Þjóðviljinn - 14.02.1985, Blaðsíða 6
ALÞÝDUBANDAIAGIÐ
ÞJÓDMÁL
Alþýðubandalagið Hveragerði
Félagsfundur
verður haldinn mánudaginn 18. febrúar kl. 20.30 að Dynskógum 5.
Á dagskrá er fjárhagsáætlun hreppsins og fieiri mál. - Stjórnin.
Egilsstaðir - Hérað
Opinn fundur í Valaskjálf
á vegum Alþýðubandalagsins verður haldinn laugardaginn 16.
febrúar kl. 16.00.
Framsögu hafa: Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins
og Guðmundur J. Guðmundsson formaður VMSÍ. Á dagskrá eru
málefni alþýðuheimilanna - tillögur Alþýðubandalagsins. Helgi
Seljan mætir einnig á fundinn. Allir velkomnir!
Alþýðubandalagið.
Guðmundur Svavar
Seyðfirðingar
Opinn fundur í Herðubreið
á vegum Alþýðubandalagsins verður haldinn föstudaginn 15.
febrúar kl. 20.30.
Framsögu hafa: Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins
og Guðmundur J. Guðmundsson formaður VMSÍ. Á dagskrá eru
málefni alþýðuheimilanna - tillögur Alþýðubandalagsins.
Helgi Seljan mætir einnig á fundinn. Allir velkomnir!
Alþýðubandalagið.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Félagsfundur
verður haldinn í Þinghól n.k. laugardag kl. 13.00. Á dagskrá:
1) Útgáfa Kópavogs. 2) Starf bæjarmálaráðs. 3) Fjárhagsáætlun-
in.
Brýnt er að allir í bæjarmálaráði mæti. Athugið breyttan fundar-
tíma!
Stjórn ABK og bæjarmálaráð.
FLÓAMARKAÐURINN
Barnaleikgrind
• Vill konan í Kópavoginum sem lánaöi
mér barnaleikgrind gjöra svo vel aö
hafa samband viö mig. Sími 94-7164.
Þvottavél
Hoover þvottavél til sölu. Sími 18348.
Til sölu
Ónotuö, glæný Blizzard Termo Fire-
bird skíði - 185 cm. Uppl. í síma
27798 e.kl. 18.
Mótorhjól
Ódýrt 125 kúbic mótorhjól óskast.
Sími 81333 (innanhússími: 47).
íbúð
35 ára einhleypur menntaskólakenn-
ari óskar eftir 2ja-3ja herb. íbúö, þó
ekki i Breiðholts- eöa Árbæjarhverfi.
Uppl. í síma 32385.
Þvottavél
með bilaöa klukku, fæst gefins. Uppl.
í síma 39266.
Geymsluherbergi
Hef ca. 8 m2 herbergi til leigu, sem
geymsluherbergi. Uppl. í síma 41639
e.kl. 13.
Innihurðir
11 beykispónlagöar 80 cm innihurðir
til sölu án karma. Get útvegaö karma.
Tækifærisverð. Uppl. í síma 99-1231
á kvöldin og um helgina.
Glaðir músíksveinar
óska eftir æfingahúsnæði strax.
Uppl. í síma 74304.
Viltu læra tauþrykk?
Komdu þá á námskeið á fimmtudags-
kvöldum. Námskeiðið byrjar 21. feb.
kl. 20-23.30 og stendur í 6 vikur.
Uppl. i síma 81699 á daginn og
77393 á kvöldin og um helgar.
Hlíðar
Þrílit læða (hvít-brún og svört) týndist
10. febrúar síðastliöinn i Hlíðunum.
Finnandi vinsamlegast hringi í síma
31299.
17 ára menntaskólanemi
óskar eftir vel launaðri vinnu í sumar.
Er dugleg og samviskusöm. Með-
mæli ef óskað er. Upplýsingar í síma
31299.
Til sölu
Myndarammar og málverkaprentanir
á góðu verði.
Myndabúðin,
Njálsgötu 44.
Ópið frá 16 - 18.
Saumanámskeið
hefst laugardaginn 23. febrúar ef
næg þátttaka fæst. Nánari uppl. og
innritun í síma 46050 og 83069 eftir
kl. 17.
Smóking til sölu
Ónotaður. Stærð 50. Símar 46050 og
83069 eftir kl. 17.
Til sölu
Tveir sturtuþotnar og blöndunartæki.
Uppl. í síma 621737 eftir kl. 18.
Dagmamma óskast
í Seljahverfi til að gæta 4ra mánaða
barns frá næstu mánaðamótum.
Uppl. í síma 79136.
Hljómborð
til sölu, Technics SX-K 100, hljóm-
borð-skemmtari á kr. 13 þús. Uppl. í
síma 99-1010.
Á ári æskunnar ætla norræn ungmenni að taka höndum saman og sýna samstöðu með jafnöldrum sínum sem búa við
kynþáttakúgun. Ætla þau að þeina athygli sinni aö S-Afríku en þar bitnar aðskilnaðarstefna stjórnvalda hart á fólki.
