Þjóðviljinn - 14.02.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.02.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Leyndarmál í 25 liðum Þegar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók viö völdum í hitteðfyrra stóö hún fyrir hinum harðvítugustu aðgerðum sem nokkru sinni hafa verið framkvæmdar á íslandi. Allar þessar að- gerðir sem ríkisstjórnin framkvæmdi þá, og síð- an hafa verið framkvæmdar einkennast af því, að þær beinast allar gegn launafólki en eru fjármagnseigendum og fyrirtækjum sérstak- lega í verslun og þjónustu til góða. Kaupgjaldið var skorið niður jafnt og þétt og er núna nær 30% minna en það var árið 1982. Táknrænt fyrir þessa ríkisstjórn var svo afnám mannréttinda í landinu; verklýðshreyfingunni var bannað að fara í verkföll með lögum einsog í Póllandi og Steingrímur Hermannsson hótaði verkafólki lögregluaðgerðum ef ólögin yrðu brotin á bak aftur - en það var sami Steingrímur og talaði í sjónvarpi í fyrrakvöld um samráð við verklýðshreyfinguna á þessu ári sem kæmi í staðinn fyrir launahækkanir. í verkfallsátökunum sl. haust sýndi launafólk að það eru takmörk fyrir því sem það unir af hálfu stjórnvalda. Það er ekki endalaust hægt að troða á launafólki. Um síðir gafst ríkisstjórnin upp í haust og leyfði samninga um kauphækk- anir, en tók þær jafnharðan til baka með gengis- fellingu og óðaverðbólgu sem hún reynirsvo að kenna launafólkinu um. Ríkisstjórn Steingríms tapaði tiltrú kjósenda og skoðanakannanir gefa rækilega til kynna að meirihluti kjósenda vill þessa ríkisstjórn frá, - hún hefur fengið mörg tækifæri og klúðrað þeim öllum. Almenningur er orðinn þreyttur á henni, hún er vond ríkisstjórn. Steingrímur Hermannsson hefur næstum því jafn gott pólitískt nef og síamstvíburi hans í and- anum, Albert Guðmundsson og reyndi því eins og hann gat að fá ríkisstjórninni breytt; nýja ráðherra í skiptum fyrir gamla og óvinsæla. Jafnframt þessu tilkynnti hann um víðtækar efnahagsráðstafanir; tillögur sem lagðar yrðu fram þegar þing kæmi saman. Um ekkert af þessu náðist samkomulag innan ríkisstjórnarflokkanna og því komu engar efnahagstillögur heldur vangaveltur sem fáir taka mark á. Málgagn fjármálaráðherra, Morg- unblaðið, talar um óþarfa eftirvæntingu og mál- gagn forsætisráðherra NT nennir varla að segja frá plagginu. Steingrímur er hins vegar lævís einsog fyrri daginn og upplýsir alþjóð um það að hann hafi sett saman í tómstundum sínum tímaplan á efnahagsaðgerðirnar. Hann upplýsti í sjónvarp- inu í fyrrakvöld að hann hefði engum sýnt þetta plagg, sem kemur í stað efnahagstillagnanna- en Albert huggaði þjóðina og sagði að forsætis- ráðherra væri alveg treystandi til að gera svona áætlun. Forsætisráðherra hefur hins vegar upplýst að þingflokkum stjórnarinnar væri ekki treystandi fyrir trúnaðarmálum, þannig að líkur standa til að enginn fái að vita um tímaáætlun Steingríms Hermannssonar í 25 liðum. Máske gerir það heldur ekkert til, því af alþingi lifir ekki nema 17 dagar fyrir deildarfundi á þessu þingi - og enginn tími vinnst til að af- greiða 25 frumvörp frá ríkisstjórninni. Þá er hægt að stjórna með bráðabirgðalögum og banna mannréttindi á ný, það eru stjórnarhættir sem þeir kunna að meta herramennirnir og hefðarfrúrnar í ríkisstjórninni. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa lýst því yfir að þeir væru ekki til viðræðu um launahækkanir. Hins vegar vilja þeir það sem þeir kalla „samráð. Það samráð verður ekki við alþingi, ekki við þingflokka ríkisstjórnarinnar sem ekki er treystandi fyrir trúnaðarmálum og ekki við launafólk sem hefur hafnað ríkisstjórn- inni. Með hverjum á þá Steingrímur Hermanns- son leyndarmál sitt í 25 liðum? - Verður „sam- ráðið“ ef til vill við „skuggaráðuneyti'1 í Garðast- rætinu? -óg. KUPPT OG SKORIÐ Skuldafen húsbyggjenda Um þessar mundir brenna fá mál jafn heitt á jafn mörgum íslend- ingum og húsnæðismálin. Alls staðar á landinu eru fjölskyldur í þann veginn að missa hálfköruð hús sín. Það má segja að ástæð- urnar séu fyrst og fremst af þrennum toga spunnar: í fyrsta lagi hafa afborganir hækkað miklu meir en tekjumar, því einsog allir vita eru laun ekki lengur vísitölubundin. Það eru lánin hins vegar. Gunnar G. Schram, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins gerir þessu snotur skil í DV fyrr í vikunni: „Tökum dæmi. Lán að upphæð krónur 120þúsund, sem tekið var í upphafi verðtryggingar árið 