Þjóðviljinn - 20.01.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.01.1985, Blaðsíða 16
LEtÐARAOPNA Emafreksíþróttir hœttulegar heilbrigðinu? Spjallað við kunna íþróttamenn um œfingar, matarœði, hjálparmeðul og fjölskyldulíf Jón Páll Sigmarsson Lítill tími fyrir fjölskylduna „ Ég æfi svona sex til sjö daga vikunnar, allt áriö, kraft- lyftingarog alhliöa vaxtar- rækt. Ég æfi alltaf, allatólf mánuöi ársins, og tek mér engin hlé eöa f rí frá æfingun- um,“ sagöi Jón Páll Sigmars- son aflraunamaöurinn kunni. „Fæðan skiptir miklu máli, ég borða mikinn og fjölbreyttan mat, úr öllum fæðuhringnum, og reyni að taka eitthvað af öllu. Maturinn er oft ekki sérlega girnilegur en það er mest uppúr því lagt að hafa hann sem hoílast- an. Jú, jú, ég mágæða mér ástór- steikum, ég er einmitt harður í þeim! Þetta át gefur manni mikið, maður fær hrikalegan kraft af þessu öllu sarnan!" - Petta hlýtur að vera kostnað- arsamt. „Jú, einmitt þessa dagana er matarkostnaðurinn fyrir mig ein- an um þúsund krónur á dag. Það er að vísu ekki alltaf svona mikið, en er nauðsynlegt þegar ég er að byggja mig upp fyrir stórmót (Jón Páll var að búa sig undir áttþraut sterkustu manna heims í aflraunum þegar við ræddum við hann).“ - Notarðu einhver hjálparmeð- ul? „Já, ég borða protein. Það er í duftformi og er síðan blandað saman við mjólk og eitthvað bragðbætandi. Þetta er ekki beint gott á bragðið! Annars nota ég hjálparmeðul sáralítið, svona að öllu jöfnu. Vítamínin eru svo rosalega dýr, eins og prótein, og ég hef einfaldlega ekki efni á að kaupa eins og ég þyrfti. Fyrir mót reyni ég að kaupa mikið af þessu og skófla því í mig. Starfsemin er svo mikil að ekki veitir af.“ - Óttastu aldrei að þegar þú hættir keppni muni líkaminn eiga erfitt með að aðlagast nýjum lífs- háttum? „Ég hóf íþróttaiðkun 5 ára og þekki því ekki annað en að vera í góðu formi, ég sætti mig ekki við annað. Þó ég hætti keppni mun ég ekki hætta að æfa, minnka Jón Páll Sigmarsson: Harður í stórsteikunum. kannski æfingarnar. Ég hef gam- an af að vera í einhvers konar þjálfun, hvort sem það verður að klífa fjöll eða eitthvað annað“. - Hefurðu einhvern frítíma fyrir sjálfan þig og fjölskylduna? „Ja, ég hef náttúrulega nóttina með konunni en hún fer að vinna klukkan 7 á morgnana og þá sé ég um heimilið með Sigmari syni mínum til eitt eða tvö. Þá kemur konan heim, ég fer á æfingu og síðan að vinna og kem heim um miðnættið. Um helgar vinn ég oft á Hótel Borg og kem þá heim svona klukkan fjögur á morgn- ana. Helgarfrí gefast ekki nema þegar stutt er í mót. Þá vinn ég bara fjóra daga í viku og er aðeins meira heima - þá er ég harður í eldhúsinu og þar er mig að finna. Tíminn til að sinna fjölskyldunni er lítill og það er stór galli við þetta“. - Hver eru þín framtíðarplön, eftir að keppnisferlinum lýkur? „Ég hef engin sérstök áform um framtíðina sem ég gef upp, það er ekki allt á hreinu. Fæst orð bera minnsta ábyrgð og ég er ungur ennþá, aðeins 24 ára. En ég hyggst leggja metnað minn í að sjá mér og mínum farborða, sjá fyrir fjölskyldunni, og að vera áfram eitthvað viðloðandi við íþróttir. - VS LEIÐARI Fórum varlega í afreksíþróttir Þaö alþjóðlega orö sem notaö er yfir íþróttir, - sport, - mun vera dregið af latnesku sögninni portare, sem þýðir nánast aö skemmta sér. Sem betur fer má kenna hinnar upprunalegu merkingar meðal flestra þeirra sem stunda íþróttir og njóta þeirra á annan hátt. Hinu er ekki aö leyna aö á síðustu árum og áratugum hefur orðið til heil vísindagrein um afreksíþróttir, þarsem ekkert hefur verið