Þjóðviljinn - 20.01.1985, Blaðsíða 7
VIÐTAUÐ
að vera góð ljósmyndafyrirsæta
og það ætti að vera önnur leið til í
það starf en að ganga í gegnum
fegurðardrottningarhlutverkið
eins og það er sett upp hérna.
- Þetta hár mitt? (Nú hlær
hún). Satt að segja hefur hárið á
mér alltaf verið eins og á hrossi.
Getur staðið beint út í loftið. Þú
sást það nú áðan! Hárið á mér er
svipað að gerð og það sem er í
hárkollunum. Svo er það hár-
greiðslan. Stundum set ég í tagl
með nokkrum teygjum, vef svo
einhverri slæðu utan um og tú-
bera síðan stertinn. Þetta finnst
fólki koma út eins og ég sé með
kollu.
Þú ræður svo hvort ég var með
skalla eða ekki í Stuðmanna-
vídeóinu.
Meiriháttar ár
- Hvers vegna ég hætti að vera
Grýla? Það virtist allt koma uppá
í sömu andránni: Ég fór utan;
Linda á spítala, var skorin í
bassatrommufótinn, og hann lag-
aður; Inga Rún gítarleikari fór
einnig á spítala út af hálsinum á
sér, hún hefur síðan verið að
vinna á Sauðárkróki og hvfla sig á
stórborginni; og Herdís þurfti
líka að fara í annað, hún er nú
farin að spila með „Hálft í
hvoru“. Við ætluðum bara að
stoppa í stuttan tíma, en svo hef-
ur þróunin orðið önnur. Það er
svo mikið og margt að gera. Við
komum úr ólíkum áttum og fór-
um í gegnum heví tímabil saman.
Ég hef varla kynnst nokkrum
manneskjum nánar. Við vorum
búnar að spila saman í tvö og
hálft ár þegar við hættum í fyrra-
haust. Þær eru yndislegt fólk.
- Árið 1984 var síðan meiri-
háttar ár hvað lífsreynslu snertir.
Held að skapið í mér hafi aldrei
rokkað meira. Ég hef aldrei upp-
lifað annað eins ár.
- Ég fór í djassskóla í Los Ang-
eles. Lærði á píanó. Á stuttum
tíma held ég að ég hafi lært meira
en ég gerði í Tónlistarskólanum í
Reykjavík, en þaðan útskrifaðist
ég sem tónmenntakennari árið
1977. Þarna voru allt aðrar
kennslu- og námsaðferðir. Rosa-
leg heimavinna.
Svo fór ég í Bone symphonie
með Jakobi. Þar kynntist maður
nýjum og stórkostlegum vinnu-
brögðum. Hvert einasta brot úr
takti var grandskoðað. Maður
kemur sem algjör álfur inn í þetta
band, ég var eins og smákrakki!
Hljómsveitin tók sér svo hlé og ég
fór um tíma að vinna sjálf við að
semja músik.
- Fannst allt ómögulegt og fór á
bömmer, yfir músik almennt, og
hlustaði eicki á tónlist í tvo mán-
uði. Hvaða braut var ég eiginlega
á? Tónlist! Ég sá ekki hvernig
framtíð mín yrði án hennar en gat
ekki heldur hugsað mér hana.
Jakob reyndist mér æðislega góð-
ur og tillitssamur. Bauð mér í
meiriháttar ferðalag til Evrópu.
Fórum meðal annars á kvik-
myndahátíðina í Cannes.
- Þetta lagaðist aftur. Ég byrj-
aði á músíkinni. Fór að vinna
með Stuðmönnum í sumar og þá
kom áhuginn. Fór aftur að semja
lög og músík.
Að vera
létt-kœrulaus
- Verst hvað maður verður
krítískur á þessum nákvæmu
vinnubrögðum sem þeir í
„Beina-bandinu“ kölluðu yfir
sig. Maður verður að vera
létt-kærulaus, til að geta þetta.
Allt í lagi að vera prófessjónal ef
fílingur er í því sem maður gerir.
En maður verður líka að passa
sig.
