Þjóðviljinn - 20.01.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.01.1985, Blaðsíða 3
Steingrímur suður Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra er nú sagö- ur vera alvarlega að íhuga aö bjóða sig ekki fram til þings á Vestfjörðum, heldurá Reykja- nesi eöa Reykjavík. Ástæðan er sú að Framsóknarmenn fyrir vestan hafa ekki kunnað að meta afstöðu formannsins til ratsjárstöðvanna og aðra íhaldstjónkun hans. Á hinn bóginn munu þeir Framsókn- armenn sem eftir eru á Reykjanesi (Helgi Jónsson, fjölskylda og venslamenn) vera áfram um viðhorf Stein- gríms og vilja bjóða hann fram syðra. Þéttbýlissjónarmið Steingríms þykja ekki eiga við þjóðlega Framsóknarmenn fyrir vestan.B Næst besta fyrir Alþýðuflokkinn f Alþýðuflokknum gengur sú saga, að Jón Þorsteinsson fyrrv. alþingismaður krata hafi hitt Jón Baldvin hinn nýkrýnda á götu og óskað honum til hamingju með formennsk- una. Jón: Til hamingju, þetta var það næst besta sem fyrir Al- þýðuflokkinn gat komið. Jón Baldvin: Nú, hvað hefði þá verið best fyrir flokkinn? Jón Þorst.: Að hann hefði ver- ið lagður niður.B Nýir vendir sópa best Nú um áramótin tók Ólafur Ásgeirsson fyrrum skóla- meistari Fjölbrautaskólans á Akranesi við stöðu þjóðskjal- avarðar. Nokkur urgur varð meðal sumra starfsmanna stofnunarinnar er Ólafi var veitt staðan þar sem þeir töldu ýmsa innanhússmenn með langa starfsreynslu eiga rétt til starfans. Þær raddir eru nú að mestu þagnaðar eftir að Ólafur tók við störfum og heyrði Þjóðvilj- inn haft eftir einum starfs- manni safnsins að kominn væri tími til að gera almenni- legan skurk í málum þess og af fyrstu kynnum sýndist sér Ólafur hafa fullan hug á fram- kvæmdum, en öll aðstaða safnsins og þjónusta við al- menning hefur verið ansi döpurog margurfræðimaður- inn látið í sér heyra af því tilefni.B Sögulegar sættir Innan Alþýðubandalagsins hafa löngum verið straumar sem vilja samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn, í stíl við Ný- sköpunarstjórninasálugu. Og meðal Sjálfstæðisflokksins hefur auðvitað lengi grasser- að sú skoðun meðal ákveð- inna flokkshluta, að Alþýðu- bandalagið myndi reynast heppilegasti samstarfsaðili í ríkisstjórn, miðað við þær að- stæður sem eru í þjóðfé- laginu. Hjá Alla balla eru þeir þó fáir sem hafa verið á þess- ari skoðun. Fremstur í flokki þeirra sem vilja ekki afneita Sjálfstæðisflokknum er Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar. Þessa dagana er hann eftir- sóttur fyrirlesari hjá ýmsum karlaklúbbum bæjarins, til dæmis flutti hann erindi hjá JC í Breiðholti í vikunni og annað tveimur dögum síðar hjá Lions í Reykjavík. Efnið? Hvað annað en Sögulegar sættirlB Það var hann Eggert Ólafsson... í tímaritinu Ný menntamál, sem Bandalag kennarafélaga gefur út, birtust fyrir skömmu nokkrar söaur úr kennslustof- um sem Órnólfur Thorlacius hefur skráð. Ein er svona: „Ekki má gleyma sögurit- gerðinni um Eggert Ólafsson, að vísu ekki úr landsprófi trúi ég, þar sem nemandinn fór fram úr björtustu vonum allra samfélagsfræðihópa um samþættingu; hann bjó nefni- lega til einn mann úr flestum köppum íslandssögunnar: „Hann var manna vígfimastur og stökk hæða sína í loft upp í öllum herklæðum, jafnt aftur á bak sem áfram. Ungur að aldri fór hann til Noregs og drekkti þar Ólafi konungi Tryggvasyni í ánni Níl. Kona hans var Guðrún Ósvífurs- dóttir. Þegar Eggert drukkn- aði á Breiðafirði mælti Guð- rún: - Eigi skal gráta Eggert bónda, heldur safna liði.“H Grammið komið í jassinn Grammið, það merka menn- ingarfyrirbæri, mun standa fyrir alþjóðlegri jasshátíð dag- ana 22.