Þjóðviljinn - 20.01.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.01.1985, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTILL Guðmundur Hallvarðsson heldur því fram í Viðhorfsgrein hér í blaðinu á þriðjudaginn var, að skrif Árna Bergmann um So- vétríkin í Þjóðviljanum mótist af „tilviljanakenndum tilfinninga- málum“ og „persónulegri af- stöðu“, en ekki því sem hann kallar „efnislegar forsendur". Vill hann nú sveia burt slíkum ófögnuði og fá í staðinn „vitræna umfjöllun" um málin. Ekki er ljóst hvað maðurinn meinar með tilviljanakenndum tilfinningamálum. Hitt er svo ljóst, að hver sá, sem hefur árum saman dvalið með sovétfólki og veit því sitthvað um kjör þess, vonir og vonbrigði, hlýtur að gera sig sekan um þann ósóma sem Guðmundur kallar „persónulega afstöðu". Sem byggist reyndar á miklu traustari „efnislegum for- sendum“ en einhver opinberaður sannleikur um Sovétríkin eða hvaða land sem er. Skrúðganga á Rauða torginu fyrsta maí. sóun á vinnuafli, tíma, hráefnum og á tilbúnum varningi og ma- tvælum. Það skapar ofstýringu sem gerir það mjög torvelt að bregðast við síbreytilegum þörf- um almennings. Það ýtir undir valdníðslu og fjármálaspillingu. Og það sem verst er: þetta kerfi endurnýjar sjálft sig. Nú orðið fara menn hjá sér ef einhver minnist á spádóma Leníns um að ríkið muni veslast upp og deyja og alþýðan taka við. Þróunin stefnir ekki til þeirrar „fullkomn- unar“ heldur í þveröfuga átt. Flokkurinn samsamar sig ríkinu og staðfestir svo einokunarstöðu sína í nýlegri stjórnarskrá. Það er að segja: það er beinlínis stjórn- arskrárbrot að vilja hrófla við því að Kommúnistaflokkurinn sé „kjarni hverrar stofnunar og hverra samtaka" eins og það heitir víst í textanum. Vítahrin- gurinn er fullkominn. Það er af þessum ástæðum að mér finnst mesta óráð að spand- era nafnbót eins og verklýðsríki á Sovétríkin í okkar samtíma. Valdakerfi samfélagsins þarf að Hvað er verk í tilefni greinar eftir Guðmund Hallvarðsson Afbökunin frœga Guðmundur vill bersýnilega að hin vitræna umfjöllun sem hann telursig veraað slægjast eftirsé byggð á þessari formúlu hér: „Ég lít á þau (Sovétríkin) sem verkalýðsríki með sósíalískan efnahagsgrundvöll, en afbökuð af skrifrœðisvaldi, sem hindrað hef- ur þróun þessa þjóðfélags til sósí- alísks lýðrœðis og þjóðfélags- legrar fullkomnunar". Þetta lítur svosem ekki illa út. En því miður er hér ekki annað á ferð en ein lykilformúla trotsk- ismans, sem hefur verið tuggin upp óbreytt í ein fimmtíu ár í ein- um hópi vinstrisinna. Það hefur ekki farið mikið fyrir því að þess- ari skilgreiningu hafi verið difið niður í reynslupottinn. Miklu heldur er reynt að setja hana á trúarstall hins opinberaða sann- leika: hér er komin hin „rétta“ afstaða fyrir róttæklinga. Og þeir sem trú taka nenna sjaldan að leggja fyrir sig óþægi- legar spurningar. Eins og til dæmis jáessa: hvernig má sanna að Sovétríkin séu verklýðsríki? Líklegt að menn byrji á því að svara: þar eru engir kapítalistar. En það ætti að vera fljótséð að það eitt dugir skammt til að ríki verði verklýðsríki. Afnám kapít- alísks eignarréttar tryggir ekki sjálfkrafa frelsi verklýðsstéttar. Sumir munu segja: í Sovétríkj- unum og skyldum ríkum hafa þ'fs- kjör batnað á eftirstríðsárunum og ýmsar framfarir orðið sem verkafólki koma vel. Það er alveg rétt. Það sama má reyndar segja um flest ef ekki öll lönd í Vestur- Evrópu. Þau verða ekki verk- lýðsríki