Barátta gegn
kynþattakúgun
Sameiginlegt átakframhaldsskólanema og Hjálparstofnunar
kirkjunnar. Fjársöfnun ímars
Undanfarin ár hafa nem-
endasamtök á Norðurlöndum,
í samvinnu við Hjálparstofnun
kirkjunnar í viðkomandi
löndum, staðið fyrir ýmsum
verkefnum til styrktar æsku
þriðja heimsins. Á hverju ári er
valið eitt sérstakt verkefni. Nú,
á alþjóðaári æskunnar, er í
fyrsta sinn unnið að þessum
málum á samnorrænum
grundvelli og hefur aðskilnað-
arstefna stjórnvalda í S-Afríku
verið valin sem viðfangsefni.
sfnar til að vinna bug á Apart-
heid, með friðsamlegum baráttu-
aðferðum. Til viðbótar þeim fjár-
munum, sem safnast fyrir unnin
dagsverk, er í ráði að hafa al-
menna söfnun 21. mars, fyrir
sama verkefni.
í ávarpi, sem gefið hefur verið
út til kynningar á þessu verkefni
og undirskrifað er af þeim Auði
Auðuns, Auði Eir Vilhjálmsdótt-
ur, Árna Bergmann, Erling
Aspelund, Guðlaugi Þorvalds-
syni og Hjördísi Hákonardóttur
segir:
„Við álítum að án tillits til
stjórnmálaskoðana, þá sé
APARTHEID-stefnan ómennsk
og óréttlát. Það gleður okkur að
geta stutt námsfólk og Hjálpar-
stofnun kirkjunnar við fyrrgreind
verkefni á ári æskunnar 1985. Við
heitum á landsmenn að taka
höndum saman við unga fólkið,
sem leitast við að hjálpa þeim,
sem eru lítillækkaðir og órétti
beittir í S-Afríku.“ - mhg.
Almennt séð er tilgangurinn
með þessu starfi sá að sýna sam-
stöðu og vekja athygli á aðstæð-
um æskufólks í þriðja heiminum.
Reyna, með öflugum stuðningi
og sameiginlegu átaki að gefa
æsku þriðja heimsins möguleika
til menntunar og betra mannlífs.
Islenskir og færeyskir fram-
haldsskólanemar, ásamt
Hjálparstarfi kirknanna í báðum
löndunum, eru nú í fyrsta sinn
þátttakendur í slíku starfi. Ætl-
unin er að almenningur og þá
einkum ungt fólk, verði frætt um
ástandið í S-Afríku, um kjör
þeirra 87% svartra og litaðra,
sem kúgaðir eru og heftir af af-
skilnaðarstefnu stjórnvaida og
skort þessa fólks á flestu því, sem
við njótum og teljum til sjálf-
sagðra mannréttinda.
Hápunktur þessa verkefnis
verður 21. mars nk.. Þá mun
fyrirtækjum, vinnuveitendum og
almenningi boðinn vinnukraftur
námsfólks í framhaldsskólum í
einn dag, gegn lágmarkslaunum.
í sarnráði við Samkirkjuráð S-
Afríku hefur verið ákveðið að því
fé, sem safnast kann, verði veitt
til Æskulýðsráðs Santkirkjuráðs-
ins, er verji því til uppbyggingar í
menntamálum. Samkirkjuráðið
hefur verið mjög til umfjöllunar í
fjölmiðlum að undanförnu vegna
þess, að framkvæmdastjóri þess,
Desmond Tutu, hlaut friðarverð-
laun Nóbels 1984 fyrir tilraunir
SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Eyjafjörður
Attfalt
orkuverð
Límtrésverksmiðja í Eyjafirði greiðir átta
sinnum hærra verðfyrir rafmagnið en ísal
Byggingavöruverslun Tóm-
asar Björnssonar, BTB, sem
starfað hefur í marga áratugi á
Akureyri, hefur nýiega flutt alla
starfsemi sína út fyrir bæjar-
mörkin. Hefur fyrirtækið reist
tvö myndarleg hús við Lóns-
brú í Glæsibæjarhreppi.
Auk verslunar með bygginga-
vörur hefur framleiðsla á lím-
trjám verið tekin upp. Árni
Árnason framkvæmdastjóri BTB
sagði í samtali við Þjóðviljann að
nú væri í athugun að stórauka
umfangið á þessu sviði.
Sett hefur verið upp kyndistöð
sem nýtir spæni og kurl frá fram-
leiðslu fyrirtæækisins, sem er auk
límtrjánna, panell af ýmsum
gerðum.
I samtalinu við Árna kom jafn-
framt fram að orkuverðið tii
þessa iðnaðar væri óheyrilega
hátt. Eins og væri þyrfti hann að
greiða 5,24 aura fyrir kílóvatts-
tundina.
Þjóðviljinn leitaði til Raf-
magnsveitna ríkisins sem selur
rafmagn á umræddu svæði og
spurðist fyrir um hvert orkuverð-
ið yæri til starfsemi af þessu tagi.
Verðið reyndist samsett úr afl-
gjaldi sem er kr. 99,000,- á ári
fyrir 15 kílóvött og kr. 6,630,-
fyrir hvert kílóvatt þar umfram
og orkugjaldi sem er kr. 1,45 á
kílóvattstund. Miðað við bestu
nýtingu (10 tíma full afköst), 150
kílóvattstundir á dag alla vinnu-
daga ársins er orkuverðið kr. 4,02
á kílóvattstund, eða átta sinnum
hærra en fsal greiðir. Þó að lím-
trésveksmiðjan yrði keyrð allan
sólarhringinn hvern einasta dag
ársins verður orkuverðið samt
fjórum sinnum hærra. hágé.