 ÁRA SPARNAÐ 180% LÁN, ENDURGREIÐSLUTÍMI 7 ÁR. AUÐVELDUR SPARNAÐUR: Misháar upphæðir á milli mánaða. Samfelldur spamaðartími íbúðalánsins er skemmstur tvö ár en lengstur fimm ár. Fastur gjalddagi er mánaðarlega. En það getur vissulega staðið misjafnlega á hjá þér fjárhagslega og þess vegna ræður þú sjálfur þeirri upphæð sem þú leggur inn frá einum mánuði til annars. Spamaðurinn er auk þess alltaf laus. Sannarlega auðveldur og áhyggjulaus spamaður. EFTIR 5 ÁRA SPARNAÐ 200% LÁN, ENDURGREIÐSLUTIMI 10 AR. íbúðalán Verzlunarbankans gerir gæfumuninn þegar íbúðarkaup em annars vegar og er því langþráð lausn fyrir fjölmarga. Ert þú einn af þeim? Komdu við í næstu afgreiðslu Verzlunar- bankans og náðu þér í upplýsingabækling um ÍBÚÐALANIÐ eða hringdu og fáðu hann sendan heim. VÍRZLUNfiRBflNKINN -vittvucimebfiéri!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.