Þjóðviljinn - 15.02.1985, Page 2

Þjóðviljinn - 15.02.1985, Page 2
FRÉTTIR Byggingarlánin Lánskjaravísitalan ónothæf Ólafur Jónssonfyrrv. formaður Húsnœðismálastjórnar: Byggingarlán á að verðtryggja ísamrœmi við breytingu á byggingarkostnaði að var í lagi að nota lánskjara- vísitölu mcðan jafnvægi var á milli vísitalna. Þegar núverandi ríkisstjórn tók til við að raska kjörunum í landinu, m.a. með því að haetta niðurgreiðslum land- búnaðarvöru og fjölmörgum öðr- um aðgerðum sem flestir kannast við, hætti lánskjaravísitalan að sýna breytingu á byggingar- kostnaði, en sýnir í staðinn breytingar á verðlagi almennt. Af þessum sökum tel ég lánskjaravís- itöluna með öllu ónothæfa til að verðtryggja lán Húsnæðisstofn- unar, sagði Ólafur Jónsson fyrrum formaður stofnunarinnar í samtali við Þjóðviljann, en lánskjaravísitala var tekin upp á húsnæðislán á þeim tíma er hann gegndi formennsku. Lánskjaravísitala var tekin upp á öll lán, önnur en nýbyggingar- lán og lán til kaupa á eldra hús- næði, hinn 1. júlí 1980. í mars- apríl 1982 var svo tekin upp lánskjaravísitala á öll lán. Ekki eru talin tæknileg vand- kvæði á að breyta öllum lánum, sem áður hafa verið tekin, þannig að þau verði verðtryggð í sam- ræmi við breytingar á bygging- arkostnaði. Stöðugar breytingar á lánskjörum eru hins vegar tald- ar afar óæskilegar, og valda mikl- um ruglingi. „Það er rétt að verðtryggja lán til húsbyggjenda með hliðsjón af breytingu á byggingarkostnaði en ekki öðru verðlagi. Það má hafa til vitnis um hve röng lánskjara- vísitalan er að hækkun á áfengi og tóbaki skuli hækka skuldir hús- byggjenda um margar miljónir á ári“, sagði Ólafur ennfremur. Væri mögulegt að breyta láns- kjörunum á þeim lánum sem þeg- ar hafa verið veitt? „Mér er ljóst að á því eru veru- legir erfiðleikar, þó að siðferðis- lega væri til þess full ástæða. Það er hins vegar á valdi stjórnvalda að breyta uppbyggingu lánskjar- avísitölunnar þegar í ljós er kom- ið að hún er ónothæf". -hágé Kjör kennara eru móðgun við menntakerfið í landinu segir í ályktun fundarins í Hamrahlíð. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra mætti og sagðist neita að horfast í augu við þann möguleika að kennarar gangi út 1. mars Menntaskólanemar Fullur stuðningur við kennara Aijölmennum fundi Nemend- afélags Menntaskólans við Hamrahlíð í gær var samþykkt ályktun þar sem lýst var yfir full- um stuðningi við kröfur kennara. í ályktuninni segir að það hljóti að teljast óþolandi að kennarar skuli ekki hafa hærri laun en raun ber vitni og sé það beinlínis móðg- un við þá og menntakerfið allt. Þá Verðlagsmál lýsir fundurinn undrun sinni á skilningsleysi stjórnvalda í máli þessu og krefst þess að þau gangi þegar að samningaborðinu. Ályktunin var samþykkt með tveim mótatkvæðum. Á fundinum hafði Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráð- herra framsögu ásamt þeim Heimi Pálssyni fulltrúa kennara, Árna Páli Árnasyni fulltrúa ném- enda og Sigurrós Þorgeirsdóttur fulltrúa nemenda í öldungadeild. Á fundinum lýsti Ragnhildur yfir fullum vilja ráðuneytisins til að bæta kjör kennara, en fulltrú- ar kennara sögðu að sá vilji hefði ekki náð til samninganefndar ríkisins enn, þar sem engar áþreifanlegar tillögur hefðu kom- ið fram. Á fundinum kom einnig fram að menntamálaráðherra tel- ur það lögbrot ef kennarar ganga út, og sagðist hún neita að horfast í augu við þann möguleika að kennarar gerðust lögbrjótar