- Það er líka erfitt að komast
inn í samkeppnina úti. Maður
verður að fara alveg kúl inn í
blöðrupartíin. Þarna úti vilja allir
vera stórir. Ég kom þarna og
horfði á fólkið, sá það fyrir mér
eins og blöðrur sem eru að
springa, allt gengur út á að meika
það.
„Maður hafði það tromp að vera frá íslandi". Mynd - E.ÓI. -
Þjóðremban
- Skrýtið, svo hafði maður allt
í höndunum vegna þess að maður
er íslendingur. Maður geymdi
þetta tromp: Að vera frá Islandi,
sem á svo mikla sögu. Margir sem
ég hitti í Bandaríkjunum vissu
ótrúlega mikið um sögu okkar.
- Við ætlum aftur út. Kobbi
og ég. Höfum frá því í ágúst verið
að vinna við myndina, Hvíta
máva, sem frumsýnd verður núna
í lok febrúar. Einnig erum við
Jakob að vinna að plötu sem sam-
anstendur af lögum og textum
eftir okkur. Eitthvað verður af
enskum textum líka. Við ætlum
að reyna að spila svolítið opin-
berlega áður en við förum út. Síð-
an er málið að fara sem víðast og
spila og spila og spila.
Ný grúppa?
- Við spiluðum á nýárskvöld á
Broadway. Linda úr Grýlunum
og 11 ára gutti, Einar Valur Sche-
ving, spiluðu á trommur. Ég
kenndi honum tónmennt í Vest-
urbæjarskólanum, upprennandi
músíkant það. Grúppan á ekki
nafn,gætí heitið: Hjón+kona og
barn á ásláttarhljóðfœrum! Það
getur vel verið að þau verði með
okkur áfram hér heima.
Og svo? Næsta sumar leikum
við Kobbi í annarri mynd. Hún
heitir Á refilstigum. Við leikum
þar hjón. Æfum okkur stöðugt
hér heima! Þetta er söngva- og
gleðimynd, bráðskemmtileg.
Svo var ég að vinna að ákveðnu
prójekti í haust. Konsert þar sem
textinn er túlkaður í leik og með
bandi. Ein heild. Um tilfinningar
og oplevelse manneskjunnar í
nútímaþjóðfélagi. Um tíma-
leysið, enginn hefur tíma til að
fylgjast með blóminu þótt það sé
fyrir utan girðinguna.
Þetta er nokkurn veginn komið
á skrið. Ég hef bara ekki tíma til
að vinna að því í bili vegna plötu-
gerðarinnar.
Þeir heppnir
sem hitta!
- Við erum með umboðsmann
úti. Ætlum auðvitað að reyna að
koma plötunni á framfæri. Þetta
er bara svo hrikalegur bisnes.
Maður þarf að þekkja mann sem
þekkir mann sem.... hafa ein-
hvern sem segir að maður sé að
gera músík sem hittir í mark.
Ekki er nóg að koma einu lagi á
framfæri. Fleiri þurfa að koma í
kjölfarið og slá í gegn. Þá fyrst er
maður kominn á það stig að geta
farið að vinna sjálfstætt. Þeir eru
heppnir sem hitta með þá músík
sem þeir ffla. Geta spilað það sem
þeir helst vilja. Því það er mann-
skemmandi að vinna undir þeirri
pressu að þurfa... verða að slá í
gegn eftir formúlum einhvers
plötumógúls.
Nú var komið að ljósmynd-
aranum að munda myndavélina
og hitta á réttu augnablikin.
Ragga brá á leik í „fegurðar-
drottningarstellingum“ og við
píanóið. Fjölhæf kona, leikari og
músíkant, og gæti efalaust haft
ljósmyndafyrirsætustarfið sem
hliðarbúgrein!
-jP
Einsogfegurðardrottning-eðahvað?Listrænkonaálistrænnimynd niðri við Tjörn. I skósíðum pets sem hún segist hafa saumað úr teddýböngsunum
sínum! Mynd - E.ÓI. -
Sunnudagur 20. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7