Þjóðviljinn - 23.12.1984, Blaðsíða 3
janúar nk. Það gerist að hluta í
nunnuklaustri þar sem ein
nunnan hefur eignast barn og
fyrirfarið því. Þetta er eins
konar sakamálaleikrit eða
spennuleikrit sem hefur farið
sigurför um heiminn. Nefnist
það Agnes - barn Guðs. Hlut-
verkin eru aðeins þrjú og fara
þær Sigríður Hagalín, Guðrún
Ásmundsdóttir og Guðrún S.
Gísladóttir með þau. Og
leikstjórinn er Þórhildur Þor-
leifsdóttir svo að þetta er
sannkölluð kvennaupp-
færsla. ■
Gúmmívinnustofai
keypti 17 eintök
Það er víða fjör í bóksölunni
nú fyrir jólin. Jólabókaflóðið
skilaði af sér bók sem ber það
rómantíska nafn Hvernig
elska á konu og er útgefand-
inn Frjálstframtak hf. A bókar-
kápu segir m.a. að þar sé
svarað mörgum spurningum
um unað ástarlífsins sem
brenni í vitundinni en margir
veigri sér við að leita eftir
svörum við. Starfsmenn
Gúmmívinnustofunnar í
Reykjavík eru þó hvergi bang-
nir því þeir pöntuðu hvorki
fleiri né færri en 17 eintök af
þessu bókmenntaverki.
Greinilega margar spurningar
sem brenna á vörum þeirra
Gúmmívinnustofumanna.
Nema áhuginn dragi dám af
því efni sem þeir bera í hönd-
um sér dag út og dag inn... ?
Fjölhæfur
maður
Hilmar Örn Hilmarsson er fjöl-
hæfur maður. Kunnastur mun
hann fyrir stjörnuspeki og allt
það er varðar dulspeki ýmiss
konar. Hann vart.d. aðstoðar-
maður Ágústs Guðmunds-
sonar í Útlaganum og Kristín-
ar Pálsdóttur í Á hjara verald-
ar, en í báðum þeim kvik-
myndum er mikið um magíu.
Þá hefur Hilmar komið mjög
við sögu íslenskrar framúr-
stefnutónlistar, þó mest bak-
við tjöldin hjá Þey og Kukli.
Félagar í ensku hljómsveitinni
Psychic TV, sem hingað kom
fyrir rúmu ári, urðu svo hrifnir
af snilli Hilmars bæði sem
hljóðtæknimanns og músík-
ants, að þeir fengu hann til að
hljómblanda nýjustu hljóm -
plötu sína og vildu fá hann í
sveitina. í morgun eldsnemm.
a lagði svo Hilmar af stað til
Lundúna þar sem hann kem-
ur fram með Psychic TV í
beinni útsendingu hjá hljóð-
varpi BBC. í janúar fer hann
svo í hljómleikaferð með
sveitinni til Japans.í farangr-
inum er Hilmar með splunk-
unýtt „fönk-diskó-breiklag“
sem hann samdi hljóðbland-
að sjálfur og heyrast þar radd-
ir Johns heitins Kennedys og
Jóhannesar Páls páfa II, þar
sem þeir flytja friðarboðskap.
Þess má að lokum geta að
auk þess að vera hljóðtækni-
maður Psychic TV leikur
Hilmar á hljóðgervil, ásláttar-
hljóðfæri ýmiss konar og blæs
í mannabein.H.
Landsvirkjun
keypti tíu
Það er raunar víðar fjör í bók-
sölunni þessa dagana. Eitt
mesta bókarferliki sem er á
markaðnum er hin stórmerki-
lega ensk-íslenska orðabók
sem Örn og Örlygur gefa út
um jólin. Stykkið mun kosta
milli sjö og átta þúsund krón-
ur, og er þó á sérstöku jóla-
verði. Flest mektarfyrirtæki
geta ekki án bókarinnar verið,
þannig gerði Landsvirkjun sér
lítið fyrir og mun hafa keypt tíu
eintök... ■
Gripdeildir
í Aðalstræti
Það er erfitt að lifa á Mogga og
þröngt fyrir dyrum blaða-
manna yfir hátíðarnar. Yfir-
stjórn blaðsins ákvað nefni-
lega að gefa starfsmönnum
engan jólabónus þetta árið,
en það fé hefur stundum farið
uppundir mánaðarlaun og
komið sér vel fyrir hina dyggu
verkamenn í víngarði Árvak-
urs. En hefndin er sæt: í föstu-
dagsblaðinu náðu starfs-
menn sér niðrá Haraldi
Sveins, Geir Hallgrímssyni og
kó með forsíðufréttinni: Jóla-
bónusi rænt. Tíðindin eru að
vísu frá Manchester í Eng-
landi, en hjörtunum svipar
saman í Súdan og
Grímsnesinu, eða þannig...B.
Góð orð >■
duga skammt.
Gott fordæmi
skiptir mestu
máli
\
UMFERÐAR
RÁÐ
JÓLATRÉSSKEMMTUN
fyrir börn féiagsmanna
og gesti þeirra, verður í
Atthagasal Hótel Sögu $
annan dag ióla
1984
kl. 15.00-18.00.
Miðar seldir við innganginn
Verð kr. 100,-
Félag járniðnaðarmanna
Félag bifvélavirkja
Félag bifreiðasmiða
Iðja, félag verksmiðjufólks
Nót, sveinafélag
netagerðarmanna
Félag blikksmiða
Byggingariðnaðarmenrt
KYNNISFERÐ TIL NORÐURLANDA
Stjórn Iðnþróunarverkefnis í byggingariðn-
aði efnir til hópferðar 10.-17. janúar n.k.
fyrir byggingariðnaðarmenn til að kynna
sér starfsemi byggingar-iðnaðarfyrirtækja.
Heimsótt verða fyrirtæki í Kaupmannahöfn
og Osló ásamt skoðunarferð á bygginga-
sýninguna „Byggeri for Milliarder“ í Kaup-
mannahöfn.
Skráning og upplýsingar um ferðina eru
veittar hjá Landssambandi iðnaðarmanna í
símum 12380, 15363 og 15095.
Jóíaskreytmgar
Gerið jódn twtíðteg með fattecjum jóCaskreytmgum
frd Borgarbíómmu, j*
Sáfrœðirujar í hátíðaskreytínuwn
Opið ki 10-21
BORGARBLOMÍÐ
SKlPHOLTÍ 35 SÍMh 3ZZI3