Þjóðviljinn - 15.02.1985, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 15.02.1985, Qupperneq 6
LANDIÐ Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress Hafðu þá samband við afgreiðslu Þjoðviljaiis, sími 81333 Blaðbera vantar strax á: Öldugötu Túngötu og Fossvog OJOÐVHMN Betra blað Stefnu- mótun . . . Framhald af bls. 5 loðdýraræktar á sl. ári því þá námu þær 38,2 milj. eða 17% af heildarlánveitingum, en betur má þó ef duga skal. Hæpið er af Stofnlánadeild að synja nýbú- greinum um lán þótt þær hafi ekki greitt til deildarinnar. Þær þyrftu strax að njóta fullra rétt- inda og þyrftu jafnvel 5-10 ára aðlögunartíma áður en þær yrðu gjaldskyldar. Sama máli gegnir um ferðaþjónustu bænda. Og ef fiskeldi á að teljast til landbúnað- ar þá verður að taka fullan þátt í eflingu þeirrar atvinnugreinar. Leiöbeiningaþjonust- an Breyttar aðstæður kalla á breytingar á leiðbeiningaþjón- ustunni. Vandamálin nú eru fremur rekstrarlegs og hagræns eðlis en tæknilegs. Því eru leiðbeiningar um færslu búreikn- inga, reksturs- og greiðsluáætlan- ir og fjárfestingar brýnni nú en áður. Leiðbeiningaþjónustan þarf að laga sig að þessum breyttu aðstæðum. Framtíð landbúnað- arins veltur á því hvort hann get- ur keppt við aðrar atvinnugreinar um vinnuafl og veitt þeim, sem við hann starfa, sambærileg kjör og aðrir atvinnuvegir gera. En til þess að svo geti orðið er nauðsyn- legt að horfast ákveðið í augu við vandamáiin. „Það er ljóst“, segir Guð- mundur, „að ekki eru við núver- andi aðstæður möguleikar á að greiða öllum þeim, sem hefð- bundna búvöruframleiðslu stunda þau laun, né veita þeim ' þau kjör, sem viðunandi geta ta- Íist. Annað hvort fækkar bænd- um við þessa framleiðslu veru- lega eða þeir þurfa að stunda aðra atvinnu með búskapnum. Spurningin er hvort þeir eiga al- mennt kost á nokkurri annarri vinnu og hvort þá sé um nokkuð annað að ræða en ganga frá eignum og atvinnu og setjast að á mölinni. Ef koma á í veg fyrir þá þróun er nauðsynlegt að hefja markvissa nýsköpun atvinnutæk- ifæra í sveitum og efla þá kosti, sem vænlegir eru til vaxtar. Fjármagni þarf að beina í auknum mæli til nýrra búgreina en gæta þess þó jafnframt, að eðlileg endurnýjun geti átt sér stað í hinum hefðbundnu. Styrki og framlög, sem beinlínis ganga í berhögg við tilgang fram- leiðslustjórnunar, ber að afnema og beina því fjármagni til ný- sköpunar...„Stjórnvöld verða að vera reiðubúin til að marka ák- veðna stefnu í atvinnumálum og þar með stefnu í málefnum land- búnaðarins" og hafa þor til að framfylgja henni. Jafnframt verða “hinir ýmsu hlutar land- búnaðargeirans að haga starf- semi sinni í samræmi við þá stefnu, sem ríkir á hverjum tíma og vera reiðubúnir til að takast á við sífellt ný og breytileg verk- efni,“ sagði Guðmundur Stefáns- son. -mhg MINMM. MOJuiHiK ÍSLEN/KKAH MÞSíH SIGFFS SIGUKHJARTAKSON Miiminf'arkortin ern tilsölu á eftirtöldum slöðum: Bókubúd Máls og menningar Skrifstofu Alþýdubandalagsins Skrifslofu pjóðviljans Mitnið söfnunaráluk í Sigfúsarsjóð vegna flokksmiðstöðvar A Iþýðubandalagsins hæðir og brýr eru vettvang- ur margra um- ferðarslysa. Við slíkar aðstæður þarf að draga úr ferð og gæta þess að mætast ekki á versta stað. Launamál Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboð- um í að framleiða og afhenda greinibrunna fyrir Hita- veitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 3000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 19. febrúar nk. kl. 14.00 e.h.. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Norræna Félagiö KYNNING Á LÝÐHÁSKÓLUM Efnt verður til kynningar á lýðháskólanámi á Norður- löndum í Norræna húsinu n.k. laugardag kl. 15:00. Sagt verður frá námsfyrirkomulagi og námsbrautum, námskostnaði og námsstyrkjum. Þá verður sérstaklega fjallað um tengsl lýðháskól- anna við íslenska skólakerfið og mat á lýðháskóla- námi í íslenskaframhaldsskólakerfinu. Bæklingar um lýðháskólana munu liggja frammi og sérstök vegg- spjaldakynning verður á lýðháskólanum í Skálholti. Aðgangur er ókeypis og þátttaka öllum heimil. Athugasemdir við athugasemdir Birkir Friðbertsson, Birkihlíð ingum og breytir það trúlega nokkru til hins verra. 3. Sé svo athugaður kaupmátt- ur þeirra launa, sem sauðfjárbúið gefur af sér, kemur sennilega í ljós að hann er 27-29% minni en kaupmáttur launa mánaðark- aupsmannsins með sömu árstekj- ur, miðað við það að verðbólga sé um 50%, eins og segja má að hún hafi verið til jafnaðar undanfarin ár. Þessu veldur að sjálfsögðu það, að launahluti fjölskyldunnar út úr rekstrinum næst ekki fyrr en á síðustu mánuðum hvers árs. Á þetta verður að benda alveg sér- staklega þegar ýjað er að því, jafnvel í athugasemdum Agnars, að sauðfjárbóndinn hafi nú aldei- lis fengið sitt. Birkir Friðbertsson. í Þjóðviljanum frá 6. þ.m. gerir blaðafulltrúi bændasam- takanna, Agnar Guðnason, at- hugasemdir við ummæli Þor- gríms Starra Björgvinssonar, bónda í Garði í Mývatnssveit, sem birst höfðu í Þjóðviljanum nokkru áður. Athugasemdir Agnars eru í þremur liðum. Tvo hina fyrstu leiði ég hjá mér en síðan segir Agnar: „Miðað við búreikninga síð- ustu ár hafa laun sauðfjárbónd- ans, eftir að kostnaður hefur ver- ið greiddur, numið38% afgrund- vallarverðinu“. Við þetta er þrennt að athuga: 1. Hér mun átt við laun fjöl- skyldunnar en ekki laun bóndans sjálfs. Birkir Friðbertsson. 2. Síðastliðið ár, 1984, mun ekki vera inni í þessum útreikn- Reykjavíkurdeild Norræna félagsins. r <|r UTBOÐ Tilboð óskast í gatnagerð, holræsa- og vatnslagnir í íbúðahverfi norðan Grafarvogs IV. áfanga, ásamt lögn dreifikerfis hitaveitu V. áfanga. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 7000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 28. febrúar n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Auglýsið í Þjóðviljanum Álafoss hf. Selur 1,4 milj. trefla Sovétmenn kaupa Síðastliðinn fimmtudag var undirritaður samningur milli Álafoss hf. og sovéska fyrir- tækisins Raznoexport um sölu á 1,4 milj. ullartrefla. Er samn- ingur þessi nánast samhljóða samningi, sem gerður var í fyrra um sölu á 1,5 milj. trefla. I íslenskum krónum er verð mæti treflanna ca. 145 milj. kr. Á sl. ári störfuðu 100 manns við framleiðslu trefla hjá Álafossi hf. Gekk framleiðslan að óskum og voru allir treflarnir afgreiddir á tilskildum tíma og staðið við samninga í einu og öllu. Áætlað er að svipaður fjöldi starfsfólks muni starfa við treflaframleiðsl- una í ár og í fyrra. Fyrsti treflasamningurinn milli Álafoss hf. og Raznoexport var gerður í okt. 1976, eða fyrir 9 árum síðan. Eins og svo víða ann- arsstaðar eru gæði íslensku ullar- innar hátt skrifuð í Sovétríkjun- um. Hugsanlegt er að gerður verði viðbótarsamningur á þessu ári. Samningaviðræður fóru fram í Moskvu í des. sl. Þeir Steinar Jónasson og Guðjón Hjartarson sáu um þessa samninga fyrir hönd Álafoss hf. -mhg Villa á fjöllum Það er svo sem ekki nýtt að menn villist á fjöllum og í fleiri en einum skilningi. Þegar verst gegnir geta afleiðingarnar orð- ið lífshættulegar en þó, sem betur fer, oftar en hitt vægari. í „Landi“ Þjóðviljans þann 8. febrúar sl. birtist mynd frá Bakkagerði í Borgarfirði eystra og fjallið í baksýn nefnt Staðar- fell. Landvörður Þjóðviljans hef- ur aldrei komið á þessar slóðir en áleit sig njóta leiðsagnar kunn- ugra. En þarna henti samt sem áður villa á fjöllum. Umrætt fjall heitir ekki Staðarfell heldur Geit- fell. Biðjum við fjallið, Borgfirð- inga og aðra afsökunar á þessum mistökum. -mhg 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudaqur 15. febrúar 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.