Þjóðviljinn - 20.01.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.01.1985, Blaðsíða 4
Baráttan fátœkt Olafur Ragnar Grímsson siturá beinínu, um pólitískt starf á alþjóðavettvangi (vikunni spuröust út ýmsar fréttir sem legið hafa í láginni að undanförnu: íslendingur, forseti alþjóðasamtaka þing- manna sem undirbúið hefur leiðtogafund sex virtra þjóð- arleiðtoga, hlaut friðarverð- laun í Kanada, og ýmislegt fleira af alþjóðlegum vett- vangi sem tengdist nafni Ólafs Ragnars Grímssonar. Þetta þótti Þjóðviljanum meira en ærið tilefni til að biðja Ólaf Ragnar að setjast á beinið og veita okkur upplýsingar. Þú ert forseti PWO, hinna al- þjóðlegu þingmannasamtaka; hvers konar samtök eru þetta? - Þetta eru ung samtök, stofn- uð 1980, sem vilja beita sér fyrir aðgerðum á tveimur sviðum : í afvopnunarmálum og til að bæta samskipti hinna ríku þjóða í norðri og þeirra fátæku í suðri. Félagar í þessum samtökum geta þeir orðið sem setið hafa á þjóð- þingum á yfirstandandi kjörtíma- bili, þingmenn og varaþingmenn. í samtökunum eru nú yfir 650 einstaklingar frá 31 landi. Flestir koma þeir frá Vestur-Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, lýð- ræðisríkjum S-Ameríku, Ind- landi og Japan. Hvernig er starfsemin fjár- mögnuð? - Það fer nú reyndar eftir verkefnum sem unnið er að hverju sinni. Þannig styðja ýmsir sjóðir og stofnanir sem vinna að afvopnunarmálum það sem við erum að gera á því sviði. Þá hafa alþjóðlegar stofnanir svosem Sameinuðu þjóðirnar veitt okkur fyrirgreiðslu, húsnæði og starfs- aðstöðu. Þá má nefna ýmis þjóð- þing, einsog t.d. Kanada, sem styðjur mjög við bakið á sam- tökunum. Hver er tilgangurinn með starfseminni? - Hann er fyrst og fremst sá að tengja saman þá stjórnmálamenn sem áhuga hafa á að láta verkin tala í þeim tveim málaflokkum sem heitast brenna á mannkyni: kjarnorkuvopnaógnuninni og fá- tækt í heiminum. Þótt alþjóð- legar stofnanir og stærri samtök vinni að þessum markmiðum eru þau oft þung í vöfum. Við viljum styðja við bakið á allri starfsemi í þágu friðar, mannréttinda og baráttu gegn hungrinu. Nú hafa sumir viljað meina að nýtt heimsskipulag, sem samtök- in kenna sig við, skerði fullveldi ríkjanna sem eiga fulltrúa í sam- tökunum. - Þetta er nú einhver meiri- háttar misskilningur, nema menn telji að friðarsamlegar lausnir á deilumálum, útrýming fátæktar og reglur til að koma í veg fyrir styrjaldir skerði fullveldi ríkja. Nei, staðreyndin er sú, að til að komast hjá þeim ógnum sem við mannkyni blasa þarf nýtt skipu- lag, í þeim almenna skilningi að bæta þannig samskipti þjóða og ríkja að komi ekki til kjarnorku- átaka og þjóðarmorða vegna hungurs. Það fór ekki mikið fyrir því í fyrravor, að PWO, alþjóðlegu þingmannasamtökin þar sem þú ert í forsæti, átti hugmyndina að friðarfrumkvæði þjóðarleitog- anna sex. Hvernig er það til kom- ið? - í stuttu máli, þá unnum við í PWO að því í marga mánuði að hvetja til þess arna og höfum síð- an unnið með leiðtogunum. Þeir eru Palme Svíþjóð, Papandreou Grikklandi, Alfonsin Argentínu, de la Madrid, Mexíkó, Nyerer Tansaníu og Indira Ghandi Ind- landi. Frumkvæði þeirra fólst í yfirlýsingu um að beita sér fyrir virkari aðgerðum í kjarnorkuaf- vopnun, tillögum um frystingu og afvopnun í áföngum. Óhjá- kvæmilegt væri að fleiri þjóðir og reyndar mannkyn allt kæmi til sögunnar í afvopnunarmálum en léti ekki risaveldunum það eftir að ráðskast með líf okkar allra. Þetta mál varðar alla jarðarbúa. Hvert varð svo framhald máls- ins? - Við frá PWO höfum starfað náið með leiðtogunum frá því til- kynningin var gefin út í fyrravor og nýr