Þjóðviljinn - 20.01.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.01.1985, Blaðsíða 13
FURÐUR Sérstakttungu- mál kvenna er komið á dagskrá Hið nýja kvennamál á að vera „líkamlegra" en það sem við erum vön Fyrir skömmu var efnt til eins- konarsamkeppni íDanmörku um kvennatungu og sendu um hundraö konur inn texta sína. Niöurstaöan þótti stað- festa þá hugmynd, aö mikill munur væri á málnotkun karla og kvenna og að konur væru ekki í stakk búnar til aö tjá sig til fulls á „ríkjandi" tungutaki, sem karlar heföu náttúrlega ráðiðmestuum. Þessi samanburður á tungutaki karla og kvenna er útskýrður í viðtali sem nýlega birtist í In- formation m.a. með því að kynin tvö hafi tvennskonar lykla að ver- uleikanum. Nynne Koch, sem hefur orð fyrir kvennatungufræð- ingum, segir á þá leið að karlar hafi tilhneigingu til að ganga beint til verks, tala sig áfram í beinni línu til niðurstöðu. Konur hafi aftur á móti tilhneigingu til að tala í hring, eða réttara sagt í spíral, mál þeirra sé ekki eins marksækið og karla en á hinn bóginn auðugra að ýmsum blæ- brigðum og tengslum. Nynne Koch telur að konur eigi ekki að reyna að tileinka sér það sem hún kallar mál karla og stundum „mál valdsins", heldur halda áfram með sín sérkenni og skapa kvennamál, sem tekur m.a. meira mið af hreyfingum líkamans, látbragði og þar fram eftir götum. Hvað þýðir þetta dœmi? Allt er þetta nokkuð fróðlegt. Þó getur sá sem viðtalið les ekki annað en undrast þegar hann les dæmi eins og þetta um kvenna- tungutak og karla: Kvennamál: „Þegar karl og kona elska hvort annað þá er ósköp eðlilegt að þau gifti sig. Það er líka best fyrir börnin." Þetta verður á karlamáli: „Til- gangur hjónabandsins er að fullnægja tilfinningaþörfum og að setja sambandi einstaklinga af andstæðu kyni löglegan og hag- rænan ramma“. Samanburður af þessu tagi byggir á þeirri staðhæfingu að það séu fyrst og fremst karlar sem hafi tileinkað sér „stofnanamál samfélagsins". En spyrja mætti: Er ekki munurinn á þeim tveim klausum sem vitnað var í hér að ofan fyrst og fremst munur á hversdagslegu tali fólks af báðum kynjum og svo tali þeirra, sem hafa orðið fyrir áhrifum af mál- fari kennslubóka í félagsfræði? En ekki að hann verði rakinn til þess, að karla og konur eigi sér ólíka lykla að veruleikanum? áb. í Nizza er gengið á skíðum undir frægum pálmatrjám Vestur-Evrópa er að krókna úr kulda Sumir spá því að hörkurnar stanái út febrúar Pegar Gromiko utanríkisráö- herra Sovétríkjanna kom til Sviss á dögunum til að tala viö bandarískan starfsbróður sinn, þá er haft fyrir satt að hann hafi hryllt sig mjög og kvartað um kulda. En þá var 15 stiga frost í Genf. Austur í Þvert á allar markaðsspár kaupa Bandaríkjamenn myndbandatæki af miklu kappi og er skýringin umfram annaö talin vera þreyta áhorf- enda á auglýsingum í sjón- varpsstöövunum. Áður var talið að Bandaríkin myndu ekki falla fyrir myndabanka(video)-tækjum Rússlandi var kuldinn reyndar miklu minni. Meðan Moskva og Reykjavík sleppa sæmilega vel hafa miklar frosthörkur gengið yfir Vestur- Evrópu. Norður í finnska Lapp- landi var sett kuldamet, þar mældist 50 stiga forst dag einn eins og Evrópubúar, þar sem svo margar sjónvarpsstöðvar eru á boðstólum. Það reyndist aldeilis rangt, því að á síðasta ári seldust 7 miljón tæki vestra, 4 miljónir árið 1983 og á árinu 1985 er nú gert ráð fyrir að tvöfalt fleiri tæki seljist meðan talið er að aukning sölunhar í Evrópu verði ekki nema um 10%. Sérfræðingar telja skýringuna skömmu eftir áramót og hefur annað eins ekki gerst í 120 ár. Úlfar svangir hafa leitað sér at- hvarfságötumplássanorðurþar. . Og kuldabeltið lá suður um ' alla Evrópu. Ár og hafnir frusu í Júgóslavíu. í Nizza á Miðjarðar- hafsströnd Frakklands lá 20 á þessari eftirspurn eftir mynd- bandatækjum vera offramboð á auglýsingum og að langlundar- geð áhorfenda sé einfaldlega þrotið. Myndbandaleigur og -sölur tilkynna sömuleiðis á sl. ári, að fólk vilji kvikmyndir, sem ekki eru bútaðar niður með auglýsingum. Verður fróðlegt að fylgjast með þróuninni hérlendis þegar ísfilm kemur á koppinn. óg. sentimetra djúpur snjór undir frægum pálmum. 