Þjóðviljinn - 20.01.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 20.01.1985, Blaðsíða 17
LEHDARAOPNA Þórdfs Gfsladóttir Löt við vítamínin „Nei, ég er ekkert hrædd viðaðlíkaminnfariúr skorðum þegar ég hætti keppni“, sagði Þórdís Gísla- dóttir íslandsmethafi í há- stökki, sem nú er við nám og æfingar í Alabama í Banda- ríkjunum. „Ég geri ekki ráð fyrir að hætta svo snögglega. Eg er búin að vera í íþróttum í tíu ár og er að læra íþrótta- fræði. Þegar ég hætti að keppa geri ég ráð fyrir að vera áfram utaní þessu, ég hef gamanaf þessu“. Þórdís sagði að hún notaði ekki nein hjálparmeðul. „Er löt við vítamín, það er helst að mað- ur reyni að borða sem mest af ávöxtum“, og hún hefur engar sérkenjar í mataræði, nema að borða hollan mat og forðast sæt- indi og þvíumlíkt. Æfir sex daga vikunnar, þrjá til fimm tíma á dag og skiptast á þrekæfingar og stökk og hlaup. - Einkalíf? „Já, það er soldið sérstakt hjá mér; kærastinn minn, Þráinn Hafsteinsson, er líka þjálfarinn minn, og er aðstoðarþjálfari hérna við skólann, þannig að það er ekki einsog við lifum sitt í hvorum heiminum. Skemmtanir og menning? Það er aðallega að maður fari í bíó“. - Framtíðarplön? „Ég kem heim í vor, er þá búin með skólann, langar í framhalds- nám en veit ekki hvort af því verður. En ég stefni að því að starfa og keppa á íslandi“. -m Þórdís Gísladóttir: Engin hjálparmeðul Póll Ólafsson Æfingar fimm daga vikunnar „ Þar sem ég er bæði í hand- knattleik og knattspyrnu má segja að ég sé á æfingum fimm daga í viku allt árið. Á vorin og haustin þegar keppn- istímabil þessaratveggja greina skarast æfi ég yfirleitt daglega en er hættur nú í seinni tíð að fara á æfingar í báðum greinum sama dag- inn“, segir Páll Ólafsson, landsliðsmaður í handknatt- leikog knattspyrnu. „Ég velti fæðunni ekki mikið fyrir mér en reyni þó að borða holla fæðu og ná einni góðri mál- tíð á dag. Maður nær aldrei að borða reglulega, hefur ekki tíma til þess, og það er óþægilegt. Maður finnur fyrir því á æfingum ef ekkert hefur verið borðað marga tíma á undan“. - Notarðu einhver hjálparmeð- ul? „Ég notaði gerikomplex, tvær töflur á dag, en hætti því í haust. Eini munurinn er sá að nú er ég Páll Ólafsson: Verð að hætta í annarri hvorri íþróttinni. ekki eins hress á morgnana og þegar ég notaði það.“ - Óttastu aldrei að þegar þú hœttir keppni muni líkami þinn eiga erfitt með að aðlagast nýjum lífsháttum? „Nei, ég hef að vísu ekki hugs- að rnikið um það en ég reikna með að ég hætti aldrei íþróttaið- kun algerlega - ég verð sennilega eilífðartrimmari. Ég á svo mörg áhugamál tengd íþróttum og hef jafnvel hugsað mér að mennta mig í þjálfun, ég hef mikinn áhuga á henni“. - Hefurðu mikinn frítíma fyrir sjálfan þig og fjölskylduna? „Já, maður verður að búa hann einhvern veginn til. Fjölskyldan hefur fengið minnstan tíma til þessa hjá manni en það þarf að breytast, það er farin að verða mikil pressa á mig um að taka mér einhvern tíma gott frí. Það er Ijóst að ég verð að hætta í annarri hvorri íþróttinni, ætli ég minnki ekki við mig knattspyrnuna fljót- lega. Ég hef ýmis áhugamál, svo sem bridds, golf, músík og bækur en þeim hef ég ekki getað sinnt síðustu átta mánuðina, síðan fjöl- skyldan stækkaði úr tveimur í þrjá!