Þjóðviljinn - 23.12.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.12.1984, Blaðsíða 16
LEIÐARAOPNA LEIÐARI eða tortíming Friður Jól eru hátíð friðarins. Fáeina daga á hverju ári lýsa leiðtogar hollustu við boðskapinn frá Betlehem. Síðan tekur vígbúnaðurinn við á ný. Vopnin hlaðast upp. Sprengjunum fjölgar. Him- inhvolfið er næsti vettvangur tortímingar- leiksins. í krafti valds og auðs er fámennur hóp- ur í foiystusveit risaveldanna að leiða mannkyn fram á ystu brún. Á þessu ári hafa vísindamenn greint frá niður- stöðum sem afsanna allar helstu kenningar sem notaðar hafa verið af talsmönnum hernað- arbandalaganna til að réttlæta vígbúnaðar- kapphlaupið. Hernaðarstefna NATO og Var- sjárbandalagsins hefur verið reist á þeim horn- steini að kjarnorkuvopn væri hægt að nota gegn óvininum án þess að skaða sjálfan sig. Ár eftir ár hefur nýjum voþnum verið bætt við til að viðhalda trúnni á þessa kenningu. Lengi vel skorti vitnisburð til að taka af öll tvímæli um haldleysi hennar. Nú hafa fremstu vísindamenn frá Bandaríkjunum og Sovétríkj- unum sannað að þessi hornsteinn kjarnorku- vígbúnaðarins er alger blekking. Jafnvel þótt óvinurinn svari alls ekki ef á hann er ráðist snýst „sigurinn" upp í tortímingu á því ríki sem stríðið hóf. Kjarnorkuveturinn sem kemur í kjölfar hinn- ar minnstu sprengjuárásar mun ekki síður granda þeim sem í skamma stund telursig hafa sigurpálma í höndum. Fyrir nokkrum mánuðum skýrðu vísinda- menn í Bandaríkjunum og Sovétríkjuum frá nið- urstöðum rannsókna sem framkvæmdar höfðu verið á sjálfstæðan og aðskilinn hátt. Þær sýndu sömu niðurstöðu. Afleiðingar kjarnorku- árásar á annað ríki hefðu í för með sér slíka umturnun á loftslagskerfi jarðarinnar að íbúar „sigurvegarans" myndu farast á fáeinum mán- uðum vegna hungurs, kulda og vatnsskorts. Sprengjuskýin og reykmengunin frá brunarúst- um stórborga, jafnvel í fjarlægum heimsálfum, myndu hylja sólina og skapa samfelldan vetur á mestum hluta jarðar. Vatn frysi í öllum bólum, uppskera yrði engin, myrkur yrði mánuðum saman um miðjan dag. Lífsskilyrði allra myndu bresta. Mannkynið myndi deyja hvarsem væri á hnettinum. Fyrstu viðbrögð herforingjanna og oddvita hernaðarbandalaganna var að afneita þessum niðurstöðum. Bandaríska varnarmálaráðuneyt- ið í Pentagon setti á laggirnar nefnd nafntogaðra vísindamanna sem margir höfðu stundað rannsóknir í þágu hernaðaruppbygg- ingarinnar. Þeir fengu það verkefni aö afsanna niðurstöðurnar um kjarnorkuveturinn. Það var mikið í húfi fyrir ráðamenn í Pentagon. Væru niðurstöðurnar réttar lægi helsti hornsteinn víg- búnaðarkapphlaupsins mölbrotinn við dyr valdsmannanna. í síðustu viku sendi þessi vísindanefnd Pen- tagon niðurstöðurnar. Hún staðfesti í einu og öllu greininguna á eðli kjarnorkuvetrarins. Spá- dómurinn um tortímingu allra, jafnvel „sigurveg- arans“ sem enginn réðist á, væri algerlega í samræmi við hinar ströngustu fræðilegu kröfur. Þegar boðskapurinn var birtur kusu húsbænd- urnir í Pentagon að þegja. Þeir skildu að nú var vígbúnaðarstefnan komin að síðustu vega- mótum. Þessi vegamót eru mikilvægasta umhugsun- arefnið á hátíð friðarins. Fámennir hópar valds- manna geta nú tortímt öllu sem mannkyn hefur skapað - eytt öllu lífi á jörðu hér. Þeir hafa tekið sér vald sem hin helga bók segir að guði einum sé gefið. Þjóðviljinn óskar landsmönnum öllum gleði- legra jóla og vonar að hugleiðing um þessi vegamót mannkynsins verði efniviður í jólaboð- skap íslendinga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.