-23. febrúar næst- komandi í samvinnu við þýska umboðsskrifstofu, Goethe stofnunina í Þýskalandi og aðrar burðarstoðir evrópskar menningar. Á hátíðinni mun koma fram rjóminn af evróp- skum spunamönnum á sviði jassins, þar á meðal mörg mjög þekkt nöfn í tónlistar- heiminum. Nýlega birtist í þýsku tímariti frétt um hátíð- ina, og eftir það voru símalín- urnar á umboðsskrifstofuna rauðglóandi af hringingum fólks sem vildi endilega kom- ast til íslands að hlusta á snill- ingana á hátíðinni hér. Og nú eru strax yfir 30 Þjóðverjar búnir að panta ferð hingað yfir hátíöina.B Föðurlönd Alberts Einhverju sinni - ætli það hafi ekki verið meðan Albert Guð- mundsson var í fyrirsvari hjá KS(, kom franskt lið til íslands að keppa við mörlandann. Al- bert hélt boð fyrir liðin. Mælti hann fyrst á frönsku og vonaði af einlægni að Frakkar mundu sigra, enda væri Frakkland hans annað föðurland. Síðan mælti hann á íslensku og ætl- aði rétt að vona að landinn burstaði þessa Fransara sem hingað hefðu flækst...B ?tfna etii!d..estUr ,íeh ^Ur tii isur/e*ð Hugmyn samkeppni tönaóarbankans l\ýltmerki nvlttákn Mikil gróska er nú í starfsemi Iðnaðarbankans. Bankinn hefur vaxið ört undanfarin ár, enda lagt kapp á að mæta kröfum viðskiptavina sinna um sífellt betri þjónustu. Um þessar mundir stendur yfir víðtæk endurskipulagning á starfsemi bankans, í því skyni, að búa hann enn betur undir það markmið,,að vera nútíma banki, sem veitir góða þjónustu. Liður í þess- ari endurskipulagningu er hugmyndasamkeppni sem bankinn efnir nú til. Samkeppnin er í tveimur liðum: a) Urn nýtt merki, skrift og einkennislit, eða liti fyrir bankann. b) Um myndrænt tákn til notkunar í auglýsingum og kynningargögnum bankans. Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum FÍT, Félags íslenskra auglýsingateiknara og er öllum opin. Veitt verða ein verðlaun fyrir bestu tillögurnar. a) Fyrir merki, skrift og einkennislit kr. 120.000.00 b) Fyrirtáknkr. 40.000.00 Tillögur um merki skulu vera 10 -15 cm í þvermál, í svörtum lit, á pappírsstærð DIN A-4. Einkenna skal tillögurnar með kjörorði, en nafn höfundar og heimilisfang fylgi með í lokuðu ógagnsæju umslagi. Fátttakendum er heimilt að senda fleiri en eina tillögu. Skal hver tillaga þá hafa sér kjörorð og henni fylgja sér umslag með nafni höfundar. Dómnefnd skipa: Bragi Ásgeirsson, listmálari, Gísli B. Björnsson, teiknari FÍT., Rafn Flafnfjörð, prent- smiðjustjóri, Tryggvi T. Tryggvason, teiknari FÍT. og Valur Valsson, bankastjóri. Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaðarmaður keppenda er Jóníná Michaelsdóttir, Iðnaðarbankan- um við Lækjargötu. Þátttakendur geta snúið sér til hennar og fengið frekari upplýsingar um samkeppn- ina og um Iðnaðarbankann. Síminn er 91 -20580. Skilafrestur tillagna var til 15. janúar 1985 en hefur nú verið framlengdur til 15. febrúar 1985. Skal skila tillögunum í póst eða til einhverrar afgreiðslu Iðnaðar- bankansmerktum: Iðnaðarbankinn Hugmyndasamkeppni b/t Jónínu Michaelsdóttur Lækjargötu 12 101 Reykjavík. Dómnefnd skal skila niðurstöðum innan eins mánað- ar frá skiladegi. Efnt verður til sýningar á tillögunum og þær endur- sendar. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar. Iðnaðarbankinn áskilur sér einkarétt á notkun þeirra tillagna sem dómnefnd velur. Jafn- framt áskilur bankinn sér rétt til að kaupa hvaða tillögu sem er samkvæmt verðskrá FÍT. Iðnaðarbankmn Sunnudagur 20. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.