Þjóðviljinn - 26.01.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.01.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR Fjárfestingar bensínhöll! 20 miljónir króna bensínmusteri Skeljungs í byggingu við Vesturlandsveg. Olís úthlutað lóð andspœnis nýju stöðinni. Indriði Pálssonforstjóri Skeljungs: Þörfin erfyrir hendi Asama tíma og olíufélögin eru nú að fara fram á enn eina hækkunina á olíu og bensíni er eitt félaganna Skeljungur langt komið með að reisa nýja og glæsi- lega bensínstöð við Vesturlands- veg á móts við Höfðabakka sem mun kosta fullbúinn um og yfir 20 miljónir. Síðar á árinu mun Olís síðan reisa bensínstöð í Grafar- vogi en félagið hefur einnig fengið úthlutað lóð undir bensínstöð við Vesturlandsveg beint á móti hinni nýju stöð Skeljungs. Aðeins nokkur hundruð metrum neðar á Vesturlandsveginum standa þeg- ar tvær bensínstöðvar Esso. „í Reykjavík er auðvitað mats- atriði hve bensínstöðvarnar eiga að vera margar, það getur vel verið að þær séu of margar og of stórar. Ég vil hins vegar benda á að fólksbifreiðum í Reykjavík hefur fjölgað um 10 þúsund á síð- asta áratug og bifreiðar lands- manna hafa rumlega fimmfaldast á síðustu 25 árum á sama tíma og bensínafgreiðslum hefur fækkað. Við höfum t.d. enga bensínstöð byggt hér í Reykjavík sl. 10 ár“, sagði Indriði Pálsson forstjóri Skeljungs er Þjóðviljinn spurði hann í gær hver þörfin væri fyrir þessa nýju bensínstöð. „Við sóttum fyrst um þessa lóð árið 1976 og í skipulagi borgar- innar er gert ráð fyrir að öll um- ferð úr borginni um Suðurlands- veg fari fram hjá þessari stöð. Staðarvalið hlýtur að ráðast af því hvar er hægt að fá lóð og hverjar líkur eru á viðskiptavin- um“, sagði Indriði. Aðspurður um áhrif uppbyggingar nýrra bensínstöðva á undanförnum árum ábensínverð, sagði hann að hún hlyti að hafa haft einhver áhrif en álagning félaganna á bensín væri mjög lág, aðeins 3.99% magnálagning auk smás- öluálagningar í núverandi verði. Indriði sagði óvíst hvenær nýja bensínstöðin yrði tekin í notkun en því væri ekki að leyna að hún væri dýr, myndi líklega kosta í Bensínstöð Skeljungs við Vesturlandsveg sunnan við Höfðabakka er stór í sniðum og mun ekki kosta undir 20 miljónum. Mynd - eik. kringum 20 miljónir. „Eg tel að öll umræða um þessi mál sé að hinu góða. Ég sé ekki að olíufélögin hafi neinu að leyna nema síður sé í þessum málum. t>að þarf að dreifa þessari vöru og það getur alltaf verið matsatriði hvað það kostar. Ég er á þeirri skoðun að alltaf megi gera betur. Olíufélögin geta gert betur og all- ur rekstur getur gert betur“, sagði Indriði Pálsson. Svan Friðgeirsson hjá Olís sagði í gær að félagið færi rólega í BUH Vinnsla hefst á ný 4 sœkja um starfforstjóra. Mannaráðningar til nýja fyrirtœkisins enn ófrágengnar Vinnsla hefst að nýju hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar á mánudagsmorgun eftir samfellt fjögurra mánaða lokun fyrirtæk- isins. Tveir af togurum útgerðar- innar eru farnir til veiða og sá þriðji á að fara út nú eftir helgina. BÚH hefur verið breytt í hlutafélagið Útgerðarfélag Hafnfirðinga, en ennþá hefur ekki verið gengið formlega frá eignauppskiptum og uppsögnum og nýráðningu starfsfólks hjá hinu nýja félagi. Fjórar umsóknir bárust um stöðu forstjóra Útgerðarfélags- ins. Tveir umsækjendur æskja nafnleyndar en hinir eru Jón R. Kristjánsson