Þjóðviljinn - 14.02.1985, Blaðsíða 7
ÞJÓDMÁL
Svavar Gestsson:
Lögbirtingablaðið
er málgagn ríkisstjómarínnar
„Fiskverkunarfólk og verka-
lýðsfélög þess verða að láta
málið til sín taka,“ sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson á al-
mennum fundi Alþýðubanda-
lagsins, sem haldinn var á
Stokkseyri sl. föstudag. Það
mál sem hann fjallaði um, og
skorar á fólk að láta í sér heyra
um er öryggisleysið sem fisk-
verkunarfóik þarf að búa við.
Eins og áður hefur verið skýrt
frá í Þjóðviljanum hefur Guð-
mundur ásamt þrem þing-
mönnum öðrum lagt til að
lögum um uppsagnarfrest
verði breytt og starfsfólki í
sjávarútvegi með því tryggt
sambærilegt atvinnuöryggi
við aðrar stéttir.
„Það er hægt að koma frum-
varpinu í gegn um þingið, ef fólk
lætur í sér heyra“, sagði hann
ennfremur og gat þess einnig að
ýmsir kynnu beinlínis að treysta á
afskiptaleysi fólks af málinu.
A fundinum kom fram svofelld
tillaga sem samþykkt var með at-
kvæðum allra fundarmmanna.
„Opinn stjórnmálafundur á
vegum Alþýðubandalagsins í
lágsveitum Arnessýslu, haldinn á
Stokkseyri 7. febrúar 1985, fagn-
ar því frumvarpi sem nú hefur
verið flutt á Alþingi um aukin
réttindi fiskvinnufólks. Lýsir
fundurinn yfir samstöðu með því
fólki sem stendur undir þýðingar-
mestu atvinnugrein lands-
manna“.
Svavar Gestsson fjallaði m.a.
um líkurnar á kosningum í vor og
þau sérkennilegu vandamál sem
stjórnarflokkarnir ættu nú við að
stríða. Lengi hefðu menn glímt
við þann vanda að fá formanni
Sjálfstæðisflokksins ráðherrastól
að sitja í. Og forsætisráðherrann
léti sér detta í hug þá frumlegu
lausn að þjóðin drykki sig út úr
efnahagsvandanum, með því að
hver maður drykki svo sem 40
lítra af sterku öli. Þá ræddi hann
um innanríkismál og vaxtaokrið
og sagði m.a:
„Fjármagnsokrið sem nú við-
gengst í landinu veldur því að
hver fjölskylda verður að greiða
andvirði margra íbúða, vilji það
eignast eina. Ahrifin koma fram í
Lögbirtingablaðinu sameiginlegu
málgagni stjórnarflokkana, sem
nú er gefið út fimm sinnum í viku,
sagði Svavar einnig í ræðu sinni.
Fjölmargar fyrirspurnir komu
fram á fundinum, m.a. um það af
hverju Alþýðubandalaginu hefði
ekki tekist að stemma stigu við
allt of háu innflutningsverði með-
an Svavar var viðskiptaráðherra
og hvers vegna verðbólgan hafi
verið um 130% á valdatíma for-
Guðmundur J. Guðmundsson: „Fiskverkunarfólk verður að láta í sér heyra"
manns AB.
Svavar minnti á að athugun á
innflutningsversluninni hefði á
sínum tíma leitt í ljós að innflutn-
ingsverð hér á landi væri miklu
hærra en í nágrannalöndunum.
Þegarsá átti að herða hefði skort
pólitíska samstöðu með stjórn-
arflokkunum sem áttu aðild að
ríkisstjórninni sem hann var við-
skiptaráðherra í og minnti á að í
þeirri ríkisstjórn sat annar kaffi-
baunaflokkanna, sem nú stjórna
landinu.
Fundinn sóttu milli 40 og 50
manns, fundarstjóri var Margrét
Frímannsdóttir oddviti.
hágé
Nær Larsen fram hefndum
Sú skák, sem vakti mesta at-
hygli í 2. umferð, var viðureign
Larsen og Margeirs. Byrjunin
var drottningarbragð og jafnaði
Margeir taflið auðveldlega.
Skákskýrendur voru þeirrar
skoðunar að Margeir hafl náð
betri stöðu en hún var geysilega
vandtefld. I tímahrakinu tefldi
Margeir ekki sem nákvæmast og
Larsen sneri taflinu við. Skákin
fór í bið og er það mál manna að
Larsen vinni biðskákina og nái
þar með fram hefndum en Marg-
eir hefur lagt Danann tvisvar að
velli eins og kunnugt er.
Jóhann og Hort tefldu spænska
leikinn og sömdu um jafntefli
eftir aðeins 18 leiki. Þeir bera
greinilega mikla virðingu hvor
fyrir öðrum.
Sömuleiðis sættust Van der
Wiel óg Jón L. á skiptan hlut.
Upp kom Richter-Rauzer af-
brigðið í Sikileyjarvörn. Jón, sem
hafði svart, fékk þrönga stöðu
eftir byrjunina en tókst að losa
um sig og stóð alls ekki verr er
kapparnir þráléku.
Skák Karls og Helga var allan
tímann líflaus. Byrjunin var
drottningarindversk-vörn og
skiptist snemma upp í endatafl.
Helgi hafði örlítið betra tafl en þó
ekki svo að hægt væri að nýta sér
það.
Hjá Jusupov og Guðmundi
varð drottningarpeðsbyrjun uppi
á teningnum. Sovétmaðurinn
fékk betri stöðu eftir byrjunina
en Guðmundur náði að rétta úr
kútnum, þó svo að hann væri í
miklu tímahraki. Skákin fór í bið
og er jafnteflisleg.
Spassky vann sannfærandi
sigur á hinum unga Dana, Curt
Hansen. Hansen beitti Caro-
Kann vörn. Spassky virtist vera
vel heima í fræðunum og náði
Er með vœnlega biðstöðu gegn Margeiri
strax frumkvæðinu. Eftir drott-
ingaruppskipti var vörnin erfið
hjá svörtum og er peðstap var
fyrirsjáanlegt og staðan í molum
gafst Hansen upp.
Hvítt: Boris Spassky
Svart: Curt Hansen.
1. e4 c6 7. RD Rd7
2. d4 d5 8. h5 Bh7
3. Rc3 dxe4 9. Bd3 Bxd3
4. Rxe4 Bf5 10. Dxd3 e6
5. Rg3 Bg6 11. Bd2 Rgf6
6. h4 h6 12. 0-0-0 Dc7
Nú er komin upp ein af grunnstöðu-
num í Car-Kann vörn eða byrjun fá-
tæka mannsins eins og hún er oft
nefnd. Hún hefur verið mikið í tísku
að undanförnu og hefur
heimsmeistarinn sjálfur brugðið
henni fyrir sig annað slagið.
13. R34 0-0-0
Annar möguleiki er 13. - Be7 og
hróka síðan stutt. Þannig hefur Lars-
en stundum teflt.
14. Rxf6 Rxf6 17. c4 c5
15. De2 Bd6 18- Bc3
16. Kbl Hhe8
Hvítur hefur rýmra tafl en mikill
varnarmáttur býr í svörtu stöðunni.
18. - Dc6?!
Þessi leikur er vafasamur. Hvítur nær
nú uppskiptum á riddara fyrir biskup.
Betra hefði verið að bíða átekta og
leika.
18. - Kb8
19. Re5! Bxe5
20. dxe5 Re4
Eða 20. - Rd7 21. f4 og hvítur stendur
betur.
21. Hxd8+ Hxd8 24- Dxd3 Hxd3
22. Bel! Dd7 25. f3 Rg5
23. Kcl Dd3 26. Bc3 b6
Þetta endatafl er mun hagstæðara
hvítum. Hvíti biskupinn er sterkari en
svarti riddarinn og svörtu peðin á
kóngsvængnum eru veik.
27. Kc2 Hd7 29. Hg4 Hg8
28. Hh4 Hd8 30. Bd2 g6
Eða 30. - Rh7 31. Bxh6 og vinnur
peð. Ef nú 31. Bxg5 gxh5! og svartur
bjargar sér.
31. Hg3!
Þessi skemmtilegi leikur gerir út um
taflið því ef 31 - gxh5 þá 32. f4 og
vinnur mann.
31. - Hh8 14
32. hxg6 fxg6
Hansen kaus að gefast upp í
þessari stöðu. Vel tefld skák hjá
heimsmeistaranum fyrrverandi.
Spassky hefur án efa skellt sér í
heita lækinn eftir þéssa skák!
»
i i
JlB ik 11 h
íiíah
m '** ■
ur
abcdefgh
Þetta er biðstaðan í skák Lars-
ens og Margeirs. Margeir, sem
hefur svart, lék biðleik.
Skák Helga og Larsens
fyrstu umferð fór aftur í bið í gær-
dag. Larsen varðist af mikilli
fimi. Þrátt fyrir að hann er
tveimur peðum undir á hann
góða jafnteflismöguleika. Helgi
lék biðleik og gæti framhaldið
orðið: 1. Hbó Rxc6 2. Bxc6 (ekki
2. Hxcó Hxc6 3. Bxc6 og hvítur
getur ekki unnið). 2. - Hxh3+ 3.
Kg2. Þá er kornin upp staða sem
er allt annað en skemmtilegt að
tefla á svart. Hægt er að halda
taflinu með bestu taflmennsku en
það hefur þó reynst mörgum
meistaranum erfitt. Biðskákin
verður tefld í dag.
Hansen og Jusupov, sem átti
einnig biðskák úr 1. umferð
sömdu um jafntefli án þess að
setjast við taflborðið á ný.
Úrslit í 2. umferð.
Spassdky-Hansen: 1-0
Larsen-Margeir: Bið
Van der Wiel-Jón L. V2-V2
Jóhann-Hort: V2-V2
Karl-Helgi: V2-V2
Jusupov-Guðmundur: Bið
abcdefgh
Nr. Nafn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12
1 Karl Þorsteins 1/2 1/2
2 Helgi Ólafsson 1/2 B
3 Margeir Pétursson 1/2 B
4 Curt Hansen 1/2 0
5 Guðm Sigurjónss 0 B
6 Jón L. Ámason 1/2
7 V. Hort 1/2
B Van del Wiel 1 1/2
9 Jusupov 1/2 B
10 B. Spasský 1/2 1
11 Bent Larsen B B
12 Jóhann Hjartarson 1/2 1/2
Fimmtudagur 14. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7