Þjóðviljinn - 14.02.1985, Blaðsíða 17
ÞJÓÐMÁL
Síhækkandi
orkuverð
Landsmenn hafa stunið undan
síhækkandi orkuverði undanfar-
in ár og búa nú við hvað hœst
orkuverð allra Evrópuþjóða.
Hvað veldur?
Þetta háa raforkuverð hefur
eðlilega verið gagnrýnt í vaxandi
mæli. Almennt er vatnsafl talið
vera rjómi til orkuvinnslu í sam-
anburði við kol, olíu eða kjarn-
orku, sem talin eru til undan-
rennunnar í kostnaðarlegu tilliti.
Ég tel að fjórar meginástæður séu
hér fyrir hendi: í fyrsta lagi eru
raforkusamningarnir við stóriðj-
ufyrirfækin, þar sem fram hefur
farið útsala á raforku frá hag-
kvæmustu virkjunum okkar og
hún jafnframt orðið íþyngjandi í
sívaxandi mæli fyrir almennings-
veitur. f öðru lagi má nefna mun
hærri kostnað við byggingu ein-
stakra virkjana en áætlað hafði
verið, og á ég þá ekki síst við
Sigölduvirkjun, sem fór 100%
fram úr kostnaðaráætlun reiknað
á föstu verðlagi. í þriðja lagi hef-
ur svo verið um umframfjárfest-
ingu að ræða vegna óseldrar orku
með tilheyrandi fjármagns-
kostnaði. Leiddar hafa verið lík-
ur að því að hún valdi um 40%
hærra orkuverði hjá almennings-
veitum en verið hefði ef fram-
leiðsla og markaður héldust
nokkurn veginn í hendur.
f fjórða lagi kemur svo til
strjálbýli í stóru landi, sem óhjá-
kvæmilega leiðir af sér umtals-
verðan kostnað vegna raforku-
flutninga og öryggissjónarmiða.
Byggðalínur
Sverrir Hermannsson iðnaðar-
ráðherra hefur gagnrýnt að ráðist
skyldi í lagningu byggðalína. Ert
þú samþykkur þeirri gagnrýni?
Nei, ég tel að sú gagnrýni sé
ekki réttmæt. Byggðalínunum
má líkja við slagæðar raforku-
kerfisins og án þeirra hefði orðið
mun örðugra að jafna raforku-
kostnaðinn, tryggja afhendingar-
öryggi í einstökum landshlutum
og ná samstöðu um virkjana-
framkvæmdir út frá þjóðhagslegu
mati. Auðvitað gat verið álitamál
um tímasetningu einstakra þátta í
byggðalínu eins og öðrum fram-
kvæmdum, en það skiptir engum
sköpum í verðmyndun rafork-
unnar.
Orkusölustefnan
Hvaða meginsjónarmið eru
það sem tekist er á um í orkumál-
um okkar íslendinga?
Ég tel að sú staða sem nú blasir
við eigi rætur sínar í orkusölu-
stefnunni, sem ráðið hefur ferð-
inni hjá Sjálfstæðisflokknum um
áratugi og haft mótandi áhrif á
starfsemi þýðingarmestu stofn-
ana og fyrirtækja í raforkuiðnað-
inum. Henni fylgir það viðhorf að
. með orkusölu til erlendra auðfé-
laga sé hægt að lækka raforku-
verð til almennrar notkunar, auk
hagnaðar af orkusölunni sjálfri.
Viðskiptin við Alusuisse eru
skýrasta dæmið um skipbrot
þessarar stefnu sem og það háa
orkuverð sem heimili og atvinnu-
fyrirtæki þurfa nú að greiða hér á
landi.
Biðröð hinna erlendu orku-
kaupenda, sem iðnaðarráðherra
gerði sér vonir um að myndaðist í
kjölfar auglýsingaherferðar og
starfa stóriðjunefndanna hefur
ekki látið sjá sig, og nú hefur
ráðherrann lýst því opinberlega
yfir að orkuveislunni miklu, sem
Sjálfstæðisflokkurinn bauð kjós-
endum til fyrir síðustu kosningar
sé lokið.
Orkustefna
Alþyöubanda-
lagsins
Hvað er þá framundan í orku-
málum okkar íslendinga?