leiðtogafundur hafði verið ákveðinn á fundi okkar í október. Þegar Indira Ghandi var myrt skapaðist nokkur óvissa um þennan fund, en Rahiv Ghandi ákvað þegar á annarri viku valda- ferils síns að boða til fundarins í Dehli 28. janúar. Saman höfum við í PWO og ráðgjafar leiðtog- anna unnið að stefnuyfirlýsingu fyrir fundinn og áætlun um að- gerðir 1985. Hvernig verður leiðtogafund- inum í Dheli háttað? Er að vænta stórtíðinda þaðan? - Á fundinum sitja þeir sex ásamt tveimur ráðgjöfum hvers þeirra. Svo verða fjórir frá PWO. Þeir eru auk mín Relvs ter Beek formaður utanríkisnefndar hol- lenska þingsins, Tom Downey þingmaður í bandaríska þinginu og Nick Dunlop framkvæmda- stjóri PWO. í lok fundarins verð- ur gefin út yfirlýsing. Ætli matið á tíðindum fari ekki eftir ákvörð- unum á fundinum. Og hvað verður svo næsta skref? - Þremur dögum síðar verður haldin 40 manna ráðstefna í Aþenu, þar sem taka þátt for- ystumenn í afvopnunarmálum, stjórnmálamenn, trúarleiðtogar og vísindamenn. Þennan fund höfum við í PWO, alþjóðasam- tökum þingmanna, skipulagt í samráði við Papandreou, enda verður fjallað um yfirlýsingu leiðtogafundarins í Dehli við þetta tækifæri og áætlun um að- gerðir á þessu ári. Nú hefur þú á liðnum misser- um komið víða við í alþjóðlegum stjórnmálum: forseti PWO, al- þjóðlegu þingmannasamtak- anna, formaður fjölmennustu ráðstefnu á vegum Evrópuráðs- ins um Norður-Suður í Lissabon í fyrra, hefur verið á fundum með þjóðarleiðtoga úr öllum heimsálf- um og svona mætti lengi upp telja; Þú hefur löngum verið sak- aður um ýmislegt annað en hóg- værð í fjölmiðlum, samt hefur sáralítið birst í hérlendum fjöl- miðlum; Hvers vegna? - Það er alveg rétt, það hefur verið minna um fréttir og frá- sagnir hér heima en efni standa máske til. En fjölmiðlarnir fengu send ítarleg gögn um Norður- Suður ráðstefnuna í Lissabon og sjónvarpið greindi frá þátttöku minni við undirbúning friðar- fundar þjóðarleiðtoganna sex í fyrra og sagði þá í fréttum að ég væri stjórnarformaður í PWO. Staðreynd málsins er sú að fjöl- miðlar hér hafa ekki verið ýkja áhugasamir um þetta mál. Sjálfur hef ég verið hálfpartinn innan- búðar á Þjóðviljanum, svo ég hef ekki kunnað við að beita tengsl- um mínum þar vegna þessara mála. En með fréttum og frá- sögnum í þessari viku má ætla að skapist jarðvegur fyrir eðlilegar frásagnir og fréttaflutning af þessum vettvangi. Svipað er að segja um friðar- verðlaunin sem þú hlaust, það hefur lítið spurst um þau. - Friðarverðlaunin voru af- hent í byrjun nóvember í Ottawa í Kanada. Þetta var á sama tíma og hin miklu verkfallsátök heima á Islandi voru í fullum gangi. Þeg- ar um hægðist fannst mér nokkuð um liðið til að segja frá þessu og svo kann ég betur við að verkin tali en sé sjálfur að tilkynna um formlegar viðurkenningar. Hvers konar verðlaun eru þetta? — Þetta eru árleg friðarverð- laun sem afvopnunarsamtök í Kanada hafa veitt sl. fjögur ár fyrir það sem þau kalla „merka nýjung á sviði afvopnunarmála". Arið 1983 fékk formaður banda- rísku læknasamtakanna gegn kjarnorkuvá þessi verðlaun, Hellen Coldicutt, fyrir þau þátta- skil sem urðu með skipulögðu starfi lækna gegn kjarnorku- vopnakapphlaupinu. Eg hlaut þau fyrir hlutdeildina að friðar- frumkvæði þjóðarleiðtoganna sex. Sú kenning hefur skotið upp kollinum í sambandi við þetta starf þitt á alþjóðlegum vett- vangi, að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi. Á þetta við um Þ»g? - Er þetta ekki gamalt, gott og gilt máltæki? _ó„ 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 20. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.