Þjóðviljinn - 14.02.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.02.1985, Blaðsíða 9
Reykjavík Helmingur barna í dagvist Rætt við Berg Felixson framkvæmdastjóra Dagvistarheimila Reykjavíkur Það er um 54,3% barna á aldrinum 0-6 ára í Reykjavík í skipulagðri dagvist, sagði Bergur Felixson fram- kvæmdastjóri Dagvistarheim- ila Reykjavíkur þegar hann var inntur eftir ástandi dagvi- stunarmála í borginni. Reykjavíkurborg er með 2088 leikskólapláss og 1113 dagheimi- lispláss. Þetta gerir samtals um 3401 pláss og deilt með fjölda barna í Reykjavík sem var um síðustu áramót 8351 barn verða þetta um 39,3% barna í gæslu á stofnunum sem við rekum. Ríkis- spítalarnir eru með um 250 plás eða 3% og á dagheimilum sem aðrir reka eru um 80 börn eða 1%. Hjá dagmömmum eru svo 1000 börn og þar eru komin þau 12% sem á vantar. Um áramót voru 535 börn á biðlista dagheimila en 1121 á bið- lista leikskóla. Biðlistinn þ.e.a.s. fjöldi barna á biðlista, hefur stað- ið í stað þrátt fyrir aukningu plássa. Þetta á sér meðal annars þá skýringu að í spá sem gerð var fyrir nokkrum árum var gert ráð fyrir að fjöldi barna myndi standa í stað eða lækka. Þróunin varð hinsvegar önnur en hagspekingar gerðu ráð fyrir og 1983 fjölgaði. börnum verulega eða um 260 bæði vegna fæðinga og flutninga til Reykjavíkur. Á síðasta ári urðu þó litlar breytingar en þrátt fyrir það hefur plássaukning ekki haldið í við fjölgunina. f ár verða tekin í notkun 2 blönduð heimili þ.e.a.s. þau eru bæði leikskólar og dagheimili. Það hefur verið stefnan undan- farin ár og verður áfram að hafa heimilin blönduð. Þá er líka auðveldara að nýta plássið eftir þörfum. Á þessum dagvistar- heimilum er yfirleitt 1 deild dag- heimili og 2 deildir leikskólar. Auk þessara 2 heimila sem eru á Boðagranda og í Árbæ verður tekið í notkun heimili að Hálsa- seli en það er að því leyti frá- brugðið að hér er um að ræða skóladagheimili og leikskóla. Þessi þrjú dagvistarheimili grynnka vissulega á þörfinni en það nægir ekki. Síðustu árin höf- um við merkt öra þróun í þá átt að útivinna beggja foreldra hefur aukist. Ef þjóðfélagið væri óbreytt f .10 ár værum við búnir að uppfylla dagvistunarþörfina með þeirn heimilum sem starfandi eru og þeim sem eru í byggingu. Sjálf uppbygging dagvistunar er pólitísk ákvörðun og ekki á mínu valdi að svara því hvernig úr þörfinni verður bætt. Sem emb- ættismaður hef ég það starf að upplýsa hvaða þjónustu vantar í borginni. Mér sýnist uppbyg- gingin hafa verið svipuð frá ári til árs. Ef fjárhagsstaða borgarinnar er góð er meira gert en svo er dregið saman þegar fjárhagurinn versnar. En það lítur út fyrir að ráðamenn hafi ekki áttað sig á þeirri grundvallarbreytingu að æ fleira fólk sækir vinnu eða nám utan heimilis og þeirri þýðingu sem þessi þróun hefur fyrir börn- in, sagði Bergur Felixsson. - aró Fimmtudagur 14. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.