fyrir það. Lögmarks- forsendur Ef orð eins og verklýðsríki á að tákna eitthvað annað en trúar- lega óskhyggju („tilviljunar- kennd tilfinningamál" mætti kannski segja í þessu samhengi) þá verður sá veruleiki að búa að baki, að í ríki sem þessa nafnbót fær ráði verkamenn, sem einstak- lingar og í krafti samtakamáttar, miklu um starf og kjör, um lífs- kjaraskiptingu og stjórnsýslu. Og ráði meiru en við eigum að venj- ast til dæmis í þessum marg- skömmuðu kratasamfélögum hér á Norðurlöndum. Þessu er því miður ekki að heilsa í hina sovéska dæmi. Guðmundur Hallvarðsson veit það vel, að verkamenn geta hvorki sem einstaklingar né með frjálsum samtökum sínum haft áhrif á stjórnsýslu í Soyétríkj un- um. Því miður eru kosningar markleysa í því landi, þær eru ekki annað en smölun á fólki til staðfestingar á útnefningu að ofan. Sama má segja um kosning- ar í verklýðsfélögum, sem hafa heldur ekki umboð til að fjalla um kaup og kjör. Kaup og kjör eru líka áætluð að ofan. Þeir geta ekki haft áhrif á tekjuskiptingu í þjóðfélaginu og þau forréttindi sem yfirmenn af ýmsu tagi njóta eru bannhelg. Og gamlar draum- sýnir um að alþýðan ráði hvað er framleitt og til hvers eru óralangt út úr myndinni. Ef til dæmis hinn skandinavíski verkamaður er betur settur en hinn sovéski í öllum þessum rétt- indamálum (að því einu undan- skildu að hann hefur ekki sama atvinnuöryggi - þótt hann hafi allgott framfærsluöryggi) - hvers vegna eiga menn þá að kalla So- vétríkin verklýðsríki? Hvaða merkingu hefur það? Trotskistar munu vafalaust í- treka það sem í formúlu þeirra segir: það sé búið að losna við kapítalistana og nú sé bara skrif- ræðið eftir. Skrýtið orð reyndar þetta skrif- ræði. Hálfgert feluorð í þessu samhengi. Einokun valds Vandinn er einmitt sá, að þótt ótal sósíalistar hafi lagt upp með velvild og von um að takast megi að finna rök fyrir því, að þetta blessað „skrifræði" standi höllum fæti, þá hafa þeir enn í dag ekki haft erindi sem erfiði. Sovétríkin urðu fyrir miklu tjóni og mannfalli í heimsstyrj- öldinni síðari. Vígbúnaðar- kapphlaupið við Bandaríkin er þeim dýrt. En þessar veigamiklu staðreyndir tvær eru samt ekki stærstur vandi hins sovéska samfélags. Stærsti vandinn er ein- mitt það „skrifræði" sem hreinskiptnara er að kalla blátt áfram alræði Kommúnistaflokks- ins, einokun hans á pólitísku valdi. Kommúnistaflokkar geta verið flestum flokkum merkilegri og nytsamlegri. En - nota bene - við hlið annarra hreyfinga. Hvorki þeir né nokkur önnur samtök þola freistingar alræðisins, sem hefnir sín á upphafsmönnum sín- um á lymskulegasta hátt. Þessi valdaeinokun flokksins hefur nefnilega einkenni víta- hrings, sem enginn hefur enn bent á leið út úr með sannfærandi hætti - þótt vitanlega verði menn að vona að sú leið finnist, ekki síst þeir sem eiga persónulega vini í Sovétríkjunum og taka þar með til þeirra skelfilega „per- sónulega afstöðu“. Þessi valdaeinokun getur nýst um stundarsakir til að flýta van- þróuðu landi yfir vissa örðug- leika, eða til að einbeita kröftum í grimmu stríði. En þegar til lengdar lætur verður hún ekki að- eins til trafala - hún skapar ný og alvarleg vandamál í samfélaginu. Vítahringur Valdaeinokunin þýðir að marktæk umræða um grundvall- aratriði er ekki lengur möguleg: hvernig á að berjast fyrir lýðræði ef það er opinber sannleikur að lýðræði sé nú þegar í besta lagi? Álmenningur er ómyndugur og þar með fullkomlega