Sandgerði og Mark- ús B. Kristinsson Hafnarfirði. Stjórn nýja hlutafélagsins og út- gerðarráð BÚH fjalla nú um um- sóknirnar. - lg. Sjá Sunnudagsblað bls 16-17 Ríkisfjármál Nú verður ekki lengur hægt að ferðast út úr bænum. Það verð- ur hvergi hægt að komast á- fram fyrir bensínstöðvum. Ungs pilts saknað Saknað er 18 ára pilts sem fór að hciman frá sér í Reykjavík á sunnudag. Hann var á bifreiðinni X-5571 sem er blágrár Willys Jeepster með svörtu þaki af árg. 1967, sem lýst hefur verið eftir í Ijölmiðlum undanfarna daga. Pilturinn heitir Hafþór Már Hauksson. Hann er ljóshærður, hrokkinhærður, klæddur í svartar leðurbuxur, í svörtum mittissíð- um leðurjakka og í hvítri skyrtu. Þeir sem hafa orðið Hafþórs varir frá því á sunnudag eru beðnir að láta lögregluna vita. öllum byggingarmálum núna og hann hefði ekki trú á því að það myndi byggja í bráð á lóðinni á móti nýju Skeljungsstöðinni. Við munum samt halda lóðinni og sjá til hvernig þróunin verður á þess- um stað“, sagði Svan. - lg. Alþýðuleikhúsið Aukasýning á Petru von Kant Á mánudagskvöldið kl. 20.30 verður aukasýning á leikriti Fass- binders, Petru von Kant, að Kjarvalsstöðum. Alþýðuleikhús- ið hefur sýnt þetta verk við frá- bærar undirtektir en húsnæðis- skortur hefur hamlað því að hægt væri að anna eftirspurn. - ÞH Brennivínsgróði Stætóstjórar oanægðir Tíu ökumenn á leið tvö hafa mótmælt hraðahindrunum á Vestun'ötunni og leggja áherslu á þessi mótmæli með því að aka ekki vestur gegnum hindrunina heldur Mýrargötu útá Granda. Friðrik Söebeck stýrir þeim strætisvagni sem sést hér á mynd- inni, og sagði við Þjóðviljann að hindrunin þjónaði ekki tilgangi sínum og neyddi menn að auki til að brjóta umferðarreglurnar. „Smábílar þurfa ekkert að hægja á sér þarna, og eftir að menn eru komnir í gegn gefa þeir í aftur“, sagði Friðrik, en sagði að verst væri að menn þyrftu að fara yfirá vinstri kantinn þarna rétt við hornið. Það skapaði hættu í um- ferðinni, og hún ykist um allan helming í hálku. Úmferðarnefnd fjallar um málið á næsta fundi eftir tæpa viku. Mynd: EÓl. for í erlendar skuldir Ablaðamannafundi sem fjár- málaráðherra hélt í gær um stöðu ríkisfjármála kom fram að á þessu ári er ætlunin að vextir og afborganir af skuldum verði 5.6% af heildargjöldum ríkis- sjóðs. Upphæðin er rétt tæplega hagnaður ríkisins af rekstri ÁTVR. Einsog áður hefur komið fram er áætlaður halli á fjárlögum í ár um 735 miljónirkróna. Árið 1983 voru tekjur A-hluta ríkissjóðs 1946 miljónir umfram gjöld. Tekin lán umfram afborganir voru 555 miljónir. Hlutfallsleg skipting tekna á fjárlögum 1985 er þessi: sölu- skattur 38,8%, gjöld af innflutn- ingi 17,7%, beinir skattar 12,3%, ýmsir skattar af framleiðslu 7,6%, skattar af launagreiðslum 7,4%, hagnaður ÁTVR 6%, ýmsir óbeinir skattar 7,1%. Hlutfallsleg skipting gjalda er hinsvegar: tryggingar og heil- brigðismál 38,6%, fræðslumál 13,9%, vegamál 6,3%, lán og vextir 6,6%, dóm- og löggæsla 4,6%, orkumál 3,6%, húsnæð- ismál 3,5%, búnaðarmál 3,4%, niðurgreiðslur 2,7%, útvegsmál 2,6%, ýmislegt 15,2%. Launagreiðslur ríkissjóðs juk- ust um 19,7% frá 1983 til 1984 og töldu fundarboðendur að um 19% þeirrar hækkunar mætti rekja til samninganna í haust. - m 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJiNN Laugardagur 26. janúar 1985 ;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.