Þjóðviljinn - 20.01.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.01.1985, Blaðsíða 9
Stórveldi Samráð á 19. öld klofningur I umræðunní um togstreitu risaveldanna er algengast að ganga út frá því, að þar sé um hagsmunastreð að ræða. En oft er svo að sjá að í raun sé miklu fremur deilt um metnað, og er það engan veginn frá- leitt með tilliti til þess, sem vit- að er um sálarstrúktúr og hug- arfarmannkindarinnar. Ur haugi sínum kvað Gunnará Hlíðarenda að hann hefði fremur kosið að deyja en vægja, og sú meginregla, eða aðrar svipaðar, hafa á öllum tímum ráðið miklu og oft mestu um viðbrögð einstak- linga, fjölskyldna, samfélaga, ríkja og stórvelda. Hegöun Bandaríkjanna í al- þjóðamálum stjórnast að miklu leyti af því, að þau vilja að viður- kennt sé afdráttarlaust, að þau séu öllum stórveldum meiri að mætti og dýrð, eina raunverulega risaveldið. Sovétríkin leggja fyrir sitt leyti engu minna kapp á að vera talin risaveldi til jafns við Bandaríkin. Petta er mikilvæg skýring á þeirri brjálæðislegu meiningarleysu, sem atómvíg- búnaðarkapphlaupið er. fyrirmyndir Kissingers Á ríkisárum Nixons tóku Bandaríkin þann kostinn að gefa dálítið eftir fyrir Rússum í metn- aðarstreitu þessari. Stefna þeirra Nixons og Kissingers gagnvart Sovétríkjunum fól í sér að vissu marki viðurkenningu á keppi- nautnum sem risaveldi á borð við Bandaríkin sjálf. Jafnframt vingaðist Nixon við Kína, og þar sem fjandskapurinn milli kommúnísku stórveldanna tveggja hélt áfram að vera samur og jafn, þýddi þetta að valdahlut- föllin breyttust Bandaríkjunum í hag. Nixon græddi því meira á borði en hann gaf eftir í orði. Engu að síður varð þessi form- lega viðurkenning hans á risa- veldisvirðingu Sovétríkjanna til- að draga úr spennunni milli tveggja mestu stórveldanna. Þetta breyttist eftir daga Nix- ons og sérstaklega eftir að Reag- an kom til ríkis. f>á fóru Banda- ríkin á ný að leggja áherslu á að þau væru öllum stórveldum ofar, í sérflokki sem risaveldi. Af- leiðingin varð nýtt kalt stríð. Rússar áttu vitaskuld einnig drjúgan þátt í þeirri þróun mála, sérstaklega með hernaði sínum í Afganistan. Á tímum Nixons var Kissinger áhrifamesti maðurinn um mótun utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Hann er Evrópumaður og fyrir- myndir hans í stórpólitíkinni voru evrópskir valdhafar á nítjándu öld, menn eins og Metternich og Talleyrand. Á því tímabili var heimurinn nær því að vera undir einskonar sameiginlegri stjórn en nokkru sinni fyrr eða síðar. Tímabilið 1815-1914 - frá Wat- erloo til Sarajevo - einkenndist af tiltölulega miklum friði og sam- ráði í samskiptum stórvelda. Sla- gurinn við Waterloo batt endi á stórveldastyrjöld, sem staðið hafði næstum látlaust í nærri aldarfjórðung, með Frakkland aðallega öðrumegin, en hinu- megin önnur Evrópuveldi. En að Napóleoni mikla brottfluttum til St. Helenu liðu næstum fjörutíu inni miðri sló að vísu nokkrum sinnum í blóðuga brýnu milli stórveldanna (Krímstríð Breta og Frakka gegn Rússum 1854-1856, stríð Frakka og Austurríkis- manna 1859, prússnesk- ár áður en á ný kæmi til