Þjóðviljinn - 14.02.1985, Blaðsíða 24
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
MÓDVIUINN
Fimmtudagur 14. febrúar 1985 37. tölublað 50. örgangur
Hitaveita Reykjavíkur
Ýmsir kostir aðrir en
milljarðaviikjunin
Sigurður G. Tómasson : rangar áherslur
írannsóknum H.R. Erhœgtað spara
þriðjung húshitunarorkunnar? Tálsýn að
raforkuver verði hrœódýrt.
Eg held að það sé því miður
tálsýn að raforkuver verði
nokkurn tíma hræódýrt og ætti sú
staðreynd að vera íslendingum
tjós á þessum síðustu og verstu
tírnum, sagði Sigurður G. Tóm-
asson, sem situr í stjórn veitu-
stofnana í borginni um Nesjavall-
arvirkjun. Hver á að borga raf-
magnið? Ætlar Landsvirkjun að
kaupa það á sama verði og hún
selur rafmagn til almennings-
veitna? - Mér hafa lengi fundist
rangar áherslur í rannsóknum
Hitaveitunnar. Meiri áhersla hef-
ur verið lögð á að festa peninga á
Nesjavöllum en að rannsaka aðra
kosti.
í því sambandi vil ég geta þess
að það er undarlegt að sjá haft
eftir Jóhannesi Zoéga í DV fyrir
nokkru að jaröhitasvæðin í
Reykjavík og nágrenni hafi und-
anfarið verið þaulkönnuð.
Það hefur komið fram að
stjórn veitustofnana hefur viljað
láta kanna hvort ekki megi nýta
betur gömlu svæðin í Reykjavík,
til dæmis með varmadælum sem
gætu gert kleift að hvíla svæðin að
sumarlagi og lengja þarmeð líf-
daga þeirra. Að auki er talsvert
órannsakað af þekktum lághita-
svæðum og mögulegum í ná-
grenni Reykjavíkur.
Ég minni í því sambandi á holu
sem Hitaveitan ætlar að bora á
þessu ári við Korpúlfsstaði. Eng-
inn veit hvað kemur útúr þeirri
holu, heldur ekki hitaveitustjóri,
þótt hann hafi lýst því yfir að
hann viti niðurstöður rannsóknar
sem ekki er lokið.
Enn er raunar ótalið það sem
gæti skipt sköpum um orkunotk-
un í Reykjavík, -orkusparnaður.
Það er óhætt að segja að í þeim
efnum hefur Hitaveita Reykja-
víkur alls ekkert aðhafst, og
hlýtur það að teljast furðulegt
þarsem samkvæmt lauslegum at-
hugunum kynni að vera hægt að
spara allt að þriðjungi þeirrar
okru sem nú er notuð til húshit-
unar í Reykjavík, með betri ein-
angrun húsa og fleiru þessháttar.
En er eitthvað á móti því að
virkja á Nesjavöllum?
-Ég efast ekki um að virkjun á
Nesjavöllum geti orðið hagkvæm
og gott fyrirtæki, en vil fá úr því
skorið hvort þessi fjárfesting er
nauðsynleg og hvort hún er
nauðsynleg strax. Við verðum að
hafa í huga að hér er verið að tala
um fjóra milljarða króna. Til
samanburðar má geta þess að
ríkisstjórnin hefur nú lýst því yfir
að hún ætli af veikum mætti að
reyna að minnka erlendar skuldir
allrar þjóðarinnar á árinu, - um
fjórðung þessarar upphæðar,
sagði Sigurður G. Tómasson sem
situr í stjórn veitustofnanana
Reykjavíkur að lokum.
SigurðurG. Tómasson. Hitaveitan
hefur ekkert aðhafst til orkusparnaðar,
sem skipt gæti sköpum um
orkunotkun í Reykjavík.
Verkalýðsmálaráð AB
Vill samráð og sættir
Bjarnfríður Leósdóttir: Viljum samráð viðþáforystumenn innanASÍ
og BSRB sem nú standa utan ráðsins
Við vorum að huga að því
hvernig við getum gert mál-
staðnum bcst gagn, sagði Bjarn-
fríður Leósdóttir þegar Þjóðvilj-
inn spurði hana hvað hefði gerst á
fyrsta stjórnarfundi nýkjörins
Verkalýðsmálaráðs Alþýðu-
• bandalagsins, sem haldinn var í
fyrradag.
Við ræddum stöðuna í verka-
lýðshreyfingunni og settum okk-
ur verkefnaskrá. Á fundinum
ríkti góður andi og við höfum full-
an hug á að ná sáttum við þá for-
ystumenn innan verkalýðsarms
, Alþýðubandalagsins, sem ekki
gáfu kost á sér í Verkalýðsráðið.