“ -VS Einar Vilhjólmsson Ætla í þjálfunar- lífeðlisfrœði „Ég æfi yfirleitt sex sinnum í viku, 3-4 tíma í einu, og þetta spannar mest allt árið“, segir Einar Vilhjálmsson spjótkast- ari sem varð í sjötta sæti á Ólympíuleikunum í Los Ange- les og hefursl. 3árdvalistvið nám í Austin í T exas í Banda- ríkjunum. „Fæðuvalið er grundvallaratr- iði í þjálfuninni. A haustin þegar ég byrja í úthaldsæfingum þarf ég á miklu magni af kolvetnum að halda en síðan breytist það í fæðu sem hefur meira próteininnihald - þegar ég þarf að auka vöðvam- assann. Ég hef sjálfur stúderað mikið fæðuna og uppbyggingu hennar, sem og flesta aðra þætti þjálfunarinnar, og hef reynt að tengja það vali mínu á náms- greinum í skólanum. - Notarðu einhver hjálparmeð- ul? „Vegna hitans hér í Texas tap- ast mikið af jónum og steinefnum í svitanum og þá tapast vítamín undir miklu álagi við æfingar og nám. Ég tek daglega 500-1500 milligrömm af vítamíni, einkum vatnsleysanlegum vítamínum, B og C. Maður þarf að vera varkár með önnur vítamín, svo sem A, D og E, því þau eru óvatnsleysan- leg og safnast í fituvefi, og sannað er að þau geta síðar meir valdið sjúkdómum. Við meiðslum, svo sem bólgum, tek ég lyf sem heitir indomedasin, sem er bólgu- eyðandi, önnur hjálparmeðul nota ég ekki.“ - Óttastu aldrei að þegar þú hœttir keppni muni líkaminn eiga erfitt með að aðlagast nýjum lífs- háttum? „Þetta er mikilvægur þáttur sem hefur reynst mörgum íþróttamönnum erfiður. Ég ótt- ast hann ekki, það mun aldrei renna upp sá dagur að ég hætti íþróttaiðkun algerlega. Ég hef áhuga á mörgum íþróttum. Ann- ars má segja að ég hafi upplifað þessi skörpu skil sem vilja verða þegar menn hætta keppni. Mun- urinn á álagi er mikill innan kepp- nistímabilsins og þegar ég tek því rólega í 4-5 vikur á haustin finn ég hvernig líkaminn breytist og þessu fylgir líka viss tegund af óróleika. Það má segja að íþróttir séu ávani - en þær eru hollur og góður ávani.“ - Hefurðu mikinn frítíma fyrir sjálfan þig og fjölskylduna? „Þetta hefur verið ansi stremb- ið þau þrjú ár sem ég hef dvalið hér í Austin. Skólinn og æfing- arnar, dagurinn erþétt setinn. Eg Einar Vilhjálmsson: Iþróttir eru ávani, en hollur og góður ávani vakna 7-8 á morgnana og er í skóla til kl. 2, þá á æfingum til klukkan 5-6 og einhvers staðar verð ég að koma fyrir 4-6 tímum í heimanám. Maður vill oft velta því á undan sér framað næstu helgi. Það er helst á haustin sem maður getur aðeins slappað af og þá hafði ég góðan tíma nú um jólin, það var velkomið tímabil." - Hver eru þín framtíðarplön, eftir að keppnisferlinum lýkur? „Ég klára BS-próf í lífeðlis- fræði í vor og áformin eru að halda áfram og fara í Masters- nám í þjálfunar-lífeðlisfræði. Ef af því verður, verð ég búsettur hér í Bandaríkjunum í 2-3 ár til viðbótar. Síðan vonast ég eftir því að geta farið heim og notfært mér þekkinguna sem ég hef öðl- ast, í náminu og á ferli mínum sem íþróttamaður. Heima vantar þekkingu og ég vona að ég geti lagt íþróttamönnum framtíðar- innar á íslandi eitthvert lið.“ - VS Sunnudagur 20. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.