styrjaldar milli Evrópuvelda. Upp úr öld- austurríska stríðið 1866, þýsk- franska stríðið 1870-1871), en öll þau stríð stóðu tiltölulega stutt og breiddust ekki út. Og eftir lok fransk-þýska stríðsins 1871 liðu enn næstum þrjátíu og fimm ár svo að friður ríkti milli Evrópu- veldanna. Ástæðurnar til þess að svo gekk til eru auðvitað margar. Ein var sameiginlegur vilji valdhafa til þess að útrýma áhrifunum frá frönsku byltingunni eða að Þessi skopmynd af Kissinger á að minna á andlegan skyldleika hans við Metternich, kanslara Austurríkis, sem átti mikinn þátt í samtryggingu stórvelda Evrópu á 19. öld. minnsta kosti halda þeim í skefjum. En stríðsþreyta eftir alla slátrunina 1792-1815 átti hér einnig hlut að máli. Eftir það var lengi um að ræða meira eða minna ákveðna viðleitni af hálfu framámanna stórveldanna til að hindra, að svoleiðis nokkuð kæmi oftar fyrir. Evrópa aldrei voldugri Petta ásamt með fleiru hafði í för með sér að á þessu tímabili var Evrópa voldugri en nokkru sinni fyrr eða síðar, í samanburði við aðra hluta heimsins. Við- leitnin til þess að forðast árekstra milli stórvelda og sérstaklega þess að þau skiptust á ný í tvær andstæðar fylkingar, eins og ver- ið hafði í byltingar- og Napóleonsstríðunum, leiddi til verulegs samráðs þeirra á milli, sem stundum var það náið að tal- að var um „Evrópukpnsertinn" (Consert of Europe). Á því tíma- bili var stundum, líkt og nú, tal- sverður órói í löndunum fyrir Miðjarðarhafsbotni, en í stað þess að etja þar einhliða kappi hvert við annað, eins og nú, komu stórveldin sér þá niður á að jafna málin í einskonar bróðerni, þótt flátt væri. í Afríku og Kína, þar sem flest eða öll stórveldin kepptu um áhrif og völd, náðu þau samkomulagi í svipuðum anda. Margskonar yfirgangur, kúgun og óréttlæti viðgekkst vissulega í skjóli þessa samráðs, en vera kann, með tilliti til þess sem á undan gekk og á eftir hefur gengið, að hinn valkosturinn hefði orðið ennþá og jafnvel miklu meiri hörmungar. Undir lok nítjándu aldar tók að draga ískyggilegar blikur á loft á himni Evrópukonsertsins. Til þess leiddu einkum hræringar þær, er urðu út af því er mestur hluti þýska málsvæðisins samein- aðist í eitt ríki 1871. Allt frá því í lok miðalda höfðu pólitískar afl- stöðvar Evrópu einkum verið í vestur-, suður-, austur- og jafnvel norðurhluta hennar; miðsvæðið, Þýskaland, var pólitískt sundrað og því tiltölulega veikt pólitískt. Allan þennan tíma hafði hinn pólitíski þrýstingur í álfunni eink- um verið frá ytri hlutum hennar inn að miðjunni; nú, þegar nýtt þýskt keisaradæmi, ölfugasta ríki meginlandsins í krafti sterkrar miðstjórnar, iðnmáttar, her- styrks, auðlinda, legu og fólks- fjölda, var komið til sögunnar, hlaut sá þrýstingur að snúast við að einhverju marki. Þetta mislík- aði mest Rússum og Frökkum, sem frá 1815 höfðu lengst af verið hvað áhrifamestir í flokki megin- landsríkja; hvað þá síðarnefndu snerti, hafði sú vegsemd varað frá því í þrjátíu ára stíðinu, og Rúss- ar höfðu verið áhrifamikið Evr- ópuveldi frá og með tíð Péturs mikla. Til stórslysa út af þessu kom að