til spar- að til að íþróttamennirnir komist hraðar, fljótar, lengra en hinir. Stórþjóðirnar og fyrirtækin leggja gífurlegt fjármagn í íþróttirnar og það er mála sannast að stundum hefur gleymst hver verða afdrif íþróttakappanna sjálfra; líkamleg og andleg velferð þeirra hefur skipt minna máli heldur en sigurinn í dag. Reyndar mun kappsemin og tillitsleysið gagnvart íþróttamönnum ekki hafa verið miklu minni fyrr á öldum. Þannig eru til dæmis sögur sagðar af strangri þjálfun og vinnu íþrótta- manna á Ólympíuleikjunum til forna, svosem segir í sögunni um þjálfara sem meinuðu íþróttamönnum að þiggja kvöldverðarboð, þar- sem umræður um flókin viðfangsefni orsökuðu höfuðverk og drægju því úr möguleikum á ár- angri í keppni. Að sjálfsögðu er eðlismunur milli þeirra íþrótta sem þúsundir og miljónir manna stunda sér til gagns og gamans og þeirra afreksíþrótta sem við fylgjumst með í gegnum fjölmiðla - okkurtil skemmtunar, án þess máske að hugsa um hvað býr á bak við. A þessari öld hefur sú þróun orðið að stjórþjóðir leggja sérstaka áherslu á að finna og þjálfa upp íþróttamenn, afreksmenn sem eiga að verja heiður viðkom- andi ríkis. Tækninni bæði við að hafa uppá af- reksfólkinu og að þjálfa það hefur fleygt fram, og segja má að afreksíþróttafólki stórþjóðanna sé einfaldlega fórnað fyrir árangurinn. Fyrir löngu hafa tölvur verið teknar í gagnið sem mæla út nákvæmlega réttu hreyfingarnar, kjörþyngdina, stökkkraftinn, sálræn keppnis- þjálfun getur verið stíf og ofboðsleg, vefir og vöðvar eru jafnframt styrktir með lyfjagjöfum og hormónagjafir og vítamínsprautur eru daglegt brauð með próteinneyslu. Sums staðar bæði í Austur-Evrópu og á Vesturlöndum er byrjað að velja út úrvalsíþróttafólkið í frumbernsku; fimm ára gömul börn fá stranga þjálfun. Og frá blautu barnsbeini er stefnt á úrvalslið ríkisins: risa í körfubolta, kjörþyngdina 130 kg í kúluvarpi, 200 kg skrokka í fangabragðaglímu. Og stundum virðast rannsóknastofur íþróttaheimsins búa fremur út skrímsli en menn, afnáttúrafólk þann- ig að vekur fremur óhug en aðdáun. Á Vesturlöndum hafa stórfyrirtæki tekið yfir veigamikla þætti íþróttastarfseminnar og frá al- menningsíþróttum til afreksíþrótta er langur vegur orðinn. Smám saman hefur áhuga- mennskan vikið fyrir atvinnuíþróttum og Ólymp- íuleikarnir í Los Angeles í fyrra báru stórfyr- irtækjunum og veldi þeirra í íþróttaheiminum glöggt vitni. Auðvitað hafa íslendingarekki farið varhluta af þessari þróun; íslensku stórfyrir- tækin styrkja íþróttasambönd og einstaklinga til ýmissa afreka. Auglýsingar eru komnar á peys- urnar hjá handknattleiks- og knattspyrnuliðun- um og þannig mætti lengi telja. Engu að síður er enn gjá á milli íslenskra afreksíþróttamanna og erlendra, bæði hvað varðar þjálfun, uppeldi, fjármagn og aðstöðu. Um leið og Þjóðviljinn hvetur til varfærni gagnvart þessari þróun í íþróttaheiminum, bendum við á að afreksíþróttamenn eru undir gífurlegu álagi. Þeir afreksíþróttamenn sem hætta keppni er- lendis hafa oft skelfilega sögu að segja. Enginn dagur í lífi mínu er sársaukalaus, segir einn þýskur handknattleikskappi eftir að hafa talið upp nefbrot, beinbrot á höndum og fótum, vöðvaslit og sinaslit. Og fjölmargir íþróttamenn hafa hrunið niður líkamlega og andlega eftir glæsilegan feril. Sumir þeirra ganga svo langt að segja að þarsem afreksíþróttirnar byrja hætti heilbrigðið að vera til. Á þeim íþróttamarkaði sem er í þenslu í dag er fólk, fólk sem á rétt á hamingjusömu lífi einsog aðrir. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.