Þjóðviljinn - 14.02.1985, Blaðsíða 15
rina
rnin
ðing
mælum ummál höfuðsins, athug-
um augnsamband og heyrn og
viðbrögð barnsins. Við spjöllum
um mataræði þegar barnið fer að
geta tekið við fastri fæðu. Heilsa
móðurinnar er ekki síður mikil-
væg og ef önnur börn eru á
heimilum er líka fylgst með þeim.
Þessi þjónusta er ætluð allri fjöl-
skyldunni þó ástæðan fyrir
heimsókninni sé hinn nýi fjöl-
skyldumeðlimur. Við fræðum um
þroska barnsins, heppileg leik-
föng, tanntökur, slys, þrjósku-
skeið, koppa og fleira og afhend-
um bæklinga um þessi efni. Ég vil
ítreka það að við erum fyrst og
fremst stuðningsaðili við foreld-
rana og förum ekki í heimahús til
að athuga hvort fólk er búið að
búa um og þvo upp. Það er fátítt
að foreldrar neiti þessum heim-
sóknum.
Við 3 mánaða aldur koma svo
börnin í skoðun hingað á heilsu-
verndarstöðina. Það er reynt að
koma því þannig fyrir að sami
hjúkrunarfræðingur sem fór í
heimahús skoði börn hér. Börnin
eru áfram vigtuð og mæld og
fylgst með heilsufari þeirra al-
mennt. Þau eru bólusett við barn-
aveiki, kíghósta, stífkrampa,
mænusótt og mislingum. Nú eru
það læknar sem skoða og bólu-
UNGBORN
Henni Ágústu litlu var Irtiö um aðkomufólkið gefið. Ljósm.: E.ÓI.
setja nema í 7 mánaða skoðun þá
er það hjúkrunarfræðingur.
Börnin koma í skoðun 3, 4, 6, 7,
10,14 mánaðaogsvo 2 og4 ára. 4
ára skoðunin er sú síðasta og við-
amesta. Hún er í 2 hlutum.
í fyrri hlutanum er athugaður
þroski barnsins, það er t.d. látið
ganga á planka, þræða perlur upp
ábandþ.e.a.s. athugaðurergróf-
og fínhreyfiþroski. Sjón og heyrn
er líka skoðuð og inn í þennan
fyrra hluta fellur viðtal við foreld-
rana um barnið og þroska þess.
Seinni hlutinn er svo venjuleg
vigtun og mæling og læknis-
skoðun. Eftir þetta tekur svo
skólalæknir eða skólahjúkrunar-
fræðingur við og fylgist með
barninu.
Ungbarnaeftirlitið er hugsað
sem fyrirbyggjandi þjónusta en ef
veikindi eru á auðvitað að snúa
sér til læknis. En með því að fylgj-
ast vel með má komast fyrir ýmis-
legt á byrjunarstigi. Flest börn
fylgja t.d. sinni eigin þyngdar-
kúrfu sem aftur líkist lögun stað-
laðrar meðalkúrfu. Einhver frá-
vik eru eðlileg en verði þau óeðli-
lega mikil er reynt að leita að
skýringu á því. Eins er með þau
börn sem eru slæm af maga-
krampa, þau fáum við inn í at-
hugun. Þá eru teknar þvagp-
rufur, kíkt í eyrun o.s.frv. til að
komast að orsökinni.
Fyrirbyggjandi
þjónusta
En það eru afskaplega mikil
viðbrigði að verða foreldri og ef
þeir eru stressaðir hefur það
auðvitað sín áhrif á barnið. Við
erum líka með símatíma og hvetj-
um fólk til að hringja ef eitthvað
er. Það er líka ágætt að skrifa nið-
ur spurningar fyrir næstu skoðun
og við hvetjum feður til að koma
með ef hægt er.
Hvað brjóstagjöf varðar þá
hefur átt sér stað jákvæð þróun.
Það sést meðal annars á svokall-
aðri brjóstaskýrslu sem við ger-
um ár hvert. Þeim konum sem
hafa börn sín á brjósti lengur en 3
mánuði fer ört fjölgandi, aftur á
móti fækkar þeim konum sem
hafa börnin á brjósti 2 mánuði
eða skemur. Þetta er merkileg
þróun í ljósi þess að fæðingaror-
lofið er bara 3 mánuðir. Þetta
stutta fæðingarorlof stingur líka í
stúf við áróðurinn fyrir brjósta-
gjöf. Það er í bígerð hjá okkur að
vera með opið hús fyrir mæður
með börn á brjósti einu sinni í
viku, svipað fyrirkomulag og á
heilsugæslustöð Kópavogs. Þar
geta konur með börn á brjósti
hist og borið saman bækur sínar
en hjá okkur er þetta allt á byrj-
unarstigi ennþá. Það er í gangi
aukinn áróður fyrir því að byrja
ekki með fasta fæðu fyrr en í
fyrsta lagi við 4-6 mánaða aldur
vegna ofnæmishættu.
