Þjóðviljinn - 14.02.1985, Blaðsíða 11
UNG BORN
Eftirfarandi pistill um börn og
leikföng fyrstu 6 árin er úr
bæklingi Barnavinafélagsins
Sumargjafar og Völuskríns
sem heitir „Börn, leikirog
leikföng"
Fyrsta árið
Á fyrsta árinu er barninu allt
nýtt og framandi en jafnframt
spennandi. Með því að horfa,
hlusta, smakka og þreifa kynnist
það umhverfi sínu.
Barnið þarfnast hluta til að
horfa á og fylgja eftir með augun-
um. Áður en barnið getur haldið
á hlutum ætti að hengja yfir rúm
þess litskrúðuga hluti t.d. óróa,
blöðrur, bjöllur o.fl.
Ungbarnið þarf að heyra mikið
af venjulegu talmáli en það þarf
einnig að fá hluti sem gefa frá sér
hljóð. Hringlur, mismunandi að
gerð og lit, spiladósir og bjöllur,
veita því mikla ánægju.
En það er ekki nóg að horfa,
barnið verður líka að fá að
snerta. Það uppgötvar líkama
sinn, leikur sér að höndum sínum
og tám, og er það fer að grípa eftir
hlutum skoðar það þá í krók og
kring, kreistir, bítur og sleikir.
Leikföng til að handfjatla, mis-
munandi að stærð, gerð, lögun og
lit t.d. naghringir, hringlur,
tuskubrúður og dýr koma að
góðu gagni.
I leiknum lærir barnið að
þekkja líkama sinn og uppgötvar
að það getur stjórnað hreyfingum
sínum. Um leið og barnið fer að
skríða hefur það gaman af leik-
föngum sem velta í burtu frá því.
Bolti, veltileikföng, trébflar og
trédýr á hjólum eru góð leikföng
fyrir barn á þessu aldursskeiði.
Þegar barnið fer að geta setið
finnst því gaman að rugga sér eða
róla.
í lok fyrsta ársins er barnið
mjög athafnasamt og rannsakar
nú umhverfi sitt. Það skoðar í
skápa og skúffur og einfaldir
hlutir, sem taka má sundur og
setja saman aftur, hafa sérstakt
aðdráttarafl.
Leikföng þurfa að vera sterk,
litrík, skaðlaus og gott að halda
þeim hreinum, því að eins og
áður segir kannar barnið leik-
Þriggja til sex
ára börn
Á þessu skeiði lífsins á forvitni
barnsins sér engin takmörk.
Leikirnir verða fjölbreyttari en
áður og í vitund barnsins eru þeir
alvarlegar athafnir og hafa til-
gang.
Barnið sökkvir sér niður í
leikinn sem er í senn vina þess og
nám. Það er óþreytandi við að
setja á svið atburði og atvik og
hver leikut veitir því nýja reynslu
og er því ávinningur.
í leik lærir barnið að þekkja
sjálft sig, umhverfið og aðstæður
úr daglegu lífi. Það fær útrás fyrir
athafnaþrá sína og öðlast leikni á
sviðum. í leikjum við önnur börn
vex hæfni þess til samskipta við
aðra.
Leikurinn veitir mikla mögu-
leika til málnotkunar, ný orð og
hugtök lærast, og barnið sjálft
tjáir tilfinningar sínar og hug-
myndir.
En leikurinn er ávallt fyrst og
fremst leikur og einmitt þess
vegna nauðsynlegur.
Á þessum aldri er þörfin fyrir
leikföng hvað brýnust og ætti
barnið að eiga aðgang að mörg-
um gerðum leikfanga.
Hvaða leikföng
þurfa börnin?
Ábendingar um leikföng
sem hæfa þroska bams og getu
milupa
16 tegundir af hollum
og góðum barnamat
16 TEGUNDIR: o
Bl. ávextir 7 korna Gulrætur
Bananar morgunm. Blómkál
Perur Hafrar meö Haustbl.
Epli eplum Sumar-
Appel- Súkkulaöi salad
sínur Ananas
Bl.ber Blandaö
Hrís dessert grænmeti
fangið með munninum engu
síður en með augum og höndum.
Eins til tveggja
ára börn
Þegar barnið fer að ganga opn-
ast því nýr heimur. Hinir marg-
víslegu hlutir úr nánasta um-
hverfi barnsins verða því skyndi-
lega aðgengilegir og það tekur til
við að rannsaka þá af mikilli elju.
Eldhúsáhöld, svo sem pottar,
sleifar og skeiðar, eru ágæt
leikföng á þessu skeiði, þau
brotna ekki, auðvelt er að ná á
þeim taki, og með þeim má búa
til skrýtin og skemmtileg hljóð.
Barnið fer nú að herma eftir
algengustu athöfnum úr um-
hverfi sínu, og gegna brúðan og
bangsinn þar mikilvægu hlut-
verki.
f fyrstu gerir barnið þó lítið
annað en halda á brúðunni,
þrýsta henni að sér eða draga
hana á eftir sér. En smám saman
kemur að því að það tekur til að
klæða „barnið“ úr eða í, mata
það hugga og svæfa. Hér kemur
brúðuvagn að góðum notum, en
nauðsynlegt er að hann sé stöðu-
gur og einfaldur að allri gerð.
Aukinn hreyfiþroski gerir
barninu kleift að takast á við ný
og spennandi verkefni.
Strax og barnið fer að ganga
hefur það unun af því að ýta leik-
föngum eða draga þau í bandi,
t.d. vagnaogdýr. Bílar oggöngu-
hjól, sem hægt er að sitja á og
spyrna áfram, veita mikla ánægju
og styrkja fætur barnsins.
En barnið þarf á fleiru að
halda. Leikföng sem stuðla að því
að samhæfa huga og hönd og
greina sundur mismunandi
lögun, stærð, áferð og þyngd eru
nauðsynleg.
Allt eru þetta mikilsverð atriði
sem fullorðnir taka oft sem sjálf-
sagðan hlut og gleyma að eitt sinn
þarf að læra. Hér henta vel ein-
föld leikföng eins og slagtré, ífell-
uspil og kassar eða vagnar með
kubbum í.
Foreldrar geta leiðbeint barn-
inu og hjálpað því en mikilvægt er
að hvetja barnið til að leika sér
sjálft, örva það til að reyna þang-
að til því tekst að leysa verkefnið.
Öryggiskenndin er mikilsverð-
ur þáttur í leik lítils barns. Þegar
það fer út tekur það oft með sér
leikfang sem það þekkir vegna
þess að það veitir öryggistilfinn-
ingu.
Börnum verður ævinlega
mikið um ef eftirlætisleikfang
skemmist. Óhætt er að fullyrða
að það er aldrei sök ungs barns ef
leikfang eyðileggst. Sökin er
framleiðandanna eða vanþekk-
ing þeirra sem gáfu barninu
leikfang sem hæfði því ekki.
SIGTUNI 1
REYKJAVÍK
SÍMAR 14444-16645
milupa ^ ] n!upa C3
Milch-Fertigbrei Milch-Fertigbrei
MILUPA vítamínbættur barnamatur
er ekki aöeins hollur og næringarríkur
heldur einnig bragðgóður — og umfram
allt handhægur og drjúgur.
Þér getið treyst MILUPA — yfir hálfrar
aldar sérhæfing í barnamat.
Dagstimpill og leiðarvísir á hverjum
pakka tryggir yður góða vöru.
— Og ekki spillir veröiö —
Fæst í næstu lyfjabúð og
í matvöruverslunum.