Þjóðviljinn - 23.12.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.12.1984, Blaðsíða 6
Viðtalið Ásmundur Jónsson fyrír utan fyrirtækið: „Það er mikill misskilningur, sem alltof margir eru haldnir, að Grammið sé eingöngu málsvari pönk-bylgjunnar á íslandi". (Myndir E.ÖI) Margt leynist \ einu í lítilli en þægilegri skrifstofu inn af hljómplötuversluninni Gramminu við Laugaveg, sit- urÁsmundur Jónsson hljóm- plötuútgefandi og umboðs- maður. Bak við hann má sjá skápa fyllta hljómplötum og aðra með blöðum og bæk- lingum um alls kynstónlist. Innan úr búðinni berst ómur af austurlenskri hljómlist, sem konaÁsmundar, Dóra Jóns- dóttir, hefur brugðið á fóninn. Það er undurfögur rödd eg- ypsku söngkonunnar Oum Kalsoum, sem myndar bak- grunn þessa viðtals um alla þá margvislegu starfsemi sem tengist Gramminu. Fljótt á litið virðist búðin í portinu við Laugaveg 17 vera ósköp venjuleg hljómplötuversl- un. Að vísu gerist það ansi oft að stjörnur úr tónlistarbransanum líta þar við til að taka eigendur tali, en það er e.t.v. ekki svo undarlegt þar sem Grammið er vel staðsett í miðbænum og þ.a. 1. í alfaraleið. Það er ekki fyrr en menn reka augun í allar þær hljómplötur sem bera útgáfuheiti búðarinnar og heyra getið þeirra fjölmörgu hljómleika sem tengjast nafni hennar, að þeir leggja loks saman tvo og tog og fá einhverja nasa- sjón af starfseminni í Gramminu. Þannig stóð Ásmundur m.a. að skipulagningu tveggja ólíkra hljómleika í byrjun síðasta mán- aðar, með aðeins fárra daga milli- bili. Það voru hljómleikar Meg- asar í Austurbæjarbíói og djass- leikarans Anthonys Braxton ásamt Marilyn Cryspell í Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut. Og nú síðast í fyrradag stóð hann að hljómleikum Kukls í Austur- bæjarbíói. Það er því tímabært að lesend- ur blaðsins fái að kynnast nánar þessari starfsemi, sem hefur það að keppikefli fyrst og fremst að styðja og auka lifandi tónlistar- flutning í landinu á sem víðtæk- ustu sviði. Gegn vitundariðnaði - Hvert var upphafið að Gramminu, Asmundur? „Það má rekja til þeirra hrær- inga í tónlist sem áttu sér stað hér á landi upp úr 1980. Þær voru bein hliðstæða þeirra hræringa sem átt höfðu sér stað úti í heimi þrem til fjórum árum fyrr og kenndar voru við „punk“. Þessi nýbylgja spratt upp í andstöðu við ríkjandi ástand, kerfi sem var ofvaxið og úr sér gengið. Tónlist- arbransinn var orðinn mjög iðn- væddur og vélrænn og ekkert tillit var tekið til óska þeirra lista- manna sem vildu fara nýjar og ferskar leiðir. Stórfyrirtækin not- uðu þá eins og hverjar aðrar á- töppunarmaskínur til að unga út innantómri söluvöru. Um frum- lega nýsköpun var ekki að ræða. Markmiðið með Gramminu var að skera upp samskonar herör gegn ríkjandi ástandi hér, þótt pönkið hafi verið seinna á ferð- inni hjá okkur.“ - Var fyrirtækið þá stofnað til að stuðla að hljómleikahaldi ný- bylgjuhljómsveita og útgáfu á tón- list þeirra? „Það var eiginlega stofnað kringum eina hljómsveit, Purrk Pillnikk. En strax sama ár var far- ið í gang með víðtækari starfsemi á sviði útgáfu, sem leit þó ekki dagsins Ijós fyrr en síðar. Það voru hljómplötur með verkum eftir Áskel Másson og Eddu-, kvæði Sveinbjarnar Beinteins-1 sonar.“ Viðtal víð Ásmund í Gramminu „... allt partur af sömu tilraun... beinist að niðurrifi þeirra múra sem umlykja hverja tegund tónlistar... viljum halda því fram að öll heiðarleg tónlist, hverju nafni sem hún nefnist, eigi erindi til fólks hér heima“. Víðtœk útgáfustarfsemi - Var það œtlunin strax í upp- hafi að víkka út svið hljómplötu- útgáfunnar? „Já, það var strax stefnt að sem víðtækastri útgáfustarfsemi. Það er mikill misskilningur, sem alltof margir eru haldnir, að Grammið sé eingöngu málsvari pönk- bylgjunnar á íslandi. Það er kannski skiljanlegt að menn hafi haldið það í upphafi, því nýbylgj- an skall hér yfir með feiknakrafti. Hljómsveitir spruttu upp út um allt, t.a.m. Þeyr, Purrkurinn og margar fleiri og Hugrenning fór af stað með kvikmyndina „Rokk í Reykjavík“. Árið 1980 var mikið endurnýjunarár fyrir íslenska rokk-tónlist. En það var ekkert að treysta á varanleik svona fyrir- bæris hér á landi, enda sýndi það sig að bylgjan var veik og fjaraði út á einu ári. Það var varla meira en 5% af þessu fólki sem hafði eitthvað að segja, eða gerði eitthvað sjálfstætt. Restin var einungis tískuflóðbylgja." - Og hvað meðþessi5%, hefur þeim vegnað vel? „Árangurinn er núna fyrst að líta dagsins ljós, eins og sést m.a. á þróun Purrksins yfir í Kukl, með samvinnu við útgáfufyrir- tækið Crass.“ - Hafið þið þá leitað til er- lendra aðila um samstarf, eða tekið mið af áþekkum útgáfufyr- irtœkjum erlendis? „Vissulega höfum við reynt að fylgja ákveðnum fyrirmyndum sem okkur finnst vera að reyna hið sama og við, þ.e. að fá lista- menn til að taka sem virkastan þátt í útgáfunni, svo að hún sé sem mest þeirra eigið verk. í því sambandi er AEC-hópurinn (Árt Ensemble of Chicago) viss fyrir- mynd, en þeir hafa verið að ýta 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.