Þjóðviljinn - 26.01.1985, Side 8

Þjóðviljinn - 26.01.1985, Side 8
Haag. Þar var ég í skúlptúrnámi í 4 ár og síðan í akademíunni í Am- sterdam í 2 ár. Undanfarin 4 sumur hef ég hins vegar unnið við uppgerð á faktorshúsinu, sem vio erum nú í, og hef bæði annajt litaval á það og innkaup fyrir þaö. - Ég tek eftirþví að viðgerðin er öll mjög vönduð og smekkleg. - Já, yfirumsjón með verkinu hafði Hjörleifur Stefánsson arki- tekt en Arnór Stígsson smiður hér á ísafirði annaðist smíðarnar. Hann er listamaður eins og þú sérð. - Þú segist hafa annast innkaup? - Já, ég hef keypt í Amsterdam ýmsa hluti sem passa við stfl húss- ins svo sem kveikjara, gluggajárn og svo framvegis og allt eru þetta Hæstakaupstaðarhúsið frá 1788 er líka friðað og í eigu bæjarins. Þar hafa nú aðsetur Alþýðubanda- lagið og AA-samtökin - sem sagt AB og AA. Ljósm.: GFr. Hugmyndir hafa komið upp um að gera stóru skemmuna í Hæstakaupstað að leikhúsi og opna jafnvei gaflinn út í garðinn þannig að hægt væri að hafa útileikhús. Ljósm.: GFr. Ur stofu í faktorshúsinu. Viðgerð stendur yfir á turnhúsinu, sem norskt bjálkahús frá 1784. Þar er ætlunin að hafa sjóminjasafn. gamlir messingshlutir. Það er þannig í Hollandi að arkitektar hafa með sér samtök og fá að taka allt nýtilegt úr gömlum húsum sem á að rífa. Þeir safna því sam- an á ákveðna staði og þangað er hægt að leita og kaupa slíka hluti. Ég hef sjálfur verið á þönum hér á ísafirði og fengið að taka úr húsum, sem á að rífa, svo að hér er kominn vísir að lager líka. Þetta leynist víða og þegar maður er að stússa í þessu vaknar áhug- inn hjá fólki og það fer að hafa betri skilning á þessum gömlu brúkshlutum. Ég lét t.d. setja gamla krana á baðherbergið hér í húsið en þá fékk ég úr gömlu húsi við Silfurgötu sem nýlega var rifið. - Nú búið þið hjónin hér. Hafið þið ekki skyldu til að sýna fólki húsið? - Við leyfum öllum að skoða sem vilja. Éitt herbergið er mót- tökuherbergi á vegum bæjar- stjórnar og þar eru gamlir hús- munir og myndir af Isfirðingum sem koma við sögu þessa húss. Sjóminjasafn í Turnhúsinu - Hvert er nœsta skrefið í við- gerð þessara gömlu húsa? -Það er þegar byrjuð vinna við Turnhúsið sem er bjálkabyggt pakkhús. Arnór Stígsson er bú- inn að setja ný fótstykki í húsið sem voru orðin mjög fúin og lag- færa hliðarnar sem voru farnar að bunga út. Hann gerði það á mjög hugvitsamlegan hátt, batt bjálk- ana saman með böndum og tjakkaði síðan hliðarnar upp þannig að þær sveifluðust til og frá eins og pendúll. Þannig kom hann fótstykkjunum fyrir. Næsta skref er svo að setja nýja klæðni- ngu á þakið og ganga vel frá hús- inu að utan. Það er ekki svo ýkja mikið sem þarf að gera við það að innan, a.m.k. verður það ekki eins fínleg vinna og við Faktors- húsið. Það hefur verið steypt gólf í hluta þess sem verður t.d. að brjóta upp og setja trégólf í stað- inn. - Til hvers á að nýta Turnhús- ið? - Hugmyndin er sú að þar verði Sjóminjasafn. Ef maður skoðar bækur Lúðvíks Kristjánssonar um íslenska sjávarhætti kemur í ljós að mjög mikið af heimildum hans er héðan. Það er miklu meira hér af sjóminjum en maður gerir sér grein fy rir í fl j ótu bragði. - Nú hlýtur viðgerð á þessum gömlu húsum að vera mjög dýr. Hvernig hefur hún verið fjár- mögnuð? - Hún hefur verið fjármögnuð af ríkissjóði, þjóðhátíðarsjóði, byggðasjóði, húsfriðunarsjóði og svo auðvitað bæjarsjóði hér. Sjálfur þigg ég laun að helmingi frá Þjóðminjasafninu og að helm- ingi frá ísafjarðarkaupstað. - Er þetta ekki ákaflega spenn- andi starf? - Ég hef nú aðeins verið í því frá 1. nóvember svo að maður er rétt að átta sig á þessu en það gefur ákaflega marga möguleika. Sjáðu t.d. þennan stað hér í Neðstakaupstað, hann hefur öll skilyrði til þess að verða fyrsta flokks safn. Hann er við sjóinn, á besta stað á landinu og í miðju atvinnulífinu. Það getur ekki ver- ið betra. Eitt af því sem fljótlega þarf að gera er að gera umhverfið aðlaðandi með þvf að hreinsa til á svæðinu og snyrta það til. Sjúkrahúsið sem safnahús - Nú á ég bara eftir að spyrja þig um Listasafnið. Hvers konarsafn er það? - Það hefur hingað til ekki haft neinn samastað og verið í hálf- gerðri niðurníðsju en það á um 60 verk, mörg ágæt. Draumur okkar er sá að fá gamla sjúkrahúsið til afnota sem bóka- og listasafn og skv. greinargerð frá Knúti Jepp- esen arkitekt er bæði ódýrara og hagkvæmara að leysa húsnæði- svandræði þessara safna með því að fá þeim stað þar heldur en að byggja yfir þau. Þá yrði bóka- safnið á l.hæð, listasafnið á 2.hæð en á 3.hæð yrði aðstaða fyrir funda- og fræðslustarfsemi. - Er bœjarstjórnin ekki inni á þessari línu? -Það eru einhverjar hugmynd- ir uppi um að langlegusjúklingar fái þar inni en sú hugmynd finnst mér fráleit. Það yrði að setja lyftu í húsið og gera margar aðrar breytingar sem skemmdu þetta virðulega og fallega hús sem Guðjón Samúelsson teiknaði á sínum tíma. Ég tel að húsið eigi að vera menningarmiðstöð. - Eru einhver áform um sýn- ingar á vegum safnsins á nœst- unni? - Framundan er sýning á betri verkum safnsins og eins ætlum við að efna til sýningar á verkum Kristjáns Magnússonar sem var frá ísafirði. Hann lærði í Banda- ríkjunum en dó ungur. Ég bið hér með fólk sem veit um myndir eftir hann að láta mig vita. Þá hef ég mikinn hug á að reyna að kaupa verk inn í safnið til þess að fylla upp í myndlistarsögu ís- lands. - Mérskilst að hér hafi um dag- inn verið stofnað áhugamannafé- lag um myndlist? - Já, það var stofnað í haust og er tilgangur þess að fá sýningar til ísafjarðar og kynna myndlist að öðru leyti. Yfir 40 manns eru þeg- ar í félaginu og það hefur fengið húsnæði í gamla Ríkinu við Aðal- stræti. Við höfum efnt til einnar sýningar sem haldin var í húsa- kynnum Hótelsins. - Nú ert þú myndlistarmaður. Geturðu unnið eitthvað að eigin myndlist? - Ég ætla að reyna það. Nær allir myndlistarmenn hér á landi eru líka í brauðstritinu og er ég þar engin undantekning. - Hvers konar myndlist hef- urðu mest verið í? - Ég hef verið mest í bókagerð á undanförnum árum og einnig vatnslitamyndum og teikningum. Blaðamaður man eftir Jóni í tónlist fyrir nokkrum árum en hann lék t.d. með Diabolus in Musica á sínum tíma. Stór bassi er við hliðina á flygli konunnar en hann lætur lítið yfir því að hann spili eitthvað að ráði. Hann leyfir mér að lokum að heyra og sjá verk eftir sig frá Amsterdamár- um. Verkið heyrir maður af seg- ulbandi en sér það á myndum sem Jón hefur í fórum sínum. Það heitir Hringfjórðungur. Verk fyrir slagverksleikara, fimm strengda blindramma og eitt mál- arabretti. Og svo geta menn sett ímyndunaraflið í gang. Blaðamaður situr góða stund í þessu stórkostlega húsi við spjall við hjónin og kaffi og svo er hald- ið út í kuldann og hríðina. -GFr 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.