ópólitískur, fyrirlítur reyndar allt pólitískt tal enn meira en fólk gerir á lífs- þreyttum Vesturlöndum. Yfir- valdið skammtar sér gagnrýni og takmarkar hana að mestu við um- fjöllun um einstaklingskvartanir um tiltekin dæmi um „afglöp" í stjórnsýslu og embættisrekstri. Veigamikium upplýsingum um þjóðfélagið er haldið leyndum fyrir þegnum þess (um tekjusk- iptingu, fríðindi, vinnuslys, tíðni glæpa og svo framvegis). Allt saman gerir þetta meira en að skapa misrétti og tvöfeldni í opin- beru lífi. Þetta kerfi skapar jarð- veg fyrir duttlungaákvarðanir og beinlínis rangar ákvarðanir í efnahagsmálum, fyrir gífurlegri vera annað til að ástæða sé til að fara með slík orð. Skammgóður vermir Þessi skilningur er ekki mitt einkamál og engin ný bóla - hann hefur í stórum dráttum mótað rit- stjórnarstefnu Þjóðviljans að minnsta kosti frá 1968 eða þar um bil. Að sjálfsögðu hafa menn sinn rétt til að efast um hann - eins og menn gera í aðsendum skrifum og er grein Guðmundar sjálfs vitaskuld dæmi um það. Orðið er frjálst, vitaskuld. Fyrir mína parta get ég svo sagt, að Guðmundi Hallvarðs- syni er svosem velkomið að kalla skrif mín um sovéskt samfélag „tilviljunarkennd tilfinningamál“ - pappírinn þolir margt. Eg leyfi mér hins vegar að halda því fram, að sá skilningur sem hér að ofan hefur verið ítrekaður sé byggður á fullgildum „efnislegum for- sendum“. Og hreint ekki mótað- ur af tilhneigingum til að þóknast jafn skelfilegum aðilum og „Morgunblaðinu eða almenn- ingi“ eins og Guðmundur vill vera láta. Eitt er nauðsynlegt í þessu sambandi: að sósíalistar hafi kjark til að horfast í augu við veruleikann og þá jafn veiga- mikinn hluta heimsins og Sovétr- íkin. Sjálfsblekkingar geta að sönnu dregið menn furðu langt - en fyrr en síðar bregða þær fæti fyrir berendur sína - og fall þeirra er dapurlegt. ÁB P.S.: Guðmundur Hallvarðs- son kom víða við í grein sinni, en þetta var náttúrlega aðalmálið. Hann taldi m.a. siðlaust af mér að bera saman Víetnamstríð og Afganistanstríð. Þetta er öfug- mæli: það er ekki nema sjálfsagt og siðlegt að bera saman hlut- skipti þjóða sem eru bersýnilega reiðubúnar til að fórna miklu í baráttu við erlent ofurefli, sem vill þröngva þeim til að taka við innlendum stjórnum, sem fólk- inu eru ekki að skapi. Hitt er svo pólitísk hentistefna eða siðleysi, að miða alla samúð sína eða andúð við það til dæmis, hvort hægt er að nota blóðbað í Afgan- istan til að réttlæta herstöð í Keflavík eins og Heimdellingar gera, eða hvort menn neita Af- gönum um samúð vegna þess að stríðið þar passar ekki inn í þeirra eigin vestræna skilning á stétta- átökum. Á.B. 1984 / einu ríkasta þjóðfélagi sögunnar sátu þeir allir við sama borð. Þeir sögðu það ekki hver á eftir öðrum eða hver við annan. Sá fyrsti tuggði það drafandi með bolabítslöguðu baráttuandliti. Annar sagði það með snjóþlógarlöguðum sannleiksmunni með baunir í augunum. Þriðji sagði það snaggaralega með brosi og skínandi herrakliþþingu. Fjórði sagði það ofan í koki svo að brast í. Fimmti sagði það hárlaus er skær-glereygður. Sjötti sagði það: Vitaskuld þarf að gera eitthvað fyrir þá sem bera minnst út býtum. En allir skáru þeir rósrautt svínakjötið, skófu sósuna upp á bitann og horfðu kankvíslega með augað í pung hver á annan. Á meðan gnauðaði sami stormurinn yfir húsþökum allra. Verði ykkur að góðu. Ásgeir Beinteinsson 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.