vísu ekki um sinn, meðal annars vegna hófsemdar og klók- inda af hálfu Bismarcks járnkanslara, en líka vegna þess, að lengst af tímabilsins 1871-1914 tortryggðu Bretar Rússa öllu meira en Þjóðverja, enda þótt saman gengi með Bretum og Frökkum. En smátt og smátt risu úfar með Bretum og Þjóðverjum, og kom þar einkum til harðnandi keppni þeirra á milli sem iðnaðar- og sjóvelda, óheppileg ummæli Vilhjálms Þýskalands- keisara við óheppileg tækifæri og síðast innrás Þjóðverja í Belgíu; allt frá því á miðöldum höfðu Englendingar verið sérlega áfram um að hindra að nokkurt meginl- andsstórveldi hefði sterka stöðu á því svæði, sem næst er ströndum þeirra handan sunds. Klofningur Þar með var til sögunnar kom- ið ekki ósvipað ástand og á Nap- óleonstímanum; Evrópuveldin höfðu skipað sér í tvær fylkingar, er stóðu gagnvart hvor annarri, magnaðar hatri og tortryggni. Það ástand hefur varað allt til þessa dags og færst yfir á allan Napóleon tekur á móti Prússadrottn- ingu í Tilsit 1807 - á málverkinu sjást þeir líka Talleyrand og Alexander Rússakeisari: tvískipting álfunnar þá eins og nú. Bismarck: þegar mikill hluti hins þýska málsvæðis sameinaðist undir forystu Prússa 1871 fór að hrikta í „Evrópukonsertinum". neiminn. Það hefur á sjötíu árum leitt af sér tvær heimsstyrjaldir og geggjunarkennt atómvígbúnað- arkapphlaup. Framan af var liði skipt þannig, að aðalveldið örðu- megin var Þýskaland, hinumegin vesturveldin og Rússland. Eftir síðari heimsstyrjöld urðu á þessu þær breytingar að síðan eru So- vétríkin öðrumegin, en hinu- megin Bandaríkin, Vestur- Evrópa og Japan, og nú má segja að Kína hafi að vissu marki bæst við í þann hóp. Það stórhættuástand, sem þessi skipting stórveldanna í tvær fylkingar hefur í för með sér, mætti hverfa að miklu leyti ef í staðinn skapaðist með stórveld- unum hliðstætt samráð og var á nítjándu öld, og í þetta sinn dygði ekki minna en heimskonsert. Líkt og á nítjándu öld myndi því fylgja margskonar kúgun og ö- réttlæti (hvort ástand heimsins sem heildar myndi við þetta versna eða batna, er ómögulegt um að segja), og hætt er við að undir þeim kringumstæðum myndi mörgum kotbóndanum þykja þröngt fyrir dyrum. En spurningin er hvort boðið sé upp á betri valkosti. dþ. Sunnudagur 20. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Marlín-tóg línuefni blý-teina- tóg flotteinn nælon-tóg landfestar stálvír alls konar Bauju- stengur ál, bambus, plast baujuluktir endurskinshólkar endurskinsborðar línubelgir netabelgir baujubelgir önglar - taumar MÖRE- NETAHRINGIR NETAKEÐJA netalásar netakóssar lóðadrekar baujuflögg netaflögg fiskkörfur fiskgoggar fiskstingir flatningshnífar flökunarhnifar beituhnífar kúluhnífar sveðjur stálbrýni HVERFISTEINAR í kassa og lausir rafmagns- hverfisteinar • SNJÓSKÓFLUR KLAKASKÖFUR SALTSKÓFLUR ÍSSKÓFLUR • GÚMMÍ- SLÖNGUR allar stærðir PLASTSLÖNGUR glærar með og án innleggs SLONGU- KLEMMUR ALLAR STÆRÐIR EINNIG ÚR RYOFRÍU STÁLI. STORZ- SLÖNGU- TENGI STORZ-SLÖNGU- STÚTAR BRUNASLÖNGUR SÍMI28855 Opið laugardag 9-6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.