Við mælum líka með því að
börnum sé þá gefinn ferskur
matur og ekki tilbúinn en um það
eru auðvitað skiptar skoðanir.
Eftirlit með innflutningi á barna-
mat er enginn og erfitt að fá vitn-
eskju um hvaða aukaefni eru í
tilbúna barnamatnum. En öll
viljum við börnum okkar aðeins
það besta og það er reynsla mín í
þessu starfi að fólk hugsar yfir-
leitt vel um börnin sín og hefur
áhyggjur af velferð þeirra.
aró
FYRSTU SPORIN varða miklu
bama
tóunn
Þroskahömlun
barna
hitgerðir eftir ýmsa
höfunda
Ellefu íslenskir sérfræðingar
fjalla um þetta efni út frá
læknisfræðilegu, sálfræðilegu
og félagslegu sjónarmiði. Gefin
útað tilhlutan
Landssamtakanna
Þroskahjálpar.
125bis.
BARNIÐ ÞITT
Barnið þitt
I bók þessa skal skrá fyrstu
áfangana í lífi barnsins, svo
sem fæðingu, skírn, heilsufar
og fyrstu sporin á
þroskabrautinni.
Efni í dýrmætar minningar.
Prýdd fallegum myndum.
Charles Hannan
Foreidrarog
"þroskaheft börij
Samlöl <rtd fontióti þfosVaheltfa bama
Barnasjúkdómar
ogsiys
Ake Gyllenswárd og
Ulla-Britt Hágglund
Hér er lýst venjulegum
einkennum barnasjúkdóma á
glöggu og auöskiljanlegu máli
með fjölda mynda. Með hjálp
bókarinnar má greina
sjúkdómana á frumstigi og taka
ákvörðun um hvort rétt sé að
leita læknis. Einnig er greint frá
margs kyns áföllum og slysum
sem hent getur börnin og
hvernig bregðast skuli við.
Bókin veitir ómissandi öryggi í
barnauppeldinu.
117 bls.
Foreldrarog
þroskaheft börn
CharlesHannam
Bók um vandamál foreldra sem ,
eiga þroskaheft börn. Fjallað er
um viðkvæmt efni af
sálfræðilegu innsæi og
þekkingu.
128bls.
þrc^icaog Itímta &ú æúntm
Ungbarnið
Anna Margrét Ólafsdóttir
og MaríaHeiðdal
Ýtarlegar upplýsingar um
þroska og umönnun barna
fyrstu tvö æviárin. Gagnleg
öllum sem annast lítil börn,
hentarveltilkennsluá
heilsugæslusviði.
Barnið okkar
Penelope Leach
Víðtækasta og fróðlegasta bók
sem samin hefur verið í seinni
tíð um uppeldi ungbarna.
Höfundurinn er sálfræðingur og
tveggja barna móðir. Fjallað er
um sex fyrstu æviárin með því
að reyna að lifa sig inn í líðan
barnsins sjálfs. Ómissandi bók
öllum foreldrum, náma af
fróðleik um ábyrgðarmesta og
gjöfulasta skyldustarf lífsins: Að
hjálpa lítilli mannveru fyrstu
sporin. Yfir 500 myndir eru í
þessari glæsilegu bók.
512 bls.
/ 'jmmur lirmml
Bumi
Meðganga
ogfæðing
Laurence Pernoud
Fræðslurit handa verðandi
mæðrum eftir svissneska konu
og hefur verið þýtt áfjölmörg
tungumál. Bókin býður upp á
mikið safn hagnýtra upplýsinga
og fræðir ýtarlega um barnið og
móðurina frá getnaði til
fæðingar. í bókinni erfjöldi
mynda.
285 bls.
Dagvistarheimili-
geymsla eða
uppeldisstaður
Gunilla Ladberg
Bókin byggir á könnun
höfundar á starfsemi
dagheimila í Svíþjóð og fjallar
um samstarf eða skort á
samstarfi milli starfsfólks
heimila og foreldra barnanna.
I86bls.
Bræðraborgarstíg 16 Pbsthólf 294
121 Reykjavík Sími 12923 - 19156
Augld. Þjóðvlljan: