Þjóðviljinn - 26.01.1985, Síða 9

Þjóðviljinn - 26.01.1985, Síða 9
Tímarit Skírnir komínn út út er kominn 158. árgangur Skírnis, tímarits Hins ísienska bókmenntafélags og er hann óvenju mikill að vöxtum þetta áreða 330 blaðsíður. Ritstjórar eru Kristján Karlsson og Sig- . urður Líndal. Sem fylgirit er svo 16. bók- menntaskrá Skírnis sem Einar Sigurðsson hefur tekið saman að venju. Skírnir hefst að þesu sinni á minningarorðum um Ólaf Jóns- son ritstjóra sem lést 2. janúar f.á. Þá eru birt tvö kvæði eftir Kristján Karlsson. Síðan taka við þessar ritgerðir: Ástráður Eysteinsson: Bók- menntir og þýingar, þar sem rædd eru ýmisleg álitaefni um þýðingar bókmenntaverka á íslensku. Matthías Viðar Sæmundsson: Syrpa um Kristján Fjallaskáld. Eru þar raktir þættir úr ævi skáldsins, einkum Reykjavíkurár hans. Síðan eru birtar Sögur og ritgerðir eftir Kristján, fjórar sögur, ein þýðing, og tvær rit- gerðir, en ekkert af þessu efni hefur birst áður. I athuga- semdum segir Matthías Viðar: „Ef marka má bókmenntasögur hefur dauði verið yfir íslenskri smásagnagerð frá útgáfu Fjölnis 1847 til útkomu Verðandi árið 1882. Sögur Kristjáns sýna hins vegar að þá var líf, hikandi að vísu - en líka Iíf“. Sigurður Líndal: Lög og lagasetning í ís- lenska þjóðveldinu. Þar er þess freistað að skýra ákvæði Grágás- ar um lagauppsögu lögsögu- manns, um réttingu laga og gerð nýmæla með hliðsjón af almennu viðhorfi manna á miðöldum til lága og réttar, og jafnframt að tengja hugsun þá sem býr að baki Grágásarákvæðunum við réttrík- ishugmyndirnútímans. Þorsteinn Gylfason: Hvað er réttlæti? Þar er fjallað um ýmis atriði í stjórnmálaheimspeki síðustu ára,/ mest um svonefnda frjálshyggju - sem höfundur vill kalla lágríkis- kenningu - og hafnar með ýms- um rökum. Hann ver þá hefð- bundnu hugmynd sem helstu stjórnspekingar samtímans hafna, að réttlæti ráðist af verð- leikum. í lokin reifar hann eigin kenningar um réttlæti sem hann nefnirsannmæliskenningu. Pétur Knútsson Rigdewell: Um þýð- ingu Halldóru B. Björnsson á Bjólfskviðu, en sú þýðing birtist fyrir nokkru. Þórður Harðarson: Sjúkdómur Egils Skalla- Grímssonar. Er þar greint frá því hvað muni hafa gengið að Agli í ellinni. Eiríkur Jónsson: Dómurí dagsljósi. í ritgerðinni er ýtarleg gagnrýni á dómnefndarálit um ritið Rætur íslandsklukkunnar sem höfundur sendi heimspeki- deild Háskóla íslands til doktors- varnar. Síðan er dómnefndará- litið sjálft birt. Dr. Gunnlaugur SJAIST mcð endurskini Umferöarr^ð Þórðarson og Björn Th. Björns- son rita Skírni bréf og skiptast þar á skoðunum um það hver sé höf- undur tiltekins málverks. Loks eru ritdómar eftir Aðalstein Ing- ólfsson, Jón Hnefil Aðalsteins- son og Peter Hallberg. Árgjald hefur verið ákveðið 750 krónur, en við bætist send- ingarkostnaður, 32 krónur. Karl Marx á spiladós Svisslendingar hafa um margar aldir sérhæft sig í spiladósum af ýmsu tagi. Ný- lega er ein slík komin á mark- aðinn sem mörgum mun að líkindum finnast mesta óhæfa. Sýnir hún Karl gamla Marx, sem snýst í hring þegar dósin er trekkt upp og lyftir hendi í takt við Internationalinn sem spila- dósin flytur. Undir hendinni heldur Karl á höfuðriti sínu frægu, Das Kapital - en sú bók hefur reyndar gefið nafn íslenskri rokksveit. SÖLDEN SÁ BESTI VARD FYRIR VAUNU Aðferðin var í sjálfu sér einföld: Við kynntum okkur alla þekktustu skíðastaði Austurríkis og völdum síðan þann besta EINSTÖK AÐSTAÐA í Sölden færð þú á einum stað allt sem til þarf í frábæra skíðaferð. Hvort sem þú ert einn á ferð, með fjölskylduna eða í stærri hóp, uppfyllir Sölden allar þínar kröfur - og heldur meira. Umhverfið er heillandi og veðursæld mikil. Ótrúlega þétt lyftukerfi teygir sig upp eftir hlíðunum og skilar þér í allt að 3.100 m hæð. Brautimar eru vel merktar og allt lagt upp úr því að hver maður finni brekkur við sitt hæfi. Mörg hundruð skíðakennarar eru til taks, útsýnisstaðir, veitingastaðir og hvíldarstaðir eru á hverju „strái“ og dagurinn líður hratt, fullur af skemmtilegum atvikum, - ævintýri líkastur. FRABÆRT NÆTURLIF Þegar líður að kvöldi læturðu notalega þreytuna líða úr skrokknum í sundlaugum, nuddpottum og gufuböðum, og færð þér síðan hressingu á huggulegum bar þar sem útsýnin til snæviþakinna fjalla verður ógleymanleg í Ijósaskiptunum. Kvöldið tekur síðan við í eldfjörugum Tírólabænum: Veitingastaðir, diskótek, skemmtistaðir, nætur- klúbbar og hressilegt götulíf gefur hverju kvöldi nýjan lit og setur punktinn yfir i-ið í glæsilegri skíðaferð. SÖLDEN Á EKKI SINN LÍKAN - ÞVÍ GETURÐU TREYST VERD FRA KR. 20.800. og mjög góðir greiðsluskilmálar að auki! (Miðað við gengi 21.11 '84) Gisting er fjölbreytt og við allra hæfi. Ferðatilhögun gæti ekki veirð öllu þægilegri: Beint leiguflug til Innsbruck og örstuttur akstur til Sölden. Brottfarardagar: 9. febrúar, 23. febrúar. Nýr brottfarardagur: 9. mars. * Sbr. niðurstöður fjölmargra skíðasérfræðinga evrópskra tímarita. Samvinnuferóir - Landsýn AUSTURSTRÆTl 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.