Þjóðviljinn - 15.02.1985, Blaðsíða 5
RáðunautafuncLur
Stefnumótun og stefnubreyting
Úr erindi Guðmundar Stefánssonar
landbúnaðarhagfrœðings
í sl. viku stóð yfir hinn árlegi
ráðunautafundur, sem haldinn
er að tilhlutan Búnaðarfélags
íslands og Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins.
Meðal þeirra, sem þar fluttu er-
indi var Guðmundur Stefáns-
son, búnaðarhagfræðingur
hjá Stéttarsambandi bænda.
í erindi Guðmundar kom það
m.a. fram, að fjólkurfram-
leiðslan hefur minnkað úr 120
milj. Itr. 1978, (en þá komst hún
hæst), niður í 108 milj. ltr., sem
hún var sl. ár. Framleiðsla á kind-
akjöti hefur minnkað um 21% frá
árinu 1978. Ef miðað er við sölu
undanfarinna tveggja ára þá er
framleiðsla á kindakjöti nú um-
fram innanlandssölu 13%. Veru-
legur árangur hefur þannig náðst
í stjórn á framleiðslunni en vegna
samdráttarins er líklegt að margir
bændur verði að gera búskapinn
að hlutastarfi eða hverfa frá hefð-
bundnum búskap að öðrum bú-
greinum eða öðrum störfum.
Að áliti Guðmundar ber að
leggja niður sum minnstu mjólk-
urbúin því að forsendur fyrir
rekstri þeirra séu brostnar. Einn-
ig og af sömu ástæðum eigi að
fækka sláturhúsum, sem nú eru
54.
Rannsóknir og styrkir
Miðað við núverendi aðstæður
landbúnaðarins er það álit Guð-
mundar að Rala eigi að leggja
mjög aukna áherslu á markaðs-
og hagfræðirannsóknir, með sér-
þarfir og séreinkenni íslensks
landbúnaðar í huga. Ennfremur
bútækni- vinnu- og verktækni-
rannsóknir og rannsóknir á fram-
leiðsluvörum landbúnaðarins.
Guðmundur gagnrýndi að ekki
skyldi vera meira dregið úr fram-
Guðmundur Stefánsson.
lögum til jarðabóta. Árið 1983
nam sú upphæð, á verðlagi ársins
1984, 76 milj.. en sama ár veitti
Framleiðnisjóður aðeins 2,4 milj.
til loðdýraræktar og 1,9 miij. til
fiskiræktar og veiðimála. Fannst
Guðmundi þarna skjóta skökku
við um orð og athafnir.
„Það er mitt álit“, sagði Guð-
mundur", að allt styrkjakerfi hins
opinbera þarfnist endurskoðun-
ar. Ég held að nauðsynlegt sé að
stórauka opinber framlög a.rn.k.
næstu árin meðan uppbygging á
sér stað, en hitt er ekki síður
nauðsynlegt að þessum fjármun-
um sé varið í samræmi við nýja
stefnu í landbúnaði til að styrkja
hana og stuðla að framgangi
hennar.“
Markaðsmál
Guðmundur telur að betur
þurfi að vinna að markaðsfærslu
kinda- og nautakjöts og segir: „Á
meðan hinir svokölluðu kjúk-
lingabitastaðir þjóta upp og stór-
auka neyslu á kjúklingum þá hafa
engar umtalsverðar nýjungar
komið fram í markaðsfærslu
gömlu kjöttegundanna“. En ekk-
ert selur sig sjálft og „það er því
ljóst, að gera verður átak eða öllu
heldur, það verður að verða hug-
arfarsbreyting í markaðsmálum
og öll sölustarfsemi verður að
vera leitandi. Það verður að ná í
kúnnann fyrst hann kemur ekki
sjálfur."
Nybugreinar
Guðmundur segir brýna ást-
æðu til að auka fjárveitinga til
nýrra búgreina „og stuðla þannig
að þeirri uppbyggingu, sem er
nauðsynleg, eigi sveitirnar að
haldast í byggð og fólk að geta
búið og lifað af eignum sínum“.
Að vísu hefði umtalsverð
aukning orðið á lánveitingum til
Framhald á bls. 6
Föstudagur 15. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
UMSJÓN: MAGNÚS H. GÍSLASON
Egilsstaðahreppur
Heimamenn séu ekki sniðgengnir
Ættu að fá að
bjóða í smœrri
verk
í Egilsstaðakauptúni hefur
ekki verið mikið atvinnuleysi
fyrr en á árinu 1983. En þess
ber að geta í sambandi við at-
vinnuleyfisskráningu, að hún
tekur til alls Fljótsdalshéraðs,
en á svæðinu eru 2700 til 2800
manns á vinnumarkaði.
Af íbúunum eru um 46% bú-
settir í Egilsstaðahreppi eða um
1300 manns, með og án lögheim-
ilis. Lætur nærri að 2/3 þeirra,
sem skráðir eru atvinnulausir,
séu frá Egilsstaðakauptúni en 1/3
frá öðrum sveitarfélögum á Hér-
aði. Nokkur hluti hins atvinnu-
lausa fólks getur ekki stundað
erfiðisvinnu vegna aldurs, van-
heilsu o.fl. Af þeim ástæðum
ekki síst er brýnt að finna leiðir til
aukinnar fjölbreytni í atvinnulíf-
inu. Konur á atvinnuleysisskrá
eru fleiri en karlar.
Þegar horft er til úrbóta í at-
vinnumálum þá er í fyrsta lagi
mikill áhugi á því, bæði hjá
sveitarstjórn og einstaklingum,
að auka iðnað. í því augnamiði
hefur Egilsstaðahreppur keypt
1000 ferm. iðnaðarhúsnæði og
verður það afhent í áföngum frá
því nú í febrúar og fram í júní.
Iðnaðurinn hefur verið afskiptur
með fjármagn og fyrirgreiðslu.
Því hefur mönnum komið í hug
að efla iðnþróunarsjóð á Austur-
landi, sem yrði þess megnugur,
að styðja við bakið á ýmiss konar
iðnaðarstarfsemi.
í annan stað binda menn vonir
við ýmsar framkvæmdir, svo sem
virkjun í Fljótsdal, flugvallargerð
á Egilsstöðu og kísilmálmverk-
smiðjuna.
Frá Egilsstaðakauptúni.
í þriðja lagi má á það benda, að
áhyggjum veldur að forráða-
menn Vegagerðarinnar skuli
vera að bjóða út smáverkefni í
stað þess að heimamenn fái að
vinna fyrir það fjármagn, sem til
þessara framkvæmda er veitt.
Sýnist eðlilegt að verktakar í
fjórðungnum fái að keppa um til-
boð, sem ekki væru stærri en t.d.
10 milj. kr. Hér höfum við dæmi
um aðkomumenn, sem fengu til-
boðsverk en gátu svo ekki staðið
við það og er ekki allt gull sem
glóir. Hér er bæði um það að
ræða að veita fjármagni inn í
landshlutann og að vernda litla
verktaka, sem nauðsynlegir eru í
byggðarlögunum.
Nokkuð er um að fólk úr Egils-
staðakauptúni vinni tímabundið í
sjávarplássunum hér austanlands
þegar mest er þar að gera. En
útlitið þar nú er því miður þannig
að þau munu eiga nóg með að sjá
um sína.
íbúafjöldi í hreppnum 1. des.
1983 var 1265 manns. Heildar-
aukning frá 1971-1983 var
72,5%. Meðaltalsaukning á sama
tíma var 4,6%. Mest fjölgaði íbú-
unum 1972, 7,9% en minnst
1981, 2,1%.
mhg