með þeim hætti. Kennarar draga hins vegar í efa lögmæti framlengingar ráðherrans á uppsagnarfresti. ólg. Sjómannasamningarnir Höfuðkrafan hefur enn ekki verið rædd Óskar Vigfússonformaður SSI: Pá þyrftu allar flóðgáttir að opnast ef samningar eiga að takastfyrir sunnudag „Frjálsum“ vörum fjölgar Á fundi Verðlagsráðs í fyrra- dag voru til umfjöllunar ýmsar verðhækkunarbeiðnir, þar á meðal frá olíufélögunum. Um- sókn þeirra hlaut hinsvegar ekki afgreiðslu að þessu sinni. Samþykkt var að fella nokkrar vörutegundir undan hámarks- álagningu frá 1. mars n.k. að telja. Má þar einkum nefna ýms- ar rafmagnsvörur, svo sem útvarps- og sjónvarpstæki, lampa og ljósfæri. Einnig barnavagna og -kerrur, reiðhjól, skrifstofu- vélar, innflutt húsgögn og hljóð- færi. -mhg Höfuðkrafa sjómanna og sú sem allir eru sammála um, að tvöfalda kauptrygginguna, hefur ekki einu sinni fengist rædd. Það eina sem hefur gerst í samning- amálunum er að undirnefndir vinna í lífeyrismálunum og að unnið er að lagfæringu samninga sjómanna á rækju og frystiskip- um, sem hafa verið hálfgert klúð- ur til þessa, annað hefur ekki gerst á samningafundunum, sagði Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambandsins í gær. Hann var spurður hvort von væri til þess að samningar tækjust fyrir sunnudag, en þá hefst boðað verkfall sjómanna. Óskar sagði að hann væri svartsýnn á að samningar tækjust fyrir þann tíma. Ef það ætti að takst þyrftu allar flóðgáttir í samningamálun- um að opnast og enn hefði ekkert það komið fram sem benti til þess. í fyrradag hófst fundur kl. 15 og stóð hann til kl. 3 í fyrrinótt. Annar fundur hófst svo um miðj- an dag í gær. -S.dór Fiskeldi Stríðeldi og kynbætur á laxi Líffrœðingar boða til ráðstefnu um helgina „Þó maður opni varla svo blað að ekki sé þar ein grein eða fleiri um flskeldi, þá hafa líffræðingar lítið blandað sér í umræðuna til þessa. Tilgangurinn með ráð- stefnunni er annars vegar að vekja áhuga þeirra á stöðu og framtíð matfiskeldis í landinu og svo hins vegar að hvetja þá sem eru að fjárfesta í fiskeldi til að notfæra sér innlenda þekkingu og styðja við rannsóknarstarfsemi þessum málum til framdráttar“, sagði Sigurður Sveinn Snorra- son, líffræðingur í gær. Um helgina gengst Líffræðifé- lag íslands fyrir opinni ráðstefnu um fiskeldi og fiskistofna í ám og vötnum. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Hofi við Rauðar- árstíg og hefst kl. 9 á laugar- dagsmorgun. Áætlað er að henni ljúki síðdegis á sunnudag. „Markmiðið með þessari ráð- stefnu er að kynna íslenska þekk- ingu bæði í almennri líffræði og fiskilíffræði í því skyni að varpa ljósi á sérstöðu íslands, bæði varðandi jarðhitann og önnur náttúruleg skilyrði", sagði Sig- urður. -AI Tryggingar Nýtt líftrygg- ingafélag Brunabótafélag Islands hefur nú stofnað sérstakt líftrygginga- félag, B.í. Líftryggingu, og hóf það starfsemi sína í gær, í húsa- kynnum Brunabótafélagsins að Laugavegi 103. Stofnendur eru, auk Bruna- bótafélagsins sjálfs, sex núver- andi aðalmenn og varamenn í stjórn félagsins. Félagið hyggst leggja meginá- herslu á að veita verðtryggða vátryggingavernd í öllum grein- um trygginga, jafnt fyrir einstak- linga og hópa. Til boða stendur söfnunarlíftrygging, tímabundin líftrygging, sameiginleg líftrygg- ing og hóplíftrygging. Blaðið mun innan skamms greina nánar frá þessu nýja líf- tryggingafélagi. . 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.