Verkefnaskrá okkar er í fjór-
um liðum. í fyrsta lagi ætlum við
okkur að vinna að mótun stefnu
Alþýðubandalagsins í verkalýðs-
hreyfingunni. í öðru lagi ætlum
við að vinna að því að efla þátt-
töku og virkni flokksfélaganna
innan verkalýðshreyfingarinnar.
í þriðja lagi ætlum við okkur að
kynna stefnu flokksins útávið í
samráði við flokksforystuna.
Fjórða atriðið varðar samráð við
forystumenn innan ASÍ og
BSRB, sem nú standa utan ráðs-
ins og jafnframt að leitað verði
leiða til að samræma baráttu
þessara samtaka fyrir bættum
kjörum.
Bjarnfríður sagði að mæting
hefði verið góð á fundinum og að
í ráði væri að halda alltíða fundi á
næstunm.
-ólg.
„Skuggaráðuneytiu
„Ég er
ráðuneytislaus“
Þröstur Ólafsson: Telst ekki til tíðinda að
menn tali saman
Mér hefur ekki verið boðinn
neinn ráðherradómur, sagði
Þröstur Ólafsson framkvæmda-
stjóri Dagsbrúnar, þegar Þjóð-
viljinn innti hann eftir fregn
Morgunblaðsins um að „Skugga-
ráðuneyti“ Verkamálaráðs Ál-
þýðubandalagsins hefði setið á
fundi samtímis þess sem stjórn
hins nýkjörna Verkamálaráðs sat
sinn fyrsta fund.
Mér er ekki kunnugt um neitt
skuggaráðuneyti, sagði Þröstur,
en það getur varla talist til tiðinda
þótt menn hittist og tali saman.
Það er að minnsta kosti engin ný-
lunda í okkar hópi. Að öllu
gamni slepptu þá er þessi frétt í
Morgunblaðinu hins vegar tóm
endaleysa.
-ólg.
Skyggnir
Ekki bilað hjá
okkur
Talið að bilun hafi orðið á leiðinnifrá
Skyggni að sjónvarpinu. Ekkert sem skýrir
trufluninafundist. Lofa góðufyrir helgina
Við urðum ekki varir við
nein mistök hjá okkur. Það
sast góð mynd hérna í jarðstöð-
inni allan tímann“, segir Jón Sig-
urjónsson starfsmaður í jarðstöð-
inni Skyggni í gær. Bjarni Felix-
son íþróttafréttamaður Sjón-
varpsins sagði í Þjóðviljanum í
fyrradag að Póstur og sími bæru
ábyrgð á þeint myndtruflunum
sem urðu á beinni útsendingu frá
ensku knattspyrnunni sl. laugar-
dag.
Jóns Sigurjónsson hjá Skyggni
sagði að helst væri talið að ein-
hver bilun hefði orðið á leiðinni
frá jarðstöðinni og niður í sjón-
varp en myndin er tekin í gegnum
Múlastöðina. „Það er búið að
vera að skoða þetta í allan dag en
ekkert fundist ennþá sem getur
skýrt þessar truflanir. Myndin
var góð hjá okkur allan tímann og
ég hef ekki trú á öðru en þetta
verði í góðu lagi á laugardaginn
kemur.“ _|g.
Ökumannstrygging
Bifreiða-
eigendur
rukkaðir um
100 kr.
Tollstjóraembœttið
rukkarinnfyrir
Tryggingastofnun ríkisins
Þeir sem eiga nýja bíla eru
þessa dagana að fá skrýtinn
reikning frá Tollstjóraembætt-
inu. Þeim er gert að greiða 100
kr. sem er vátryggingagjald öku-
manna samkvæmt lögum frá
1971. Menn hafa ekki séð þessa
rukkun áður og þess vegna spurð-
ist Þjóðviljinn fyrir um það hjá
Tollstjóraembættinu hvað þetta
væri.
Sigurður Helgason sagði að
þetta gjald hefði alltaf verið inn-
heimt, en hefði bara verið inní
skoðunargjaldinu. Nú væri ekk-
ert skoðunargjald tekið af nýjum
bílum, þar sem ekki þarf að
skoða þá fyrstu 2 árin og þess
vegna er 100 kr. upphæðin til-
greind nú. Hér er um innheimtu
að ræða fyrir Tryggingastofnun
ríkisins.
Kristján Guðjónsson hjá
Tryggingastofnun sagði þessa
ökumannstryggingu vera þannig
að ökumaður er tryggður, hvort
heldur hann er í rétti, órétti,
drukkin eöa allsgáður þegar
óhapp á sér stað. Bætur nema 229
kr. á dag vegna slyss og 49 kr. á
dag fyrir hvert barn sem viðkom-
andi hefur á framfæri sínu. Þá eru
einnig sérstakar bætur vegna ör-
orku eða dauða ökumanna.
Á árinu 1983 voru greiddar 6,3
miljónir króna til ökumanna úr
þessum sjóði.