Þjóðviljinn - 23.12.1984, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 23.12.1984, Blaðsíða 17
Ánna Jóhannesdóttir 15 óra Austurbœjarskóla: - Það er dálítið erfitt að svara þessu. - Aðallega til að létta sér upp í skamm- deginu. Upphaflega héldum við jólin vegna fæðingar frelsarans en það vill nú gleymast. Gjafirnar skipta orðið miklu máli og jólin gleðja kaupmenn- ina. Veturinn væri langur og leiðinlegur ef ekki væri jólahátíðin. Andri Úlfarsson 6 óra Hjalla- skóla: - Af því Jesús á afmæli og líka til að fájólagjafir. Líkatil að hafajólatré. Svo fáum ekki bara við jólagjafir, líka frændur og frænkur. Elín Matthildur Andrésdóttir 13 óra: - Ég veit það eiginlega ekki. Ég held að það sé vegna þess að Jesús átti afmæli þá. Það væri leiðinlegt ef ekki væru jól. Skemmtilegast er að kaupa gjafir og fá þær! Magnea Árnadóttir 6 óra Hjallaskóla: - Út af því að Jesúbarnið fæddist á jólunum og þá er afmælið hans. Við gefum honum samt enga afmælisgjöf bara frænku okkar og ömmu og afa og vinkonu. Þorgeir Valur Pólsson 11 óra úr Breiðholti: - Það er svo gaman að hafa jól og spennandi að fá jólapakka! Elvar B. Helgason 11 óra, Austurbœjarskóla: - Til að gleðjast og gleðja aðra. Borða jólamatinn. Pakkarnir eru líka ágætir. Veturinn væri ekki eins skemmtilegur ef jólin væru ekki. Dagbjört Norðfjörð 9 óra, Austurbœjarskóla: - Til að skemmta okkur og opna pakkana sem við fáum. Sylvía Arnfríður Kristjónsdóttir 6 óra í Hjallaskóla: - Hann Jesús hann fæddist þá. Hann átti afmælið sitt á jólunum. Sveinbjörn Pólmason 11 óra úr Breiðholti: - Það er spennandi, gaman og fallegt. Vegna þess líka að Jesús fæddist þá! Björgvin Jóhannsson 12 óra, Austurbœjarskóla: - Til þess að minnast fæðingar Jesú Krists. Gefum hvort öðru gjafir. Ég held að veturinn væri ekki næstum jafn skemmtilegur ef jólin væru ekki. Erika Erna Arnarsdóttir 12 óra, Austurbœjarskóla: - Við erum að halda upp á afmæli Jesú. Gefum pakka og borðum góðan mat. Skemmtum okkur og skreytum heima. Sunnudagur 23. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.