Orkustefnan, sem Alþýðu-
bandalagið mótaði fyrir 9 árum er
enn í fullu gildi og margt af því
sem tókst að framkvæma í anda
hennar á árunum 1978-’83 skapar
nú viðspyrnu til réttra ákvarð-
ana. Sjálfgert ætti að vera að
hægja á raforkuframkvæmdum
og laga framleiðsluna sem fyrst
að arðbærum markaði.
Hugmyndir þær sem uppi eru
innan ríkisstjórnarinnar um
stækkun álversins ganga hins veg-
ar engan vegin uþp að mínu mati,
engin rök hafa verið færð fyrir því
að slík framkvæmd sé þjóðhags-
lega réttlætanleg. Öðru máli
gegnir um byggingu kísilmálm-
verksmiðju á grundvelli þeirra
áætlana sem um hana voru gerðar
fyrir nokkrum árum. Það er ein-
kennileg hagspeki að láta það í
hendur útlendinga hvort og hve-
nær slíkt fyrirtæki verður reist. Þá
ætti að leggja meiri áherslu á en
verið hefur að koma innlendri
orku í gagnið sem víðast, þar sem
innflutt orka er nú notuð. í því
sambandi bendi ég á olíukynd-
ingu húsnæðis, sem enn eru taL
sverð brögð að en slíkt ætti að
heyra fortíðinni til.
Ákvarðanir um frekari orkun-
ýtingu umfram raunsætt mat á
þróun almenns markaðar ætti að
taka út frá íslenskum forsendum
einvörðungu, þar er að um slíkan
atvinnurekstur gildi sömu við-
horf og um aðra atvinnustarfsemi
í landinu og að við höfum þar fullt
forræði.
Trúin á stóriðju er sem betur
fer á undanhaldi í ljósi dýr-
keyptrar reynslu og vekur það
vonir um að stefna Alþýðu-
bandalagsins í orkumálum eigi
framtíðina fyrir sér.
-ólg.
ABR
Stórmörkuðum fagnað
Nauðsyn að komið verði á fót
markaðs- og verslunardómstóli
Alþýðubandalagið í Reykjavík
efndi sl. fimmtudag til almenns
félagsfundar þar sem neytenda-
mál voru á dagskrá. A fundinum
var samþykkt ályktun þar sem til-
koma stórmarkaða eins og Mikl-
agarðs hafi stuðlað að eðlilegri
samkeppni og lægra vöruverði á
Stór-Reykjavíkursvæðinu. Síðan
segir:
„Einnig vekur fundurinn at-
hygli á því að nauðsynlegt er að
efla þekkingu neytenda á gæðum
og verði vöru og þjónustu og lýsir
yfir fullum stuðningi við starf-
semi Neytendasamtakanna í
þessum efnum. Jafnframt vítir
fundurinn seinagang lögreglu og
dómsyfirvalda við afgreiðslu á
kærum vegna brota á lögum um
verðlag, samkeppnishömlur og
óréttmæta viðskiptahætti.
Nauðsynlegt virðist vera að kom-
ið verði á fót sérstökum markaðs-
og verslunardómstóli".
- v.
Hversu oft hefurðu ekki óskað þér að bankarnir væru opnir aðeins lengur þegar þú ert á hlaupum
síðdegis á föstudögum?
Sparisjóður vélstjóra hefur afgreiðslu sína opna fyrir öll almenn sparisjóðsviðskipti
til kl. sex á föstudögum, í stað hins venjulega fimmtudagstíma bankanna. Með hinum nýja samfellda
opnunartíma, kl. 9.15-18.00 alla föstudaga, veitist þér upplagt tækifæri
til þess að gera klárt fyrir helgina og njóta frídaganna áhyggjulaust.
Með „föstudagsframlengingunni" komum við til móts við fjölmarga einstaklinga
sem fá laun sín greidd vikulega og alla þá aðra sem nota föstudagana í alls konar bankaútréttingar
- og finnst dagurinn alltof fljótur að líða!
Sparisjóður vélstjóra býður þér alla almenna sparisjóðsþjónustu,
lipra afgreiðslu og síðast en ekki síst-greiða aðkeyrslu og
bílastæði! Þegar allt þetta fer saman er óhætt að tala um
fyrsta flokks þjónustu á allan hátt.
SPARISJÓDUR
VÉLSIJÓRA
Borgartuni 18 Sími 28577
SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA
hefur opið til
kl.6 á föstudögum