1979, var orðið 796 þúsund á gjalddaga 1984 eftir að af því hafði verið greitt það ár og öll árin áður. í upphafi jafngilti árleg afborgun af þessu láni 3 mánað- arlaunum verkamanns en jafngilti 6,6 mánaðarlaunum 1984. Ef miðað er við taxta verslun- armanna kemur í ljós að verðt- ryggt lán tekið í árslok 1979 hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna hefur rúmlega áttfaldast en laun hafa aðeins rúmlega fimmfaldast. Sá, sem slíkt lán fékk er því 50 prósent lengur nú að vinna fyrír afborgunum en þegar hann tók lánið“. Snarvitlaus vfsitala í öðru lagi er verðtrygging húsnæðislána frá Byggingarsjóði ríkisins miðuð við snarvitlausa vísitölu einsog Þjóðviljinn rakti mjög rækilega í gær. Verðtrygg- ingin er reiknuð út frá lánskjara- vísitölunni (sem grundast að % á framfærsluvísitölunni og lA á byggingarvísitölu) sem hækkar hraðar en byggingarvísitalan. Þetta leiðir til þess að maður sem fær andvirði einnar íbúðar lánað þarf í fyllingu tímans að greiða raunvirði'tveggja íbúða til baka. Þetta má einfalda með tilbúnu dæmi: Lán sem tekið var 1980 og nægði þá til að kaupa 100 fet af timbri vex svo að raungildi að fullgreitt með verðbótum nægir það til að kaupa mun meir en svarar til 100 feta af timbri. Viðbótardæmi um fáránleika lánskjaravísitölunnar er svo það, að verðhækkanir til að mynda á brennivíni og tóbaki leiða til þess að skuldir húsbyggjenda stór- hækka (því framfærsluvísitalan hækkar). Þannig leiddu verð- hækkanir síðustu 11 mánaða á þessum vörum eingöngu til þess að öll lán til húsbyggjenda á síð- asta ári hækkuðu um 24 miljónir! Fyrirkomulag verðtryggingar- innar í dag leiðir því til þess að húsbyggjendum er í rauninni gert að greiða okurskatt af lánum sín- um til lánveitandans. Hurðarás Steingríms í ofanálag bætist svo, að hús- næðismálastjórnarlánin koma miklu seinna til lántaka en gert er ráð fyrir. Fólk ræðst af bjartsýni og stórhug í að byggja og tekst þá á hendur ákveðnar greiðslu- skyldur sem byggjast á því að húsnæðismálastjórnarlánin komi á réttum tíma. Um langt skeið hefur það hins vegar ekki gengið. Menn grípa þá til þess að brúa bilið með skammtímalánum, greiða af þeim háa vexti þannig að þegar húsnæðismálastjórnar- lánin loksins koma hrökkva þau ekki til að greiða skammtímalán- in í bönkunum. Þessi þrjú atriði leiða til þess að ótrúlegur fjöldi ungs fólks sem er að reyna að koma upp húsnæði á í gífurlegum þrengingum um þess- ar mundir. Fjöldi nauðungarupp- boða hefur því sjaldan verið jafn mikill og núna. Það var þess vegna fróðlegt að sjá viðbrögð Steingríms Her- mannssonar, forsætisráðherra þegar hann var í sjónvarpsþætti í fyrrakvöld spurður út í hvaða bjargráð ríkisstjórnin hefði í hyg- gju fyrir þetta fólk. Það verður bara að selja, var svar forsætisráðherrans, það hef- ur reist sér hurðarás um öxl. Beiskur mjöður Staðreyndin er einfaldlega sú, að ríkisstjórnin hefur ekkert ráð til lausnar húsbyggjendum í vanda. Innan hennar tókst ekki samstaða um tekjuöflun með stóreignaskatti og skyldusparn- aði á hátekjur einsog Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra hafði þó nánast lofað fólki. Málið er einfaldlega það, að í stjórnar- liðinu er ekki pólitískur vilji til að leysa úr nauðum ungs fólks sem er flækt í okurneti banka- og húsnæðiskerfisins. Það er sá beiski mjöður sem mönnum er boðinn úr kaleik Steingríms Her- mannssonar. Menn geta bara selt, verður þá væntanlega næsta kosninga- slagorð Framsóknarflokksins. Albert situr Albert Guðmundsson fór ekki beinlínis á kostum í þessum sama sjónvarpsþætti en talaði hins veg- ar á borð við heilt málfundafélag. Það sem merkilegast kom frá honum hæstvirtum fjármálaráð- herra voru endurteknar ástar- játningar hans til samráðherra sinna. „Það er sko engin misklíð hjá okkur“ var viðkvæðið. Þetta er mjög lýsandi fyrir við- horf Alberts til núverandi ríkis- stjórnar. Hann vill lífdaga hennar sem lengsta, því honum er það fulljóst að eftir sjálfsmörk sín úr BSRB verkfallinu mun flokkur- inn aldrei veita honum tækifæri á ráðherrasæti í annarri ríkisstjórn. Ekki heldur viðreisnarstjórninni sem Sjálfstæðisflokkinn er farið að dreyma um. Svo Albert ætlar að sitja og sitja. -ÖS DJ0ÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: ðskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar ólason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 14. febrúar 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.