1 París var reynt að bjarga heimilisleysingjum frá bráðum bana með því að láta þá sofa í upphituðum neðanjarðar- brautarstöðvum. Engu að síður er talið að fyrstu daga kulda- kastsins hafi um þrjátíu manns frosið í hel í Frakklandi og svipuð tala kemur nú síðast frá Spáni. Óviðbúnir f Róm er sagt, að það snjói aldrei nema þegar páfinn deyr. Það gerðist að vísu ekki, en sam- göngur í þeirri eilífu borg hafa truflast verulega vegna snjókomu - til dæmis þurfti að fljúga með um þúsund bandaríska ferða- menn til Napóli í stað Rómar fyrir skemmstu. Víða verður þess vart, að kuld- akastið kemur fólki mjög í opna skjöldu: það veit ekíci hvernig bregðast á við. Götuhreinsunar- menn í Madrid héldu áfram að sprauta vatni á gangstéttirnar þótt komið væri frost. Sú vitleysa var ekki stöðvuð fyrr en Madrid- arbúar fóru að hrynja unn- vörpum á hálkunni. Á Þýskalandi og á Niður- löndum eru kuldar miklir, hafnir undir ís, umferðarhnútar margir á vegum, lestum seinkar um marga klukktíma. í frægum ka- þólskum kirkjum geta menn ekki dýft fingrum í vígt vatn áður en þeir krossa sig: vatnið er frosið í botn. Eins dauði... Meðan gamalt fólk og fátækt, sem býr í vondum húsum og illa kyntum, biður guð að stytta þess- ar hörkur, eiga aðrir sér gullöld og gleðitíð. Skíðafólk og þeir sem þjóna þörfum þess og selja skíða- búnað og annað þessháttar fagna ákaflega. Einnig þeir sem selja bílkeðjur. Olíuríkin í OPEC sjá fram á að olíuverð muni ekki síga eins og búist var við fyrir skemmstu. Og þótt frostið geri ávaxtabændum og grænmetis- bændum marga skráveifu, þá hugga þeir sig einnig við það, að það drepi margt meindýra. Enginn veit hve lengi kulda- kastið muni enn standa. Til eru veðurfræðingar sem spá að það muni standa langt fram í febrú- (áb byggði á Spiegel). Bandaríkjamenn Þreyttir á auglýsingum Mynábönáin að kaffœra sjónvarpsstöðvarnarvestra Sunnudagur 20. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Ortölvur Flóða- varnir í Cóloradó Fjarnemarsenda upplýsingarum vatnsborð og rennslishraðaíám um gervihnött til aðalstöðvanna Flóðahætta er mikil í sumum hlutum Cóloradó í Bandaríkj- unum. Flóöingetaskolliöáán mikils fyrirvara, og áriö 1976 uröu mannskæð flóð, Big Thompson flóðin svonefndu, sem kostuöu líf rösklega 130 manna. Nú hafa vatnsverkfræðingar í Cóloradó tekið örtölvutæknina í þjónustu sína til að byggja upp forvarnarkerfi. í þessum mánuði munu 80 fjarnemar, staðsettir á bökkum flóðgjarnra áa, taka til starfa. Fari rennslishraði yfir ákveðið mark, eða vatnsborðið rísi yfir til- tekna hæð, þá vekur það ákveðið boð frá fjarnemunum. Boðið berst frá þeim til gervihnattar sem kemur þeim áfram til aðal- stjórnstöðvarinnar í höfuðstöðv- um þeirrar stofnunar sem fylgist með ánum. Þannig er hægt að bú- ast við flóðum mun fyrr en ella, og gera tilrækar varúðarráðstaf- anir. - ÖS. Þjóðverjar Vilja hlutlaust sameinað Þýskaland Sífellt fleiri Vestur-Þjóðverjar vilja sameina Vestur- og Austur-Þýskaland í eitt ríki, sem standi utan hernaöar- bandalaga. Nákvæm skoö- anakönnun leiddi nýveriö í Ijós aö 53% allra borgara yfir 16 ára væru þessa fýsandi, - en einungis 26% þessu and- vígir. Fréttaskýrendur telja þetta merkilega þróun í ljósi þess, að árið 1978 voru 38% þessa óskandi en 34% á móti. í spurningunni var tekið fram að þjóðfélagskerfið í nýju sam- einuðu Þýskalandi yrði ákveðið í frjálsum kosningum og að Vestur- og Austur-Þýskaland gengju úr Nató og Varsjárbanda- laginu. Einnig þykir merkilegt að hægri menn (CDU) hafa færst yfir á þessa skoðun sem aðrir. 48% kjósenda þeirra voru fylgj- andi hlutlausu sameinuðu Þýska- landi en einungis 32% á móti, - af kjósendum sósíaldemókrata voru 59% fylgjandi, 23% á móti. Meðal kjósenda Græningja voru 73% með sameiningu en 8% á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.