Þjóðviljinn - 15.02.1985, Síða 4

Þjóðviljinn - 15.02.1985, Síða 4
LEIÐARI Brot a vamarsamningnum Eitt virtasta dagblaö veraldar, New York Tim- es, birti í fyrradag á forsíðu staðfestingu á því að forseti Bandaríkjanna hefur síðastliðin tíu ár undirritað heimild til herja sinna sem leyfir þeim að flytja 48 kjarnorkudjúpsprengjur til íslands á ófriðartímum, án vitundar íslenskra stjórn- valda. Þessar upplýsingar berast í kjölfar nýlegra fregna frá Kanada, um að yfirmaður kanadíska herráðsins, Gerard Theriauld, hafi lýst yfir að í bandaríska varnarmálaráðuneytinu í Pentagon hafi hann sjálfur séð leyndarskjölin sem heimila vopnaflutninga, meðal annars til íslands. Það þarf því engra frekari vitna við. Með upp- Ijóstrun hins virta stórblaðs, New York Times og yfirlýsingu kanadíska herráðsforingjans eru fram komnar tvær staðfestingar á því að heim- ildin til að flytja kjarnorkuvopnin hingað til lands er ekki bábilja Þjóðviljans, hún er til í iðrum Pentagon. í þessu sambandi er rétt að vitna til ummæla Geirs Hallgrímssonar á Alþingi íslendinga 6. desember, þegar umræðurspunnust utan dag- skrár um þau skjöl sem vígbúnaðarsérfræðing- urinn William Arkin flutti hingað til lands og sýndu fyrst fram á tilvist heimildarinnar: „Ég vil ítreka það, að ef út úr þessu skjali má lesa að Bandaríkjastjórn eða forseti Bandaríkjanna hafi veitt heimild til flutnings á kjarnorku- vopnum til íslands án heimildar íslenskra yfirvalda, þá er hér um að ræða brot á varn- arsamningnum...“ KUPPT OG S KO R HÐ Heimildin ertil, einsog New York Times hefur tekið allan vafa af, og samkvæmt yfirlýsingu Geirs hér að ofan eru því engin tvímæli á því að varnarsamningurinn milli þjóðanna hefur verið brotinn. Þetta sýnir eins og svo mörg önnur dæmi að í augum bandaríkjastjórnar er ísland ekkert annað en nokkurs konar nýlenda. Við erum ekki einu sinni spurð hvort við viljum hafa hér vígbúnaðartól sem gætu teymt okkur inn í miðju styrjaldarátaka. Þetta er ekki einungis brot á varnarsamningn- um - þetta er móðgun við okkur sem þjóð og það er skýlaus krafa allra réttsýnna íslendinga að ríkisstjórn landsins mótmæli þessari vald- níðslu og samningsbroti af fyllstu hörku! í grein New York Times kemur líka fram, að bandarískir embættismenn hafa staðfest, að í kjölfar þeirrar umræðu sem varð í þeim löndum sem heimildin um vopnaflutningana náði til, þá hafi ráðamönnum viðkomandi þjóða verið skýrt frá henni. Með öðrum orðum: bandarískir emb- ættismenn staðhæfa að íslenskum stjórnvöld- um hafi verið gerð grein fyrir því að heimildin var til. Hvers vegna hafa hérlend stjórnvöld ekki gert þetta uppskátt? Er ríkisstjórnin enn að hlífa vinum sínum vestanhafs? Það er ótvíræð skylda forsætisráðherra og utanríkisráðherra að skýra undanbragðalaust fráöllum þeim upplýsingum sem þeim hafa bor- ist um væntanlega flutninga á kjarnorkuvopn- um til íslands. Þetta er jafnframt mál sem Al- þingi verður að taka upp hið bráðasta og taka af öll tvímæli um að við viljum aldrei fá hingað kjarnorkuvopn. Fyrst ríkisstjórnin lætur sér lynda að Banda- ríkin komi fram við íslendinga eins og hvert annað leppríki, þá verður Alþingi að taka í taumana. Viðhorf Cairingtons Til að draga úr þeirri ólgu sem uppljóstranir William Arkin hafa skapað í þeim löndum sem Bandaríkjamenn hyggjast mögulega flytja kjarnavopn til á ófriðartímum, þá hafa bandarísk stjórnvöld reynt að telja fólki trú um að slíkt yrði í rauninni ekki gert án undangengis samráðs við viðkomandi ríkisstjórnir. Það er fróðlegt að lesa viðhorf Carrington lávarðs, fyrrum utanríkisráðherra Breta og nú- verandi yfirmanns Nató til þessa. Að sögn New York Times hefur Carrington lávarður sagt, að ekki ætti að bíða með slíkt samráð til síðustu stundar, þar sem „ég hef það á tilfinningunni að samráðin yrðu ekki of mikil ef hættuástand væri skollið á“. Þjóðviljinn tekur heils hugar undir þessi varn- arorð yfirmanns Nató. -ÖS Þá er það brot „Ég vil ítreka það að ef út úr þessu skjali má lesa að Banda- ríkjastjórn eða forseti Bandaríkj- anna hafi veitt heimild tilflutnings á kjarnorkuvopnum til íslands án heimildar íslenskra yfirvalda, þá er hér um að rœða brot á varnar- samningnum, þá er hér um að rœða brot á yfirlýsingu leiðtoga Atlantshafsbandalagsins frá 1957, sem hefur gilt um meðferð og geymslu kjarnorkuvopna með- al bandalagsþjóða, og þá er, að því er ég best veit, um að ræða brot á bandarískum lögum sem fjalla um vörslu kjarnorku- vopna". Sá, sem svo mælti, var utan- ríkisráðherra landsins á alþingi 6. desember sl. í umræðu um upp- lýsingar Arkins. „Ég trúi því ekki“, sagði utanríkisráðherra, „að Bandríkjamenn brjóti varn- arsáttmálann". Ekki trú útlendingum í einræðislöndum er oft gripið til þess ráðs að gera útlendinga tortryggilega og börnunum er kennt í skólunum að trúa ekki útlendingum. Eiður Guðnason alþingismað- ur sagði í umræðunni á alþingi 6. desember: „Við eigum ekki að trúa öllu því sem útlendingar segja, hvaðan sem þeir koma og hverjir sem þeir eru, einsog nýju neti“. Og Geir Hallgrímsson sagði: „Útaf fyrir sig eru upplýs- ingar Arkins ekki nein ný bóla. Arkin þessi kom af stað sögu- sögnum fyrir fjórum árum um að hér á landi vœru geymd kjarnork- uvopn...“ Og fleira var látið. fjúka í þessum dúrnum í desemb- er sl. um upplýsingar Arkins. Ekki sakar að geta þess í fram- r desembor 1984 flmmtu- | dagur 243. tóJubtoð 49. óroarvguí MÓDVIUINN MANNLÍF HEIMURINN ASÍ-þingið Geir Hallgrímsson Eg trúi því ekki 48 kjarnorkudjúpsprengjur til Islands á stríðstímum. Steingrímur Hermannsson: Hafði enga vitneskjuum þetta. Geir Hallgrímsson: Trúiekkiað Bandaríkin brjótiVarnarsáttmálann. hjáhlaupi að Eiður sagði við þess- ar umræður á alþingi: „Mit mat er það og ég er búinn að ítreka það, þetta er rnín skoðun, að œrið oft finnst mér ég hafa séð þess merki að þar séu menn heldur hallir undir þá stefnu sem Sovétríkin reka í utanríkismálum". (Þarna er þingmaðurinn áreiðanlega að sveigja að Árna Bergmann). Efnislega lauk umræðu og um- fjöllun ríkisstjórnar með því að utanríkisráðherra lýsti því yfir að hann myndi leita skýringa hjá Bandaríkjastjórn á plöggunum sem Arkin sýndi þeim ráða- mönnum. „Fullkomlega viðunandi" Hjörleifur Guttormsson hóf utandagskrárumræðu öðru sinni á alþingi 20. desember, þegar utanríkisráðherra hafði borist svar frá Bandaríkjunum. Reyndar kom í ljós að formlega svarið var frá „forstöðumanni bandaríska sendiráðsins í Reykjavík“, en fram kom að Geir hafði talað við Schultz utan- ríkisráðherra in privatimi um þetta mál og taldi sig hafa fengið fullnægjandi svör. í svarinu kemur m.a. fram að það sé fastmótuð stefna Nató og Bandaríkjastjórnar „að játa hvorki né neita heimildagildi skjala sem sögð eru trúnaðar- skjöl“ stjórnarinnar eða Nató. Geir sagði að svar Bandaríkja- stjórnar kollvarpaði staðhæfingu Arkins: „Ég hef ekki ástœðu til annars en trúa yfirlýsingu Banda- ríkjastjórnar. Þess vegna ersvarið mikils virði". Forsætisráðherra fannst það líka og sagði við umræðuna: „Vil ég taka þaðfram að ég tel að þetta svar Bandartkjamanna sé fullkomlega viðunandi", af því að þar kemur fram að þeir muni ekki koma fyrir kjarnorkuvopnum hér á landi „án samþykkis íslenskra stjórnvalda“. Geir herðir á þingmenn stjórnarandstöðunnar á að í svari Bandaríkjastjórnar væri ekkert sem kvæði á um að upplýsingar Arkins og skjölin, sem hann sýndi, væru rangar. Af þessu tilefni vísaði til þess sem segir í svari Bandaríkjastjórnar um að aldrei kæmu kjarnorku- vopn til íslands nema að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar. „Það er þvífullkomlega afsönnuð sú staðhœfing sem William Arkin viðhafði hér fyrir nokkrum vik- um, að slík heimild lœgi fyrir til Bandaríkjaherja að staðsetja kjarnorkuvopn hér á íslandi á ó- friðartímum". Trúgirni? Síðan ofangreind ummæli voru látin falla á alþingi íslendinga í desember hefur túlkun ríkis- stjórnarinnar verið hrakin í tví- gang: í fyrra sinnið með viður- kenningu frá Kanada og í síðara sinnið í fyrradag í New York Tim- es. Þar kemur m.a. fram sú í umræðunni á alþingi bentu staðfesting embættismanna í Washington að „tilvist áætlan- anna“ hafi verið staðfest fyrir stjórnvöldum í viðkomandi löndum eftir að blöð höfðu greint frá málinu. Það vill segja að Geir Hallgrímsson hafi fengið stað- festingu á réttmæti upplýsinga Arkins í desember sl. Var hann þá að mæla gegn betri vitund á alþingi eða er sannfæringarkraft- urinn í yfirlýsingum Bandaríkja- stjórnar svona ofboðslegur? Með þessum nýjustu fréttum er enn frekar staðfest að með því að slík heimild um flutning kjarn- orkuvopna m.a. til íslands hafi verið til, þá hafi „varnarsamning- urinn“ verið brotinn (sbr. um- mæli Geirs í upphafi). Hverjar eru afleiðingamar? Getur það verið að íslensk stjórnvöld, ráðherrar íslenskir, séu þýlyndari gagnvart Banda- ríkjastjórn en æðsti yfirmaður Nató, Carrington lávarður, sem gagnrýndi Bandaríkjastjórn vegna þessa á dögunum? Eða má gera ráð fyrir eðlilegri framgöngu talsmanna sjálfstæðs þjóðríkis? -óg DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsia, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. febrúar 1984

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.